Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 VNCtfVtf kE/KNbURHIR Hvaðan homa jóiatré, jólapíir 09 jótaeinar. Nú era jólin bráðum komin og alla lilakkar til, bæði unga og garnla. — Jólasiðirnir breytast dálitið, en gamla fólkið vill nú lielst hafa jólin eins og þau voru þegar það var ungt. Og flestir siðirnir eru enn líkir þvi sem þeir voru þá. Þeir eru komnir framan úr forneskju eða frá öðrum þjóðum. Jólatréð hefir eigi verið i tisku á Norður- löndum nema rúm 100 ár, í þeirri inynd sem nú er, en öldum saman hefir fólk í skógarlöndunum látið tré standa fyrir utan dyrnar hjá scr á jólunum. Síðan fyrstu jólatré fóru að flytjast liingað til lands eru ekki nema kringum 50 ár. — Sumir álíta að jólatréssiðurinn sé kominn frá Róm. bar var í heiðnum sið dansað kring- um tré með kertum og gjöfum. Það er vitað að jólatré voru komin til Þýskalands fyrir 400 árum. í byrjun 19. aldar var farið að hafa jólatré í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Til Englands fluttust jólatrén með mánni Victoriu drottningar, sem var þýskur prins. En jólatrén eru ekki eins útbreidd þar eins og á Norður- löndum. Ilinsvegar eru þau mjög al- geng í Bandaríkjunum, en þar var farið að nota þau fyrir síðustu alda- mót. Jólagjafirnar. Það er ævagamall siður að gefa jólagjafir. Hann er í rauninni eHri en kristnin og við höfum erft hanu úr Iieiðnum sið. 1 gamla daga gáfu stórbændaheim- ilin öllum nágrönnunum gjafir. Oft- ast nær var það matur, mjöður og öl, sem gefið var, eða þá kerti og jóla- brauð. Það var skorið út í ýmsum myndum, eins og menn og dýr, og var stundum eins stórt og lifandi börn. Þaðan er koininn siðurinn með litlu myndakökurnar, sem enn eru til. Jólasveinninn. Börnin fengu jólagjafir áður en jólasveinninn kom til sögunnar. Hvert barn fékk slcól, sem það setti út fyrir bæjardyrnar þcgar dimmt var orðið. Foreldrar þeirra sögðu þeim að Jesú- barnið mundi leggja gjafir í skálar allra þægu barnanna - en þau óþægu áttu ekkert að fá. Svo fór fólk smátt og smátt að gera jólasveina úr ýmsum dýrlingum kaþólsku kirkjunnar. í Þýskalandi heitir hann Nikulás og í Englandi Sankta Claus. Hér á landi höfum við haft „jólasveina einn og ótta,“ sem „ofan komu af fjöllunum“ og stund- um eru þeir meira að segja fleiri. Hver hefir sitt hlutverk, svo sem „Pottasleikir“ og „Giljagaur“. Þess- ir jólasveinar hafa flestir orðið til liér á landi og eru ekki til annars staðar. Þeir eru með öðrum orðum alíslenskir rikisborgarar. ^ Stafabók barnanna Blaðinu hefir borist Stafabók barnanna. Þetta er myndskreytt stafabók prentuð í litum og liin vandaðasta að frágangi. Hver stafur stafrófsins hefir sína siðu i bókinni. Þá er og visa um hvern staf, og fylgir Mikki Mús lit- mynd hverri síðu. Á forsíðu kversins er stór litmynd af börnum í jeppa. Má gera róð fyr- ir að bók þessi verði vinsæl meðal yngstu lesendanna, enda fullnægir hún örtvaxandi eftirspurn eftir fall- legri stafa-, mynda— og visnabók. Adamson er J)rár. ORÐ8EMDIWO til hásráðenda og húsmœðra frá Brunabótafélagi íslands Farið varlega með eldinn. Jólalré eru bráðeldfim. Ef kviknar í jólatré þá kæfið eldinn með þvi að breiða yfir hann. Setjið ekki kertaljós í glugga eða aðra staði þar sem kviknað getur í gluggatjöldum eða fötum. Forðist að leggja heimili yðar í rústir og að breyta gleði í sorg! Gleðileg jól, farsælt komandi ár! Brnnabóíafélag í§Iand§ „BLÁA KÁPAN“. Framh. af bls. 3. dóttir, Svanhvít Egilsdóttir og Kat- rín Ólafsdóttir, en með ldutverk karlmanna fara söngvararnir Guð- mundur Jónsson, Birgir Halldórsson, Ólafur Magnússon og Bjarni Bjarna- son. Auk þeirra koma svo fram nokkrir leikarar m. a. Lárus Ing- ólfsson, Valdimar Helgason, Nina Sveinsdóttir, svo og Haraldur Björns- son, leikstjórinn. Dansana liefir Ásta Norðmann æft, en Lárus Ingólfsson málað leiktjöld og séð um búninga. Undirleik annaðist ótta manna hljómsveit undir stjórn hins kunna söngstjóra dr. Victors Urbantschitschs og átti leikur hennar eigi litinn þátt i því að gera þessa kvöldstund svo ónægjulega sem raun varð á. Músik þeirra Walters og Willis Kollo er yfirleitt falleg og á köfl- um hrífandi fögur og fellur hún mjög vel við efnið og mun óliætt að fullyrða, að hún cigi mestan þátl i þeim vinsældum, sem þessi óper- etta hefir hlotið. „Bláa kápan“ verður sennilega síð- asta viðfangsefni Leikfélags Reykja- vikur í þeirri mynd, scm það nú starfar, en eins og kunnugt er, þá tekur Þjóðleikhúsið til starfa eftir áramót og hefir þegar fastráðið nokrra helstu leikendur leikfélags Reykjavikur. Mun við það breytast starfstilhögun félagsins að all veru- legu leyti og má því með sanni scgja, að sýningar á „Bláu kápunni" verði minnisstæður áfangi í sögu leikfé- lagsins, þar sem nú munu nokkrir leikendur þess kveðja liið gamla leikhús í Iðnó fyrir fullt og allt. COLA DMKKUR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.