Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1951, Side 5

Fálkinn - 31.08.1951, Side 5
FÁLKINN 5 Siðferðishnignun siglir ávallt í Jcjölfar styrjalda. I Kóreu má t. d. sjá þess mörg dæmi, að fúlmenni nota börn sér til fjáröflunar og kenna þeim að betla og stéla. En síðan taka „foréldrarnir“ við fengnum og sélja liann á svörtum markaði. Þessi vanskapaði Kóreu- drengur er eitt agnið, sem notað hefir verið. — Hann hefir lært bæði þjófnað og betl, en pening- arnir sem útlendu hermennirnir gefa honum, fara beint í vasa „lærifeðranna.“ Hér sést lítil Kóreutélpa leggja blóm á leiði eins hinna mörgu Suður-Kóreubúa, sem fallið hafa fyr- ir frélsisþrá sína. Myndin er tekin á hermannagrafreit við Pusan, en þar eru grafnir hermenn 15 þjóða, sem tekið hafa þátt í hernaðaraðgerðunum gegn Norður-Kóreu og kínverskum kommúnistum. — Þessi gamli Kóreubúi, sem situr með ameriskan vindling meðan hann er að svara spurningum liðsforingjanna, er alllíkur jóla- sveini. Það kjaftar á honum hver tuska, en hitt er annað mál hvort hann lýgur öllu eða segir satt. ar bæði úr fangabúðunum og svo beint af vígvöllunum. Sjúkraskálarnir eru í bröggum, svipuðum þeim, sem notaðir voru á sjúkrahúsunum hér á landi á stríðsárunum, og standa þeir í hvirfingu kringum stórt þriggja hæða steinsteypuhús, en í því eru lækningastofur og skrifstofur. — Þarna eru amerískir læknar og hjúkrunarkonur, en þeim til að- stoðar óbreyttir Kóreubúar og fangar, sem hafa fengið læknis- menntun. Sum sjúkraskýlin eru vandlega einangruð og notuð fyr- ir sjúklinga með hættulegar far- sóttir, sem mikið er af í Austur- löndum, svo sem taugaveiki, bólu- sótt, blóðsótt og kóleru. En eng- ar af þessum sóttum hafa enn komið upp í fangabúðunum. oftast sama matinn í hverja mál- tíð, nfl. rísgrjón og súpu með kjöti og grænmeti. Skammturinn er stærri en Kínverjar og Norður- Kóreumenn eiga að venjast: nfl. um 2800 hitaeiningar á dag. Fangaspitalinn er talinn stærsta sjúkrahús í heimi. Þar er rúm fyr- ir 10.000 manns og yfir 9.000 rúm eru í notkun nú. Þar gilda sömu reglur og í amerískum hermanna- spítölum. Hingað koma sjúkling- Þessir tveir Bandaríkjahermenn hittu fyrir nokkru á vegi sínum í Kóreu, hungraðan og munaðar- lausan dreng, sem þeir tóku að sér til fósturs. Þvoðu honum og saum- uðu handa honum föt úr afgöng- um af einkennisbúningaefni. Þeir skírðu hann „File 13,“ en það þýð- ir á amerisku hermannamáli sama og „úrgangur“. — Hér sést dreng- urinn milli fósturfeðra sinna, i járnbrautarvagni á leið til nýrra vigstöðva. 1 grennd við sjúkrahúsin er deild fyrir fólk, sem er í aftur- bata — hressingarhæli. Þar er hægt að iðka ýmsar léttar íþrótt- ir og tækifæri til ýmis konar föndurs, m. a. gera fangarnir mik- ið af öskubökkum og pappírskörf- um þar. Fæstir fangarnir eru læs- ir og þeim er flestum ósýnt um alla handið. Þess vegna er föng- unum séð fyrir kennslu bæði munnlegri, bóklegri og verklegri. MJÖG ÍSKYGGILEGT. — ÞaÖ er mjög ískyyggilegt, aÖ nú er fólk alveg hætt að sofa í kirkj- unni, segir New York presturinn Norman Peale. — ÞaÖ er iskyggilegt vegna þess að það sýnir að fólk er orðið svo taugaveiklað að það get- ur ekki fengið sér miðdegisblund. Þegar maður sofnar undir ræðu hjá mér, þá veit ég að minnsta kosti að hann hefir frið í sálu sinni. En nú kemur þetta aldrei fyrir. Engar hrotur, engir geispar! Þetia veit á illt! Á myndinni sjást læknar og hjúkrunarmenn, sem hafa varpað sér niður á vígvöllinn i fállhlífum, vera að sinna særðum hermanni á vigstöðvunum í Indókína. Þeir fá þar víst œrið starf að vinna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.