Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1951, Síða 6

Fálkinn - 31.08.1951, Síða 6
6 FÁLKINN HVAR ER EVA? Framhaldssaga eftir H. COURTHS-MAHLER. „Gunnar Broberg! Já, nú rennur ljós upp fyrir mér, en þaö er nú eiginlega heil eilífð, síðan við sá- umst síðast. Alltaf tuttugu ár, er það ekki?“ „Jú, það eru rétt tuttugu ár síðan. En hvernig í ósköpunum stendur á öllu þessu. Eg hélt, að þú værir dáinn fyrir löngu. Svili þinn sagði mér, að svo væri, þegar ég talaði við hann fyrir nokkrum árum. Og nú situr þú hér Ijóslifandi og ....“ Ilann leit vandræðalcga á mann- inn, sem hann hafði staðið í svo nánu sainbandi við á æskuárunum. Henrik Joachim sneri sér að einkaritara sínum og sagði: „Hafið þér nokkuð á móti því að borða einn i kvöld, Brown? Þessi maður er æskuvinur minn og við höfum margt til að skrafa saman um. — Þú sest hérna hjá mér Gunn- ar, ekki satt? Eg er ekki svo lítið forvitinn að lieyra eitthvað frá gamla landinu.“ , Herra Brown stóð strax upp og Gunnar settist við borðið í hans stað. „Þér vegnar vel, Gunnar? Annað verður ekki séð af útliti þínu,“ sagði Henrik Joachim og brosti. „Já, ég þarf ekki að kvarta. Eg á ágæta verslun. Fyrirtækið annast útflutning og ég er hérna til þess að koma í kring mikilli scndingu hing- að til borgarinnar. Auðvitað hefir líf mitt þó ekki verið eintómur dans og leikur. Þeir eru fáir, sem baða í rósum alla ævi. Eg hefi oft vorðið að berjast hatramlega, þegar fyrir- tækið hefir staðið höllum fæti, og ■—• það sem verra er — ég missti son minn í skæðum inflúensufaraldri. En tíminn læknar öll sár, því held ég að minnsta kosti fram. En nú er ég kominn á fastan grunn fjárhags- lega, og að öðru léyti er fátt af mér að segja. En þú ert mér stór ráðgáta Henrik. Eg hafði heyrt, að heimsfrægur fiðlusnillingur ætlaði að halda hljómleika í borginni, og hgfði tryggt mér aðgöngumiða. Eg hefi ekki lagt alvcg á hilluna að leika á fiðlu sjálfur í frístundum mín um. Það var alls ekki svo sjaldan, sem við lékum saman á fiðlu í gamla daga eins og þú kannske mannst. Þú varst að vísu alltaf duglegri, en en áhuginn varir samt ennþá við hjá mér. En þcgar ég heyrði fólk Iivísla allt í kringum mig, þegar þú gekkst inn í salinn: „Þetta er Hen- rik Joachim!“ þá trúði ég ckki min- um eigin eyrum. Eg hugsaði með mér, að þetta væri enginn annar en hinn gamli, góði vinur minn, Henrik Malte!“ Hcnrik Joachim brosti. „Fullt nafn mitt er Henrik Joa- cliim Malte. En þegar ég kaus frem- ur að fara að leika með þriðja flokks tónlistarmönnum fyrir mörgum ár- um en að deyja úr hungri, þá vildi ég ekki gera það undir ættarnafni mínu, en lét nægja að ðganga und- ir skirnanöfnunum Henrik Joachim. En þá byrjaði einmitt að ðbirta til fyrir mér. Undir því nafni ávann ég mér hylli og þess vegna hélt ég jiví áfram. Þá ferðuðumst við um óhollustu héruð Merico. Eg þoldi ckki loftslagið og fékk hitasótt. Félagar mínir urðu að skilja mig eftir. Þeg- ar ég loksins komst burðu frá sjúkra- húsinu, fór ég að leika á fiðluna á götum úti við húsadyr. Fiðluna átti ég ekki sjálfur. Eg hafði fengið hana að láni hjá einum félaga mín- um, sem vorkenndi mér. Eg hefi haft þá ánægju að geta goldið honum fyrir þá hjálpsemi siðar með rentum og rcnturentum. — Jæja, ég gekk þarna húsa á milli lengi vel. Síðar fékk ég að leika öðéu hvoru á kvikmyndahúsi og loks á opnu hljómleikasvæði. Eg lék þar með mörgum öðrum, en fékk að leika einleik á hverju kvöldi. Vakti það hrifningu áheyrenda. Eg komst þá i kynni við auðugan listavin, föður scinni konunnar minnar — liún var að visu ekki orðin konan mín þá. Þá hafði ég fyrir skömmu fengið vitneskju um að fyrri konan mín væri dáin. Hún hafði skrifað mér og sagt, að systir sin væri nýlega dáin úr illkynjuðum hálssjúkdómi. sjálf hefir lnin sennilegast smitast og misst lífsþhóttinn, því að næsta hréf tl hennar fékk ég endursient með utanáskriftinni: „Dáin“. Gamli vinur. Það er þungbært að verða fyrir sliku. Mér þótti ákaflega vænt um liana, þó að ég færi frá henni til annarrar heimsálfu til þess að reyna að koma okkur á traustari fjárhagsgrundvöll. Og loksins þegar ég tók að eygja bjartari tima fram- undan, þá komu þessar fréttir. Eg vildi ekki trúa því og sneri mér til lögregluyfirvaldanna, og loksins fékk ég fréttina staðfesta með dánarvott- orði. Það var þá satt, að Annalisa var dáin. Þá skrifaði ég svila mín- um til þess að grennslast nánar fyr- ir um dauða hennar, en það bréf kom líka aftur. Viðtakandi var sagð- ur fluttur í burtu. Eg leitaði hugg- unar við fiðluna og gegnum sorgina fékk ég þann skóla, sem fullkomn- aði mig. Nafn mitt fór að verða þekkt og hljómleikar mínir voru vel sóttir. Vafalaust hefir seinni konan mín stuðlað mcira að þessum framgangi minum en ég þá gerði mér grein fyrir. í stuttu máli: Eg leit aði huggunar í tónlistinni og náði þar þroska listamannsins, sem aftur varð til þess að ég vann hjarta þeirr ar konu, sem liefir verið mér hinn besti vinur og förunautur i Jífinu. Hún var tónelsk fram í fingurgóma. Engin manneskja hefir glætt meira „hinn innri eld“ listamannsins í blóði minu en hún. Hún leiðbeindi mér á öllum hijómleikaferðum min- um. Þegar ég var orðinn frægur sem fiðluleikari, fór ég að semja lög og það heppnaðist dável. Það var eins og lífið vildi nú bæta mér upp öll þau vonbrigði, sem ég áður liafði orðið að þola. Eg var sólar- megin í lífinu, þangað til seinni konan mín dó. Sá missir hefir orðið mér þungbær. Eftir það hefi ég misst löngunina til þess að leika op- inberlega. Eg hafði líka efni á, að hætta þvi. Eg var orðinn rikur mað- ur og settist í helgan stein á land- setri mínu, sem er dagleið liéðan. Það er aðeins örsjaldan, að ég held hljómleika, og það er cinmitt i til- efni slíkrar undantekningar, að ég er nú staddur í Buenos Ayres. Mér er nær að halda, að það verði síð- ustu liljómleikarnir, sem ég lield. En ég er mjög glaður yfir því, að ég skyldi láta tilleiðast að leika opin- berlega i þetta skipti, liar sem það hefir leitt mig á fund góðs æsku- vinar. Ef til vill kemst ég nú aftur á sporið. Þú getur kannske sagt mér eitthvað um það, sem hefir skeð heima, meðan ég hefi verið í burtu. Þú hittir svila minn, sagðir þú. Get- urðu kannske sagt mér, hvers vegna fyrri konan mín dó og hvers vegna svili minn fékk ekki bréfið frá mér?“ Gunnar Broberg liafði hlustað á frásögnina mcð mikilli athygli. nú horfði liann á vin sinn með ein- kennlegu augnaráði og sagði: „Já, Henrik, ég get frætt þig um margt og það ýmislegt merkilegt.“ Siðan sagði liann honum, hvernig Annalisa hafði lilíft honum við á- hyggjum, en borið liær ein, þvi að hún hafði ekki viljað íþyngja hon- um um of. Hann lýsti úróa hennar og kviða, þegar hún fékk ekkert bréf frá honum. Það hefði sennilega verið, þegar hann var veikur í Mex- ico. Allt þetta og sorgin út af dauða systur liennar, hefði eyðilagt heilsu hennar svo, að hún hafði aðeins lifað skamma stund eftir að hún eignaðist dóttur. Henrik hafði fölnað upp. Hann hafði gripið fast um handlegg Gunn- ars og hélt honum eins og í skrúf- stykki. „Og barnið, Gunnar, barnið!“ sagði hann hásum rómi. „Barnjð? Það dafnaði ágætlega. Svili þinn og seinni kona hans gátu ekki fengið það af sér að senda það á munaðarleysingjahæli. Þau tóku hana að sér og liafa alið hana upp scm sitt eigið barn.“ Henrik Malte skalf frá hvirfli til ilja. „Barn! Barn! Eg á dóttur — og ég vissi það ekki! Og eitt ennþá Gunnar! Segðu mér eitt ennþá! Er barnið mitt á lifi?“ „Að því er ég best veit, Henrik,“ flýtti Gunnar sér að segja til þess að róa hann. Hann komst sjálfur við, er hann sá geðshræringu vinar sins. Hann sagði honum nú allt það, sem hann vissi um Evu. Stjúpfaðir- inn væri dáinn, en hann vssi eklci betur en að Eva byggi lijá stjúpmóð- ir sinni, frú Fogt, i Sviss. Henrik sat sem lamaður um stund. Síðan kreppti hann hnefana á krampakenndan liátt. „Og allt þetta hefi ég ekki haft húgmynd um! Eg á barn — dóttur — og ég liefi aldrei séð hana. Lif mitt hefir verið tómlegt og gleði- snautt síðan seinni konan mín dó, og nú frétti ég að ég á barn á lífi. ,Og ég hefi einmitt alltaf óskað mér þess, að ég ætti barn! Juanita og ég óskuðum þess ákaft að eignast barn. En jiað gat ekki orðið. Það var eig- inlcga eini skugginn á liamingju okk- ar. Og allan þennan tíma hefi ég átt barn á lífi, barnið hennar Önnu- lisu. Fyrirgefðu, Gunnar, að ég er ekki með sjálfum mér! Þetta kemur svo óvænt.“ „Eg veit það, Henrik, og ég skil lng. En jjetta er ekki of seint vitað, Ilenrik. Þú getur hvenær sem er sótt barnið j)itt.“ „Þú getur verið sannfærður um l)að að jiví fyrr, sem ég gæti gert það, þeim mun betra fyndist mér ])að. En jafnhliða j)eirri ósk skýtur hræðilegum kviða upp í huga mér. Er barnið mitt mér ekki ókunnugt? Vill hún flytjast til min? Vill hún yfirgefa stjúpmóður sína mín vegna. Það er svo undarleg tilfinning að vita það allt i einu, að maður eigi dóttur á lífi, og mér mundi verða það ofviða að taka því, ef hún tæki mér ekki. „Vertu ekki svona dapur i bragði, Henrik! Það hlýtur að vera liægt að byggja brú milli þín og barnsins þíns! Ef svo væri, að hún vildi ekki yfirgefa stjúpmóðurina, þá tækir ])ú hana með líka. Frú Fogt er skynsöm og indæl manneskja.“ Henrik varpaði öndinni léttar og þrýsti hönd vinar sins. „Þú hefir rétt fyrir þér! Þakka þér fyrir ráðlegginguna! Ef hún veigrar sér við að fara með mér hingað, ])á er heldur ekkert því til fyrrstöðu að ég verði eftir hjá henni. Eg væri fús til þess að stofna heimili fyrir barnið mitt i hvaða landi scm væri í Evrópu. Annars er ég alveg ruglaður út af þessu, elsku besti Gunnar minn. Þú verð- ur að vera þolinmóðúr gagnvart mér. En hugsaðu þér bara, ef ég hefði ekki látið leiðast til að halda þessa hljómleika, ef þú liefðir ekki verið staddur hérna af tilviljun og ef ég hefði borðað uppi i herberg- inu mínu, en ekki liérna niðri, eins og venjulega þá hefði ég sennilega aldrei fengið að vita að ég ætti dóttur.“ Hann sat þögull eitt augnablik, síðan kallaði hann á þjón og bað hann fyrir skilaboð til herra Brown. Eftir augnablik kom einkaritarinn. „Hlustið þér nú á, Brown. Eg hefi fengið fréttir, sem valda þvi, að ég verð að fara til Sviss undir eins. Beynið þér að komast að þvi hve- nær næsta skip fer til Evrópu. Ef það fer á morgun, þá verður að af- lýsa hljómleikunum. John verður að undrbúa allt undr ferð okkar. Látið mig svo strax vita, hvenær næsta skip fer og pantið farmiða fyrir yður, John og mig. Þér vitið hvern- ig ég vil hafa það. Verið þér nú fljótir!“ Brown virtist alls ekkert undr- andi, rvorki á hinn fljótráðu á- kvörðun húsbóndans né asanum. Þess vegna hneigði hann sig áðeins og gekk burt. Henrik Malte hlustaði á við sinn góða stund ennþá. Hann hafði nú fengið betri stjórn á tilfinningum sínum ok hlustaði rólekur á fráá- sagnir af ýmsum smáatriðum. Þeir ræddust ennþá við þegar Brown kom aftur. „Kap Polonia fer ekki á morgun, heldur hinn daginn kl. 7 að morgni.“ „Kap Poloina" var stærsta og besta gufuskipið sem sigldi á þess- ari leið. Brown var búinn að kaupa farmiða og segja John að undirbúa ferðina. Hótelstjóranum hafði verið tilkynnt, að Henrik Joachim mundi fara um borð annað kvöld strax eft- ir hljómleikana, cn ekki dveljas á gisttihúsinu u mnóttina.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.