Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1951, Qupperneq 13

Fálkinn - 11.05.1951, Qupperneq 13
FÁLKIN N 13 Loksins liöfðu uppljómaðar staðreynd- irnar náð íökuni á huga og sál Linu. XIX. KAPÍTULI. Johnnie ætlaði sér að myrða liana. Lina lá hnipruð saman upp í rúmi og reyndi að gera sér grein fyrir þessu. Johnn- ie ætli sér að myrða, jafnvel hana. Hún gaí ekki gert sér grein fyrir því. Það var langt fram yfir það, sem hægt var að skilja. Það var slcynjun, sem hinn sár- þjáði og ruglaði hugsunargangur hennar alls ekki gat skilið. Johnnie, barnið henn- ar — Johnnie, er var inntak lífs hennar, ætlaði að myrða haná. Aldrei, eitt augnablik, hafði Lina í hin- um æstustu draumum sínum látið sér svo mikið sem til hugar koma, að liún sjálf gæti nokkurn tíma orðið í lífsliættu fyrir Johnnie. Það gat vel verið að Johnnie, þeg- ar hann var kominn á vald ýtrustu örvænt- ingar, hefði haft í hyggju að myrða ann- að fólk, ef aðeins hefði verið hægt að narra það til þess að verða sér sjálfu að förtjóni, en aldrei myndi liann láat sér delta í lmg að myrða hana. Aldrei haiui. Johnnie elskaði hana. Johnnie tignaði hana. Johnnie myndi aldrei geta komist af án liennar. Það var hókstaflega óskiljanlegt að Johnnie gæli nokkurn tíma látið sér til liugar koma að myrða hana. Það var satti. Johnnie gat jafnvel látið sér detta það í hug. Það gat vel verið að Linu væri ennþá um megn að skilja það, en hún vissi það. Enn ófær um að hugsa skírt, lét hún hugann reika frá einu atriði til annars, sem öll báru dómfellinguna í skauti sér: Johnnie svo stimamjúkur, nærgætinn og ástleitinn við hana, ó sinn hátt alveg eins og hann hafði verið við Beaky áður en liann myrti liann — og hún, blinda bjálfaskottið, var stöðugt i sjöunda himni yfir stimamýkt nærgætni og ástleitni Johnnies, þangað til niina alveg undir það síðasta að henni var farið að finnast þetta dálítið þreytandi!). Johnnie að reyna að veiða leiðheining- ar um morð upp úr Isobel; augnaráð Johnn ies stundum lil hennar; ó, og hundruð ann- arra atriða Já, hún vissi það. Nú voru liðn- ar margar vikur, ef til vill margir mán- uðir (líftryggingin var keypt í október síð- astliðnum!), síðan Johnnie liafði ákveðið að myrða liana og tekið að undixbúa glæp- inn. Johnnie ....... Lina grúfði sig niður í rúmfötin. Lát- um hann þá gera það! Fljótt! Ef Johnnie gæti fengið sig til að gera slíkt, þá viídi Lina ekki lifa lengur. Hún gaf sig óstöðvandi gráthviðu á vald. 2. kap. Það var satt. Þegar Lina var að þvo sér í framan, tók fargþung fullvissan um hörmungarstað- reyndina smátt og smátt völdin af ringul- reiðinni í hugsanagangi hennar. Hið óskilj- anlega hugboð liafði orðið skiljanlegt. Án nokkurs minnsta efa ætlaði Johnnie sér að myrða. Og hvað átti hún til bragðs að taka? Svo einkennilegt sem það nú var, þá liafði hún ekki verið gripin neinni hræðslu. Það var ekki hægt að vera lirædd við Johnnie. Linu fannst ekki vera nein knýj- andi nauðsyn á þvi að leggja á flótta und- an hættunni: að flýja í dauðans ofhoði undir verndarvæng Joyce systur sinnar. Ekki hið allra minnsta. Það var auðvitað ekki til í dæminu að hún hefði í hyggju að vera kyrr að Dell- field til þess að Johnnie gæti myrt hana eftir hentugleikum. En hún ætlaði að fara þegar vel stóð á. Hún var ekki í neinni hætlu ennþá. Eða var það? Ilún tók að skjálfa. Setjum svo að Jolmn- ie, þegar þau væru að drekka teið sitt seinna um eflirmiðdaginn, setti .... Setj- um svo að Johnnie, þegar þau væru að horða hádegisverðinn sinn ...... Ó, guð ahnáttugur, liún gat ekki afbor- ið þetta. Ofboðsliræðslan tók að grípa um sig. Á hverju augnabliki gat verið að Johnnie kæmi heim — bryti hurðina upp og myrti hana í liennar eigin svefnher- bergi: henti henni út um gluggann og nið- ur á steinstéttina fyrir neðan, og segði svo að hún hefði doltið — allt gat skeð. Á hvaða augnabiki sem var, gat verið að Jolmnie kæmi og mýrti harta; og hvað átti liún lil hragðs að taka? Lina þreif ferðatösku út úr fataskápn- um og byrjaði að pakka niður í liana í dauðans ofboði. Ilún varð að komast und- an; hún varð að komast undan; luin varð að komast uhdan. 3. kap. Um það leyti sem vant var að drekka te, var ferðataskan komin á sinn stað aft- ur og það, sem hún hafði látið í hana, einnig komið ó sinn stað aftpr. Lina ætl- aði ekki að leggja á flótta. Það var ó- mögulegt að vera hrædd við Johnnie. Yfir teinu var hún sérstaklega kát. Þetta var sama uppgerðarkátínan, sem hún með erfiðismunum var vön að temja sér gagn- vart ókunnugum þegar liún var illa fyrir kölluð. Johnnie leit undrandi á hana þeg- ar hún lét dæluna í sífellu ganga um allt og ekki neitt. „Hvað gengur að þér, kisumunnur?" „Að mér? Alls ekki neitt. Ilvað ætti að ganga að mér?“ „Eg á við, hvers vegna þvaðrarðu svona án afláts?“ „Eg lrélt að þú hefðir garnan af því að ég talaði við þig,‘ sagði Lina og brosti breitt. „Þig langar ef til vill meira til að lesa leynilögreglusögu?“ Hún hugsaði með sjálfri sér: Hvernig get ég gert þetta? Eg hefði aldrei haldið að mér væri þetta mögulegt. 0, guð, gefðu mér styrk til þess að geta haldið svona áfram. Svo lengi sem hann grunar ekki neitt ..... Johnnie var forviða á svipinn, en hann grunaði ekki neitt. Eftir þvi sem á tedrýkkjuna leið, varð Lina meira og meira gripin þeirri undar- legu tilfinningu að hún væri á leiksviði. Á- horfendur vissu að í lok þriðja þáttar yrði hún myrt og þá myndi tjaldið falla; en hún Vissi það ekki. Hún átti að vera glöð og kát allt til enda leiksins. En þessi imyndaði óraunveruleiki leiddi til sannfæringar um óraunveruleika. Hún leit framan í hann. Johnnie brosti til hennar. Nei, það var fjarstæðukennt. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Líf-, bruna-, sjó-, stríðs-, °9 ferða- Lœkjargata (Nýja Bíó). Simí 3171 ►♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ TRYGGINGAR

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.