Fálkinn


Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.12.1949, Blaðsíða 9
F ALKTNN 9 — Af hverju tekurðu svona til orða? — Eg á við, að ég hélt að ég væri búin að jafna mig. — Nú, varstu þá veik áðan? — Nei, það var ekkert að mér. Helga tók fast í úlnliðinn á mér. Hún beið auðsjáanlega eftir þvi. að ég segði meira. — Við skulum annars ekki ræða um þetta, — sagði ég, og iðraðist eftir að hafa farið að svara henni svona tvírætt. — Hver var ástæðan áðan? sagði hún, án þess að vilja taka tillit til mótþróa mins. — Æ, mér varð hverft við, það var allt og sumt. — Hvert við. Hvernig á ég að skilja það, að þér hafi orðið hverft við, á meðan ég las jólaguðsspjall- ið? — Jú, það kom maður hérna inn til okkar í gegnum lokaða hurðina. Helga sleppti takinu af hand- leggnum á mér, eins og hún hefði brennt sig. — Að þú hafir séð draug, á meðan ég las. Nei, nú er mér nóg boðið. Þú hefir ruglað ímyndunar- afl. Láttu aldrei nokkurn mann heyra slík hugarfóstur, en kapp- kostaðu að biðja Guð að bjarga þér frá glötun. Þarna er voðinn, sem andatrúin, og hinir heiðnu prestar skapa. Það kemur fram á ístöðulausum villuráfandi sálum. — Eg starði hissa á Helgu. Var kerlingin geggjuð? Eg fann að blóðið þaut fram í kinnar mínar. Jæja, ég var þó búin að ná blóm- legum litarhætti aftur, svo mikið var víst. En það var verri sagan, að ég skyldi segja Helgu eins og var. Það var spursmál, hve lengi ég myndi haldast við innan dyra hjá henni, fyrst hún tók þessu svona. — Eg er í kristnum söfnuði, sem stendur utan við alla van- trú, hélt Helga áfram. — Og það get ég sagt þér, að þessar sýnir, ef það er nokkuð annað en hug- arfóstur eða ósannindi, eins og ég drap á áðan, koma vægast sagt beint frá fjandanum. Það eru myrkravöldin, sem draga sál- irnar í gegnum þessa gyllingu, — allt þetta hjóm, sem stendur fyrir utan Kristindóminn. . Helga tók sér málhvild, og nú loks rann það upp fyrir skilningi mínum, hvernig stóð á öllu þessu stífa í fari hennar. Hún hélt hún vissi allt, og að Kristindómurinn væri til aðeins fyrir fáar útvald- ar sálir. — Hvernig sem þú reynir að þvæla þetta, þá sá eg manninn, með mínum eigin augum, sagði ég, og var nú komin á minn rétta kjöl. — Og þessi maður, hann kom beinlínis til að finna þig. Hann þráði að gera þig ögn auð- veldari í meðförum en þú ert. Eg þorði ekki annað en að taka mér málhvíld, Helga æddi svo hratt um gólfið. Augu hennar voru kolsvört, og eins og þau væru að springa. En ég var orðin róleg og vægðarlaus, og örugg vissa mín ,um hið sanna í þessu máli, gaf mér von um að hnekkja hroka hennar. — Eg er viss um að hann hef- ir verið bróðir þinn, eða líklega öllu frekar kærasti þinn, hélt ég áfram, án þess að líta upp. — Hann kraup við kné þér. Dökkt alskeggið, gerði hann kannske í senn, bæði alvarlegri og ellilegri en hann er í raun og veru. Helga hætti að ganga um gólf. Hún settist í djúpa stólinn sinn, og brá hönd undir kinn. Eg lag- aði um mig á legubekknum, teygði hendina út á borðið, tók hina helgu bók, fletti uppí henni og las jólaguðsspjallið með sjálfri mér, og nú var ég merkilega sæl og róleg. Mér fannst helgur frið- ur streyma inn í sál mína, og ég var fús á að sætta mig við kring- umstæður mínar. Þegar lestrinum var lokið, og ég hafði beðið Guð að gefa ást- vinum mínum gleðileg jól, heyrði ég að djúp og hlý karlmannsrödd sagði: — 1 góðum Guðs friði, og gleðileg jól. — Eg leit upp í loftið og allt í kringum mig, en sá ekki neitt, og nú hafði ég vit á að þegja. — Guð gefi þér gleðileg jól Helga, sagði ég og rétti henni hendina. Hún stóð upp úr stólnum, greip um hendi mína og settist hjá mér, og það undarlega var, að bak hennar var bogið. — Það getur verið að ég syndgi ákaflega á því, en ég get ekki neit- að því, að ég kannaðist við mann, sem var alveg eins og þú segir frá, en það er aldeilis áfall fyrir mig og mína trú, að þetta geti átt sér stað, að þú hafir séð Jón. Það veikir traust mitt á sjálfri mér, ef ég segi að ég trúi þér, en hvernig átt þú svona ung að árum, að vita nokkuð um fortíð mína, eða um þennan mann, sem sára fáir hér, eða jafnvel engir muna eftir? — Eg sá hann mjög vel, ég get lýst honum betur. Hárið var dökkt og talsvert bar á því, hvað það var farið að þynnast á höfðinu, þó að það væri vandlega greitt. — Eg get ekki rengt þig, sagði Helga. — Eg þarf ekki frekari lýs- ingu. Svcna var hann á Alþingis- hátíðinni 1930, þá sá ég hann í síðasta sinn, þá var hann svona. Á seinni árum hef ég hugsað á- kaflega lítið um þennan mann, — en freistarinn er kannske að ná mér í snöru sína, er ég segi, að hann hafi kannske hugsað meira til mín, — ef menn hugsa eftir dauðann. Helga, sem aldrei virtist fara úr sínum formföstu skorðum, var nú bogin og þreytuleg. Eg vildi óska, að ég hefði aldrei lent hingað inn til þín, sagði ég loks. Þá hefðir þú losnað við öll þessi óþægindi. Helga þagði við, og horfði á mig um stund. — Eg veit ekki hvort ég hefði viljað missa af því, sagði hún. — Bara ef ég væri viss um, að það að trúa slíku, væri ekki synd. Helga þagnaði,en mér, sem átti svo litla reynslu, fannst eitthvað broslegt við þetta. Hvernig var hægt að tala um synd, þó að mað- ur tryði því, sem maður vissi að var satt? Helga hrökk við. Hún leit fast og nærri hræðslulega á mig. — Já, bara að ég gæti verið viss um það, sagði hún angistarfull. — Eg veit ráð við þessu, Helga. Hún horfði á mig, mjög kvíð- in. Hún óttaðist, hvað nú myndi koma. — Trúðu því, sem þú hefir trú- að, og hrintu öllu öðru frá þér. Besta eign hvers einstaklings er sálarfriður. Helga horfði þakklátum augum á mig, og mér virtist róin og sjálfs- traustið smá hlaðast um hana á ný. — Einu sinni var ég ung, eins og þú, sagði hún loks. Mér lá við að brosa. Auðvitað hlaut Helga einu sinni að hafa verið ung. — Já, ég var ung og fátæk, og komst strax á barnsaldri í kynni við of mikla vinnu, og kannske stundum mat af heldur skornum skammti. Þá vaknaði hjá mér ó- slökkvandi löngun til þess að geta breytt lífskjörum mínum, svo að ég yrði efnalega sjálfstæð mann- eskja. Og með þessa hugsun fór ég að heiman, fór að vinna fyrir mér á öðrum vettvangi, og sjá mér út einhverja leið, til að nálg- ast takmark mitt. Á þessum árum kynntist ég Jóni. Hann var aðeins eldri en ég. Hann las utanskóla þennan vetur, og ætlaði sér að verða lærður maður, með tið og tíma. Kynningin við hann, breytti á- formi minu svolítið. Nú ætlaði ég að undirbúa mig til þess að verða honum til aðstoðar í líf- inu. Stundum fannst mér ég hafa á einhvern hátt brugðist sjálfri mér, en hina stundina fannst mér þetta óverjandi heimska. Var ekki einmitt hjúskapurinn það líf, sem tryggði framtíð einstaklingsins. Dag nokkurn, annan veturinn, sem við Jón þekktumst, var gefið óvænt frí við námskeiðið, sem ég tók þátt í. Það var laugardagur, og ég var vel ánægð yfir þessu VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiO kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram Herbertsprent fríi. Eg skrapp heim til mín, og bjó mig í betri fötin, ef ég má orða það svo, og ætlaði nú einu sinni að koma Jóni vini mínum svolítið á óvart. Eg hefi oft hugsað um það síðan hvað ég var eitthvað einkennileg þessa stund, hvað mér fannst þessi för mín til hans á þess- um tíma dags, þegar við vorum bæði vön að vinna af kappi, fjar- stæð. En ég fór samt. Eg hafði óvenju mikinn hjart- slátt, þegar ég fór upp stigann, eins og ég væri að fremja eitt- hvað óvenjulegt. Eg drap laust á dyrnar, sem voru fremst á gang- inum, og opnaði eins og ég var vön, án þess að heyra rödd Jóns. Og þarna sat hann, á stólnum við litla borðið, en hann var ekki einn. Það sat ung og lagleg stúlka á hnjánum á honum, og lagði handlegginn um axlir hans. — Sæki ég eitthvað illa að? sagði ég kuldalega. — Nei, Helga, sagði hann, svo blátt áfram, að enginn maður hefði getað verið eðlilegri, og ýtti um leið stúlkunni aðeins frá sér, eins og hún væri barn: — Þetta er vinstúlka mín, hún Anna litla, dóttir konunnar sem ég leigi hjá. Eg virti þessa „litlu“ stúlku fyrir mér. 1 mínum augum var hún fullvaxin, og fyllilega til í að ná sér í mann, sem ætlaði sér að verða háttsettur í mannfélaginu. Frá þeim degi var öllum kunn- ingsskap okkar Jóns slitið. Ef til vill hefur hann gert allt sem hann gat, til að sannfæra mig um sak- leysi sitt, en mér var ómögulegt að trúa honum. Eg fann að þessi ljóshærða íturvaxna blómarós, mundi alltaf sitja á milli mín og hans. Upp úr þessu lagði Jón áform sín á hilluna, og hvarf til ann- arar heimsálfu. Við hittumst aftur á Þingvöll- um 1930. Eg stjórnaði þar veit- ingum. Þá kom maður, sem vildi fá smurt brauð og mjólk. Mér Frh. á bs. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.