Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 10
10 F ÁLKINN JÓL Á KELDUM. Framhald af bls. 5. og hræsnislaus guðrækni allra. Ekki þurfti að hlakka til ærsla og óláta, æsandi skemmtana og hégóma gling- urs, eða heimskulegra og hóffausra jólagjafa, eins og þær tiðkast nú í kaupstöðum*). Jólugjafir þær sein við áttum von á og allir í bænum fengu, voru kerti, svolítið misstór eftir aldri harna. Nýja, bryddaða sauðskinn- skó fengu allir, og eitthvað af klæðn aði. Oftast einhverja lieila flík, til innri eða ytri fata. Og þá einatt iíka, eða í allra minnsta lagi vel gerða vettlinga, rósabarða (íleppa), ísaumaðar brjósthlífar, krosssaum- uð axlabönd o. s. frv. Allir virtust ánægðir með gjafir þessar og voru þakkíátir fyrir þær. Afhentar voru þær á aðfangadagskvöldið, og létu þá allir loga um sinn á kerlum sin- um, en flestir spöruðu þau þó til ígripa við tækifæri, fram yfir jól og nýár. Aðfangadagskvöldið. Þá var keppst við að ljúka gegningum og mjöltum heldur í fyrra lagi, svo allir gætu verið búnfr að þvo sér og fara í sparifötin, áður en útbýtt var jóla- gjöfum og borið inn heita hangi- kjötið og annað góðgæti. — Drykk- ir voru þá engir aðrir en kaffi, mjólk og venjuleg sýrublanda. Við byrjun máltiðar liafði hver maður yfir, hátt eða í hljóði, daglega bæn sína: „Guð blessi mig og mína fæðu,“ og að máltið Jokinni: „Guði sé lof og dýrð.“ Þar á eftir fóru flestir, sem gátu komist út í kirkju. Kertin voru sett livert á sinn stað og kveikt á þeim öllum og látið loga nokkuð lengi, til að brenna af þeim mjóu hálsana. Hafði á meðan einhver einn i senn nóg að gera, með skarbítinn í hendinni. En á meðan voru sungnir jólasálmar. — Ekki var látið loga Jjós um nóttina í kirlcjunni. Hafði þó faðir minn gert það áður, með þvi móti að láta kertastjakann standa í vatnstrogi á altarinu, til öryggis gegn skarfalli og Jandsskjálfta. Þegar inn var kom- ið úr kirkjunni, var lesinn húslest- urinn og sungnir sálmar á undan og effir. Þar með fylgdi svo að heyrð- ist frá öllum: „Þakk fyrir lesturinn," og var það venja við sérhvern hús- Jestur. Að Jestri Joknum var komið rétt að háttumálum og fóru þá flestir að sofa, en sumir lásu í bókum. En spil voru aldrei notuð á þvi kvöldi. Og síst munu menn þá liafa gleymt því að signa sig undir svefninn og fela sig á vald Guðs vilja. — Þá höfðu og sumir þann sið (sem enn er til), að segja alltaf þegar þeir lokuðu bæ sínum á kvöldin: „Guð geymi hús og menn.“ Matarœði. Heimilisfólkið var margt 18—20 manns, og þurfti þvi mikið í hverja máltíð, allra helst um jólin. Varð þvi áður að baka mikið af kökum úr rúgmjöli (en litið var að því gert um sláturtímann),. og lika lummur, úr nýmöluðu bankabyggi, sem gert var aðeins fyrir hátíðir, eða sérstök tækifæri. Hangikjötið *) Slíkar jóla- og afmælisgjafir, tel ég börnunum sjálfum verstar. Þær orsaka öfund, ágirnd, heimtufekju og vanþakklæti og leiða huga barns- ins frá andlegri uppsprettu lífsins, að forarvilpu eigingirninnar og efnishyggjunnar. var aðalmatur allra hátiða, og nægði varla minna fyrir jólin en 2—3 sauðaföll og 1—2 ganglimir naut- gripa. Fyrst á jóladagsmorguninn fékk hver sinn bolla, með sætu kaffi og 3 stórum, sykruðum lummum. Svo fyrir hádegi mjólkur-grjónavelling, þykkan ineð kanel og rúsinum, og síðdegis hákúfaðan disk eða lítið trog af mögru og feitu hangikjöti, með flotstykki, köku og smjöri. (T. d. var sauðalærum skipt í 2 eða mest 3 stykki milli karlmanna). Matur allur var skammtaður og hver maður sat í sínu sæti, með askinn sinn, diskinn eða trogið á hnjánum og borðaði með sínum eigin spæni eða sjálfskeiðing. Iiaffi með kandissykurs ögn, mun hafa verið um hádegis- bil og eftir kjötmatinn. Kirkjugest- um mörgum var og veitt kaffi eftir messu ■—- með rjóma og sykri, en sjahlan öðru, nema þá „í staupinu“, sem sumir bændur biðu eftir. <> <> < > <> <> < > < > <> <> Rafvélaverkstæði Halldórs Ólafssonar Njálsgötu 112 — Sími 4775 Framkvæmir: Allar viðgerðir á rafmagns- vélum og tækjum. Rafmagnslagnir f verksm og hús. Spil. Karlmenn, konur og börn spiluðu mikið, sérstaklega á jóladags kvöldum, og karlmenn spiluðu víst nálega á hverju einasta lielgidags- kvöldi allan veturinn. Spilað var púkk (6—8 menn), marías og kas- ina, (2 m.), bónópartur, skelkur, gosi og vist (4 m.), lauma og þjófur (mismargir). En alkort og treikort kunni þá ekki nema elsta fólkið. V. G. STJÖRNUSPÁ. Frh. af bls. II stæðismenn reyni að koma á sam- komulagi um stjórn. 11. hás. — Venus ræður húsi þessu. — Hefir góðar afstöður til Mars og Satúrn, en slæmar til Sól- ar, Tungls, Merkúrs og Neptúns, svo að líklegt er að samvinna í þing inu verði örðug og óvænt atvik koma óþægilega við viðfangsefnin. 12. hús. — Neptún er í húsi þessu. — Ekki heppileg afstaða fyrir betr- unarhús, vinnuhæli og opinberar stofnanir. Saknæmir verknaðir munu koma í ljós. Ritað Í4. nóv. 1949. Kóngafundur í Teheran. — Ab- dullah Transjordaníukonungur hefir verið í heimboði hjá shahinum af íran. Hér sjást þeir hittast á flugvellinum í Teheran. TILKYNNING frá brunavarnaeftirliti ríkisins um uppsetningu og notkun olíukyndingatækja. Samkvæmt 26. grein reglugerðar um brunavarnir og brunamál frá 10. október 1949, sem gengur í gildi 1. jan. 1950, má einungis setja upp þau olíukynditæki utan Reykjavíkur, sem viðurkennd hafa verið af brunavarna- eftirliti ríkisins. Með lilvísun til þessa, er hér með skorað á alla þá, sem fást við smíði, sölu og uppsetningu slíkra tækja, að senda hið fyrsta uppdrætti ásamt fullnægjandi lýs- ingu af tækjum til verksmiðju- og vélaeftirlits í Reykjavík, sem f. h. brunavarnaeftirlitsins liefir telcið að sér eftirlit með því að tækin fullnægi öryggiskröfum reglugerðarinnar. Eftir 1. jan. 1950 er óheimilt að setja upp önnur tæki en þau, sem hlotið hafa viðurkenningu verk- smiðju- og vélaeftirlitsins. BRUNAYARNAEFTIRLIT RlKISINS. * <■< <■*■*<<<<<<< <<<<■*<<<<<<<<■* sr >r > r ' r V >r ' r >r > r ÁætiaSai1 >> j . j< j< >> j< j v j < j< flugferðir í éí. 1949 (innanlands) FRÁ REYKJAVÍK. Sunnudaga: Til Alcureyrar - Vestmannaeyja — Keflavíkur M ánudaga: Til Akureyrar Norðfjarðar Seyðisfjarðar Vestmannaeyja l'riðjudaga: Til Akureyrar Vestmannaeyja Miðvikudaga: Til Akureyrar — Blönduóss — Sauðárkróks - Isafjarðar Hólmavíkur — Vestmannaeyja Fimmtudaga: Til Alcureyrar — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar Vestmannaeyja Föstudaga: Til Akureyrar — Hornafjarðar — Fagurhólsmýrar — Kirkjubæjar- klausturs — Vestmannaeyja Laugardaga: Til Akureyrar — Blönduóss — Sauðárkróks Vestmannaeyja — Isafjarðar — Keflavíkur Flugfélag íslands h.f. ;;

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.