Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1952, Síða 5

Fálkinn - 08.02.1952, Síða 5
FÁLKINN — Fegin varð ég að finna stað til að setja frá mér diskinn á! SPÁKONAN: — Afar merkilega skemmtilegt tilfelli .... — Nú skaltu sjá hver ætlar að leika við þig i allan dag, Gunni lilli! að hún l'ramleiðir það fyrir alla veröldina. Þar eru geymd undir lás 30 ára gömul glös •— aSeins fimm talsins — meS eina BCGstofninum, sem til er í heiminum, mjólkurlit- uðu gutli, scm hefir framleitt allt BCG-bóIuefni sem notaS hefir veriS í heiminum og framleiðir enn.. Pastcur stofnunin þiggur engan styrk af riki eða bæ eða af liapp- drætti eða öðru slíku. Einstakir menn hafa gefið stofnuninni hús, peninga, tæki og áhöld, en tckjurn- ar af bóluefninu sem framleitt er, nægja fyrir rekstrarútgjöldunum, einkanlega salan til útlanda. En það er dcginum Ijósara að þau cru mikil — 90 rannsóknastofur með 1000 starfsmönnum í París, 2000 hestar og 18 stofur erlendis þurfa skild- ing. 1. INNSIGLI SAL0M0NS Eftir W. Hope Hodgson. ...... Og allir hini góðu andar hlýddu boðum Salómons, og allir djöfl- arnir voru þrælar innsiglis hans. Því er það, að ef hugur þinn hneigist að dulrænum efnum, þá sé innsigli Salómons skjöldur þinn. Haldir þú hin- um góðu öflum í heiðri, þá munu þau varðveita þig. En ef þú lítilsvirðir þau, þá er þér vís óhamingja (Úr Sigsand-handritinu). ÖNNUR SAGA CARNACKIS. Fyrir hálfum mánuði var ég beðinn að veita viðtal búgarðseiganda nokkr- um, við getum kallað hann Sanders, nafnið skiptir engu máli, og þcgar liann svo kom til mín, kom það á daginn, að hann vildi fá mig til þess að kryfja til mergjar margra ára gam- alt „draugamál“. Þegar hann var bú- inn að segja mér söguna allskilmerki- lcga, fannst mér ýmislegt í lienni svo merkilegt, að ég féllst á að taka málið að mér. Nokkrum dögum síðar tókst ég svo ferð á hendur til búgarðs Sanders. Þetta var gömul eign og fylgir lienni trjágaröur. Eg kom þangað síðla dags og tók brytinn á móti mér. Afhenti liann mér bréf frá húsbóndanum, þar sem liann bað mig að afsaka, að hann gæti ekki verið viðstaddur, en veitti mér annars heimild til að gjöra það, sem mér sýndist og láta eins og mér líkaði best, á heimili lians. Brytinn vissi fyrirfram um tilgang komu minnar, og rakti ég úr honum garnirnar allrækilega, á meðan ég var aS borða kvöldverðinn. Hann þekkti hvert einstakt smáatriði um draugaganginn i hinu svonefnda „gráa herbergi,“ og þar að auki gat liann gef- ið mér upplýsingar um tvö atriði, sem Sanders hafði aðeins tæpt á. Annað var það, að um miðjar nætur heyrði heimafólkið að dyrnar á þessu her- bergi voru opnaðar harkalega og hurð- inni því næst skellt aftur með hávaða. En brytinn fullyrti að þetta gerðist þrátt fyrir það, að hann hefði sjálf- ur aflæst þessum dyrum og geynidi lykilinn í lokuðum lyklaskáp sínum. Hitt atriðið var það, að á hverjum morgni væri búið að rífa sængur- fötin úr rúminu og fleygja þeim i bendu út i eitt herbergishornið. — Hvernig sem á því stóð, lét brytinn sig þetta litlu skipta. Hins vegar fár- aðist hann mikið út af dyrunum, og tjáði mér, að hann yrði oft andvaka nótt eftir nótt, og að sér kæmi ekki dúr á auga, þegar þessir hurðaskellir gerðust fimm og sex sinnum i röð. Þessi draugagangur hafði verið plága á heimilinu í þvi sem nær liálfa öld, og þrjár manneskjur, einn for- feðra Sanders og auk þess kona hans og barn, höfðu fundist myrt í her- berginu, — kyrkt á hinn dýrslegasta liátt. Eg var áður búinn að ganga ur skugga um, að þetta hafði átt sér stað, og get þvi ekki neitað þvi, aS mér fannst ég standa andspænis ein- hverju harla óvenjulegu, þcgar ég tók til við bráðabirgðarannsóknir mínar á þessu „gráa herbergi.“ Mér sýndist fara hrollur um Peters bryta, þegar liann sá að ég var að fara upp í þetta draugaherbergi og réð hann mér fastlega til að hætta við þá fyrirætlan mína og fullvissaði mig um það, að í þau tuttugu ár, sem hann hefði verið þar á heimilinu, hefði eng- inn manneskja dirfst að fara inn í lierbergið eftir að kvöldsett var orð- ið. Eg tjáði lionum hins vegar, að ég væri leikinn í því að umgangast aft- urgöngur, en liann liristi höfuðið og sagði, og að því er mér fannst, með nokkurri hreykni: „Þetta getur allt saman verið rétt og satt, en afturgang- an okkar er allt öðru vísi en»allir aðr- ir draugar." AtburSirnir sem síðar gerðust sönnuðu það, að liann liafði rétt að mæla. Eg stakk á mig nokkrum kertum og fór upp. Peters fylgdi mér, en hann var svo taugaóstyrkur að það glamr- aði í lykklakippunni í hendinni á honum. Eg benti honum að koma með mér inn fyrir, en til þess var hann ófáanlegur. Hins vegar virtist ótti hans jafnvel ágerast, og hann lagði fast að mér um að fresta athugunum minum til næsta dags. Eg bað hann þá að standa á verði fyrir utan dyrnar og tók sjálfur til starfa. HerbergiS var stórt og búið fögrum húsgögnum, þar var meðal annars forn lokrekkja, sem var sann- kallað listaverk. Var hún meðfram öðrum langvegg herbergisins og vissi höfðalagið út að glugganum. Á arin- hillunni og þrem borðum, sem voru hér og þar í herberginu, voru sljakar meS tveim kertum liver. Eg kveikti á öllum jjessum átta kertum og herberg- ið varð þá strax stórum vistlegra. Þvi að þótt herbergið væri í sjálfu sér fal- legt, loftgott og í alla staði hreint og vel um gengiS, þá stóð mér strax ein- hver stuggur af þvi, við fyrstu sýn. Þegar ég var búinn að virða fyrir mér alla „staðhætti" fljótlega, festi ég bönd þvert yfir gluggana, meðfram öll- um veggjum, fyrir arinopið og vegg- skápana, og öll þessi bönd innsiglaði ég með mínu eigin innsigli. AS síðustu strengdi ég einnig band yfir þvert gólfið, lítið eitt ofan við gólfflötinn og festi svo lauslega á það innsigli, að það hlaut að detta af við hina allra minnstu snertingu. Þannig lokaði ég alli „umferð“ um herbergið, og ef að þarna kæmi nú einhver efnisvera um nóttina og færi að leika draug, mundi liún ekki komast hjá því, að hennar yrði vart. Þessi undirbúningur tók nokkurn tima, eða jafnvel lengri, en ég hafði búist við, og allt í einu lieyrði ég, að klukkan sló ellefu. Eg hafði farið úr jakkanum og lagt hann frá mér á rúm- o ið, til þess að vera liðugri i lireyfingum og nú, þegar þessu starfi var lokið, ætl- aði ég að fara í hann aftur. Eg var kominn í aðra ermina, þegar Peters, sem allt til þessa, liafði ekkert látið á sér bæra, kallaði til mín eins og i skelfingar angist: „Herra Carnacki, komiS þér út, i guðs bænum. Æ, — nú er þetta að byrja!“ Eg- hrökk við, ósjálfrátt, þegar ég heyrði rödd hans, og nú slokknaði á þeim kertum tveim, sem stóðu á borð- inu vinstra megin við lokrekkjuna. Eg var rétt að því kominn, að taka til fótanna og hendast út úr dyrun- um, en harkaði af mér, til þess að láta Peters ekki sjá á mér ótta. Eg reyndi að fara í jakkann í rólegheitum, gekk síðan í hægðum mínum að arninum og slökkti á kertunum sem þar voru, og sömuleiðis á kertunum á öðru borð- inu. Þau-. tvö kert'i, sem þá logaði enn ljós á, tók ég sitt í hvora liönd og at- hugaði borðið við rúmið, þar sem slokknað hafði á kertunum á óskiljan- legan hátt. Eg gat ekkert athaugavert séð. En á meðan ég stóð þar, lieyrði ég til Peters: „Æ, herra Carnacki, — flýtið þér yður nú! Flýtið þér yður!“ „Já, nú er ég að koma, Peters!“ svaraði ég til þess að sefa hann. En ég lieyrði á minni eigin rödd, að ég var sjálfur allt annað en rólegur, og þegar ég sneri við og gekk til dyr- anna, — ja, ég hljóp ekki, að visu, en liratt skálmaði ég. Rétt í því að ég kom aS dyrunum, fannst mér ég verða var við kuldasúg á hlið, eins og opnaður hefði verið gluggi, og Peters tók líka eftir þessu. Þvi að nú missti hann alveg stjórn á sér, þreif í háls- málið á jakkanum mínum og dróg mig fram i ganginn, og stundi við um leið: „Æ, guði sé lof!“ „TakiS við kertunum, Peters, — hérna!“ varð mér að orði, hásum rómi og fékk honum stjakana, en snerist siðan á hæli, greip hurðarliandfangið og skellti hurðinn að stöfum með braki miklu. Og nú megið þið gera hvort sem þið viljið heldur, að trúa mér eða rengja, — en í gegnum þenn- an liávaða — heyrði ég hlunk af ein- hverju mjúku sem rakst á hurðina að innan verðu. Eg sneri lyklinum tvisvar í skránni og innsiglaði dyrnar tveim böndum, frá hjörum að dyrastaf að ofan og neðan. AS síðustu festi ég nafnspjaldið mitt fyrir skráargatið með tveim innsiglum, og þar með áleit ég þessum undirbúningi minum lok- ið. Um miðnætti gekk ég svo til hvilu. Sjálfur hafði ég mælst til þess, að ég fengi til umráða herbergi við sama ganginn og „gráa herbergið". ÞaS var við enda gangsins, en á milli þess og míns herbergis var stigagangur og fimm herbergi önnur, og vissu dyr á öllum herbergjunum fram í ganginn. Eg gat ekki hafa verið búinn að sofa lengi, þegar ég vaknaði við hálf- kæfðan hvell frammi í ganginum. Eg settist upp í rúminu og lagði við hlust- irnar. En þá var allt orðið hljótt aft- ur. Kveikti ég þá á eldspýtu og retl- aði að fara aS kveikja á kerti, þegar ég heyrði aftur sams konar liljóS úti fyr- ir, og i þetta sinni var ekki um að villast. Það var verið að skella liurð að stöfum. Eg stökk fram úr rúminu, greip skammbyssuna mína. Ljósinu hélt ég yfir höfði mér og spennti gikkinn á marghleypunni, staðráðinn í að leita inngöngu í „gráa herbergið.“ En — þá varð mér eitthvað svipað innan- brjósts og mér hafði verið í bænlnis- Frh. á bls. lk.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.