Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
KAMMT VAR til jóla,
þegar saumanámskeið-
ið var úti, og strax eftir
nýjárið átti matreiðslu-
námskeiðið, að hefjast. Við sem
höfðum verið á saumanámskeið-
inu, höfðum flestar ákveðið, að
taka þátt í hinu námskeiðinu líka.
En allar, er gátu komist það með
góðu móti, ætluðu heim til sín
fyrir jólin.
Það voru margar broslegar end-
urminningar frá þessu fyrra nám-
skeiði, í hugum okkar, sem vorum
fjölmenninu og skólunum ókunn-
ar áður. Oft hafði verið svo glatt
á hjalla, að kennslukonunum
fannst glaðværðin ganga of langt.
Einu sinni hafði Helgu kennslu-
konu þótt svo við tvo nemend-
urna, að til vandræða horfði. —
Stelpurpar voru alltof orðhvatar,
og Helga, sem var að eðlisfari
afskiptalaus um aðra, tók sér
mjög nærrí að hafa lent í þessu,
og var jafnframt stórlega mis-
boðið.
Eg tók svari Helgu, og reyndi
að dreifa þessu fjasi sem mest frá
henni, og gera stelpurnar, sem að
uppþotinu stóðu hlægilegar. Mér
tókst þetta, og þegar hinir nem-
endurnir fundu hvað ég ætlaði
mér, þá réðust þær að sökudólg-
unum með mér, svo að í kringum
þær varð mesti ys og hlátur, en
veslings Helga smeygði sér þá
út úr þessu hálfgerða öngþveiti,
sem hún var komin í, og lét okkur,
sem með henni snérumst, um það
að jafna málið.
Upp frá þessu sýndi Helga
kennslukona mér meiri hlýleika,
en hún var vön að láta í ljósi, í
þessu starfi sínu, og einu sinni,
þegar hún fékk gott tækifæri, bað
hún mig að þúa sig. Eg reyndi þó
að notfæra mér þau sérréttindi
mín eins lítið og ég gat. Eg stóð
ekki nær henni á neinn hátt en
hinar stúlkurnar, þó að ég finndi
það vel, að hún hafði fullt frelsi til
að njóta réttar síns.
Seinasta daginn, sem við kom-
um saman á námskeiðinu, og til-
hlökkunin yfir að komast heim,
var efst i huga okk^r, meiddi ég
mig dálítið á fætinum. Þó meiðsl-
ið væri ekki mikið, var það nóg
tii þess, að öll mín ferðaáætlun
var úr sögunni.
Mcr þótti ákaflega fyrir, að
komast ekki heim um jólin, og
var líka í vandræðum með hvað
ég ætti af mér að gera, því að ég
átti til engra kunnugra að flýja,
sem ég gæti beðið um að lofa
mér að vera hjá sér yfir hátíðarn-
ar. En þá barst mér alveg óvænt
hjálp. Helga kennslukona spyr
mig, hvort ég treysti mér að hýr-
ast hjá sér þennan tíma. Hún
tjáði mér, að hún væri ein sem
stæði, síðan frænka sín, sem hún
hefði alið upp, hefði farið til út-
landa til frekari menntunar.
Mér var það þvert um geð að
þiggja þetta góða boð. Það var
eitthvað í mínu eigin brjósti, sem
hafði á allan hátt á móti því að
vera í návist þessarar konu, og
þó vildi ég ekki vera vanþakklát.
En það er ekki alltaf spurt .að
manns eigin vilja. — Eg hafði ekki
annað að venda, og einhvers stað-
ar varð ég að vera.
Eg reyndi að líta á allt með
velvild og hlýju, heima hjá Helgu.
Þar var allt látlaust og hreinlegt
og í margra ára skorðum. Á þessu
litla heimili sínu, gekk Helga
kennslukona um, með sama fas-
inu, og hún hafði haft á náms-
skeiðinu. Hún var há og grönn
og nærri því alltof bein. Stelpurn-
ar höfðu pískrað um það sín á
milli, að hún myndi eiga bágt með,
vissi sem var, að hún gerði allt
fyrir mig, sem hún gat, og þá var
ekki hægt að ætlast til meira.
Þegar þessari virðulegu konu
fannst helgi kvöldsins standa sem
hæst, tók hún hina helgu bók,
fletti upp í henni, og las stillt og
hátíðlega í Lúkasar guðsspjalli
um fæðingu Jesú-barnsins.
Á liðnum árum, hafði hugur
minn oft orðið hrifinn af þessum
fögru orðum, en nú brá svo við,
að þau fóru framhjá tilfinningum
mínum.
Einstaka sinnum heyrði ég rödd
Helgu, þegar hún las, en hugur
minn reikaði viljalaus og sljór
frá efninu, fjarri því að taka þátt
í því, sem fram fór. Mér fannst
ég vera óhamingjusöm sál, á þess-
um augnablikum, — sem fann
engan frið í sínu eigin allsleysi.
anlega kalt, rynni niður bakið á
mér.
Helga hafði lokið lestrinum, og
lagt bókina út á borðið. Nú tók
hún að sér höndum, og lagði aftur
augun. Eg vissi að hún var að
biðjast fyrir. Á meðan hún flutti
sitt þögla bænarmál, kom maður-
inn frá hurðinni nær. Hann gekk
létt og hljóðlaust, og kraup fyrir
framan Helgu. Dökkt hár hans,
var skipt í vinstri vanga, og greitt
vandlega yfir háhöfuðið, þar sem
hárið var orðið mjög þunnt. Hann
var með dökkt vellagað alskegg,
og dökku fötin sátu framúrskar-
andi vel á grönnum líkama hans.
Þessi maður var einkennilega ör-
uggur og mótaður. Samræmið í
fasi hans og öllu ytra útliti var
hrífandi. Svipur hans var mjög
góðmannlegur. Það var hvíld fyrir
Guðlaug Benediktsdóttir:
HARÐA SHELIN
að sjá það sem hún hefði handa
á milli, af því að hún gengi með
kústskaft í hryggnum.
Mér þótti þetta þá óþarfa útá-
setningasemi, eins og hún gæti
nokkuð að því gert, hvernig hún
væri sköpuð. En nú þegar ég var
komin inn á hennar eigið heim-
ili, þurfti mér að detta þetta í
hug. — Víst hefði mér þótt það
skemmtilegra, að hún hefði ekki
verið svona ákaflega stíf í fasi.
Annars leit ég á þetta sem algjört
aukaatriði. Það mátti finna eitt-
hvað að öllum.
Eg var gripin einstæðings-
kennd, yfir þessu öfugstreymi,
sem þurfti að hitta mig rétt núna
fyrir jólin. Eg reyndi að finna
eitthvað út úr gráum augum
Helgu, sem hefði laðandi áhrif á
sál mína, en þar fann ég ekki neitt
laðandi, fremur en við persónu-
leik hennar. Allt gat það átt heima
við þetta eina og sama: Kúst-
skaftið.
Það skal þó enginn halda, að
ég hafi ekki fundið, hvað ég var
henni skuldbundin fyrir boð henn-
ar, þó þessar leiðu og óverðugu
hugsanir ásæktu mig alltof oft,
þegar ég leit á gestgjafa minn. —
Nei, ég átti marga áhyggjustund
yfir því, hvernig ég ætti að launa
henni gestrisnina.
Á aðfangadagskvöld var lítil
jólagleði í huga mínum. Eg var
víst eitt af þessu stórmisheppn-
aða í mannheimi, — en Helga
kennslukona var jafn hátíðleg og
róleg á svipinn og alltaf. Hún
Eg horfði á kertaljósin í stjökun-
um tveimur á borðinu. Þau teygðu
sig út í þennan takmarkaða geim.
Hvar sem ég var vön að sjá kerta-
ljós, höfðu þau alltaf minnt mig
á jólin, en núna var fjarri því að
þau gerðu það. — Eg starði stöð-
ugt á kertaljósin, þau teygðu sig
svo undarlega sitt á hvað. Mér
fannst þau leita djarflega inn í
sál mína, eins og þau vildu sann-
færa mig um, að þau brynnu ekki
til einskis. — Kannske enginn
hlutur, hugsun eða athöfn væri
alveg til einskis? — Máske allt
væri annað hvort til góðs eða ills.
Það var svo takmarkað, sem mað-
ur get séð og þreifað á.
Gangur hugsana minna rigaði
til fyrir einhverju utanaðkom-
andi. Það kom maður inn um
dyrnar framan af ganginum. —
Eg horfði á hann sömu augum
og maður horfir á eitthvað, sem
bregður fyrir augun alveg óvænt.
Mér fannst þessi maður hljóta að
bera eitthvað sérstakt með sér,
sem ég hafði aldrei séð áður.
Því skyldi hann ekki hafa bank-
að? flaug mér í hug. — Hann hefir
sjálfsagt ekki viljað trufla þessa
stund, — svaraði ég sjálfri mér í
huganum.
Maðurinn stóð, yfirlætislaus og
undirgefinn fram við hurðina. —
En hvernig var þetta, opnaðist
hurðin nokkurn tíma? —
Nei, — hann opnaði áreiðan-
lega aldrei hurðina, — og mér
fannst, sem eitthvað alveg ólýs-
mig í tilbreytingarleysinu að
horfa á hann.
Eg leit á Helgu. Hún var jafn
alvörugefin og háttvís og hún sæti
í kirkju. Hún er víst ennþá að
biðjast fyrir, hugsaði ég. Mér
virtust þau þessi tvö, miklar and-
stæður, en þau gátu bætt hvort
annað upp.
Helga opnaði augun, og leit
beint fram. Það bar enn meira
á, hvað hún var ströng og köld
á svipinn, þegar ég hafði þennan
mann til samanburðar. Aldrei
fyrr hafði ég gengið svo langt, að
líkja þessari konu við hálfgerðan
steingerfing. Þau voru að öllu
leyti svo gjörólík, þessi tvö, nú
sá ég það best.
En nú tók maðurinn til að smá-
hverfa. Hann virtist samlagast
sjálfu andrúmsloftinu. Það sein-
asta, sem ég gat greint af honum,
var að það mótaði aðeins fyrir
stærð hans, svo varð allt eins og
áður. Við Helga urðum tvær ein-
ar. Kertaljósin á borðinu teygðu
sig misjafnlega út í stofuna. Mér
fannst mér hlýna, og jólahelgin
færast nær.
— Gleðileg jól, sagði Helga,
óvenju blíðlega.
Eg ætlaði að svara henni, en
komst ekki að vegna ákafa henn-
ar: — Hamingjan hjálpi þér og
mér, — sagði hún með óvenju
fjasi. Það er ekki nokkur blóð-
dropi til í andlitinu á þér.
— Eg hélt að það væri ekkert
athugavert við mig núna, svaraði
ég.