Fálkinn - 11.05.1951, Síða 12
12
FÁLKINN
Nr. 30.
Örlagaríkt
hjónaband
Spennandi framhaldssaga.
______________________________i
auga á firrur í uppbyggingu og meðferð
sögunnar.
„Húlló, Isobel,“ beilsaði liann henni í
hvert skipti sem bún kom að Dellfield, en
það var að minnsta kosti tvisvar eða þvisv-
var í viku. „Húlló, ertu byrjuð á nýju bók-
inni þinni? Hlustaðu á, ég befi fundið nýja
morðaðferð upp fyrir þig.“
„Einmitt það? Ágætt. Látum oss heyra.“
Og svo sökktu þau sér niður i rökræður.
Linu fannst bún alltaf bitta svo á að
þau Jolmnie og Isobel væru niðursokkin
í samræður um morð, þegar þau voru sam-
vistum. Henni var ekki rétt vel við það.
Henni var annars hreint alls ekki vel við
það. Henni sýndist það vera hámark kald-
hæðninnar að Johnnie skyldi vera að reyna
að finna upp nýjar morðaðferðir fyrir Iso-
bek Henni fannst það verra en kaldhæðn-
islegt, að Johnnie skyldi hlusta með jafn
miklum ákafa á hinar liugvitssamlegu að-
ferðir Isobel sjálfrar. Auðvitað var það
fjarstæða að huga um þetta. Bara hlægi-
legt. En samt ......
Og það, sem henni var alveg sérstaklega
illa við, var það, að morðaðferðin þurfti
að vera gjörsamlega óuppgötvanleg til
þess að Isobel gæti sætt sig við hana.
Eftirmiðdag nokkurn, þegar þau sátu í
garðinum fyrir utan sumarbústað fröken
Sedbusks, gat Lina ekki á sér setið með að
blanda sér í umræðurnar. Henni hafði
gramist við Johnnie af því að hún liafði
ætlað að fara ein og drekka te með Isobel,
en Johnnie hafði elt hana eins og seppi
og óðfús viljað fara með henni.
„En þér mun bara leiðast. Við ætlum ekki
að tala um annað en áhugamál kvenna,“
sagði Lina, er fannst hún ekki bafa verið
ein með Isobel um margra vikna skeið og
hlakkaði nú til að geta verið það þennan
eftirmiðdag.
„Mig langar samt að koma með þér,“
bafði Jobnnie svarað glaðlega. „Mér myndi
leiðast milclu meira að vera aleinn heima,
án þín.“
„Er það virkilega svo, Johnnie, að þú
megir ekki sjá af mér eitl einasta augna-
blik? Eg skil hreint ekki bvað gengur að
þér i ár.“
„Eg þrái að vera í návist þinni, ástin
mín,“ sagði Jobnnie viðkvæmnislega. „Er
þér ekki sama þó að ég komi með þér?“
„Jæja, komdu þá ef þú vilt það endi-
lega,“ breytti Lina út úr sér.
Þess vegna bafði Jolmnie komið með
henni.
Og auðvitað barst samtalið nærri því
samstundis að hinu sígilda umræðuefni
þeirra. Fröken Sedbusk var aldre treg á
sér að tala um sín eigin viðfangsefni, og
talaði þá alltaf fmeð áherslu.
„Hvers vegna viltu alltaf gera þetta svona
flókið og margbrotið ?“_ greip Lina loksins
fram í. „Að koma rafmagnsþráðum fyrir í
fjöðrum hægindastólsins, ja-hérna! Hvers
vegna ekki að nota arsenik og koma því
þannig af í hvelli?“
„Vegna þess, mín kæra vina, að arsenik
er sú eiturtegund, sem langsamlega auð-
veldast er að uppgötva við rannsóknina.
Arsenik hverfur ekki úr líkamanum ....“
„Jæja, en það er nú samt sem áður það,
sem fólk geqr í raunveruleikanum. Hvers
vegna reynirðu ekki að láta bækurnar þin-
ar vera í nánari tengslum við lífið sjálft,
Isobel ?“
„Þær eru í nánum tengslum við lífið
sjálft,“ svaraði fröken Sedbusk móðguð.
„Eða í eins nánum tengslum við það og
venjuleg uppbygging sögunnar leyfir. Það,
sem þú ekki virðist gera þér nægilega ljóst,
mín kæra vina, er það, að ég er stöðugt að
leita að þeirri aðferð, sem bundruð manna
raunverulega nota í lifanda lífi — raf-
magnsþræðirnir eru ef til vill heldur marg-
brotnir — einmitt fólkið, sem við fréttum
aldrei neitt um vegna þess að lögreglan
kemst aldrei á slóð þess.“
„Eg — ég get ekki ímyndað mér að morð
séu það algeng," sagði Lina lágt. Hvers
vegna þurfti Isobel stöðugt að vera að tala
um morð?
„Húb! Jæja, ég get eklci sagt annað en
þetta. Og þú mátt áreiðanlega trúa orðum
mínum: lumdruð manna, sem ganga laus-
ir í dag, hafa komið einhverjum fyrir katt-
arnef á lífsleiðinni. Og það er ekki erfið-
ara en að stjaka við manni og láta hann
falla niðui í mýri. Eða slá-olnbogaskot
þegar tveir menn ganga saman fram á
klettabrún; aðeins — —. Húlló, livað er
á seyði?“
Lina hafði staðið upp. „Eg verð að halda
lieim.“
„En þú hefir tæplega bragðað teið þitt.“
„Eg veit. En — mér er hálfillt í höfðinu.
Þú fyrirgcfur þó að ég fari fremur tm-
anlega, er það ekki? Ertu tilbúinn, Johnn-
ie?“
„Eg? Oli, ég lield annars að ég tefji dá-
lítið lengur og fái mér í pípu, ástin mín.“
„Eg kysi heldur að þú kæmir með mér,“
sagði Lina dauflega. Þegar hún sá undr-
unarsvipinn á Isobel, bætti hún við: „Mér
er ofurlítið illt.“
„Elsku besta, leggðu þig dálitla stund í
rúmið mitt.“
„Nei, ég lield að ég fari heim. Ertu til-
búinn Johnnie?“
Lina draslaði Jonnie af stað.
Þetta var raunar farið að verða meira en
nóg af því góða.
8. kap.
Einu sinni á ári eða svo leit Lina sem
snöggvast á arfleiðsuskrána sína.
Hún gevmdi hana i innsigluðu umslagi
í skúffu í skrifborðinu sínu. Lögfræðing-
urinn hennar hafði ráðlagt henni að geyma
liana í bankanum, en Lina kunni betur við
að liafa hana við hendina.
Á hverju ári tók liún liana úr umslaginu,
las hana yfifr og setti liana síðan í nýtl um-
slag.
Daginn eftir síðustu heimsóknina til Iso-
bel var eitthvað, sem eggjaði hana á að
framkvæma athöfnfina fyrir yfirstandandi
ár, þegar í stað.
Hún vissi ekki livers vegna, en hjartað i
lienni bærðist eillhvað undarlega, þegar
hún tók langa umslagið upp úr skúffunni.
í f}rrsta skipti athugaði hún nú umslagið
nákvæmlega áður en hún reif það upp.
Hún taldi sjálfri sér trú um að hún vissi
ekki að liverju liún var að gá.
Hún fann það.
Ekki við þann endann, þar sem umslagið
var límt aftur, lieldur við liinn endann, upp
götvaði hún litlar fellingar og óhreina
bletti, sem bentu til þess, alveg ótvírætt, að
umslagið hafðfi verið opnað með því að
lialda límingunni yfir gufu.
9. kap.
Hún fór beina leið inn í bókalierbergið.
Jobnnie var ekki heima.
I nokkrar mínútur stóð hún grafkyrr og
einblíndi á skrifborð Jolinnies.
Því næst opnaði hún litlu skúffuna til
vinstri og alliugaði veðreiðadagbók Jolinn-
ies. Síðasta innfærslan var ennþá varðandi
Attaboy frá því í oftóber síðastliðnum.
Lina varpaði öndinni léttara.
En léttir hennar varaði aðeins augnablik.
Næstum því með það sama tók lijartað í
henni að slá liraðara.
Hún stóð ákveðin við skrifborðið með
hendurnar þétt við mjaðmirnar.
„Það er alll í lagi,“ sagði liún í lágum
bdjóðum, eins og ofurlítið utan við sig, en
þó kvíðafull. „Það er allt 1 lagi.“
Með snöggri hreyfingu opnaði hún skúff
una, sem þremur árum áður liagði liaft
bréfin frá okrurunum að geyma.
Hún var full af bréfum og skjölum.
Lina tók þau upp úr skúffunni, lagði þau
á skrifborðinu og fór í flýti í gegnum þau.
Þau litu nógu sakleysislega út, það vant-
aði ekki. Reikningar, kunningjabréf.
Lina tók ósjálfrátt um ennið'. Hún virtist
ekki geta hugsað. . Hún skildi ekki. Hvað
var „samþykktur víxill?“
Með skjálfandi liöndum l'letti hún fleiri
skjölum.
Heiðraði herra!
Sem svar við fyrirspurn yðar, leyfum
vér oss að tilkynna yður, að víxill sam-
þykktur af konu yðar til greiðslu á þess-
um þrú þúsund pundum, sem þér skuld-
ið okkur. yrði tekinn algerlega gildur af
okkur.
Virðingarfyllst,
p(.p. Morley Bros.
Það voru fleiri slík bréf, en þetta var
nóg.