Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1950, Síða 10

Fálkinn - 10.03.1950, Síða 10
10 FÁLKINN VMCS/W LErtHbVRHIR Viltu verða skautahlaupari? Ef þú crt að sniglast kringum liann föður þinn niðri í kjallara, þegar hann cr að gæta að kolabirgð- unum fyrir veturinn, þá skaltu fara varlega í að ympra á skautum, því að sennilega færðu þetta svar: „Það verður ekkert skautafæri meira. En þú vonar auðvitað það gagnstæða. Skautahlaup er besta vetrarskemmt- unin. Sért þú svo lánsamur að eiga skauta, þá skaltu taka þá fram hið bráðasta og dytta að þeim. Hver veit nema þurfi að setja á þá nýjar ólar eða skerpa þá? Ef þú hins veg- ar átt enga skauta en getur með lempni krígjað þá út ~úr honum föður þínum, þá er ekki annað en að bregða þeirn á fæturna, strax og svellið kemur. Það er enginn sérstakur vandi að verða góður skautahlaupari. Eðlilega þarf töluverða æfingu fyrst í stað, og einkum þarf að læru að dettu rétt, þótt þér finnist það ef til vill und- arlegt. Slappaðu á öllum vöðvum, þegar fall er yfirvofandi. Flestir byrjendur haga sér alveg gagnstætt. Ef þeir eru að tapa jafnvægi, gera jieir iiinar furðulegustu lireyfingar með höndum og bol og það strikkar á hverjum vöðva. Temdu þér ekki slíka háttu. Það er betra að detta strax heldur en að þola byltu eftir jafnvægistilburði og orkutap, sein hefir ekkert gott i för með sér, en skapar einungis hættu á beinbrotum eða minni meiðslum. Láttu þig siga niður á rássinn — liann þolir það best! Að öðru leyti skaltu fylgja þess- um ráðum, ]iegar þú ferð að iðka skautahlaup: Láttu líkamsþungann Iivila á þeim fæti, sem þú beitir hverju sinni, en fóturinn má ekki vera stifur. Beygðu linéð lítið eitt, það gefur fjaðurmagn. Horfðu ekki á skautana eða niður á ísinn, — horfðu fram. Þú missir jafnvægið, ef þú glápir niður. Hefir þú aldrei tekið eftir því, að jafn- vægisdansarar í fjölleikahúsum og annars staðar liorfa alltaf á ákveð- inn stað beint franmndan, en líta aldrei niður? Reyndu að beita skautunum beint fram, en ekki til hliðar, þegar þú rennir þér. Það er einnig jafnvægisatriði að geta beygt. Farðu að eins og þegar þú beygir fyrir horn á reiðhjóli. Beindu augunum fyrst í hina fyrir- huguðu átt og láttu handleggi og likamann fylgja á eftir. Gættu þess vel, að skautarnir séu vel festir á stigvélin. Illa festir skautar liafa valdið mörgum bein- brotum. Og minnstu þess svo, að við skautahlaup gildir hið sama og um aðrar íþróttir: Æfingin skapar meist- arann. Þú verður ekki nein Sonja Henie á einum vetri. Hókus pókus. Töframaðurinn segir: Eg tek þenn an hatt, set svo vejulega tappa á borðið og læt hattinn yfir þá. Síðan segir hann: Hókus pókus fillihank- at! Þegar ég lyfti hattinum aftur, liggur aðeins einn tappi á borðinu! Áliorfendurnir verða vafalaust van- trúaðir, en þegar hattinum er lyft, iiggur aðeins einn tappi. Hinn stend- ur nefnilega upp á endann!! >í)& ^ ^ >ík€ Hann þráir vorið. Litla pillan áhrifaríka. Úr Njálu 25. Kári greip stóran eldibrand, hljóp upp á bitann og henti brand- inum þangað, scm flestir stóðu fyrir utan. Eldur var kominn á hár hans og föt, en hann hljóp i reyknum til að sjást ekki. „Hljóp ekki einhver niður af veggnum?“ spurði einn af mönnum Flosa. „Nei, það var bara Skarphéðinn sem kastaði að okkur brandi,“ svaraði annar. Kári hljóp að tjörn og fleygði sér í hana til að slökkva í sér og lagðist svo fyrir. 26. Skarphéðinn liljóp nú upp á bitann, en hann brotnaði undan honum. Einhver kallaði til lians hvort hann væri farinn að gráta, en Skarphéðinn svaraði því til að ekki gréti hann, en sér súrnaði í augum. Svo greip liann tönn, sem liann hafði geyrnt lengi, og kastaði henni til mannsins. Nú voru engir lifandi í eldinum nema Skarphéðinn og Grim ur. Þeir tókust í liendur og tróðu eldinn, en brátt féll Grírnur dauður niður. Og skömmu síðar reið þekj- an niður og varð Skarphéðinn milli hennar og gaflsins, og gat nú ekki hreyft sig. — Eg hefi teitað og leitað, Emma .... Ekki hefir þii víst séð 'aiinað sokkabaiulið mitt? — Þú sagðir sjálfur, að ef hann Pétur léki sér að skærunum væri réttast að loka hann inni i skáp. — Stafar maður tilkynning með striki eða tveimur punktum?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.