Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1951, Síða 10

Fálkinn - 11.05.1951, Síða 10
10 FÁLKINN Sjáöu scigði fíex, þarna liggur maður við flckann. Sjóræningjagull Stutt framhaldssagfc fyrir börn. Niðurlag. trén voru bundnir allmargir kútar og ennfremur tveir eða þrír vatnsbrús- ar. Þar sem veðurfar var um þessar mundir hið ákjósanlegasta, myndu þeir geta komist vandræðalaust til Jamaica, eða þá, að þeir hittu skip í hafi, svo að þeir kæmust hjá að stofna sér i lífshættu eða verulega erfiðleika. Rex og Andy litu hvor á annan. 1 fjörunni, skammt frá flekanum, lágu ýms verkfæri, svo sem rekur og hakar, sem voru óræk sönnun þess, að maðurinn hafði komið þangað, til þess að leita í jörðu að auðæfum sjó- ræningjans. Nú gætu þeir notað þessi áhöld til þess að ganga úr skugga um, hvort saga blökkumannsins hefði ver- ið sönn eða ekki. Og nú féll skugginn af gammshausn- um á fjörusandinn, rétt við fætur þeirra. En Rex hristi höfuuðið. Hann vék sér að veika manninum og sagði stuttaralega: „Taktu nú eftir, skipstjóri! Við félagarnir liöfum i hyggju, að reyna að sigla með þig til Jamaica, og það upp á stundina. Við skulum gera okkur far um að hlynna að þér, sem best við getum, á meðan við erum á flekanum, og læknarnir verða ekki lengi að koma þér á lappirnar aftur, þegar við komum til mannabyggða!“ „Eruð þið alveg kolbrjálaðir, strákar?“ stundi liann. „Þið getið ekki haldist við á fleka, i minum félagsskap, án þess að taka sýkina lika-------“ „Við því er ekkcrt að gera,“ svar- aði Andy, kaldur og rólegur. „Ef svo illa tækist til, þá inyndum við aðeins verða hver öðrum til skemmt- unar á sjúkrahúsinu." Hinn gamli og aðframkomni sjó- maður, gat nú ekki varist brosi. Hann sætti sig við það, að piltarnir tóku hann upp og báru hann á milli sin út á flekann, þegar þeir voru búnir að koma lionum á flot. „Mér gefst ekki timi til að finna gullið, piltar,“ sagði liann hárri röddu. „Vertu ekki að fárast út af þvi. Það bíður eftir þér, þangað til þú kemur hingað næst,“ sagði Rex og fór að draga upp seglið. Örlögin höfðu leikið þá grátt. Þarna liöfðu þeir svo að segja verið búnir að ná takmarki sínu, en urðu svo að láta við svo búið standa til þess að koma veika manninum sem fyrst lengi að vela Mg þvi á sjúkrahús. En þessu voru þeir ekki lengi að velta fyrir sér, því að þeir fengu nóg að gera og um að hugsa, er þeir voru að koma flotanum í gegnum þröngt sundið og út á viðáttumikið, lognvært hafið. Smám saman minkaði Skjaldböku- eyjan fyrir sjónum þeirra, þar til hún hvarf þeim alveg i fjarska, og með henni vonin um þau auðæfi, sern þeir höfðu sennilega haft mögu- leika til að eignast. Raunverulegt tjón þeirra var þó það mest, að missa skútuna sína og allt það sem í lienni var. Allt hafði þetta, samanlagt, verið mikils virði og í það höfðu þeir báðir varið al- eigu sinni. Hvað áttu þeir nú að taka til bragðs. Framtíð jieirra virt- ist ekki vera neitt sérlega glæsileg fljótt á Jitið. , Ofan á þetta bættist svo það, að nú voru þeir þarna þrir — og einn þeirra sárþjáður af taugaveiki, — úti á regin hafi, á lítilfjörlegum timburfleka, þar sem búast mátti við fárviðrum á hverri stundu og ým- iss konar hamförum náttúrunnar öðr um. Ef til vill væri óþarft, að vera að brjóta heilann mikið um framtið- ina — komið gæti það fyrir, að skjótt yrði um jiá alla, annað hvort af völdum hinnar banvænu sóttar, sem gamli sjómaðurinn var haldinn, eða að á flekann þeirra skylli fár- viðri og yrði þeim að fjörtjóni inn- an fárra stunda. Til allrar liamingju var flekinn rammbyggilega gerður, og þarna var nóg vatn lianda þeim öllum. Þcir þurftu ekki einu sinni að reyna það á sig, að lyfta upp brúsunum, til þess að ná sér i vatn, þvi að i þeim voru slöngur, sem þeir gátu sogað það upp í sig með. Skipstjórinn lá lengst af í dvala, og þeir þóttust sjá að hann mundi ekki eiga langt cftir ólifað. Liðu nú tveir dagar viðburðalítið. Að lcvöldi síðari dagsins sagði liann, veikri röddu: „Hlustið þið nú á mig, drengir, þvi að nú er senn úti um mig. En allt, sein er á þessum fleka, er ykk- ar eign eftir minn dag. Eg á engin skyldmenni — heyrið þið það, að nú eigið þið allt þetta, undantekn- ingarlaust------“ Rtöddin dó út í hárri stunu. Og þó að þeir dreyptu á hann vatni, vaknaði hann ekki afur til meðvit- undar og lá sem í dvala um sinn. Allt i einu stökk Rex á fætur. „Skip!“ æpti hann. „Litið þið á, — það stefnir í áttina til olckar! Þeir veifuðu dulum og drógu upp ncyðarmerki á siglutréð. Nú reið á að skipverjar yrðu þeirra varir, áð- ur cn hitabeltismyrkrið skylli á og hyldi þá sjónum þeirra. það leið heldur ekki á löngu, áður en skip- verjar og farþegar komu auga á flekann lila og mennina þrjá, sem á honum voru. „Farið varlega!" kallaði Rex, „við erum með taugveikisjúkling hér á flekanum!" Farþegarnir hörfuðu ósjálfrátt frá öldustokk skipsins. En skipslæknir- inn stökk hiklaust niður á flekann og laut ofan að Grist skipstjóra. „Taugaveiki!" varð honum að orði. „Þessi sjúkdómur á ekkert skylt við taugaveiki! Maðurinn hefir verið með hversdagslega „gulu“ og jiess vegna er hörundsliturinn svona. En annars er hann nú örendur — og við þvi er ekkert að gera.“ Það má nú svo sem rétt geta sér þess til, að þeim ungu félögunum létti við að heyra þetta, — og þegar Frh. á bls. 11. Hengikoja fakírsins.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.