Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1952, Síða 7

Fálkinn - 08.02.1952, Síða 7
FÁLKINN 7 „HvaS ætti ég a<5 gera við bifreið Ethel mín?“ „Æ, það er Jeiðinlegt,“ sagði stofu- stúlkan vonsvikin, en drekkið nú teið,“ bætti hún við. „Við skulum vera búnar að koma öllu af stað, þegar Trench gamla kemur niður. Þér skuluð ekki láta liana vaða ofan í yður. Heyrið þér það. Þér skuluð halda virðingu yðar gagn- vart henni og ekki þola henni ncina ókurteisi og stóryrði!“ Ethel vildi sýna Hester Slayde vinsemd og djörfung i senn. Hún varð döpur, er hún sá glitta i tár í rauðum hvörmum hennar. Hún tók eftir því nú i fyrsta skipti, að það var eitthvað aðlaðandi við Hester, þegar hún var klædd i þessi föt, sem hún hafði jafnan verið í, þegar hún annaðist gömlu húsmóðurina. Eða var það kannske hárið, sem var svo fallega liðað, eða fíngerða höfuðið, sem hún bar svo fallega, eða mildi og blíði augnasvipurinn? Mildin •— já, næstum því auð- mýktin, —, sem einkenndi svip þessarar þrcyttu og grönnu konu, ekki aðeins yfirbragðið heldur hverja hreyfingu hennar, hrærði hjarta stofustúlkunnar. Hún gekk kringum borðið, setti linsoðið egg, fyrir framan Hester, beygði sig ó- sjálfrátt niður að henni og kyssti hennar. Ethel varð hverft við, þvi að Hestcr greip svo fast um handlegg Iinnar. „Þetta er fallega gert af yður, Etliel,“ sagði Hester skjálfandi. „Þakka yður fyrir. Eg þarf á góð- vild að lialda. Eg ó erfiði i vænd- um. Eg á að tala við lögfræðingana í dag, og mér rennur kalt vatn milli skinns og liörunds við tilhugsunina! Eg veit, að þér viljið vera mér góð- ar, Ethel, en ég er svo hrædd og kvíðin! Og svo er það öll fjölskyld- an. Hvað á ég að gera fyrir hana?“ „Hvað i ósköpunum ættuð þér svo sem að gera fyrir hana?“ spurði Ethel áköf. „Það veit ég ekki,“ svaraði Hest- er. „Það er einmitt það, sem gerir mig svo órólega. Ó, kæra Ethel, þér trúið því kannske ekki, en ég vildi gjarnan gefa það litla sem ég átti, ef ég hefði komist hjá þvi að erfa allan þennan auð! Hefði mig grun- að, að liún hefði haft slikt i hyggju, þá hefði ég knékropið fyrir henni og beðið liana um að hætta við það. Fólkið hennar mun segja svo margt. Hún liafi ekki verið með réttu ráði — og þó hafði hún einmitt svo skýra hugsun til hinstu stundar ■—, og ég liafi skarað eld að minni köku. Og þó sver ég við allt, sem mér cr heilagt, að — —. „Þér þurfið ekki að segja meira,“ greip Etliel fram í. „Haldið þér að ég sé einhver bjáni? Eg hefi ekki vcrið samvistum við yður í næstum þvi tvö ár án þess að kynnast því, hvernig þér eruð gerðar.“ Svo lyfti Ethel fingrinum í að- vörunarskyni. „Þarna kemur frú Trench,“ hvísl- aði hún. II. Ethel til mikillar undrunar kom matreiðslukonan ekki niður i kápu og með farangur sinn með sér. Hún var með hvita svuntu og hún brosti. „Góðan daginn,“ sagði hún og bætti svo við í vinsamlegu spaugi: „Hvað eruð þér að gcra hérna á mínum bás? Þér eigið ekki að vera i eld- húsinu, eins og þér vitið!“ „Þegið þér nú,“ sagði Etliel hvasst. „Látið hana i friði. Hún hefir um nóg að hugsa.“ Ethel hellti tei i stóran bolla og setti hann fyrir matreiðslukonuna. „Setjist þér nú, og drekkið teið og látið oss svo halda friði.“ Frú Trench hlýddi eftir stutta ihugun. „Þér vitið sennilega, að stelpu- skjátan hún Winni er farin?“ „Á þvi átti ég von,“ svaraði Hest- er Slayde rólcg að vanda. „Eg greiddi henni launin í gærkvöldi. Hún vildi það, af því að hún sagðist ætla að róða sig annað scm mat- reiðslukonu. Nú sprakk frú Trench. „Matreiðslukonu? Hún? Ekki er öll vitleysan eins. Guð hjálpi fókinu, sem á að borða matinn, sem hún býr til. Jæja, þér greidduð henni laun- in. Munduð þér vilja»gera eins við mig — og Ethel?“ Hester horfði forviða á liana. „Já, auðvitað, ef þér kærið yður um það. Lögfræðingarnir liafa borg- að út nokkra upphæð, sem á að standa straum af ýmsum útgjöldum, eins og kaupgreiðslum og þess hátt- ar. En ég bjóst varla við því eftir allt, sem á gekk í gær, að nokkur ykkar vildi verða kyrr.“ „Eg skal segja yður, Hester Slayde, að ég er að byrja að þekkja yður núna,“ sagði frú Trench. „Þér er- uð veikgeðja. Ef þér eruð slegnar utan undir, þá takið þér þvi orða- laust og hjóðið liina kinnina. En þetta getur kannske verið góð að- ferð stundum. Þér hafið að minnsta kosti náð góðum árangri með henni!“ Hester Slayde stóð upp og blíðu- svipurinn hvarf af andlitinu. „Frú Trench,“ sagði hún, „ég er reiðubúin til að greiða yður laun yðar, livenær sem yður þóknast. Eg þarf ekki á yður að halda lengur. Eg verð inni i bókasafninu, og þar getið þér hitt mig. Eg ætla að fara yfir bækurnar, sem lögfræðingarnir eiga að fá. Viljið þér gjöra svo vel og skrifa upp allt, sem þér hafið greitt, og síðan skulum við gera allt upp okkar á milli.“ Hún snerist á liæli og fór út úr eldhúsinu. Frú Trench starði á eftir henni. „Hverjum hefði dottið þetta í hug?“ sagði hún. „Það er þá skap til i henni eftir allt, það verð ég að segja! Jæja, þá hefi ég fengið upp- sögnina. En þér? Er búið að segja yður upp líka? Nei, auðvitað ekki. Það get ég skilið.“ Hún var liæðnis- leg á svipinn. „En réttið mér nú brauð og gefið mér egg.“ Þó að Hester hefði talað með virðuleik og rólegri festu,, að því er virtist, titraði hún, er hún kom fram i forsalinn. Um leið og hún kom þangað sá hún, að póstsendill- inn var við útidyrnar. Hún lirökk við og greip um brjóstið, er bréfin duttu niður í kassann. Hún óttaðist að hún fengi ósköpin öll af bréfum frá ættingjum liinnar látnu, sem þar helltu úr skálum reiði sinnar yfir hana. Hún tók skjálfandi bréfin úr kassanum og fór inn í bókasafnið. í því herbergi hafði arfleiðsluskrá- in verið lesin upp daginn áður, og lögfræðingar Sophie heitinnar Mart- ingate liöfðu tjáð henni þær breyt- ingar, sem orðið hefðu á hag henn- ar og kjörum. Þrjár manneskjur aðrar höfðu Þessi Gölíat er elcki risi í manns- mynd heldur stœrsta bjallan sem til er i heiminum. FransTcur trú- boöi hafði hana með sér frá Cam- erun í Afriku og gaf hana jurta- garðinum í París og er hún þar til sýnis. Af mannshöndinni á mynd- inni má gera sér hugmynd um stcerðina. 1 Vinarborg stendur yfir sýning, sem á að gera það Ijóst, hve mjög kjör konunnar hafi breyst síðan á miðöldum. Er sýning þessi í þjóðmenjastafninu í Vínarborg. Á miðöldum var konan ekki annað en auðsveip ambátt bónda síns og hann ákvað hvað hún mátti gera og ekki gera. Yrði henni eitthvað á þá gat bóndinn refsað henni eftir eigin geðþótta. Til dæmis lát- ið hana ganga állsnakta í tunnu um göturnar. verið viðstaddar athöfnina. Lækn- irinn, sem hlaut 500 pund, stjúp- systir liinnar látnu, gömul og yfir- lætisleg hefðarkona, og Michael sonarsonur liennar. Lady Panister var svipmikil kona, sem mikið sóp- aði að, og það var sem andlit henn- ar væri höggvið í marmara. Hún var í svörtum kjól með glitrandi demöntuin og pcrlum um grannan hálsinn. Churchill og fylgdarlið hans tók sér far með -„Queen Mary“ til Bandarikjanna eins og kunnugt er, þegar hann fór til þess að rœða við bandarisk stjómarvöld fyrir skömmu.. Hann er nú kom- in aftur heim til Englands eftir vel heppnaða för. Á myndinni sést hann ásamt Eden utanríkisráð- herra og skipstjóranum á „Queen Mary“, sem heitir G. E. Cove. — Um nýárið afhenti Jaques Meyr- ier Franco einvaldsherra skilríki sín, sem nýr sendiherra fyrir Frakkland. Á myndinni sjást þeir saman í þjóðarhöllinni í Madrtd. Kringum 700 liðsforingjar og liðs- menn úr 1. bataljón frá Gloucest- ershire, sem sköruðu fram úr í orrustum við Imjimfljót i Kóreu fengu heimfdrarleyfi um jólin. — Hér sjást tveir synir táka á móti föður sinum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.