Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 13
FALKINN
13
einn rigningardag að flóðið lcom og Nóa-
liðiS fór í örkina .....
— Eigið þér við að þetta skip sé eins-
konar ný útgáfa af örkinni hans Nóa?
sagði bankastjórinn fyrirlitlega. — Varla
er veröldin svo bölvuð. Margt hefir skeS
síðan á dögum gamla Nóa, og ....
— Og nýtísku Nóaörlc er kúin áfram af
dieselhreyflum, hélt Lutjens áfram. — En
ef olían gengur til þurrðar — livað þá?
Trepka yppti öxlum. Þjónn kom með
silfurskutul og á hontim lágu þrjú bréf.
-— Þetla er frá póstmeistaranum, sagði
hann. — Hann heyrði að þér sætuS inni í
horðsalnum, og af því það stendur „Fljótt“
á öllum bréfunum .........
— Hvað er nú á seiði? sagði bankastjór-
inn og hleypti brúnum, með tortryggnis-
svip. — Hver sendir okkur bréf hingaS
u m horð?
— Það sést kannske á bréfunum, sagði
Lutjens og opnaði það. umslagið, sem á-
ritað var til hans.
Bréfin voru árituð til Otto Trepka banka-
stjóra, Arvid Lútjens dósents og Kristians
Ebb skálds, m/s Helgelandsholm. Næstu
mínútu var þögn. Svo lét bankastjórinn
sitt hréf síga og leit til sessunautar síns.
Dósentinn leit á hann á móti. Og í háðum
ai'dlituniim var uppmáluð furða, sem var
engin uppgerð.
Lofið mér að sjá hvort yðar bréf er
samhljóða mínu, hrópaði bankastjórinn.
Þeir skiptust á bréfunum.
Bréfin voru rituð á frönsku, ekki alveg
gallalausri, en hljóðuðu svo:
„Herra minn: —Eg hefi hegrt getið um afrek
gðar i Mentone — það gildir einu hvernig
ég frétti það — er þér Ijóstaðuð upp máli,
sem enginn lögreglumaður þar hcfði líklega
getað ráðið fram úr.
Það vœri fjarri mér að regna að draga úr
afreki yðar. Leyfið mér hins vegar að prófa
skarpskyggni yðar.
Á skipi eru enn þrengri möguleikar fyrir því
að fremja glæp en í smábæ á borð við Ment-
one. AIls staðar á öllum tíma dags er fólk á
ferli fram og aftur, augu annara eru á verði
og enginn getur yfirgefið skipið án þess að
það verði kunnugt. E n g l æ p ur m u n
v e r ð a f r ami nn h é r . Þegar eitihvað ó-
vœnt skeður þá megið þér vita, að það er ekki
slysi að kenna. H é r e r u m g l æ p a ð
r æ ð a. Getur skarpskyggni yðar afstýrt glæpn
um eða Ijóstað honum upp.----Út á djúpiði
— — Út í myrkriðl
Yðar einlægur
x—y—z."
ANNAR ÞÁTTUR.
Yfir Norðursjó.
Bankastjórinn lét bréfið siga. — Gabb!
sagði hann.
— Kannske er það sagði dósentinn.
— Kannske? Hvernig ætti það að vera
annað?
— En hver getur tilgangurinn verið með
því?
— AS skemmta sér á okkar koslnað.
— Er það ekki nokkuS fyrirliafnarmikil
aðferð til að skemmta sér?
ÞaS er til fólk, sem vinnur það til að
hengja sig til þess að komast í blöðin! Þessi
fígúra hefir heyrt getið um Mentone-málið
og ímyndar sér að okkur dreymi í sífellu
um fingraför og falskar fjarverusannanir.
Þess vegna sendir hún þessi bréf.
— Það er hugsanlegt, sagði dósentinn.
— Glæpur um horð i svona skipi!
rumdi í bankastjóranum og hann espaðist.
— Engum gæti dottið í hug að taka sér far
á skemmtiskipi til þess að drýgja the per-
fect crime —- liinn fullkomna glæp. Svona
skip er óhentugasti staðurinn sem ég get
hugsað mér til þess að fremja ódæðisverk á.
— Eg veit ekki, svaraði Liitjens. Þeir
sænskir samborgarar eru til, sem hugsa
um fleira en að eta og drekka. Meðal ann-
ars leggja þeir stundum mikið undir í
spilum. Það er eklci óþekkt fyrirbrigði að
fjárhættuspil leiði menn út í glæpi. Og
er það alveg víst að ástleitnin hérna um
horð fari fram með fullu skikkelsi? Ekki
vil ég ábyrgjast það — en ég er vitanlega
ekki sérfróður í þeirri grein.
Trepka sneri glasinu milli fingranna.
— Þarna var orð að sönnu, sagði hann
og hrosti einkennilega. — Það eru ekki
nema tveir tímar síðan ég sá ungum manni
rænt eins og krakka, og líklega hafa á-
stríður verið með í verki þar.
Lútjcns glennti upp augun.
— Hver er hann og liver er hún?
— Hann er pólskur og auralaus greifi,
sagði Trepka, — og situr þarna við horð-
ið með gömlu konunum. Og hún lítur út
eins og sakleysið uppmálað og silur þarna
við borðið skáhallt fram undan okkur.
Dósentinn leit í áttina.
— Sagði ég sakleysiS uppmálað, liélt
bánkastjórinn áfram. — Þegar ég lít á hana
dettur mér i hug málverk í Róm — livað
heitir það nú aftur? Það er eftir Tizian,
held ég .......
t— Jó, einmitt — himnesk ást og jarð-
ræn? sptirði Liitjens.
— Já, einmitt — himnesk ást og jarð-
ræn. Þessi dreymandi hláu augu, meyr
haka, Ijóst silkimjúkt hár — er það ekki
fullkomin madonna, sérstaklega þegar mað
ur sér liana við hlið vinkonu sinnar með
kattarandlitið og gulu augun. Og samt
rændi hún ungum manni, eins og ég sagði
yður.
— Oft er flagð undir fögru skinni. Það
er ekki alltaf auðvelt að greina á milli
himneskrar og jarðneskrar ástar, andvarp-
aði dósentinn. — En við skulum halda okk-
ur við efnið. Þér staðhæfið að svona skip
væri óhentugt umhverfi fyrir þann, sem
ætlaði að fremja glæp, og ég leyfi mér að
efast um það. Glæpirnir eiga sér eklci sér-
staka tegund umhverfis — þeir eru drýgð-
ir hvar sem er, ef skilyrðin eru fyrir liendi.
Og hin ytri skilyrði geta hvergi liugsast
belri en á stóru farþegaskipi. Það er eins
og smáheimur fyrir sig, eða eins og til-
raunaglas, þar sem allar ástriður eru
hreinræktaðar eins og gerlar i gerjun-
arsoði, og verða ennþá eitraðri en úti i
náttúrunni.
— Jæja, en gleymið ekki hvað bréfritar-
inn segir: ,,AIls staðar og á öllum tímum
dags er fólk á ferli, fram og aftur, augu
annara eru á verði og enginn getur yfir-
gefið skipið án þess að það verði kunn-
ugt.“ Hefir hann ekki rétt að mæla? Jú.
Og einmitt þess vegna held ég þvi fram
að þetta bréf lians sé tilraun til að
skemmta sér á okkar kostnað, og ekkert
annað. Mig skyldi elcki furða þó hann sæti
hér í borðsalnum og glotti að okkur fyrir
það að við sitjum hér og tölum um bréfin,
í stað þess að rífa þau í tætlur. En það
hefi ég einmitt hugsað mer að gera.
Banlcastjórinn hnyklaði brúnirnar og
renndi augunum um salinn eins og liann
væri að leita uppi sökudólginn, sem var að
henda gaman að lionum. Hann mætti
augnaráði margra annarra, pólska greif-
ans, Marianne, Gundelacli frænda. Hon-
um fannst öll þessi augu vera full af djöf-
ullegu glensi. Hægt og gætilega reif hann
hréfið í tætlur þannig að allir gætu séð, og
fleygði sneplunum undir borðið. Þcgar
þelta var gert leit hann aftur af fólkinu.
En honum gramdist það sem hann sá
við sitt eigiö borð: dósentinn var að stingá
sínu eigin bréfi og Ebbs í vasa sinn.
— Ha—ha! muldraði hann. — Nú veit
ég hvernig þetta fer. Þér hafið hitið á öng-
ulinn og lcyngt heitunni. Næstu sex vikurn-
ar verðið þér á þönum um skipið með
stækkunargler í annari hendinni og mæli-
band í hinni — og smáumslög fyrir vindla-
ösku í vasanum.
— Rélt er það, andvarpaði dósentinn,
— svona er manneskjan. Eg vann dálitinn
sigur í Mentone, og njósnarasigrar stíga
mönnum til höfuðs, alveg eins og mikil-
mennskuhrjálæðið. Vel sé yður að þér
minnið mig á að ég er dauðlegur.
— Já, guði sé lof fyrir það, sagði Trepka.
— En eigum við ekki að koma upp á þil-
farið og fá okkur hreint loft?
— Það er heillaráð, svaraði dósentinn,
gestur lians.
n.
A þilförunum var varla nokkur Iiræða.
Dauður sjór en loftiÖ kalt. Hátt yfir siglu-
toppunum leiftruðu stjörnumerkin, eins
og teikn úr ókunnu stafrófi. Og í myrkr-
inu niðri sáust glampar í sævarfletinum.
— Og einmitt hérna, þar sem við siglum
núna, var land fyrir tíu þúsund árum,
sagði dósentinn, eins og hann væri að tala
við sjálfan sig. — Hér dunaði í skógum
fururnar gnæfðu við himin og dýrin hörð-
ust — sjónleikur náttúrunnar var leikinn.
En einn góðan veðurdag hvarf leiksviðið.
Sjórinn hafði gleypt það. Og í dag fá tog-
ararnir horn af úruxum og lcrónuhirti i
vörpurnar hér í Norðursjónum.
— Sögðuð þér tíu þúsund ár? spurði
bankastjórinn milli tveggja reykjarmekkja.
— Mér hefir alllaf fundist jarðfræðin vera
dularfull vísindagrein. Hún notar sér töl-
ur, sem enginn bankamaður getur endur-
skoðað eða liaft hemil á. Þegar ég var ung-
ur var uppi enskur vísindamaður, sem hét
Lord Kelvin. Hann fullyrti að jörðin væri
í mesta lagi fjörutíu milljón ára gömul, og
hann var talinn mesti vísindamaður i sinni
grein j)á. Nú tala jarðfræðingarnir um
hundrað milljón ára eða stundum tvö
hundruð milljónir, án þess að depla aug-
unum. Þegar ég lilusta á þá dettur mér
alltaf í hug bankagjaldkeri sem skefur út
tölur í bókunum til þess að lcyna því að
reikningarnir standi ekki heima.
— Þetta eru nú öfgar, kæri Trepka. Sú
var tíðin, að jarðfræðin var lítið annað en
tilgátur, en það er langt síðan að þetta
var. Síðan radíum fannst hefir verið liægt