Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 7

Fálkinn - 31.08.1951, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 AVERELL HARRIMAN, hinn sérlegi sendiherra Trumans forseta, sem falið var að reyna að koma á sœttum í oliudeilunni milli Breta og Persa. RENÉ MAYER varð fyrir skömmu forscetisráð- herra í Frakklandi en tókst ekki að fá meirihluta þingsins til fylgis við sig og varð því að láta af embcetti. FREDERIC MARCH, kvikmyndaleikarinn heimsfrægi, hefir verið á ferðálagi um Norð- urlönd nú í sumar. ÍÞRÓTTAMYNDIR 1 Landsmót í sundi hafa Frakk- ar og Hollendingar háð og unnu Hollendingar. Besta afrek Frakka var sundstökk frönsku stúlkunnar Mady Marcau, og sést á myndinni. 2 Ernst Strobel, þrítugur maður frá Wiesbaden í Þýskalandi ætlar að reyna að synda yfir Ermarsund á styttri tíma en nokkrum öðr- um hefir tekist áður. Nýlega synti hann 150 km. í Rín, milli Mainz og Köln á 28 tímum og 59 mín. án þess að þreytast. — Hér sést systir hans vera að kveðja hann allan löðrandi í feiti, undir eina metsundstilraunina. — 3 Bifreiðakappakstur Evrópu fór fram í Rheims í Frakklandi í júlí og varð Argentínumaðurinn Juan Manuel Fangio hlutskarpast- ur. Hér kemur hann að marki í bíl sínum, Alfa-Romeo. 4 Ösigur ameríska hnefaleika- kappans Sugar Ray Robinsons í viðureigninni við Englendinginn Turpin kom flestum á óvart. Hér sést hinn sigraði kappi og virðist alls ekki taka sér ósigurinn nærri. Hann er staddur á Juan-les-Pins, franska skemmtistaðnum, og af þvi að hann er duglegur dansari og trumbuslagari, hefir hann tek- ið að sér að berja trumbu í hljóm- sveitinni sér og öðrum til gamans. 5 Alla f jallgöngumenn langar til að ganga á Everest, en ekki hefir neinum tekist það enn, svo að með vissu sé vitað. Nú ætlar enskur leiðangur að gera tilraun. Hér sést foringi leiðangursins, Skot- inn W. H. Murray í fjallgöngu. 6 Fjögra landa keppni í kanó- róðri fór fram á Mascheevatni í Hannover og unnu Svíar með 13 sigrum í 15 kappróðrum. — Alls fengu Svíar 71 stig, Þýskaland 38, Austurríki 34 og Frakkland 17. Fræknasti Svíinn, Gert Fredriks- son vann 3 sigra og sannaði að hann er besti kanóræðari heims. Hér sést hann eftir sigurinn. — 7 Brasilski tennisleikarinn A. Vicira hoppar hér á myndinni í gleði sinni yfir tennisnetið eftir að hafa sigrað 17 ár Ameríkana H. Riohardsson með 6—3, 1—6 og 6—0 í einleik karla á tennis- móti í Wembledon í London. — 8 Italski kringlukastarinn Tosi hefir vakið aðdáun Englendinga á móti í London nýlega. Þar kastaði hann kringlunni 53,61 metra, en það er lengsta kastið, sem náðst hefir í Englandi. — Hér sést kappinn eftir þetta mikla afrek.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.