Fálkinn - 15.06.1951, Qupperneq 3
3
FÁLKINN
~ 11'
MmwÉr Vílhjdlmsson sextugur
Ef atkvæði væru látin fara fram
um það, mcðal allra landsmanna,
hvaða fyrirtæki riði mest á að væri
vel stjórnað, mundi svarið tvímæla-
laust verða: Eimskipafélag íslands.
„Óskabarn íslands" var það kallað
fyrr og síðar, og „félag allra lands-
manna“ var það að visu lika (þó að
ég, innan sviga verði að minna á, að
Ferðafélagi íslands var valið það
kjörorð á sínum tíma). En þess má
líka geta, því að í raun og veru liefir
Eimskipafélagið verið mesta ferða-
félagið, sem nokkurntima liefir starf-
að á íslandi.
Leiklistarskóli Þjóðleikhússins.
Fyrsta starfsári Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins lauk 19. mai s.l.
Ellefu nemend,ur stunduðu þar nám
í vetur. Luku tvær stúlkur burtfarar-
prófi með mjög góðum vitnisburði,
þær Gerður Hjörleifsdóttir og Mar-
grét Ólafsdóttir, en liin tóku próf
upp i annan hekk. Valdimar Lárus-
son, sem var óreglulegur nemandi
vegna aldurstalunarks, lauk einnig
burtfararprófi.
Forstöðumaður skólans er Guð-
laugur Rósinkrans, þjóðleikhússtjóri,
en kennarar Haraldur Björnsson, Ind
riði Waage, Hildur Kalman, Yngi
Thorkelsson, Klcmens Jónsson, Sif
Þórs og Ævar Kvaran. Auk þess
flutti Lárus Sigurbjörnsson fyrir-
lestra um leiklistarsögu. Kennslu-
greinar eru raddmyndun, framsögn,
plastic, skylmingar, leikur og ýmis
undirbúningsatriði leiks. Kennslu-
stundir voru 12 á viku, en auk þess
léku nemendurnir nokkur smærrihlut
verk í leiksýningum eða tóku þátt
í þeim sem „statistar“.
Og það var „félag allra landsmanna“
að því leyti, að ekkert íslenskt liluta-
félag liefir átt nándarnærri eins marga
hluthafa og Eimskipafélagið.
Það skiptir miklu máli að slikur
félagsskapur sem Eimskipafélagið er
njóti jafnan góðrar, markvissrar og
öruggrar stjórnar. Þetta félag varð í
öndverðu tákn sjálfstæðisbaráttu ís-
lands fyrir því að gera siglingarnar
innlendar. Eg man vel fyrstu ár félags-
ins, - eldmóð þeirra manna, sem fyr
ir því börðust og sinnuleysi og van-
trú margra annarra. í dag finnst flest-
um andúðin og sinnuleysið óskiljan-
legt, en á árunum siðan Eimskipafé-
lagið var stofnað hefir ísland og hætt-
ir þjóðarinnar breyst meira en á mörg-
um öldum á undan. Sú breyting getur
að ýmsu leyti rakist til stofnunar þess
félags, sem setti sér það markmið að
gera siglingar til landsins og frá inn-
lendar.
Núverandi forseti íslands var fyrsti
stjórnarformaður E. í. en Emil lieitinn
Nielseþ skipstjóri fyrsti forstjórinn.
Forsjónin var fyrirtækinu að ýmsu
leyti holl, og var oftar byr en andbyr.
En „á misjöfnu jirífast börnin best,“
segir máltækið.
Eftir Emil Nielsen var Ólafur heit-
inn Benjamínsson valinn forstjóri, en
ef ég man rétt tók hann aldrei við
starfinu, sökum heilsubrests. Það var
því annar maður, sem setið hefir við
stjórnvölinn — i landi — síðan Ernil
Nielsen fór frá.
Guðmundur Vilihjálmsson tók við
stjórn félagsins i ársbyrjun 1931 og
hefir gegnt því starfi síðan. Og þó að
þessi grein sé skrifuð í tilefni af því
að hann varð sextugur á mánudaginn
var, þá verður að taka fram, að hann
cr maður á „besta aldri“, eins og
oftar er sagt um menn, sem eru tals-
vert undir scxtugu.
Guðmundur hafði margt til að bera,
auk jjess sem hverjum góðum manni
cr nauðsynlegt, sem þarf að hafa skipti
við marga, hvort heldur útlenda eða
innlenda, en það er háttprýði, ljúf-
menns'ka, kunnátta og framsýni. Á
framsýninni veltur ef til vill meira
en flestu, þegar menn eiga að stjórna
siglingafyrirtæki, því að tæplega mun
á nokkru öðru sviði atvinnurekstrar
mega tala frckar um „hverfanda hvel“
en einmitt í siglingum. Forstjórn Guð-
mundar nær yfir tímabil í sögu ís-
lands, og enda allrar veraldar, sem
segja má að hafi verið rneiri óvissu-
tími en nokkurt annað tímabil i sögu
])jóðarinnar. Og Eimskipafélagið lief-
ir þessi ár siglt á órólegri sjó en dæmi
eru til. Það hefir gengið upp og niður
fyrir Eimskipafélaginu þessi rúm 20
ár, sem Guðmundur hefir borið á-
byrgð á þvi: kreppuár fyrstu árin,
heimsstyrjöld með illbærilegu
skipatjóni fyrir félagið. Mér er ekki
fyllilega kunnugt um það, en þykist
þó mega fúllyrða það, að það hefði
fyrst og fremst verið forstjórinn, sem
Frh. á bls. li.
Samnorrcena sundheppnin
Þing liins norræna sundsambands
ákvað jöfnunartölu íslands í samnor-
rænu sundkeppninni, en landsnefndin
liér hefir sett þjóðinni tölu til þess
að keppa að. Hinn G. júni, eða eftir
17 daga keppninnar, hafði þjóðinni
tekist að ná 36,6% þessarar tölu.
Af ýmsum ástæðum hófst starfræksla
20 sundstaða eigi fyrr en nú um sl.
mánaðamót og 14 sundstaðir byrja
ckki starfrækslu fyrr en um miðjan
júni.
Ilikur sá, sem Hákon Noregskonung-
ur gaf.
Þátttaka nemenda sumra skóla er
minni en vonir stóðu til. Frá ýmsum
fyrirtækjum liefur margt af starfs-
fólkinu þegar lokið keppni, en þátt-
taka þess, cins og skólanemenda, er
misjöfn.
Auðfundið er, að of margir setja
framundir með að æfa sig eða Ijúka
þáttlöku, en bagalegt gæti reynst, ef
fólk streymdi til sundstaðanna síð-
ustu dagana og kæmist þá ekki að.
Landsnefndin leyfir sér því að hvetja
alla til æfinga eða þátttöku eins fljótt
og störf og aðstæður leyfa.
Hinn 6. júni hafði Hrunamanna-
hreppur hæstu hlutfallstölu af hrepps-
félögum af sýslum Árnessýsla,
Akranes og Siglufjörður hæstir kaup-
staðanna, en af stærri skólum er Gagn
fræðaskóli Austurbæjar í Reykjavik
hæstur.
Fremri röð t. v.: Sólveig Jóhannstlóttir, Regkjavik, Anna Halldórsdóttir, Reykjavik, Gerður Iljörleifsdótt-
ir, Reykjavik, Margrét Ólafsdóttir, Vestmajinaeyjum, María Þorvaldsdóttir, Hufnarfirði, Kristín Jóhannsdótt
ir, Reykjavik. — Aftari röð t. v.: Valdimar Lárusson, 'Reykjávík, Lúðvík Hjaltason, Reykjavík, Knútur Magn
ússon, Reykjavík, Jóhann Pálsson, Reykjavik, Dessi Bjarna,son, Rcykjavik.
i