Fálkinn


Fálkinn - 04.04.1952, Page 11

Fálkinn - 04.04.1952, Page 11
FÁLKINN 11 — Með þessa móti fer prjóna- garnið ekki í flækju hjú mér. — ...... i verðinu er innifalinn listi með svörum, sem frúin getur notað þegar maðurinn gða,r fer að kvarta gfir verðinu. — Þetta er heimareikningsdœmið mitt, mamma, — ef ég hefi sex tertn stgkki og borða eitt — hve mörg verða þá eftir? — Petersen er að visu eklci tampa- fótur, en hann getur gefið frúnni dálitla liugmgnd um hvernig lamp- inn ...... LITLA SAGAN RALPH URBAN: TirtildúfiirMr „Renard hringdi til min i morg- un,“ sagöi Fost við konuna sína er þau sátu yfir miðdegisverðinum. „Renard, hvcr er það?“ spurði hún hissa. „Eg hefi oft sagt þér frá honum,“ svaraði Fost. „Hann er æskuvinur minn, einstaklega viðfeldinn og skemmtilegur maður. Hann fór til útlanda og þá misstum við livor af öðrum. Það síðasta sem ég frétti af honum var að hann hefði gift sig. Þá sendi ég honum heillaóska- bréf en fékk aldrei svar. En nú hafði hann fundið nafnið mitt í símaskránni. Við töluðum um að hittast í kvöld. Viltu koma mcð mér?‘ „Já, vitanlega. Ef ég trufla ykkur ekki þegar þið farið að tala um æskuminningarnar.“ „Nei, það gerir þú ekki. Hann verður með konuna sina. Þau búa á Metropol. Eg er forvitinn í að sjá konuna hans. Hvernig skyldi luin líta út — — —“ Hún leit afar vel út, það gekk liann úr skugga um sama kvöldið, er þau voru að eta dýrindis mat á einu besta veitingaliúsi i bænum. Fost reyndi livað eftir annað að snúa talinu að æskuminningunum, en Renard lieyrði aðeins með hálfu eyra. Hann var alltaf að gæla við við konuna sína. „Já, cherie —- nei, cherie — má ég ekki bjóða þér of- urlítið meira af osti, cherie?“ svona hélt hann áfram viðstöðulaust, og Fost fór að líða hálfilla. Frú Margit virtist líka hafa tekið eftir þessu, þvi að þegar hún sá sér færi livisl- aði liún að manni sínum: „Þessum manni gætir þú lært mikið af! Sjáðu hvað hanh er góður og nær- gætinn við konuna sina! Og jni sagðir mér að þau hefðu verið gift í átta eða niu ár. Við höfum ekki verið gift nema í sex, og samt — —“ Renard stakk upp á að þaufæru á einhverja fina drykkjustofu á eft- ir og það gerðu þau svo. „Þetta var verulega skemmtilegt kvöld, aldrei jjessu vant,“ sagði. frú Margit við manninn sinn á leiðinni heim og þrýsli sér að honum.„Þetta voru einstaklega geðug hjón —- þau gætu verið fyrirmynd hamingjusamra hjóna. Og þú varst svo nærgætinn og góður við mig.“ Daginn eftir fór frú Fost á hár- greiðslustofu og fékk sér eilifðar- liðun. í fjóra tíma sat hún í djúp- um hugleiðingum og loksins þegar liðuninni var iokið fékk hún sér liifreið og ók beina leið til Metropol. Hún var heppin að hitta frú Renard heima. „Þér verðið að afsaka að ég kem svona vaðandi til yðar,“ sagði hún. „En mig langar til að biðja yður að trúa mér fyrir leyndarmáli: Hvern- ig farið þið að því, þér og maður- inn yðar, að lifa saman eins og ástfangnar turtildúfur, eftir átta til níu ára hjónaband Mér er ómögu- legt að skilja, hvernig-------— —“ Frú Renard starði eins og flón á Margit dálitla stund. Svo fór hún að skellihlæja. „Herra minn trúr!“ sagði hún loksins, — „vitið þér ckki að ég er seinni konan hans? Við gift- um okkur fyrir tveimur mánuðum!“ Þegar Fost kom heim af skrifstof- unni uin kvöldið rétti hann konu sinni ■—■ liálfklaufalega — þrjár undurfagrar rósir, og hann var meira að segja svo athugull að sjá að hún var í nýjum kjól og hafði látið liða á sér hárið. „Er annars nokkuð að frétta i dag?“ spurði liann um kvöldið. „Við skulum nú sjá,“ sagði Mar- git og lét eins og Iiún hugsaði sig um. „Nei, ekki svo að ég viti!“ SKÍÐADROTTNINGIN FRÁ USA NOTAR ENGIN FEGURDARLYF. Andrea Mead Lawrence var ein af þeim stúlkum, sem mesta eftir- tekt vöktu á vetrarleikjunum í Osló í febrúar ■—■ bæði fyrir frábæra leikni í svigi og fyrir fegurð og fagra framkomu. Einn af blaðamönn unum á Osló-leikjunum, frá „Poli- tikcn“ i Kaupmannahöfn skrifaði lof samlega lýsingu á þessari 19 ára'frú, og blaðið spurði á eftir: „Lásuð þér frásögnina frá Osló? Það var leitt að þér skylduð ekki gera það. Frá- sögnin var aðallega um kvenfólk og meira að segja um fallegt kvenfólk, svo sem austurrisku skíðadömuna Dagmar Rom, og amerísku skiða- drottninguna Andreu Mead Lawr- ence, sem var fremst allra i svigi. Hún er nýgift og mjög rík. En liún hefir aldrei komið á hárgreiðslu- stofu. Hún hefir aldrei notað nagla- lakk og vararoða. Hún er alveg eins og Guð skapaði hana, segir maðurinn liennar og nýr saman lóf- unum. Hugsið þér yður hvers virði það er að ganga með eðlilegar neglur og ómálaðan munn í Bandarikjun- um! Þar byrja telpurnar að nota naglalakk i barnaskólanum. Hugs- um okkur ef Andrea gæti rutt braut nýrri tísku hjá stelpunum, tísku sem fyrirlítur litaðar neglur og eldrauð- ar varir. Þá mundu fullorðnu döm- urnar feta i fótspor þeirra, þvi að nú á dögum eru það eins og allir vita þær ungu, sem eru fyrirmynd þeirra eldri, að því er snertir útlitsfegr- unina. Það yrði bylting! Nú er Andrea i París en með haustinu ætla þau lijónin að kaupa sér búgarð vestan hafs og verða þar annað veifið. Þau hafa bæði mikinn áhuga á búskap, hjónin og meðan þau voru í Ósló skoðuðu þau fyrir- myndar kúabú i Sandvika. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. — Herbertsprent. TISKUMYNDIR Sítróngult og svart. Það eru fallegir litir í þessum skíðaföt- um. Svartar þröngar buxur og víður jakki lagður svörtu fer mjög vel saman. Er hún ekki yndisleg í taftkjóln- um sínum. Rykkti kraginn er með saumuðum blómum. Pilsið er eins og gert til Jjess að svífa í því um dansgólfið. HEIÐARLEG ATVINNA. Margir telja að Charles Chaplin hneigist að kommúnismanum, og þess vegna er hann alltaf var um sig þegar talað er um stjórnmál. Blaða- maður, sem spurði hann hvort hann væri áhugasamur um stjórnmál fékk þetta svar: Nei, engan veginn. Eg er ekki stjórnmálamaður. Eg stunda heiðarlega atvinnu. Eg er trúður!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.