Fálkinn


Fálkinn - 10.03.1950, Síða 13

Fálkinn - 10.03.1950, Síða 13
FÁLKINN 13 mig — — nei„ nei, — við skulum tala um eitthvað annað. Meðan á yfirheyrslunni stóð hafði Trepka sett vel á sig livert svipbrigði og radd- brigði gamla mannsins. Talaði Gundelacli í alvöru? Reyndi hann að verja ættingja sína? Allt það, sem bankastjórinn liafði sagt við vini sína var ekki því til fyrirstöðu að liann bryti lieilann um frændurna. Þeir liöfðu alls ekki komið honum neitt fallega fyrir sjónir — og við rannsókn máls varð að halda öllum dyrum opnúm. En eitt var aug- ljóst: Gundelach eldri vildi ekki heyra minnst á þennan möguleika. Jæja, maður varð að laka málið frá öðru sjónarmiði. — Að þvi er snertir unga manninn með dökka yfirskeggið, sagði bankastjórinn með sinni róleghstu kaupsýslurödd, — þá er enginn vandi að sjá liver það er, þó að lýsingin sé ekki gleggri en þetta. Flestir ungu mennirnir liér um borð eru skol- liærðir, og þeir eru nærri því allir alrak- aðir. En sannast að segja legg ég minna upp úr þessum manni en þeim þriðja af hinum grunuðu langa magra mannin- im, sem kom æðandi á eftir yður út á þilfarið. -— Getið þér ekki ráðið í neitt af lýsingunni? Gundelach svaraði ekki. — Slundarkorni áður en árásin var gerð á yður, hélt Trepka áfram, — upplifðum við, vinir mínir og ég, dálítið atvik inni í veitingasalnum á B-þilfari. Þér, herra Gundelach, gáfuð kátínunni lausan taum- inn en það fór í taugarnar á ákveðnum manni. Þér vitið hvern ég á við. Og þér hljótið að viðurkenna, að lýsingin svarar vel til þessa manns: langur, magur og auðsjáanlega reiður. Baltzar Gundelach þótti sýnilega miður, að samtalið skyldi .snúast í þessa átt. — Eg man þetta atvik, sem þér talið mn, sagði hann án þess að líta upp. — Eg hafði setið yfir flösku af vini og verið að rifja upp fyrir mér gamlar end- urminningar, er ég heyrði að þessi maður var að tala uin Atlantis. Eg þekkti hann hér fyrrum — og alls ekki sem dulspeking! Jamm — hvað á ég að segja mér til afsök- unar? Andstæður endurminninga minna um herra von Post og þessarar nýju speki hans gengu fram af mér — ég mátti til að skéllihlæja, en vitanlega var það hneyksl- anlega gert af mér. En að hann hefði heim- sótt mig með liamar, til þess að jafna á mér gúlana, nær vitanlega ekki nokkurri ált, og þeim möguleika skuluð þér vísa á bug. Jafnvel þótt vitni yðar hafi séð svo og svo marga langa og magra menn nálægt klefanum mínum. Ballzar Gundelach var auðsjáanlega ekki gjárnt að varpa grun á fólk, hugsaði Trepka með sér og spilaði nú út síðasta spilimi. — Ef ekki væri um annað að ræða en að vitnið hefði séð langan og magran mann hverfa inn í ganginn til yðar, þá væri þetta fyrir sig, sagði Trepka. — En vilnið liafði frá meiru að segja. Það heyrði háreyst út um gluggann yðar og svo að eitt- hvað þungt datt. Trepka tók málhvíld á ný. — IJafið þér nokkuð að segja við þessu? — Ekki neilt, svaraði Gundelach. Klefadýrnar voru opnaðar. Mauritz og Theodór stóðu á þröskuldinum og ættrækn- in ljómaði úr ásjónum þeirra. — Okkur langaði til að líta inn til þín, sagði Mauritz og muldraði einhver hlut- tekningarorð í barm sér. -— Og svo erum við með símskeyti, sem við opnuðum í misgripum, bætti Theo- dór við. — Símskeyti til mín? sem ykkur hug- kvæmdist að rífa upp? rumdi í Gundelach, og glottið sem liafði breiðst yfir andlitið á honum er frændurnir komu í dyrnar, hvarf því sem næst. — Hvað á nú það að þýða? Ivafrjóður og stamandi reyndi Mauritz að útskýra málið — hvernig loftskeyta- maðurinn liefði rétt lionum skeytið og hvernig hann hefði gleymt að athuga, að vitanlega hlyti það að vera til frænda en ekki til hans sjálfs. Baltzar Gundelach brifsaði til sín pappírsræmuna og las inni- haldið. Hann var sýnilega ánægður, því að nú kom aftur gamli grallaralegi blærinn á röddina. — Gættu þín og mundu hvað þú heitir að skírnarnafni í næsta skipti, sagði hann við bróðurson sinn. — Þetta er gleymska, sem getur haft hættulegar afleiðingar, sér- staklega ef um víxla eða lán er að ræða. Eða hvað segið þér um það, Trepka banka- stjóri? — Þess konar víxla og lán afgreiðum við ekki í dönskum bönkum, svaraði hann og brosti. *— En er ekki mál til komið að þér hvílið yður dálítið, herra Gundelach? Og þá get ég orðfð samferða ungu mönn- unum út. — Jú, það er ekkert á móti því, sagði maðurinn í rúminu og brosti. — En gleym- ið ekki hvað ég hefi sagt, herra Trepka. Var það af kaldhæðni, sem Trepka svar- aði þessari beiðni með því að fara með bræðurna beina leið inn í krána til Sam. II. — Þér fóruð ekki að minu ráði að fara með járnbrautinni frá Casablanca, sagði lnin. — Sjáið þér ekki eftir þvi. André svaraði ekki. — Eg skil andstöðu yðar, sagði liún spottandi. -—- Manni líður svo vel hér um borð. Þrjár—fjórar máltíðir á dag, hlýtt rúm, ekkert að gera — er liægt að hugsa sér það betra? Já, og svo þægilegt fólk að umgangast. Þér þurfið víst ekki að kvarta undan þvi. Hann horfði enn niður fyrir sig. Lilith hafði hitt hann í vetrargarðinum, sem þó undarlegt mætti virðast, hélt áfram að vera sá staðurinn á Helgelandsholm sem fæstir komu á. Það var varla nokkur mað- ur nema faðir hennar, sem steig þar fæti sírium. En gæti rnaður reitt sig á nokkurn hlut þá var það það, að Hambeck óðals- eigandi var þar heilan klukkutíma á hverj- um morgni og sólaði sig innan um hita- heltisgróðurinn. Dóttir hans hafði farið þangað og ætlað að hitta hanri, en var of snemma á ferðinni, klukkan var eklci orð- in ellefu, en hann kom aldrei fyrir ellefu. Og i staðinn liafði hún hitt André. — Eg skil livað þér eigið við þegar þér eruð að tala um þægilegt fólk, sagði hann lágt. — Það er álíka satt og aðrar stað- hæfingar yðar. — Er yður alvara að lialda því fram að yður líði ekki vel innan um fólkið hér um horð ? Síðast í dag sá ég yður í sælli þrenn- irigu ásamt Marianne og herra Torell. 1 fyrradag var það með Marianne og Leer- husen barón, í gær með Marianne og Stan- ffclt forstjóra, á morgun — ja, hver ætli það verði á morgun? ■— Skelfing hatið þér mig, tautaði hann. Á morgun verður það liklega Leerliusen barón upp á nýtt, hélt hún áfram í léttum tón, eða þá ....... Vegglampi var þarna skamrnt frá þeim, þvi að vetrargarðurinn var lika ætlaður rómantískum mannamótum í daufri birtu. Þetta var fallegur bronslampi, líkur stjaka í laginu. Það var sýnilega lampinn sem gaf hcnni hugmyndina, því að nú hélt hún áfram með þessari spurningu: -— Þekkið þér sögu sem heitir „Kerta- stikan?“ Hann hristi höfuðið og virtist sár. — Þér þekkið ekki „Le Chandelier?“ Það var leiðinlegt. Þetta er fræg saga eftir Musset, og hún fjallar um yður. — Um mig? át liann eftir, enn óvissari en áður, — Já, um yður. Chandelier þýðir ekki einungis kertastjaki, — það þýðir lika nafnið á manni, sem maður læst vera að dufla við um leið og maður liefir augun annars staðar. Veslings kertastjakinn er ekki annað en stoð undir ljósinu. Hann leikur ekki hetjuhlutverkið. En hvað verð- ur svo síðar? Ef hlutverkið gefur í aðra hönd ókeypis ferð með lúxusskipi og þrjár máltíðir á dag, þá er ekki að kynja þó að menn sætti sig við að leika það. — Köttur, naðra —- tígrisdýr! sauð upp úr honum. Hann hvæsti orðin út úr sér milli tannanna. •— Eg skal ........ Tópasgulu augun slörðu fyrirlitlega inn i augu hans er hann hjó báðum höndum i axlir lienni. Það sem síðar skeði var ekki í stíl við byrjunina. Því að allt í einu var hann farinn að kyssa liana í ofsafengnum ákafa, kossum sem bitu, kossum sem rigndi yfir munn hennar og háls. Til svars komu rauð för eftir neglur hennar viðsvegar á andliti hans og hendur. Og spottandi katt- araugu hennar litu ekki af honum eitt augnáblik. En viðureignin var stutt. — Hver andskotinn er um að vera hér? sagði harkaleg rödd rétt hjá þeim. André losaði sig hægt og hægt. Hárið á honum var eins og hænurass í ofviðri og það blæddi úr honum. Það var skiljanlegt að Hambeck óðalseigandi starði á liann með undrun, sem fljótlega breyttist í aðr- ar tilfinningar. — Jæja, svo að það eruð þér? sagði hann. - - Það eruð þér sem standið hér og eruð að kyssa dóttur mína? Hvað hafið þér yður til málsmóta? Og hvað segir þú, Lilith? Ungfrú Lilitli hafði ekkert að segja. Hún starði enn á André. En hann fór að reyna að stama einhverju út úr sér um misskiln- ing og bráðræði, en komst ekki langt. Óð- alseigandinn var einn þeirra manna, sem þurfa dálitla stund til að komast upp í suðu- mark, en svo sýður því betur í þeim á eftir. — Þér, þér — jæja, svo þér haldið það. Ónei, kunningi. Eg hefi liærri hugmyndir I

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.