Fálkinn - 08.02.1952, Page 8
8
FÁLKINN
Leiðin
nð mðnosli/Artiiifu
EGAR Jörgen Boldt fékk stöö-
una í sparisjóði Drangavíkur
og koin i kauptúnið, tiltölulega ung-
ur og alveg ókunnugur, leigði hann
sér hérbergi hjá frú Madsen. Hún
átti dálitið til og fékk lífeyri eftir
manninn sinn. Að öðru leyti átti
liún af þessa heims auði stóra, forn-
lega ibúð, milda og alúðlega fram-
komu og tvær ógiftar dætur, sem
hétu María og Ágústa. María málaði
postulín og Ágústa kenndi á píanó.
Og frúin drýgði búsílagið með þvi
að leigja lierbergið á horninu. Það
var stórt og hátt undir loft, og
liúsgögnin voru gamaldags og úr
rauðviði.
Jörgen leigði hornherbergið með
fullu fæði. Hann gladdist yfir heppn
inni og vissi ekki hvað liann hafði
ratað í.
Postulinsmálning Maríu og píanó-
spil Ágústu gerði þeim ekki svo ann-
rikt að þær gætu ekki annast mat-
seldina sína vikuna hvor, til skiptis.
María og Ágústa höfðu frá barnæsku
lært alls konar kvenlegar dygðir af
móður sinni.
Þegar hér var komið sögu var
Jörgen Boldt 29 ára. Hann var
grannur, vel vaxinn og íþróttamað-
ur. Hann las bækurnar sem út komu,
hann sá þær kvikmyndir sem fólk
á að sjá, hann fylgdist með í blöð-
unum, reykti nokkuð — en þó i
hófi —■ hann var í stuttu máli mjög
venjulegur ungur maður.
Það var siðdegis sem hann flutt-
ist í húsið til frú Madsen. Klukkan
átta var barið varlega á dyrnar hjá
honum, og blíð lcvendödd sagði ger-
ið syo vel. Kvöldmaturinn er til-
búinn.
Það hækkaði á Jörgcn brúnin þeg-
ar hann sá matinn. Hann fékk gull-
inbrúna eggjaköku með fleski i,
hann fékk nýsíað ilmandi te, og allt
hugsanlegt af köldum mat.
Og enn á ný óskaði hann sér til
hamingju í huganum.
Morguninn eftir, klukkan hálfátta
stundvíslega, var aftur drepið á dyr
og Jörgen sagði: „Kom inn!“ Og
það sem kom inn var fyrst og
fremst hlaðinn bakki með morgun-
mat. Og bak við bakkann var bros-
andi andlitið á Ágúátu, blitt og al-
úðlegt.
Og Jörgen þambaði sterkt nýhitað
kaffi (þetta var löngu fyrir skömmt-
unina) — át egg, steikt brauð, app-
elsinumauk, svínaketssneiðar, sard-
ínur og margar tegundir af osti. Vær
og saddur —1 kannske fullsaddur •—
fór hann svo i bankann með stóran
nestisbita i vasanum.
Hann gat eiginlega ekki sagt' að
hann væri orðinn svangur í matar-
hléinu í bankanum um hádegið. En
af því að hinir átu fannst lionum
hann ekki komast hjá að eta líka
enda var það ekki amalegt. Smurða
brauðið frá Ágústu var þannig, að
maður heyrði englasöng meðan mað-
ur tuggði það.
Og þetta var aðeins litil byrjun á
skeiði í ævi Jörgens, sem kalla
mætti ofáts-skeiðið.
Ágústa, sem hafði matreiðsluna á
hendi þessa ’ viku komst á hástig
kræsingaframlciðslunnar. Hver mið-
degisverður var eins og fagur draum
ur, kökurnar hennar með kaffinu
runnu eins og smér i munninum,
góðu, litlu kvöldréttirnir hennar
voru gerðir af nákvæmni og hug-
viti.
Svo kom vika Maríu, og hefði
Jörgen ekki verið jafn hugfanginn
af kræsingunum og hann var, mundi
hann ekki hafa komist hjá að taka
eftir hvernig systurnar skotruðu
augunum hvor til annarrad þegar
hann var að raða i sig. Augnaráð,
sem næmir kvensálfræðingar hefðu
getað túlkað sem vott metorðagirnd-
ar og -— afbrýðisemi er kannske of
sterkt orð — en þó ....
Maria var sérfræðingur i súpu-
gerð. Og Jörgen fékk súpur sem
voru þykkar af eggjum og rjóma,
súpur með úrvals grænmeti, súpur
með dýrindis smásnúðum, súpur
með kryddi og alls konar íburði.
Og eftir súpurnar .kom steiktur
fiskur eða ketréttur, og Jörgen lærði
að bera lotningu fyrir dugnaði
sannra kvenna hvað matargerð
snerti.
Ágústa var alltaf óvær og iðandi
vikuna sem María annaðist matinn.
En þá kom þvotturinn og eftir þvott
inn var alltaf eitthvað að gera við
og laga.
Bljúg og niðurlút færði Ágústa
honum hlaða af nýþvegnum plögg-
um. Jafnvel karlmannsaugu Jörgens
urðu að taka eftir hve vel sokkarn-
ir voru stoppaðir. Handbragðið var
þannig að æfð sokkastoppskona
hefði getað gulnað af öfund.
Þegar matreiðsluvika Ágústu byrj-
aði varð María eins og eggjasjúk
hæna. En svo fann hún skyrtu, sem
Jörgen hafði rifið, og aldrei hefir
nokkur rifa verið jafn vandlega
bætt, og svo afhenti María Jörgen
skyrtuna ofur undirleit og roðnaði
um leið.
En það ágerðist mjög að systurnar
skotruðu augunum hvor til annarrar,
og þegar þær töluðu saman var dá-
lítið hvellur aukahreimur í röddinni.
Við endann á matborðinu sat frú
Madsen, þýð og blíð og gráhærð.
Og brosti og bauð matinn og flétt-
aði móðurlegum athugasemdum til
dætra sinna ínn í.
— Þessi ábætir er svei mér góð-
ur, María mín! hafði frú Madsen til
að segja. — Þótt ég sé móðir þín verð
ég samt að segja, að enginn stendur
þér á sporði í matreiðslunni.
Eða: — En hvað þú hefir verið
heppin með ketsnúðana, Gústa litla!
Ja, hann kaupir ekki köttinn í
sekknum sem fær þig!
En systurnar skutu örvum með
augunum, sín á milli.
EFTIR einn mánuð átti Jörgen erfitt
með að hneppa neðstu vestishnöpp-
unum. Og eftir annan mánuð varð
hann að fara með fötin sín til skradd
ara og láta færa þau út.
Og svo steig hann á vog einn dag-
inn. Hann slagáði niður af voginni
aftur, fölur og forviða.
Hann gekk gegnum garðinn sið-
degis. Þar var tjörn og á tjörninni
syntu endur. Næstu vikurnar fitn-
uðu endurnar. Á hverjum degi fleygði
hann til þeirra miklu af brauðbit-
um — brauðbitum með rjómabús-
sméri og úrvals áleggi.
Og heima i eldhúsi frú Madsen
stóð alltaf önnur livor dóttirin i gufu
og reyk. Samkeppnin milli systranna
var komin i algleyming. Þær lögðu
sig í framkróka og spöruðu ekki
neitt til. Fjöldi fullkominna rétta
kom jafnan á matborðið lijá Madsen.
Jörgen hafði aldrei dreymt um að
liægt væri að framleiða svona góð-
an og fjölbreyttan mat. Hann hámaði
i sig posteikur og tertur, búðinga og
sósur — og yrði honum litið upp
sá hann jafnan bljúg augu horfa á
sig. Augun voru jafnan i þeirri syst-
urinni sem hafði matreiðslu á hendi
þá viltuna.
Jörgen sá sína sæng upp reidda.
Hann reyndi að stilla sig og borða
lítið. En það var hægar sagt en
gjört. Hver Htil sósuskeið fól í sér
lierskara af hitaeiningum, og rjóm-
inn í ábætinum settist á þá staði á
líkamanum, sem fötin þrengdu ijiest
að.
Svo rann upp sá dagur er Maria
skóp meistaraverk allrar ævi sinn-
ar. Þann dag þóttist hún ekki þurfa
að skjóta hornauga til systur sinn-
ar. Hafi hún gotið nokkrum horn-
augum þá endurspeglúðu þau með-
aumkun og sigurgleði.
Meistaraverkið var innbakaðir
kjúklingar.
Hálftima áður cn horða skyldi
hringdi síminn. Það var Jörgen, scm
tilkynnti að hann gæti ekki komið
í matinn.
Brosið dó á vörum Maríu, og
kjúklingabringurnar urðu eins og
torfusnepill í munninum á henni.
Æ, og þetta var bara i fyrsta skipti.
Ágústa hafði hrósað sigri í hug-
anum. En þegar hringingarnar rétt
fyrir mat héldu áfram i vikunni
hennar lika og oftar og oftar var
borið á borð fyrir þrjá, dó sigur-
brosið á Ágústu líka.
Systurnar horfðu á morgunverð
Jörgens með áhyggjusvip. Þegar
þær sóttu bakkann inn í herbergið
hans var smérskálin að heita mátti
óhreyfð og af brauðinu voru ekki
horfnar nema tvær þunnar sneiðar.
Og svo var gripið til þess ráðs að
gera nestisböggulinn helmingi stærri,
og innihaldið í honum hefði sómað
sér vel á hverju veisluborði. End-
urnar í garðinum urðu sílspikaðar.
Hvað voru þurrar brauðskorpurnar,
sem aðrir fórnuðu þeim, i saman-
burði við nýja franskbrauðið, sviss-
neska ostinn, rúllupylsurnar og
majóneshumarinn frá Maríu og
Ágústu?
Svo sprakk blaðran, (bókstaflega
talað. Sagan gerist á þeim hluta tutt-
ugustu aldarinnar, sem hvorki var
til kaffiskömmtun, einræði, áætlun-
arflugferðir né sprengjur).
Við dapurlegt miðdegisborð, þar
sem aðeins var framleitt fyrir þrjá,
hóf Maria raustina:
— Eg sá lierra Boldt i gærkvöldi.