Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1951, Side 7

Fálkinn - 11.05.1951, Side 7
FÁLKINN 7 „Festival of Britain" stakar ferðir báta um Thems- ána iil þess að gera fólki liæg- ara fyrir. „Rútan“ hefir þegar verið vígð með þvi að borgar- stjórinn í London, Danys Law- son, sigldi leiðina í broddi fylk- ingar 20 báta. Við einn hinna íburðarmiklu lendingarstaða flutti hann svo vígsliiræðuna (til vinstri). — Eitt af því, sem á að vekja sérstaka eftirtekt á sýningunni er „þriggja vídda" kvikmyndin, en sérstakur sýn- ingarsalur hefir verið gerður fyrir þær. Dýptin í myndirnar fæst þannig, að tvær filmur af hinu sama eru sýndar samtímis, önnur í láréttu plani, en hin í lóðréttu. Þegar horft er á mynd irnar, sem renna saman í eina samfellu, með sérstökum gler- augum, skynjar vinstra augað aðeins^ lárétta planið, en það hægra aðeins lóðrétta planið. Myndin hér að ofan er frá sýn- ingu á „þriggja vídda kvik- mynd." Mikill meiri, mestur! í Indó- kína eiga Frakkar í sífelldum bardögum við uppreisnarmenn- ina. í þorpi, sem Frakkar náðu nýlega úr höndum þeirra, fundu þeir kommúnistaauglýsinguna, sem sést hér á myndinni. Þar er Stalin myndaður sem hin mikla sól, næst kemur Mao Tse Tung hinn kínverski og loks í þriðja sæti Chi Minh, sem er foringi Viet-Minh-liðsins. Þegar sumrar. — Parisarskradd- ararnir hafa nú ákveðið hvern- ig fólk eigi að ganga klætt í sumar, og meira að segja hvernig sólgleraugun eigi að líta út. Ilérna eru ein, sem mádame Schiaparelli hefir teikn að. „Festival of Britain“ — Bret- landshátíðin — er nú í þann veginn að hefjast. Undirbúning- urinn undir þessa stórkostlegu hátíð hefir verið geysilegur, enda vilja Bretar ekkert spara til þess að gera hana sem besta og eflirminnilegasta. Það má heldur ekki gleyma því, að gjald eyristekjurnar af hátíðahöldun- um verða drjúgur skildingur. — Skipulagðar hafa verið sér- Til hægri: Viðvaningssirkus. Franskir leik- arar hafa verið að undirbúa sýningu til ágóða fyrir gamla leikara. Er þetta sirkussýning, þar sem kunnir leikarar frá helstu leikhúsum í París koma fram sem leiktrúðar, fimleika- menn o. fl. Hér sést leikkonan Simone Renant vera að æfa sig undir sýninguna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.