Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 3

Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Leikfélag Reykjavíkur: kápam^ Guðniundur Jónsson (von Biebitz Biebitz, fríherra) Kutrín Ólafsdóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir (greifadæturnar þrjóir, Marie, Beate og Anette). Ljósm.: Vignir. Leikfélag Reykjavíkur hafði frum- sýningu á óperettunni- „Bláa káp- an“ í Jðnó, miðvikudaginn 30. nóv. s.l. „Bláa kápan“ (Drei arme kleine Madel) er eftir Þjóðverjana Hardt- Warden og Hermann Feiner, en lög og ijóð eru eftir Walter og Willi Kollo. Hina íslensku þýðingu hefir Jakob Jóh. Smári leyst aí hendi. Þessi óperetta hefir verið sýnd viða um lieim og hvarvetna lilotið geysi- miklar vinsældir. Bláa kápan hefir verið sýnd hér í Reykjavík einu sinni áður og var hún þá flutt á vegum Hljómsveitar Reykjavíkur veturinn 1937—’38, en Bjarni Bjarnasori (Jörgen Walter kaupmaÖur) og Svanhvit Egilsdóttir (Beate greifadóttir). Ljósm,: Vignir. Lárus Ingólfsson (Knuse, skósmíðameistari), Kína Sveinsdóttir (Munke verslunarkona) og Birgir Halldórsson (Knuse skósmíðan.) Ljósm. Vignir. auk þess fóru leikendur með sýning- una til Akureyrar og sýndu þar nokkrum sinnum. Óperettan fékk þá mjög góðar undirtektir, en það hefir án efa orðið til þess, að næstu árin á eftir voru fleiri óperettur teknar til meðferðar svo sem „Meyjarskemm- an“ 1938—’39, „Brosandi land“ 1939 —’40 og „Nitouche", sem sýnd var tvo vetur i röð 1940;—’41 og 1941— ’42. Á frumsýningunni á miðvikudag- inn var leikhúsið þéttskipað áhorf- endum, sem skemmtu sér ágætlega og létu fögnuð sinn í ljósi með á- köfu lófataki, svo að endurtaka varð nokkur atriði óperettunnar. Eigi verðnr annað sagt en að sýningin í heild hafi tekist vel og meðferð lilutverka var yfirleitt ágæt, en þeg- ar um er að ræða sýningar á óperettu, þá reynir jafnan öllu meira á sönghæfileika heldur en leiklist Qg mætti ef til vill með nokkrum rétti segja, að æskilegt hefði verið að hafa á að skipa betri söngkröftum í verki sem þessu og að geta haft úrvalsraddir i sérhverju hlutverki. Efni óperettunnar er létt og auð- skilið og verður ekki rakið hér, en þess má geta, að liöfundar hennar létu liana enda með öðrum hætti en við fáum nú að sjá, þ. e. a. s. „Bláa kápan“ var þá sannkallaður liarmleikur. Siðar var efni óperett- unnar breytt þannig, að dregið var úr hinum sorglegu leikslokum og þóttu þá vinsældir hennar aukast að mun. Leikstjórn „Bláu kápunnar" hef- ir Haraldur Björnsson á hendi, en hann hefir staðið fyrir flestum þeim óperettusýningum, sem hér hafa verið lialdnar og jafnan tekist það með ágætum og svo er einnig að þessu sinni. Með aðalsönghlutverk kvenna fara þær Sigrún Magnús- Framh. á bls. 7 Sígrún Magnúsdóttir (Anette) og Birgir Halldórsson (Knuse skósmíða- nemi). Ljósm.:Vignir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.