Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1951, Side 11

Fálkinn - 01.06.1951, Side 11
FÁLKINN 11 VITIB ÞÉR? . . . að þrátt fyrir sívaxandi oliunotkun þarf heimurinn ekki að kviða olíu- skorti í bráð. Til dæmis má nefna að í Banda- ríkjunum einum hafa á árinu 1950 fundist oliulindir, sem eru þrisvar sinnum stærri en þær, sem fundust 1925. Og þó undarlegt megi virðast er bcnsín ein af þeim fáu vöruteg- undum, sem ekki liefir hækkað í verði siðustu 25 ár. AS verSiS hefir hækkaS í flestum löndum stafar sumpart af auknu flutningsgjaldi cn mest af sköttum eða tollum. að ekki eru nema 75 ár síðan fyrst var synt yfir Ermajrsynd? Margir höfSu reynt áSur en 1875 tókst enska kapteininum Matthew Webbs aS komast á Frakklands- strönd frá Dover. Hann var 21 tima og 45 mínútur á leiSinni. SíSan reyndu margir en engum tókst þaS fyrr en 1911. -— Siðan hafa margir synt yfir Ermarsund, en þó aðeins 5, sem synt hafa frá Englandsströnd til Frakklands. Sá fljótasti var 15 tíma og 31 mín. á leiðinni. Á myndinni, sem kom í Illustraded London News 1875 sjást móttökurn- ar er Webbs fékk þegar liann kom upp að frönslcu ströndinni. TISKUmYMDIR - SIR RICHARD GREENVILLE Framhald af bls. 10. ÞaS voru um eitt hundrað orrustu- færir menn á „Revenge", og þaS voru þessir menn, sem reyndust þess megn- ugir að búa skip sitt undir eldraunina, og djarfir og ItugprúSir i anda for- ingja síns héldu þeir á móti fjendum sínum . Allt gekk vei í fyrstu, og „Revenge“ hleypti af- öllum breiSsíSufallbyssum sinum á þau óvinaskip sín, sem það fór fram hjá. En skyndilega sigldi stórt og mikið herskip, sem hét „San Felipe“, í veg fyrir „Revenge" og neyddi það úrleiSis, þannig að byrinn bar úr stórseglinu og það lét ekki lengur að stjórn. Á meðan „Revenge“ lá þannig um kyrrt og lét ekki að stjórn, því að allur vindur var farinn úr seglum þess og þau bærðust sitt á hvað, þá lét Sir Richard hleypa af miðþilja- fallbyssunum á „San Felipe“. Þá gerð- Ist það, að þessi þrjóskufulla stríðs- snekkja, sem var fimmtán hundruð tonn að stærð, og sem nötraði af þunga fallbyssna sinna stafnanna á milli, fékk góðar og gildar ástæður til þess að iðrast ofdirfsku sinnar, og „sveigði auðmjúklega úr vegi, harð- óánægð með veitingarnar.“ ÞaS var sagt aS hún hefði sokkið skömmu síð- ar. í sama bili komu fjögur spænsk her- skip upp aS hliðum „Revenge" og lögðust tvö bakborðsmegin og tvö stjórnborðsmegin. Svo hófst návígi af hrikalegri heift. Jafnóðum og her- mennirnir á spænsku skipunum voru skotnir niður eða þvingaðir til þess að kasta sér fyrir borð, komu aðrir i tuga tali i þeirra stað af snekkjunum umhverfis, sem fluttu ný vopn og skot- færi. Spænsku herskipin voru troð- full af hermönnum, auk sjóliðanna, á sumum þeirra voru tvö hundruð, í stunum fimrn hundrúð og í öðrum átta hundruS. „Og þrásinnis hrundum við áhlaup- um þeirra eins og hundur, sem hristir sig þegar hann kemur upp úr sjónuin og á þurrt land.“ Sir Richard særðist i upphafi orrust- unnar, en hann lét sig það engu skipta heldur stóð í stjórnpalli og eggjaði mcnn sina. Tveim spænsku skipunum var sökkt við borðstokk „Revenge", en í staS þeirra komu samstundis tvö önnur, því aS Spánverjar höfðu af nógu aS taka. Myrkur féll á og ekki heyrðist ann- að en skotgnýrinn, sem yfirgnæfði allan annan hávaða, og enginn endir virtist ætla að verða á fallbyssudrun- unum. Um það bil klukkustundu fyr- ir miðnætti fékk Sir Richard skot í skrokkinn, en á meðan gert var að sári hans, féll læknirinn, sem annaðist hann, af byssukúlu, og samstundis hitti kúla Sir Richard i höfuðið. Niðurlag í næsta blaði. að nýjustu gerviliendur eru sterk- ari en náttúrulegar hendur? Á myndunum sést nýjasta amer- isk gerð af gervihöndum og að neðan venjuleg hönd. Þær eru furðu líkar. Hitt er þó merkilegra að gervihöndin, sem fær afl frá hand- leggsvöðvunum getur framleitt 22 kg. þrýsting í óákveðinn tima. En jafnvel sterkur maður getur ekki framleitt nema 15 kg. þrýsting mcð hendinni og aðeins fáar sekúndur í einu. Og fingurnir eru liins vegar svo næmir, að þeir geta tekið á brot- liættustu smáhlutum án þess að skemma þá. Sumardragtir ungu stúlknanna koma frá Ameríku. Þessi er úr rauð- ok svartköflóttu ullarefni. Pilsið er Imeppt að framan, en jakkinn, sem er lítill boleró, er með uppstandandi kraga og stórum brjóstvösum. Undirtregj an er hlíralaus úr svörtu jerseg. SÍÐASTA SLIFSATÍSKAN. ÞaS er tískukóngurinn Jaques Fath sem vcldur því, að á árinu 1951 ganga sex milljón Ameríku- menn meS slifsi, sem eru eins og penicillín á litinn. Einn stærsti hálsbindager^armaSurBandarikjanna bað Fath um að gera fyrirmyndir að nýjum gerðum slifsa, og hefir Léttur sumarkjóll. — Hvítt er svalasti liturinn að sumarlagi og um það hefir Madeleine Gervg eflaust hugsað þegar henni hugkvæmlist þessi ó- brotni kjóll. Hann er fleginn með sjalkraga, stuttar ermar og aðvafið pils. Til skrauts er blaðrós að framan. Fath nú búið til handa honum 50 mismunandi gerSir meS alls konar litum. Hver gerð verður gefin út í 5—6 milljón eintökum. Slifsin verða þunn, úr ekta silki og með smágerð- um nnmstruin og aðallitirnir eru þrir: grátt, jarpur litur sem Fath kallar indverska kastaniu“ og „peni- cillinsgrænt". Vilji maður forðast freknur á maður að nota skuggasælan barðastóran hatt eins og þennan frá Rose Vatois. Iíann er úr bláu lérefti með stóru, flötu barði. Um barðið er vír og hvít brgdduð blúnda sem hangir niður. Hattinn má helst nota við baðströndina.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.