Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1951, Síða 8

Fálkinn - 11.05.1951, Síða 8
8 FÁLKINN Hann stóð kyrr á götunni og leit upp i oftið, svo að snjó- kornin féllu á andlit' hans. Það var svalandi og læknandi. Hann brosti að sjálfum sér. Honum hafði fundist dagurinn lengi að líða. Hann hafði haft liöfuðverk. Það var langt um Jiðið frá því að honum liafði líðið svona illa, og hann hét því að þetta skyldi ekki endur- taka sig í náinni framtíð. Hann var ekki vanur því að drekka of mikið. En það hafði verið á- stæða til þess, að hann gerði sér glaðan dag. Hann hafði daginn áður ver- ið skipaður annar forstjóri i firma því sem liann vann við. Og þau, konan og hann, urðu ásátt um að hringja til vina sinna og bjóða þeim i gildi er þau höfðu ákveðið að halda. Það liafði verið góð skemmt- un kvöldið áður og fram á nóttina. Hann mundi greinilega livernig endirinn var. Hvernig ætli Ingrid líði? Ilann hafði ekki talað við liana um morguninn. Hún hafði farið á fætur á undan honum, hitað kaffi, og sett lijá honum sofandi. Að því búnu fór hún í bæinn. Hann flýtti sér heimleiðis. Hann hlakkaði til þess að setj- ast í djúpan, mjúkan stól, og lála Ingrid kæla ennið með liendi sinni. I kvöld myndu þau ekki halda veislu. I kvöld yrði talað um framtíðina í ró og næði. Það voru nú betri liorfur en áður. Ilann hraðaði för sinni. Aldrei hafði hann þráð iPgrid svo mjög og að þessu sinni. Hann hengdi hatt og frakka í anddyrið og hlustaði. Þetta var einkennilegt. Hann liafði ætíð heyrt til liennar fram í eldhúsinu, er liann kom heim. Hann gekk inn og fór um húsið. Ingrid var hvergi sjáan- leg. En það var enn merkilegra að enginn matur liafði verið til- húinn. Enginn matur á elda- vélinni! Hún liafði ávallt haft matinn tilreiddan þegar hann kom heim frá vinnunni. Hann kallaði: „Ingrid! Ing- rid.“ Ekkert svar. En höfuðverk- urinn færðist i aukana. Hann tók höfuðverkjartöflur úr meðala- skápnum, gleypti þær og drakk sódavatn á eftir. Að þvi loknu settist hann í hægindastólinn og fletti kvöld- blaðinu, annars hugar. Svo sofn aði hann,. Þegar hann vaknaði leit hann á úrið. Það hafði liðið hálf önn- ur klukkustund. Er hann hafði núið stýrurnar úr augunum fór hann um alla íbúðina. En hvergi varð Ingrid á vegi hans. Hann gerðist órólegur. Hafði nokkuð alvarlegt komið fyrir hana? Hafði herini þótt fyrir kvöldið áður? Hafði hann sagt eða gert eitthvað, sem hún reidd ist af? Var það hugsanlegt að hann hefði gefið einhverri konu hýrt auga? Það var þó ekki siðvenja hans að daðra við konur. En Iiann mundi alls ekki hvað gerðist eftir að smurða hrauðið, Hvar er sem öl og vín fylgdi, hafði ver- ið borðað. Hann braut heilann um þetta. En varð engu nær. Svo fór hann að ganga urn gólf, og hugsaði án afláts um málið. Það rofaði ofurlítið til í huga hans. Hann mundi skyndilega eftir því að talað hafði verið um stefnumót. Honum varð heitt um hjartarætur. Hafði hann gert einhverja hlægilega vitleysu? Hann, sem var nú ástfangnari í Ingrid en nokkru sinni fyrr. Eittlivað hafði við borið. Ef til vill hafði einhver ná- kominn ættingi hennar veikst. Hann hringdi til tengdamóð- ur sinnar. „Það er Eskild.“ „Er það minn kæri tengda- sonur? Þetta er óvænt.“ Hann veitti þvi athygli að tengdamamma var forviða. Það heyrðist á röddinni. Hann hringdi ekki oft til hennar. En hvers vegna var hún liissa? Hann sagði: „Eg -— ég ætlaði einungis að spyrja hvort þú liefðir ekki séð Ingrid.“ „Ingrid! Nei, hana hefi ég ekki séð í marga daga.“ „Eg veit ekki hverju það sæt- ir að hún var ekki heima þegar ég kom heim af skrifstofunni. Hún er ekki komin enn. Eg er orðinn hálfhræddur um hana.“ „Það mundi ég einnig vera, Ingrid? ef ég væri í þínum sporum,“ sagði tengdamóðirin. Hann fann að kaldur sviti spratt út á enni hans, og þurrk- aði svitann með vasaklútn um. Hann langaði til þess að slíta sambandinu. Ilonum virt- ist tengdamóðirin henda gaman að konuhvarfinu. En ef til vill, gæti lengra samtal við hana orðið honum leiðarvísir til þess að liann fyndi Ingrid. Hann sagði: „Hvað álítur þú um þetta mál, tengdamóðir?“ „Ekki annað en það, að ég er ekki hissa á því þó að Ingrid hafi misst þolinmæðina og far- ið leiðar sinnar.“ „Misst þol--------“ „Já,“ kvað við i hvatskeyt- legum tón. „Allmargir álíta að þú látir Ingrid liafa of mikið að gera. Hún er allan daginn við húsverkin, frá morgni til kvölds. Þú lætur engan hjálpa henni hið allra minnsta.‘“ „íbúðin er ekki stór.“ „Þú hefir bersýnilega enga hugmynd um hve mikla vinnu þarf að leysa af hendi til þess að sjá um heimili. Og Ingrid er ekki vön við þrælavinnu. Nei, vinur minn. Þú ert hreinn og beinn Iiarðstjóri við liana. Það er rétt að segja sannleik- ann. Nú hefir hún, ef ftil vill, gefist upp og ^-------“ Hann sleit sambandinu. Hann þoldi ekki að hlusta á meira af svo góðu. Var þetta satt? Hafði hann krafist of mikils af henni? Til dæmis í gærkvöldi? Hún var víst mestan hluta veislutímans í eldhúsinu. Var hann húinn að ofbjóða henni? En hvert hafði hún farið? Að líkindum til systur sinnar. Hann hringdi aftur. „Halló! Það er Eskild. Er það Rigmor? „Já, það er hún.“ „Mig langar til að spyrja um um það livort Ingrid, af tilvilj- un, væri hjá þér.“ „Af tilviljun! Það er skríti- lega að orði komist.“ „Eg meina aðeins — — —“ „Þú álítur að það sé tilviljun, ólieppileg tilviljun, ef hún lieim sækir systur sína. Eg álít að það sé mjög eðlilegt, þrátt fyrir það þó þú hafir gert allt, sem í þínu valdi hefir staðið til þess að halda lienni í fjarlægð frá fjölskyldu sinnif“ „Viltu gera svo vel og segja mér hvort Ingrid er hjá þér?“ „Vertu ekki æstur. Mér geðj- ast illa að þessum rannsóknar- réttaróm.“ Hann átti e^'fitt með að halda sér í skefjum. „Fyrirgefðu, Rigmor, að ég er æstur. Ingrid er farin héðan og ég veit ekki hvar hún er. Þetta er mikið áhyggjuefni.“ „Jæja, Eskild. En þetta er hollt fyrir gifta menn af þinni gerð.“ . „Af minni gerð? Hvað mein- arðu?“ „Mitt álit er það, að Ingrid hafi verið lengur lijá þér en eðlilegt er. Þér er kunnugt um Iivernig hernskuheimili liennar var. Þaðan tókstu hana úr alls nægtum. Eg skal segja þér að Ingrid hefir orðið fyrir miklum vonbrigðum í hjónabandinu.“ „Miklum vonbrigðum! Ekki hefi ég orðið var við það.“ „Nei. Hún var of stórlát og fíngerð til þess að kvarta. Hún liefir kosið að hverfa þegjandi og hljóðalaust.“ „Hverfa! Hvað ertu að segja?“ „Vértu ekki svona hræddur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.