Fálkinn - 10.03.1950, Page 9
FÁLKINN
9
framkvæmdastjóri kyssti hana
á olnbogann.
„Já, Óskar. Þú verður að fara.
Strax, heyrirðu það!“
„En ástin mín, — þú getur
ekki verið svo harðbrjósta að
fleygja mér á dyr. Geturðu í-
myndað þér! Einmitt í dag
lieyrði ég sagt eftir frú Blad, að
þú værir í Kaupmannahöfn. Að
þú hefðir opnað nýtisku tísku-
verslun, að þú værir fegurri en
nokkru sinni fyrr, og að þú ætl-
ir í skilnaðarbrösum við mann
þinn.“
„Það er ekki rétt, Óskar. Við
ætlum alls ekki að skilja. Mað-
urinn minn er hér í ......“
„Því trúi ég ekki,“ skellihló
framkvæmdastjórinn.
„Eg fullvissa þig. Við lifum
rólegu og reglusömu lífi. Við
förum lielst aldrei út.“
„Býður þú manni ekki í staup-
inu eins og i gamla daga, Ast-
rid ?“
Mrs. Hatch yppti öxlum.
Henni hafði alltaf fallið vel
við þennan glæsilega Glenhorst
framkvæmdarsljóra.
„'Sei, sei, jú. En þú mátt
ekki tefja lengi, Óskar.“
Allt í lagi, hugsaði hann. Á
skömmum tíma getur maður
komið ýmsu i verk.
Mrs. Hatch fór sjálf fram og
sótti flösku og glös, sem hún bar
fyrir gest sinn á silfurbakka.
Ilún hafði slengt kvölslopp yfir
sig, en framkvæmdarstjórinn
lirifsaði hann af lienni án tafar,
og greip liana í fang sér.
„Skál, ástin mín,“ sagði hann.
„Skál, Óskar.“ ansaði hún.
„Veistu bara, Astrid, þú ert
cnn þá yndislegri en þegar þú
fórst til Parísar fyrir fjórum
árum. Mikið eru brjóstin dá-
samleg!“
„Finnst þér það?“
„Hvort mér finnst! Guðdóm-
leg! Og svo þessar mjúku mjaðm
ir .... Hm, .... varstu mjög
ástfanginn af manni þínum?“
„Var ég? Eg er alltaf mjög
ástfangin ar honum, Óskar.“
„Þú ert að spauga.“
„Nei. Eg er ekki að spauga!“
„Eg verð hjá þér eitthvað
frameftir, elsku Astrid mín?“
„Nei. Þú verður að skilja . .
Heyrðirðu ekki að ég sagði áð-
an að maðurinn minn gæti kom-
ið á hvaða augnahliki sem
væri ?“
„Jú, jú, en é£ trúi því bara
ekki.“
„Skál, Óskar. Það var gaman
að sjá þig aftur, en nú máttu
lil með að fara frá mér.“
„Kemur ekki til greina!"
Framkvæmdastjórinn hló liátt.
„Ekki fyrr en við höfum rifjað
upp gamlar endurminningar.“
Hann strauk laust um mjólegg
henni.
„Farðu þá? Eg á við — eftir
svona tíu mínútur — eða kort-
ér?“ Astrid fann með sjálfri
sér að hún var veilc fyrir Glen-
horst. Henni hafði alltaf litist
vel á Óskar — betur á liann
en Kurt.
„Eg sver að ég skal fara.“
Glenhorst stóð við dyrnar og
slökkti ljósið í loftinu.
Á söniu sekúndu og ljósin
slokknuðu, kvað við glymjandi
hringing við útidyrnar.
„Feldu þig, elskan min!“
hvíslaði Astrid með öndina i
hálsinum. „Maðurinn minn er
að koma!“
Hún opnaði baðherbergisdyrn
ar og vísaði framkvæmdastjór-
anum þangað inn. Óskar varð
agndofa, meira að segja skelk-
aður. Það var þá satt hugsaði
hann, hún var í raun og veru
harð-gift.
Málarinn Niels Brink birtist
í svefnlierbergi Astrid. Hann
hljóp tafarlaust í faðm hennar
og kyssti rauðar og svellandi
varir hennar.
„Yndið mittj Hvílíkur við-
burður!“ stundi hann. „Þú ert
komin aftur. Það vissi ég að
þú myndir gera. Fyrr eða síðar.
f dag sagði frú Blad mér að þú
hefðir yfirgefið mann þinn fyrir
fullt og allt í París, að þú hefð-
ir opnað fyrirmyndar tísku-
verslun hér í borginni og að þú
værir orðin glæsilegri en nokkru
sinni fyrr. Því miður gat ég
ekki komið fyrr en þetta. Eg
vinn sem stendur að þvi að gera
andlitsmynd af flugríkri hefðar-
frú, skilurðu."
„Niels,“ sagði Astrid. „Það
var afskaplega fallegt af þér að
koma í heimsókn til mín. En,
sjáðu nú til — nú er ég gift.
Gleymdu því sem var okkar á
milli. Maðurinn minn er í Kaup-
mannahöfn, á verzlunarþingi.
Hann getur komið á hvaða
augnabliki sem vera vill. Þú
verður að fara undireins.“
„Fara! Ertu vitlaus? þegar ég
loksins hitti þig eftir fjögur,
óendanlega löng ár. Aldrei að
eilifui Kysstu mig, yridið mitt
ií
„Nei, Niels. Nú kyssi ég ekki
aðra en manninn minn.“
„Slúður. Eg hefi í það minnsta
liugsað mér að verða lijá þér
eitthvað fram eftir í kvöld. Hef-
irðu gleymt liinum óviðjafnan-
legu kvöldum sem við áttum
saman í skrúðgarðinum? Og bíl-
túrunum? Og manstu eftir
kvöldinu í vinnustofu Bikards?
Þegar þú berháttaðir og dans-
aðir á píanóinu? Eða þegar þú
baðaðir þig í 24 flöskum af
kampavíni?“
',,Eg er búin að gleyma þessu
öllu, Niels. Og þú ættir líka að
gleyma því. Viltu whisky-sjúss ?“
Án þess að Niels liefði veitt því
athygli, hafði henni tekist að
fela hálffullt glasið sem Óskar
hafði skilið eft-ir.
„Þakkir! Mjög gjarna.“
Þau skáluðu. Niels sat með
Astrid i fanginu. Hann strauk
henni um vangana, axlirnar,
handleggina, etc. etc. Astrid var
ekki sem rólegust. IJún fann að
liiin var að verða að smjöri fyr-
ir liinum karlmannlegu eigin-
leikum hans. Eiginlega hafði
lienni alltaf litist mjög vel á
Niels — miklu betur en á Ósk-
ar. Óheillavænlegt að þeir
skyldu allir þrír finna upp á
að heimsækja hana sama kvöld-
ið. Astrid bölvaði frú Blad i
hljóði. Hún ætlaði ekki að temja
sér neinar Kaupmannahafnar-
venjur að nýju — hún liafði
fengið nóg af ástinni í París!
„En hvað hnén á þér eru ynd-
isleg. Astrid,“ smjattaði Niels
Brink. Má ég kyssa á þau?“
„Nei. Láttu vera, segi ég. Nei,
Niels, ég æpi þá .....“
„Æptu bara ........“
„Þú mátt þetta ekki, Niels . .“
„Víst má ég.“
„Þú verður að fara,“ sagði
Astrid dauðuppgefin.
„Við verðum þó að drekka
einn „coktail“ og rifja upp
gamlar endurminningar fyrst.“
„Ef ég leyfi þér að vera lijá
mér — j a, svo sem klukkutíma,“
spurði hún, „viltu jxi lofa því
að fara .....“
„Einn og hálfan tíma!“
„Samþj'kkt!“ Hún sleit sig úr
faðmlögum lians. Niels Brink
brosti sigri hrósandi. En í fata-
skápnum og baðherberginu
heyrðust ámátlegar stunur.
Og — einmitt núna, heyrðist
feiknarlega óþreyjufull hring-
ing við útidyrnar.
„Feldu þig, elskan mínl Mað-
urinn minn kemur,“ hvíslaði
Astrid skjálfandi af hræðslu.
Hver í ósköpunum gat þetta
verið hugsaði liún. Ilöfðu allir
fyrrverandi Kaupmannahafnar-
kærastar hennar ákveðið að
halda fund hjá henni í kvöld?
í skyndingu ýtti hún Niels inn
i smáherbergi sem stóð inn af
svefnherberginu hennar og lok-
aði liurðinni á eftir honum. Svo
flýtli hún sér að setja á sig
brjósthaldarann og fara í silki-
sloppinn, laga liárið og púðra
nefbroddinn.
Hún lieyrði rödd stofustúlk-
unnar í forstofunni. Það var
skélfingarhreimur í rödd lienn-
ar, og — það var sannarlega
ekki nema eðlilegt — því að,
liafði hún ekki orðið vör við að
ekki færri en þrir karlmenn
höfðu tekið sér bólfestu í svefn-
herbergi húsmóður liennar? Á
einum klukkutíma!
Svefnherbergisdyrnar voru
rifnar upp á gátt, og Mr. Char-
ley Hatcli, í eigin persónu,
kom stormandi inn!
„Loksins,“ andvarpaði hann
og tók Astrid í fangið. „Dag og
nótt liefi ég ferðast til þess að
finna þig. Við Rosita urðum ó-
sátt í Lissabon. Og skilnaður
okkar, ástin mín,“ hélt Mr. Hatcli
áfram, „er ógiklur. Smávægilegur
misskilningur átti sér stað þegar
verið var að ganga frá pappír-
unum, svo að við erum enn sem
fyrr, lijón! Ef þú vissir liversu
heitt ég hefi þráð þig — og
hversu heitt ég elska þig!“
Hann kyssti hana ákaft.
Astrid missti ekki stjórnina
á rás viðburðanna. Brosandi út
að eyrum leiddi liún sinn end-
urheimta eiginmann inn í borð-
stofuna.
Út undan sér liafði Astrid
veitt því eftirtekt að hin skiln-
ings- og úrræðagóða stofustúlka
liennar, liafði vísað þremur nið-
urbeygðum og vonsviknum,
ungum mönnum, til dyranna.
Einn í einu! Áfram gakk!
ÖRLÖG.
Framhald af bls. 6.
sem eftir unga oflálungnum sem kom
í sveitina til að kaupa timbur og
giftist laglegu stúlkunni og fór með
liana i höfuðstaðinn. Nú var liann
farinn að taka að sér hyggingar i
akkorði og það fóru sögur af hve
fallegt hús liann ætti og live mikla
peninga. Og þarna sat konan hans,
fín eins og drottning. Falleg var
hún ennþá, en varla öfundsverð.
Ekki sýndist hún svo ánægjuleg á
svipinn.
Hún vaknaði af þessum draumum
við að maðurinn hennar gaf lienni
olnbogaslcot. Tjaldið var dregið nið-
ur og kveikt á ljósunum í salnum.
Hún sneri sér að honum. Fötin
hans voru ekki saumuð af klæð-
skera, en þau voru heil og fóru vel.
Og hann liafði ekki komist til að
raka sig i dag. En hann brosti til
hennar. Og hlýlegt bros var lienni
meira virði en allur auður veraldar.
Og svo livarflaði hugur hennar til
kotsins þeirra heima og krakkanna,
scm hún var að koma upp og sem
mundu óknast af kæti þegar hún
kæmi hcim.--------Án þess að hún
vissi þrýsti luin enn fastar liöndina
á manninum sínum. Og þegar þriðji
þáttur hófst einbeitti 'nún buganum
að leiknum, sannfærð um að þrátt
fyrir allt öfundaði hún ekki gömlu
skólasysturnar sínar: því að þegar
öllu var á botninn hvolft þá var
hún gæfusömust þeirra allra.
! Drekkið Egils-ol }