Fálkinn - 10.03.1950, Síða 14
14
FÁLKINN
H. f. Eimskipafélag íslands:
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður
haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar-
daginn 10. júní 1950 og hefst kl. 1% e. h.
DAGSKRÁ :
I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum
á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstand-
andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úr-
skurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desem
ber 1949 og efnahagsreikning með athugasemdum end-
urskoðenda, svörum stjómarinnar og tillögum til úr-
skurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu
ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra
sem úr ganga samkvæmt félagslögum.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og
eins varaendurskoðenda.
5. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sém hafa aðgöngumiða. —
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og
umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins i Reykja-
vik, dagana 7. og 8. júní næstk. Menn geta fengið eyðu-
blöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu
félagsins í Reykjavík.
Reykjavík, 27. febrúar 1950.
STJÓRNIN.
SIGURÐUR í GÖRÐUNUM.
mótorbátanna. Voru hin síðast töldu
skip mjög mikið farin að ryðja sér
til rúms, en þau voru millistigið
milli skútuútgerSarinnar og togar-
anna og liafa þó hvorutveggju skip-
in starfaS samhliða síðan. Urn leið
og skútuöldin hætti, lauk og hinni
meiriháttar sjósókn minni. Eg fór
aldrei á togara, enda hafði ég yndi
af búskap og stundaði hann næstum
því jöfnum höndum, leigði ég land
uppi í Borgarfirði og heyjaði þar,
sótti ég heyið á vélbátum þangaS
í 30 sumur.
Eg fluttist að heiman úr Skild-
inganesi að Görðum þegar ég var
27 ára gamall, en þá kvæntist ég.
Um leið lvóf ég þar búskap. Þar
þurfti margt að gera, enda reyndi
ég aS taka til höndunum. ÞaS var
erfitt að komast að Görðum, þar
var meðal annars yfir liálfgert fen
að fara, en það fen sé ég að Klem-
ens Jónsson kallar í „Sögu Reykja-
víkur“ Ulukeldu. Eg lagði veg frá
Görðum og á Grímsstaðaholt, en sá
vegur er nú nefndur GarSavegur .—
og fleira gerði ég sem ekki er í frá-
sögur færandi.
•— Gckkstu aldrei í skóla?
„Skóla? ÞaS getur varla heitið.
Eg lærði að vísu eins og önnur börn.
Markús Bjarnason kenndi mönnum
seglasaum. Upp úr þvi fór hann að
segja þeim eitthvaS til í siglinga-
færði. Eg var hjá honum einn vetur.
Þessi seglasaumakennsla Markúsar
Varð upphafið að Sjómannaskólan-
um. Nú þegar maður horfir yfir hina
glæsilegu byggingu Sjómannaskólans
gnæfa yfir borgina, og maður huðs-
ar, minnist maSur málltækisins: „Oft
er mjór mikils vísir.“ Já, ég lærði
mína siglingafræði á undan öllum
útskrifuðum skipstjórum. Þess vegna
er mín hvergi getið, þegar rætt er
um þá, sem fyrstir útskrifuðust af
sjómannaskóla Markúsar heitins
Bjarnasonar.“
— Hver voru bestu miðin í gamla
daga?
„Bestu miðin voru fyrrum MiSnes-
djúp og út af Garðskaga, einnig
Boliasvið. Selvogsbanki kom síðar
og Ilalinn miklu síðar, miðin breyt-
ast eins og allt annað, en ef til vill
koma gömiu miðin aftur einhvern-
tíma. Hver veit?“
—Hvaða dagur er þér minnisstæð-
astur úr sjóferðasögu þinni?
SigurSur situr liugsi góða stund og
horfir í gaupnir sér. Eg býst við að
hann segi mér einhverja sögu af
sjónum. Svo lítur hann upp og
beint í augu mér.
„Minnisstæðasti dagurinn," segir
hann þýðlega. „Eg held, að það sé
dagurinn, þegar ég kom af veiðum
og fékk þær fréttir í flæðarmálinu,
að 'konan min væri dáin og aS
faðir minn hefði drukknað þann
sama dag á Skerjafirði.“
— Það hefir verið köld aðkoma.
„O, já, en tíminn læknar flest
mein, ef til vill skilur hann eftir
bris. Síðar eignaðist ég annan lífs-
förunaut, sem ég hefi lifað með
langa ævi.“
•— Hver finnst þér vera stærsta
framförin á þinni löngu ævi?
„Stærsta framförin í sjávarútveg-
inum eru nýju togararnir. í sam-
anburði við fleyturnar okkar fyrr-
um eru þeir eins og kastalar hjá
kötum. Það er leikur aS vinna á
nýju togurunum í sambandi við
gömlu fleyturnar, bara að afköstin
fari eftir því.“
— Efastu um það?
„O, nei, það geri ég raunar ekki.
Eg er sannfærður um það, að Islend-
ingar eru framúrskarandi duglegir,
áræðnir og útsjónarsamir. Unga kyn-
slóðin nú er bæði andlega og líkam-
lega styrkari en unga kynslóðin þeg-
ar ég var að alast upp svo að ég
vantreysti henni ekki.“
—i En lieldurðu aS unga kynslóð-
in nú geti lyft eins þungum byrðum
og unga kynslóðin á þínum uppvaxt-
anrárum?
„Því get ég í raun og veru ekki
svarað beint. Eg veit, að unga kyn-
slóðin nú ætti aS geta það, og ég
er ekki að segja, að hún geti þaS
ekki, þó að margt dragi úr fram-
taki einstaklinganna nú, en ég vil
segja það, að það hefir enn ekki
reynt á ungu kynslóðina. Yið höfum
lifað góðæri undanfáriS. Allir hafa
getað bjargast á léttan hátt og meira
en það. Allir virðast álíta, að flest
sé hægt að fá, án þess að leggja mik-
ið fram í staðinn. Eg vil ekki dæma
fyrirfram. Eg vantreysti ekki ungu
kynslóðinni, ég vil segja. Fáið henni
erfið viðfangsefni. Og svo er best fyr
ir okkur gömlu mennina að biða for-
vitnir eftir því að sjá árangurinn.
En þaS vil ég endurtaka, að ungu
mennirnir núna eru margfalt betur
búnir til átaka við erfið viðfangsefni
en við sem fæddumst um 1865 og slit-
um þá barnsskónum . .— Þú spurðir
um framfarir. Reykjavíkurhöfn gjör-
breytti bókstaflega öllum aðstæS-
um hér til sjávarins, ekki aðeins
fyrir sjómennina lieldur og verka-
mennina, ég hygg að margur eldri
verkamaður geti sagt þér merki-
lega sögu af því.“
— Þú nefndir að margt hefði
breyst?
„Já, allt hefir breyst frá þvi aS
ég var að alast upp og eyddi min-
um manndómsárum. Eg vil segja aS
það er líkast þvi að maður sé
kominn í allt annað land, allt ann-
an heim, liggur mér við að segja.
Þetta verður ekki útskýrt nema í
mjög löngu máli, því að það er sama
hvar maður drepur niður, breyting-
arnar eru alls staðar og á öllum
sviðum svo stórfenglegar.“
—. Hafa mennirnir breyst?
„Einnig þeir.“
— Eru þeir verri eða betri?
Sigurður brosir, eins og ég sé
barn, sem hann þurfi að umbera.
„Ætli við mennirnir verðum ekki
alltaf eins, þó að ytri aðstæður
bréytist? Það eru til ágætir menn
nú •— og lélegir menn. Svona var
það lika í gamla daga.“ Og um leið
og hann segir þetta með kímni í
augnakrókunum, dettur mér í hug
að hann hefði getað orðið diplómat
hefði hann ekki fæðst i Skildinga-
nesi og alist upp á sjónum.
— En veðrið? Hefir það breyst?
Sigurður hleypir miklum, gráum
brúnum og lítur niður fyrir sig. Svo
lítur hann skyndilega upp.
„Veðrið? Já, það hefir breyst.
Það er mildara. Það koma aldrei
nein frost á borð við það, sem fyrr-
um var.“ Svo hallar liann sér fram,
og mér finnst hann ætli að fara
að segja sögu. „Síðan 1882 hafa
ekki komið regluleg frost, nema hvað
allmikið frost var 1918, en ekki í
líkingu við það, sem var 1882. Þá
var ég staddur suður í Garði. Við
ætluðum með skip okkar út úr
Varós, en við komumst ekki út fyr-
ir ís. Eg var þá 17 ára. Faðir minn
var með skipið. Við urðum að
ganga alla leið heim. Þá voru að
vísu ekki vegir, en við þurftum
ekki neina vegi, við fórum næstum
þvi beint af augum á ís. Þá var all-
ur Faxaflói ein ishella, allt frá
Garðskaga og til Akraness. — Þú
sérð á þessu, að mikiL breyting hef-
ir orðið á veðurfarinu. Hvernig
heldurðu að ykkur þætti það nú
til dags að geta farið á skautum
upp á Akranes eða út á Suðurnes?“
— Ætli við kúrðum ekki við
hitaveituofninn?
„Nei, nei, kunningi. Þú mátt ekki
vantreysta ungu kynslóðinni. Hún
mundi grípa skautana og fara af stað,
jafnvel gangandi.“
— Mér finnst skemmtilegt, að
liitta fyrir 85 ára gamlan mann,
sem liugsar og talar svona.
— Og ertu nú sestur í helgan
stein?
„Já,“ segir Sigurður.
En vinur minn fer að lilæja.
•— Nú, af hverju hlærðu? spyr ég.
„Hann er að hlæja að inér,“ segir
Sigurður. „Eg stunda nefnilega hrogn
kelsaveiðar enn eins og ég get og
held því áfram. Hann var strákur
hjá mér á bát einu sinni. Eg lield að
hann megi hlæja.“
Eg sný mér að kunningja okkar
beggja.
— Var Sigurður ekki fjári harð-
ur formaður?
„O, nei, segir kunningi okkar.
— Skipaði hann ekki snöggt fyr-
ir og harðlega?
„Snöggt? Jú,“ svaraði kunningi
okkar, „en ekkiharðlega. Hins veg-
ar hlýða sjóvanir menn alltaf skip-
unum formanns síns tafarlaust og
skilyrðislaust.“
Og svo skellihlæja þeir báðir.
Og um leið fer ég að hugsa um það,
að það hafi líkast til verið mjög
gaman að vera liáseti lijá Sigurði
í Görðunum.
Sigurður er, eins og ég áður sagði,
festulegur maður, rólyndur og hugull.
Eg held ég hafi aldrei liitt svo ung-
an mann svona aldraðan. Eg á við
það, að hann grípur allt svo fljótt og
heilt. Það fer ekkert fram hjá
honum. Hann gekk lítið í skóla, en
sjórinn, veðrin, erfiðleikarnir —
lífsbaráttan sjálf, ólu liann upp og
gáfu honum kraftinn. Þessum eina
elsta núlifandi Reykvíking, þvi að
Reykvikingur er liann, og ef mað-
ur settist með honum nokkur kvöld
og fengi liann til þess að segja frá,
þá hefði maður næstum því alla
sköpunarsögu Reykjavikur.
VSV.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri. Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
Blaðið kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
Prentað i Herbertsprenti