Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1951, Page 13

Fálkinn - 15.06.1951, Page 13
FÁLKINN 13 heyrðist Sir Jolin allt í einu segja á bak við þau. — Eg stóð liérna rétt hjá og var að bíða eí'ir glasi af vini, svo að ég komst ekki hjá því að heyra livað ykkur fór á milli. — Mér þykir vænt um að heyra, að þér eruð sammála mér, Sir John, sagði Janet. — Það er erfilt að vera ein á móti tveim- ur. Ilún lagði áherslu á orðin. Sir John hnyklaði brúnirnar. — Móti tveimur? Jason getur þó ekki .... — Jason er greinilega á sama máli og Henderson, skaut Janet kuldalega inn í. — Þá leyfi ég mér að vera á öðru máli en hann, sagði Sir John. — Eg lield nefnilega að það muni verða eftirsóttur staður af ferðamönnum eimnitt þax1, sem eign ungfrú Woods er. Mér finnst, að hún eigi ekki að selja liana, fyrr en hún hefir nákvæmlega athugað alla möguleika. En síðan hætti hann við: — En hvað segið þið Janet og .Tason um að koma yfir til okk- ar og drekka staup með okkur? JANET varð mjög fegin að fá tækifæri til þess að komast frá barnum og Hend- erson. Það var ekki aðeins, að henni geðj- aðist ekki að honimi, hedur vakti liann alltaf óróa hjá henni, sem nálgaðist það að vera hræðsla. Hún reyndi að sannfæra sig um, að hann væri aðeins kaupsýslu- maður, sem neytti allra hragða til þess að fá sitt fram, en hún gat samt ekki visað þeirri tilfinningu á hrott, að það lægi eitt- livað annað og meira á bak við þetta. — Yður hefir vonandi ekki verið það á móti skapi, að ég fór að skipta mér af þessu? spurði Sir John, þegar þau gengu að borði hans. — Það leit nefnilega út fyrir að það gætu orðið átök þarna. — Mér þótti innilega vænt um, að þér komuð, sagði Janet og hrosti þakklátlega lil hans. — Mér er alltaf sönn ánægja að geta orðið yður að liði, Janet, sagði Sir John. Og svo bætti hann við: — Alltaf, Janet. Frú Heathson, sem hafði drukldð nokkra „cocktaila“, bauð þau velkomin. — Kom- ið og fáið ykkur sæti. En hvað það er skemmtilegl að vera öll saman síðasta kvöldið. En auðvitað verður það ekki fulln- aðarkveðja, heldur aðeins uu revoir. Já, meira að segja mjög stutt au revoir, þar sem ég geri ráð fyrir, að við munum flest búa á Myrtle Bank Hotel. Sir Jolin sneri sér að Janet. — Ætlið þér að búa þar, Janet? — Já, ég liefi heyrt svo mikið um það. — Þetta er einn af þeim stöðum, þar sem menn hvaðanæva úr heiminum hitt- ast — eins og Piccadilly Circus, 21-klúbb- urinn í New York og Shepheards í Cairo. — Ætlið þér einni gað búa þar, Jason? — Nei, ég ætla að búa hjá vinum mínum, svaraði liann stuttlega. Janel fann að lienni varð þungt um hjartaræturnar. En hvaða vit var annars í því að vera að liittast, ef sérhverjir fundir þeirra yrðu eins erfiðir og þessi? Bjallan liringdi til kvöldverðar, meðan þau fengu staupin, og stuttu síðar gengu þau yfir i borðsalinn. Janet lenti við lilið- ina á Sonju á leiðinni fram ganginn. Sonja hafði ekki talað neitt við Janet, síðan hún koni að borðinu, og nú liorfði hún beint fram fyrir sig. Janet leiddist þessi framkoma, hennar og langaði til þess að leiðrétta þennan misskilning, sem kom- ið liafði upp, þar sem hún vorkenndi ekki aðeins Sonju heldur féll orðið allvel við hana. — Það var gaman, að þér fóruð í fallega kvöldkjóllinn yðar, Sonja. Hann fer yður svo ljómandi vel. —- Eg er líka fegin, að ég gerði það. Hver veit nema það sé ómaksins vert, úr ])ví að allt er orðið gott milli ylckar Jasons aftur. Janet skildi ekki enn, livað hún meinti, en lienni gafst ekki tóm til að spyrja, því að þau voru öll komin inn í borðsalinn og urðu að fara hvert að sínu borði. Janet sat við borð skipstjórans ásamt Sir John og Jason, og henni fannst eitt augna- blik allt vera svo yndislegt, eins og það var áður en þau komu til Bermuda. Til þess að lialda upp á siðasta kvöldið um borð hafði Sir John pantað kampavín. Þau skáluðu við skipstjórann og hvert við annað. — Eg ætla að skrifa skipafélaginu og tjá því þakklæti mitt, sagði Sir Jolm. Eg man ekki eftir öllu skemmtilegri sjóferð, sem ég hefi farið. — Eg vona að þið liafið notið ferðarinn- ar, sagði skipstjórinn. — Eg er nú reynd- ar viss um að þið unga fólkið hafið gert það. — Já, auðvitað, svaraði Janet hálfstam- andi og fann, að hún roðnaði. — Er það satt, Janet, liefirðu notið henn- ar? spurði Jason. Jason lyfti kampavinsglasinu og horfði beint í augu liennar yfir horðið. Bæði rödd hans og augnatillit knúðu hana til að liorfast í augu við liann. Samt fyrirvarð hún sig fvrir að þurfa að láta þannig að vilja lians. Iiún mundi það nú, livernig henni hafði fundist þessi gráu augu, þeg- ar hún horfði í þau fyrsta skiptið. Það væri eins og þau vissu allt. Og nú fannst henni, að þau vissu miklu meira um hana sjálfa en hún kærði sig um. —- Já, auðvitað þetta liefir á allan liátt verð indæl sjóferð. Iláðsglolt lék um varir honum. — Það er gott að þér hefir fundist liún indæl Janet. Ilún sneri sér undan og fann, hvernig blóðið þaut fram í æðar liennar. — Við höfum verið mjög heppin með veður, finnst ykkur það ekki? spurði skip- stjórinn. — Þess vegna á ég svo bágt með að skilja, að nokkur skuli geta verið sjó- veikur. En svo er nú samt. Einn farþeg- anna hefir ekki risið úr koju. Hann segist vera illa haldinn af sjóveiki. Eg hefi reynt að telja um fyrir honum og beði ðhann um að koma upp á þilfar og sleikja sól- skinið. Það væri miklu ráðlegra fyrir hann að koma upp á þilfar og sleikja sólskinið. Það væri miklu ráðlegra fyrir liann lield- ur en að loka sig inni í klefa. Og loft- ið inni hjá lionum! Hann segist vera sjúk- en samt virðist hann geta reyk vindla upp á kraft. Eg get hreint ekki skilið, hvernig hægt er að lifa í sliku andrúmlofti. — Er það farþeginn á nr. 11? spurði Janet, — Einmitt! — Ætlið þér í raun og veru að halda því fram, að hann komi aldrei upp á þil- far til þess að fá sér ferskt loft? spurði John forviða. Skipstjórjnn liikaði. — Eg Ixefi aldrei séð liann uppi á daginn, en það undarlega er, að i hvert skipti, sem ég kem upp að næt- urlagi, ])á liefi ég séð manninn á rölti. Einu sinni gaf ég mig á tal við hann, og þá sagði hann, að hann liefði ekki getað sofið og þyrfti að fá sér hreint loft. — Um hvaða leyti nætur var það? Jason hafði beygt sig örlitið fram og rödd hans var hvöss. — Um tvöleytið. Já, þetta er dálitið und- arlegt. Eg hefi einmill alltaf rekist á liann um tvöleytið. Skipsmennirnir segja liið sama. Hann fer greinlega allaf á rjátl um það leyti. — Á hverri nóttu? spurði Jason. — Það get ég ekki sagt rieitt ákveðið um. Eg veit það ekki, sagði skipstjórinn. Samtali ðbarst að öðrum efnum, en Janet tók eftir, að Jason var orðin áberandi þög- ull. Eftir kaffið leystist félagsskapurinn upp. Sir Jobn sagðist ætla að fara niður til þess að taka saman dótið sitt, og Janet muldraði eitthvað um að liún þyrfti að gera slíkt hið sama, er þau Jason fylgdust að út úr borðsalnum. — Yið ættum þó að ganga einn liring um skipið, áður en við skiljum, sagði Jason. — Það tilheyrir gamanleiknum, skilurðu. Samferðafélagar okkar verða að sjá, að allt sé orðið gott milli okkar aftur. Bödd hans var lctt, en samt leyndist napurt háð á bak við orðin. Og grá augun voru liæðn- isleg. — Jæja, þá það, — fyrst það er þáttur úr skopleiknum, sagði hún lieldur kulda- lega. En hún óskaði þess að liún hefði haft kjark til þess að neita. Bara að hún væri ekki svona veikgeðja, þegar hann var ann- ars vegar! Bara að hún væri ekki svona áfjáð í að vera í návist hans! Þetta var auðmýkjandi, viðurstyggilegt, — en samt var það svona. •— Komdu upp á þilfar. Iiann tók undir handlegg hennar og leiddi liana gegnum ganginn og upp stigann. Þau gengu út á þilfarið og fundu valan andvaran leika um andlitið. — Jæja, hvernig gengur það? spurði Jason, þegar þau voru Icomin upp á báta- þilfarið og hann hafði dregið Janet með sér út að borðstokknum. — Finnst þér við hafa leikið hlutverk okkar vel? Það hafa svo margir hrosað vingjarnlega til okkar, að ég Iield, að við hljótum að hafa gert það. Ilann hló og það var undarlegur hljómur i lilátri lians. — Hefir þér ekki kom ið lil hugar, Janet, að það er fallega gert af mér að leika þennan Skripaleik til þess að bjarga stolti þínu? Ilann sagði þetta án þess að nokkur vottur af brosi sæist á svip hans. — ÁU þú við að ég standi þakklætiskuld við þig? sagði hún og hældi niðri i sér i’eiðina. — Já að vissu leyti. Ertu ekki sammála? — Jú, og hérna hefir þú þakklætið! Hún reiddi höndina til höggs og sló líann í andlitið eins fast og liún gat. Um leið fann hún til óumræðilegrar gléði — eins konar ofsakæti — en augnabliki siðar sá hún

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.