Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1952, Side 12

Fálkinn - 08.02.1952, Side 12
12 FÁLKINN t ANTHONY MORTON: 2. \ Leikið á lögregluna Npennandi framhaldssaga nm grlæpi og: ásíir skildi mæta vel bæði Randall og Tobby Plend- er, þriðja manninn í vinahópnum, sem einnig var í London. En hann átti bágt með að skilja sjálfan sig þegar hann svaraði: — Því miður, Jimmy. Eg hefi markað mér stefnu og ég ætla ekki að vikja frá henni. — Fábjáni, sagði Randall. Mannering kunni því alls ekki vel að vinir hans voru farnir að verða svo hugsandi út af honum. Hann vildi ekki nein afskipti úr neinni átt. En hann skildi að þeim Randall og Plender gekk aðeins gott til, og hann langaði alls ekki til að stofna í hættu gamalli vináttu, sem fram að þessu hafði staðist öll áföll. Honum rann reiðin meðan hann var á leið- inni á skrifstofu Plenders í City, en samt var hann staðráðinn í að hann skyldi ekki þola þetta mótmælalaust. Þó að ekki væri hægt að kalla það brot á þagnarskyldu að málaflutn- ingsmaðurinn hafði sagt Randall hve lélegar fjármálaástæður Mannerings væru. Vinirnir þrír höfðu svo lengi vitað allt sem hægt var að vita um hagi hvers annars, og Plender gat sagt Randall frá þvi, sem hann gat ekki sagt neinum öðrum. Þegar hann kom á málaflutningsskrifstof- una var honum þegar vísað inn til yngri með- eigandans, og hann brosti tvírætt til vinar síns. — Eg er að hugsa um hvort heitið kjafta- kerling hæfi þér ekki betur en málaflutnings- mannsheitið, sagði hann. — En ég má víst vona að þú hafir ekki sagt Mimi Rayford að ég sé kominn niður í fimm þúsund pund. — Eg hefi aldrei heyrt Mími Rayford nefnda svaraði Plender rólega. — En þú hefir sagt Jimmy Randall frá því? — Já, maður getur trúað vinum fyrir þess konar. Plender ók sér og ýtti vindlingapakka til hans. — Hvað kemur til þess að þú sýnir mér þann heiður að líta inn? — Eg verð að fá mér annan málaflutnings- mann, sagði Mannering og fleygði sér í stól og lagði fæturna upp á skrifborð Plenders. — Jú, ég get vel trúað þér tihþess að gera slíka fásinnu. — Fásinnu? Það er varkárni, álít ég. Eg vil hafa málaflutningsmann, sem getur gefið mér ráð. — Er það svo að skilja að þú ætlir að byrja á síðustu fimm þúsund pundunum? — Já .... leggja þau í banka, kannske. Væri það ekki mér líkt? Heyrðu, Tobby, það er ákaflega fallega gert af þér, að láta sér svona hugarhaldið um mig. En það verður dálítið þreytandi til lengdar að vera háður um- hyggju annarra. — Eg hélt að þú hefðir lært eitthvað, sagði Plender. Hann var lítill vexti, með arnarnef og greindarleg grá augu. Þó að Plender væri ekki nema hálffertugur var hann i miklu áliti og var talinn einn skarpasti refsiréttarlög- fræðingurinn í London. — Hvað hélstu að ég hefði lært? spurði Mannering. — Að hugsa, svaraði Plender. — Að minnsta kosti væri mál til þess komið, áður en þú eyðir síðustu skildingunum þínum. Augu Plenders urðu hvöss. Hann leit alvar- lega á þetta. — Reyndu ekki að betra mig, sagði Mann- ering. — Eg er fæddur sóunarmaður og hefi verið það síðan ég stóð ekki út úr hnefa. Svo — En ef hún vildi giftast þér? spurði Plend- er. — En ef að dauðir gætu talað? Hún vildi það ekki. Skilurðu mig? Plender kinkaði kolli og stakk höndunum í buxnavasana. — Já, sagði hann. — Þú ert flón og hefir unnið til þess, sem yfir þig gengur. En ef þú þyrftir á mér að halda út af hjónaskilnaði þá lætur þú mig vita. Eða — kannske þú hættir við Mimi í tæka tíð? — Og þú, sem sagðist áðan aldrei hafa heyrt hana nefnda. Á ég að segja þér nokkuð, Tobby? — Ef þú þarft á hjálp minni að halda þá veistu taxtann. — Það kemur ekki til greina núna. Eg ætla bara að segja þér að maður Mimi vill ekki gefa eftir skilnað. Þér verður kannske léttara við að heyra það, og svo geturðu kjaftað því í Jimmy. Mannering fannst loftið hafa hreinsast er hann fór af skrifstofunni og að Tobby hefði tekið öllu skynsamlega, þrátt fyrir allt. Eitt var áreiðanlegt: Það var hollast að enginn gæti haft eftirlit með því hve mikið maður ætti í bankanum. Þá gæti hann látið fólk halda að hann græddi peninga, ef hann vildi. Það var hægt að græða peninga með svo mörgu móti. En á þessu stigi málsins hafði honum aldrei komið það í hug, sem síðar sótti svo hatram- lega á hann að það bar hann ofurliði. Síðar fannst honum stundum eins og atvikin hefðu hagað þessu og búið allt í haginn áður en hon- um datt nokkuð í hug sjálfum. Hann var gagn- tekinn af fíkn í fjárhættuna — honum stóð á sama hvers eðlis hún var og hve miklu hann átti að hætta. Jæja, hann átti fimm þúsund pund, og hann ætlaði ekki að sjá að sér eða breyta stefnu meðan nokkuð væri eftir af þeim. Hann var ánægður með skrefið sem hann hafði stigið, en hann hafði ekki hugleitt hvar sú leið kynni að enda. Klukkan 10,30. Sam — afgreiðslumaðurinn hjá Billy Tricker — tók símann. — Mannering hér! Viljið þér skrifa hundrað á Blackjack á sjö sem vinnanda. — Það er ekki hægt. Sex. — Jæja, þá sex. Svo tvöfalda ég á Feodoru á fimm .... — Þér verðið að fara upp í sex. Var það ekki annað? Jæja, þökk fyrir, herra Mannering. Klukkan 11,30. — Jú, herra Mannering, ég hefi nokkur nafnspjöld frá yður. Augnablik, herra Mannering, nú skal ég skrifa. Floretta, blómaseljan í Bond Street, skrifaði pöntunina og las hana upp í símanum með hreimlausri rödd en brosti þó um leið. Því að síðasta árið hafði hún tekið við svo mörgum samskonar pöntunum hjá Mannering, að henni var farið að þykja þetta spaugilegt. — Fjórar hvítar rósir .... nei, afsakið þér, vitanlega fjórar tylftir...til ungfrú A'lice Vavasour, Queens Gate, og tvær tylftir af rauðum nellikum til ungfrú Madaline Sayer vð Lenvilleleikhúsið. Jú, þakka yður fyrir, herra Mannering. Klukkan 12,30. — Mér er það ómögulegt, John. Eg á að vera á æfingu í dag og tvær sýningar á morgun .... bjálfi. — Afsakið, var það virkiioga hin Ijúfa og háttprúða ungfrú Vavasour sem sagði „bjálfi" spurði Mannering. — Eg meina ekkert með þvi, skilurðu. En ég get þetta ekki. Kemurðu til mín í búnings- herbergið í kvöld? Já, og hádegisverð og te hinn daginn. Ó, þær voru yndislegar, rósirnar. Þú kemur þá í kvöld? Klukkan 13,30 — Þetta er Ritz, góða Adel- ine, og þú áttir að koma stundvíslega klukk- an 13. Viltu gefa mér skýringu á hvers vegna þú kemur svona seint? — Það eru forréttindi dömunnar að koma of seint, svara’ði Madaline Sayer. — Og ef þú kallar mig Adeline í annað sin þá klóra ég þig. — Adeline er fallegra en Madeline, og miklu vinsælla líka. Hérna er borðið okkar. Madaline Sayer hló. Hún var lítil vexti, bráð lagleg, og svo skapstór að hún hafði orðið primadonna Lenville-leikhúsins. 1 dag var hún mjög ánægð með sjálfa sig, því að hún hafði unnið afrek með því að ná John frá Mimi Rayford. Mimi á Continental og Madaline á Lenville voru keppinautar í ýmsum greinum, en sérstaklega í því að sösla karlmenn hvor frá annarri. Madaline vissi vel að henni mundi ekki haldast nema stutt á John Mannering, en henni þótti samt metnaður í að ná honum frá Mimi. — Þú eyðileggu matartímann minn. Eg á að vera í Langfield klukkan 15,30, og þess vegna verð ég að fara héðan í siðasta lagi klukkan 14. — Æ, John, og ég sem hélt að við gætum verið saman framundir kvöld. Eg hélt að ég gæti fengið þig með mér til að skoða ljómandi fallegan húsbát, sem ég hefi hugsað mér að leigja í sumar. Hún hafði allt á hornum sér meðan hann var að panta matinn, en svo gat hún ekki stað- ist bros hans og sterku hvitu tennurnar. Hún svipaðist um í salnum og sá sér til mikillar ánægju að minnsta kosti tvær tylftir kven- augna sem horfðu á borðnaut hennar. Hún varð að halda vel á spilunum þegar hann var annars vegar. Hann var ríkur eins og Krösus — yfirleitt einhver allra eftirsóknarverðasti maðurinn í London. Hún hnippti í hann með fætinum und- ir borðinu. — Jæja, ef þú verður endilega að fara þá er ekkert að gera við því. En gæti ég ekki .... Augu hennar ljómuðu og vonarbros lék um litla munninn. — Þú ert engilfögur í dag, gullið mitt, en ég neyðist samt til þess að fara einn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.