Fálkinn - 15.06.1951, Page 5
FÁLKINN
5
skuldum. En það virðist ósenni-
legt, hafi hann notið stuðnings
konungsfjölskyldunnar. — önnur
skýringin er sú að hann hafi flú-
ið vegna þess að reynt hafi verið
að stela áætlunum hans um vest-
urleiðangurninn. Einmitt árið
1484 hafði hann lagt þessar á-
ætlanir fyrir Portúgalskonung. Og
hann hafði skipað nefnd, til þess
að segja álit sitt um áformið. —
Nefndin var mótmælt, en lagði
samt til að leiðangur yrði gerður
út vestur — án Kólumbusar. Það
var líka gert, en fór í hundana. Og
nú áleit Kólumbus að ekki væri
vert að treysta Portúgal í málinu
og þess vegna best að fara! Þessi
skýring er þó ekki fullnægjandi.
Hafi Kólumbus verið í ætt við
konunginn, liggur nærri að spyrja
hvers vegna Kólumbus hafi verið
settur hjá! Og hefði leiðangurinn
tekist, undir hans umsjá, mundi
það einnig hafa orðið til að varpa
ljóma á konungsættina. Hér verð-
ur að leita annarra skýringa.
Þegar Kólumbus var kominn
til Spánar varð honum brátt ljóst
að ekki mundi hlaupið að því að
fá fjárstyrk þar. Landið var í
styrjöld við Mára og fjárhagur
ríkisins þoldi engin aukaútgjöld.
Auk þess frétti Kólumbus um
þessar mundir að Bartolomeo
bróðir hans væri orðinn þátttak-
andi í leiðangri, sem gekk í líka
átt og Kólumbus áætlaði. Þóttist
hann nú sjá að hollast mundi að
hverfa aftur til Portúgal og sendi
því 1488 konungi umsókn um að
fá að komast tálmanalaust inn í-
landið. Konungur svaraði því vin-
gjarnlega. Hann byrjar bréfiO
með því að kalla hann „sérstakan
vin“ og heldur svo áfram: „Hvað
viðvíkur för yðar hingað vegna
þeirra erinda sem þér nefnið (þ. e.
leiðangursins) og annarra erinda,
í þeim tilgangi að ástundun yðar
og gáfur komi oss að notum, þó
óskum við þess að allt gangi að
óskum. Og af því að þér máske
hafið nokkurn ótta af dómurum
vorum, út af málinu, að þér skuluð
hvorki við komu yðar eða burt-
för skuluð vera fyrir óþægindum,
settur fastur, lcallaður fyrir rétt
eða yfirheyrður. Og með þessu
sama bréfi skal það lagt fyrir alla
dómara vora að þeir hagi sér sam-
kvæmt þessu.“ — I bréfinu er
beinlínis gefið í skyn að Kólumbus
hafi aðhafst eitthvað refsivert, —
það hefir jafnvel verið giskað á
að hann hafi stundað sjórán. En
ef til vill er það eitthvað annað.
Við skulum nú líta á.
Skömmu eftir að Kólumbus var
kominn til Spánar komst hann i
kynni við unga stúlku, Beatriz
Enripuez, af fátækri aðalsætt
spænskri. Með henni eignaðist
hann soninn Fernando, sem síðar
yarð merkur atorkumaður, bók-
fræðingur og siglingafræðingur.
Portugalar telja að hann hafi
skírt þennan son í höfuðið á föð-
ur sínum, Fernando prinsi. En
um Beatriz Enriques fer fáum
sögum, og er helst svo að sjá sem
Kólumbus hafi yfirgefið hana
skömmu eftir að sonur þeirra
fæddist. Á einum stað rekst mað-
ur þó á nafn hennar. Það er í
arfleiðsluskrá, sem Kólumbus
kvað hafa samið árið 1506. Þar
stendur m. a. þetta: „Eg legg svo
fyrir son minn (Diego) að hann
sjái farborða Beatriz Enriques,
móður Fernandos sonar míns —
Hann (Diego) skal sjá um að hún
geti átt heiðarlega ævi, því að
hún er manneskja, sem ég á mik-
ið að þakka. Þetta segi ég til að
friða samvizku mína, þvi að þetta
mál hvílir þungt á mér.“
Nú liggur þessi spurning nærri:
Hvers vegna hafði Kólumbus
svona slæma samvisku? Ilefir ver-
ið getið til um ýmislegt: Var það
vegna þess að hann hafði yfirgef-
ið Beatriz? Var það af því að
hann varð trúmaður á efri árum ?
Eða af því að hann hafði átt vin-
gott við hana áður en kona hans
dó? Hafði hann verið konu sinni
ótrúr?
En var þá ekki frú Filipa Moniz
dáin 1480, áður en Kólumbus fór
frá Madeira? Jú, hún var það,
segja Portúgalar. En aðrir segja
að hún hafi ekki dáið fyrr en undir
1490. Ef svo er þá er hugsanlegt
að hann hafi beinlínis strokið frá
henni er hann fór fram Madeira.
Kann að vera að hún hafi komið
mann sinn dæmdan fyrir heitrof,
til Portugal síðar og hafi fengið
og að það hafi verið sá dómur,
sem Kólumbus var að flýja er
hann fór til Spánar. Ef til vill er
það sá dómur, sem Portúgalskon-
ungur víkur að í bréfi sínu? Þeg-
ar Kólumbus kom úr fyrstu Amer-
íkuferð sinni lenti hann ekki á
Spáni, eins og vænta hefði mátt
úr því að ferðin var kostuð af
spönsku fé, heldur lenti hann fyrst
í Portúgal og átti vinsamlegt tal
við konung. En þá var Filipa dá-
in og engra óþæginda að vænta úr
þeirri átt.
Hvernig hefir Kólumbus komist
af fjárhagslega á árunum til
1490? Margir hafa velt því fyrir
sér. Lengi var talið að hann hafi
haft ofan af fyrir sér með korta-
teikningum og hafi barist í bökk-
um. Á þetta bendir m. a. það, að
þegar hann yfirgaf Beatriz fékk
hún aðeins 10.000 maravedis (um
150 gullfranka) á ári í lífeyri. —
Hins vegar er vitað að á þessum
árum samdi hann tvær bækur
landfræðilegs efnis, og að vetur-
inn 1485—86 var hann í áheyrn
hjá spænsku konungshjónunum.
Eftir þá áheyrn fékk hann stöðu
á Spáni, með föstum launum, er
sagt.
Vert er að minnast þess að Kól-
umbus átti tvo bræður, Bartolo-
meo og Diego Colon. Þeir voru
dugnaðarmenn, einkum Bartolo-
meo og studdu oft bróður sinn í
erfiðleikum hans. — Voru þeir
sprottnir af fátæka vefaraheimil-
inu í Genua líka? Eða eru þeir
synir Fernando og ungfrú Zarco?
Að vísu var hún í útlegð í Genua
og mátti ekki þaðan fara. En
prinsinn gat farið hvert á land
sem hann vildi og reyndi einu
sinni að koma til Italíu. Komst
hann þó ekki lengra en til Gibralt-
ar í það skipti, en vel getur hugs-
ast að betur hafi tekist til í önnur
skipti.
Kólumbus viðurkenndi bæði
Bartolomeo og Diego sem bræður
sína. Sá siðari var — samkvæmt
sögn Portugala — heitinn eftir
föðurbróður sínum, hertoganum
af Vizeu, sem Kólumbus sem Kól-
umbus lét fyrsta son sinn heita
eftir. Það er eftirtektarvert að
þegar Kólumbus kom frá Madeira
til Lissabon, var Bartolomeo líka
kominn þangað, og að báðir áttu
ríkt fólk að þar. Líklega er það
fyrir stuðning þessara ættingja
að Bartolomeo komst til Eng-
lands og hafði meðmælabréf til
Hinriks VII, og hann lofaði hon-
um að ljá Kólumbusi skip í leið-
angurinn. Þykir flest benda á að
Bartolomeo hafi líka verið son-
ur Fernando prins og ungfrú
Zarco.
Áður hefir verið minnst á erf ða-
skrána sem Kólumbus gerði 1506
og á lífeyrinn til Beatriz. 1 sama
skjali mælir Kólumbus svo fyrir
að ákveðnar upphæðir séu greidd-
ar nafngreindu fólki í Genua. —
Þetta gæti bent til þess að móðir
hans hafi verið skuldug þessu
fólki, og Kólumbus hafi talið sér
skylt að greiða skuldirnar. En
svo getur líka hugsast að það sé
annar Kristófer Kólumbus en land
könnuðurinn, sem gert hefir þessa
erfðaskrá, eða að hún sé fölsuð.
Þvi að margvísleg skjöl voru föls-
uð með nafni Kólumbusar eftir
að hann var orðinn frægur maður.
Þá vildu margir hafa gott af hon-
um.
Árið 1598 féll dómur í stórmáli
um það sem þá var eftir af eign-
um Kólumbusar. Margs konar erf-
ingjar frá ýmsum löndum höfðu
gefið sig fram, en sá sem vann.
málið var portugalskur greifi,
Nuno Colon. I málinu lét frægur
lögmaður svo um mælt, að ef
Kólumbus væri fæddur í Genua
þá væri það tilviljun, og þá sem
sonur útlendra foreldra er þar
hefðu verið á ferð.“ Og verður
ekki skýrar á kveðið um það, að
hann hafi ekki v.erið sonur vefara
þar í borginni.
Þessi portúgalska túlkun, sem
'hér hefir verið gert grein fyrir er
ekki aðeins fróðleg, heldur er hún
í ýmsum greinum sennileg. Hún
neitar ekki að Kólumbus geti ver-
ið fæddur í Genua. En hins vegar
neitar hún því þvert að hann hafi
verið sonur vefara, en heldur því
fram að hann hafi verið afkom-
andi konungsins í Portúgal.
UNO fær frímerki. — Að uhdangengum samningum við Banda-
ríkin liefir aðalbækistöð Sameinuðu pjúðanna í New York nú
sett upp sína eigin póstmálaskrifstofu og notar framvegis sín
eigin frímerki. Það eru il mismunandi verðgildi frá 1 centi
upp í eirin dollar, sem UNO gefur út og auk þess ferns konar ftúg-
frímerki. Hér á myndinni sést Trygve Lie og Svíinn Berttil
Renborg, sem verður póstmádastjári UNO, vera að undirskrifa
póstmálasamninginn ásamt fulltrúum Bandaríkjastjórnar.