Fálkinn


Fálkinn - 18.07.1952, Qupperneq 5

Fálkinn - 18.07.1952, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Uppdráttur er sýnir afstöðu ýmissa þeirra staða, sem koma við sögu á Ólympíuleikjunum í Helsingfors: 1. Ólym- piustadion, 2. Sundlaugin, 3. Knattleiksvöilur, 4. Miisshallen, 5. Reiðvöllur, 6. Brunnskar, 7. Meilans (kappróð- ur), 8. Edesviken (kanóróður), 9. Westend (skylmingar), 10. Otnas (bústaður rússn. íþróttamannanna), 11. Gr&hara (kappsiglingar), 13. Listasafnið (þar verður sýning í sambandi við leikina), 14—15. Ólympíuhverfi íþróttamannanna, 16. Hjólrciðabraut, 19. Hoplax (skotfimi), 20. Tali (kappreiðar), 21. Gistihús blaðamanna, 22. Palace Hótel, bústaður heiðursgestanna. löngum vegalengdum sanna að hún sé með bestu lilaupabrautum í heimi. Það er því ekki ósennilegt að ný met verði sett í hlaupum á Olympíu- leikjunum nú. Brautin er sjöskipt, og meðfram aðaláhorfendasvæðinu er ein stutt braut enn, svo að þar geta 8 keppt samtímis. Innan við hlaupabrautirnar er knatt- spyrnuvöllur. Þar verða markverð- ustu kappleikirnir, en aðrir fara fram á knattvelli fast við Stadion og á ýmsum stöðum utanborgar. Á suður- enda vallarins eru fjórir staðir fyrir hástökk og istangarstökk, en köstun- um er ætlaður staður að norðanverðu. Sundlaugin, eða „Simstadion" er rétt hjá Stadion, og er sprengd nið- ur í berg. Vegna væntanlegra ólýmp- íuleikja 1940 var byrjað á henni árið 1939, en svo kom stríðið, og laugin var ekki fullgerð fyrr en 1947. Laug- in er 50 metra löng og 20 metra öreið og 2 metra djúp og 8 geta keppt sam- tímis. Við annan enda laugarinnar er minni laug til að steypa sér i úr mikilli hæð, hún er 20x20 metrar og 4V2 m. á dýpt. Loks er þarna lærl- ingalaug, 0,7—1,2 metra djúp. Og svo 40 cm. djúpur pollur handa ósyndum krökkum að busla í. Við sundlaugina eru aðeins 3.000 áhorfendapláss, en vegna Ólympiu- leikanna hafa verið sett upp auka- lega pláss fyrir 4.600 manns. Hitunar- tæki laugarinnar sjá fyrir því að vatnshitinn sé aldrei undir 21 st. C. Hjólreiðabrautin er rétt hjá Ólyrn- piuhverfinu, þar s'em íþróttamenn- irnir búa. Þar er rúm lianda 5.000 á- horfendum. Brautin er öll steinsteypt og 400 metra löng. Hjólreiðakeppni á vegi fer fram á 10.4 km. löngurn liringvegi og verða farnar 18 um- ferðir — alls 187.2 km. Hlaupið hefst og endar aðeins 10 mínútna gang frá Ólympíuhverfinu. Af veginum eru 6 km. malbiikaðir en hitt venjulegur púkkaður malborinn vegur. Hæðar- munurinn efist og iægst er 90 metr- ar. í Másshallen, sem er stærsta sýn- ingarhöll Norðurlanda og stendur við Mannerlieimsveginn, rétt hjá Stadion, verður háð ýmiss konar keppni. Þar verða t. d. fimleikasýn- ingarnar og ennfremur glíma og hnefaleikur, lyftingar og körfubolti. Flest af þessu fer fram á kvöldin. í Masshallen er rúm fyrir 6.500 áhorf- endur i öðrum helmingnum en fyrir 300 i hinum. Hverjir sigra. Það er sagt að heimaþjóðin hafi besta aðstöðu til að vinna alþjóðleg leikmót enda istendur lnin um sumt betur að vígi en aðkomumenn. En þó að Finnar hafi á undanförnum áratugum verið taldir ein besta iþróttaþjóð veraldar þá munu þeir ekki gera sér von um sigur nú. Óðru máli hefði verið að gegna ef Ólym- píuleikarnir liefðu verið háldnir 1940 og vetrarstriðið ekki komið. Þá höfðu Finnar haft góða aðstöðu til að húa sig vel undir, og áttu marga sigur- vegara vissa. Margir þeirra féllu i striðinu og aðrir komnir af besta skeiði. Meðal þeirra sem fellu i stríð- inu voru Gunnar Höckert, Ólympíu- meistari í 5.000 metra hlaupi i Berlín 1936, Martti Melartin maraþonhlaup- ari, Veikko Tuominen, sem vnr talinn meistraefni á 10 km. og hljóp þá á 30,07,6, Matti Milckola, sem hafði kastað spjóti 75,61 metra árið 1940, Eero Landesmaki stangarstökkvari, Lauri Koskela, ólympíumeistari i glímu 1936 og margsinnis heimsmeist- ari. Ágæta vetrariþróttamenn misstu þeir einnig, svo sem liinn glæsilega skauta-heimsmeistara Birger Vaseni- us. — Svo komu striðsárin og eftir stríðið ár strits og sultar og annað þótti nauðsynlegra en að sinna iþrótt- um. Finnar hafa þvi misst mörg ár úr og spurning hvort þeir hafa beð- ið þess bætur ennþá, þó að þeir hafi æft íþróttir af kappi síðustu þrjú ár- in. Og velgengni i iþróttum gengur í öldum eins og flest annað. Ameríkumenn hafa bæði úr mörg- um að velja, eru áhugamenn i iþrótt- um og hafa svo mikið fé að þeir þurfa ekki neitt að spara. Margir telja þá vissa með sigurinn. En ýmsir vilja þó setja spurningarmerki við þessa staðhæfingu. Austan úr Rússlandi hafa undan- farið ár borist fréttir um hin ótrú- legustu iþróttaafrek, og víst er um það að Rússar hafa mörgum ágæt um mönnum á að skipa. En saman- burður liefir ekki fengist fyrr en nú, að rússneskt iþróttafólk mætir vest- urveldafólki, og þá fyrst og fremst Bandarikjamönnum. Það verða marg- ir forvitnir í að heyra hvernig úr- slitin verða í samkeppni þessara tveggja stórvelda og keppinauta á leikvanginum í Helsinki. DEMANTAR TIL SÖLU. — „Jacub“- demanturinn er 180 karöt og einn af stærstu demöntum í heimi. Eigandi hans, nízaminn af Hyderabad hefir nú auglýst þessa steinvölu til sölu, en ekki fengið neitt tilboð ennþá. Hefir nízaminn áformað að koma öllu gim- steinasafni sínu i peninga — en hann á þrjár kistur fullar — og stofna sjóð lianda barnabörnum sínum fyrir and- virðið, en þau eru mörg. „Jacub“- demanturinn er virtur ó 45 milljón íslenskar krónur. Ef enginn þykist hafa efni á að kaupa hann verður hann klofinn í marga smærri demanta, sem hægara er að selja. En allt gimsteina- safn nízamsins er talið 480 milljón íslenskra króna virði. Aðallega eru þetla demantar og rúbínar en líka talsvert af perlum. Verður safninu nú skipt í flokka og boðið fram til sölu í París og Sviss. Indverska stjórnin á að hafa eftirlit með sjóðnum, sem stofnaður verður. Níaminn af Hyderabad hefir nálægt 33 milljón króna árstekjur en er svo sparneytinn, að hann þarf ekki nema 15 krónur á dag til allra sinna þarfa. Það var afi hans, sem keypti „Jacub“- demantinn i Ameriku fyrir 75 árum, en upphaflega cr steinninn frá Suður- Afríku. — Juuranto aðalræðismaður íslands í Helsingfors afhendir Éric von Pranckell borgarstjóra og formanni Ólympíunefndar riddarakross fólkaorðunnar. —

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.