Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Side 4

Fálkinn - 26.09.1952, Side 4
4 FÁLKINN Það var í Suður-Afríku sem Gandihi hóf barátfu sína fyrir réttindum Indverja fyrir nær 60 árum. — Hvað mundi hann segja nú, ef hann sæi aðfarir harðstjórans Malans gegn Ind- verjum og svertingjum. Dagblöð- in hafa sagt margar furðufréttir af þeim undanfarið, og í þessari grein segir Henry Henriksen frá athöfnum Malans og afleiðingum þeirra. HINN 26. júni verður vafalaust dagur sem óhvita fólkið i Suður-Afríkusam- bandinu man lengi. Þá hófu liinir inn- fæddu og blökku (kynblendingar) íbúar landsins andstöðuhreyfingu gegn kynkvíslalöggjöf Maians for- sætisráðherra. Þetta er virk en vopn- laus barátta og er að ýmsu leyti svip- uð andstöðuhreyfingu Gandhis gegn yfirráðum Breta í Indlandi. Hér er ekki um að ræða byltingar- hreyfingu með þvi markmiði að byggja hvítum mönnum út frá Suður- Afríku. Foringjar hinna innfæddu og blökku hafa tekið það skýrt fram að sókninni sé beint gegn því sem þeir kalla „rangláta kynkvíslalög- gjöf“, en enginn getur spáð hvað fyr- Dr. Daniel Malan, fyrrverandi kalvinistaprestur, núverandi forsætisráð- herra Suður-Afríku vill verða einvaldur, slíta sambandinu við Breta og kúga svertingja og kynblendinga. komendur hinna hollensku landnema, Búanna, sem Bretar brutu undir sig um aldamótin, og stefna þessa flokks er sú að rýra sem mest áhrif Breta i þjóðlífinu og stefna að því að Suður- Afríka fari úr enska ríkjasamband- inu. Apartheid er sú stefna kölluð að halda hvítum íbúum landsins alveg aðskildum frá svörtum og kynblend- ingum. Malan er ekki höfundur þeirr- ar stefnu, hún hefir verið mismun- andi ofarlega á haugi alla tíð síðan hvítir rnenn byrjuðu að setjast að i Suður-Afríku. Og það er ekki nema lítið brot af hinum hvítu íbúum, sem ekki telur sjálfsagt að sú stefna haldi áfram. Það er ekki fyrst og fremst ofbeldi Malans gegn kynblendingunum held- ur hræðslan við einræðisbrölt af Malans hendi, sem olli þvi að and- stöðuflokkar lians i þinginu brugðust svo hatramlega við kynblendingalög- um hans og ofsókn hans á hæstarétti. Meiningamunur í kynkvíslamálinu. Þótt segja megi að einhugur ríki meðal hvítra manna um kynkvísla- skorðurnar er Sameiningarflokkurinn Kynkvíslaofsóknir í Suður-Afríku ir kann að koma þegar milijónir manna hefja heildarsókn. Fyrst um sinn gengur hún út á það að virða þes'si lög að vettugi að koma í vagna, kaffihús og aðra staði, sem aðeins hvítum mönnum liefir verið lieimil- aður aðgangur að. Ennfremur að neita að sýna lögreglunni vegabréfin, sem lituðu fólki hefir verið skipað að bera á sér. Með því að brjóta þessi lagaboð i stórum stíl ætlast hinir innfæddu til að fangelsin fyllist og að stjórnin lendi í vandræðum með að fram- fylgja lögunum. En Malan hefir eigi eingöngu kom- ið sér út úr húsi hjá hinum innfæddu, heldur er hann líka á öndverðum meið gegn miklum hluta hinna hvitu minni- hlutafloik'ka i landinu. Ástæðan til þessa er sú að hann hefir framið augljóst stjórnarskrárbrot og beitt ýmsum klækjum. Þess vegna er stjórnmálakreppan í landinu fyrst og fremst pólitísk barátta milli hvítra manna, því að svertingjar og kynblendingar hafa ekki enn almenn pólitísk réttindi. Stjórnarskrárbrot Malans. Deilan hófst fyrir rúmu ári er stjórnin, undir forustu hins 78 ára gamla fyrrverandi kalvínistaprests Daniels Malans, lagði fyrir þingið frumvarp um að skrá kringum 50.000 kynblendinga á sérstaka mann- tal'slista. Með því móti misstu þeir fulltrúa sina á þinginu. Þetta var kosningabrella. Um- ræddir kjósendur greiddu ávallt atkvæði með helsta andstöðuflokki stjórnarinnar, Sameiningarflokknum, og nú eru kosningar næsta ár og Malan hefir veikan meirihluta, svo að það var honum áriðandi að ónýta kosningarrétt 'þessara manna. Andstöðuflokkarnir höfðu ekki bol- magn til að fella frumvarpið í þing- inu. Þeir skutu því máli sínu til hæstaréttar og báðu hann úrskurðar um hvort frumvarpið gæti samrýmst 'stjórnarskránni. Úrskurður réttarins féll í mars í vor og var á þá leið að frumvarpið væri brot á sambands- lögunum frá 1909, sem gerðu Suður- Afríkulöndin að heildarríki, og á stjórnarskrá landsins. En i maí í vor samþykkti þingið lögin eigi að siður og með þeim var kjarninn af kyn- blendingum í Suður-Afríku dreginn í dilk með svertingjunum. Skulu hin- ir blökku framvcgis eiga fjóra hvíta fulltrúa í neðri deild og einn í efri deild. Nú vóg Malan að stjórnarskránni á ^iý. Til þess að hindra að hæstiréttur yrði sér til trafala framvegis, bar hann fram lagafrumvarp um stofnun sérstakrar nefndar — sem þingið getur jafnan ráðið hvernig er skipuð — til þess að dæma um lögmæti laga frá þinginu. Frumvarp þetta var sam- þykkt og nú þykist Malan liafa bein í hendi til að konia fram hvaða lög- um sent honum líst. Hann hefir opn- að sér einræðisleiðina. Ekkert afnám kynkvíslamarkanna. Það er vert að festa sér í minni að deilan í Suður-Afríku stendur ekki um það, livað hvíta minnihlutann snertir, hvort hvítir menn eigi að af- sala sér þeim drottinráðum, sem þeir liafa yfir svertingjunum og kynblend- ingunum i landinu, sem eru margfalt fl'eiri en þeir hvítu. Deilan snýst fyrst og fremst um stjórnarskrána. Um leið og Malan hóf sókn sína gegn kyn- blendingum og fulltrúum þeirra á þingi, gekk hann líka í berhögg við nokkur sérákvæði stjórnarskrárinn- ar, sem gera ensku jafn réttháa í landinu og afríkanskan svonefnda, tunga Búanna, er. En þjóðernissinn- arnir í Suður-Afríku eru einmitt af- þó miklu frjálslyndari í því máli en á- hangendur Malans. Þeir vilja ekki girðingarnar liærri milli evrópeiskra og óevrópeiskra íbúa. Sameiningar- flokkurinn heldur fram hinni bresku nýlendustefnu, sem gengur út á að þroska frumbyggjana og gera þá hæfa til að stjórna nútímaþjóðfélagi. Hins vegar vilja þjóðerni'ssinnar dr. Malans einangra frumbyggjana enn meira en nú er gert. íbúar Suður-Afríkusambandsins eru 12,4 milljónir og af þeim eru 8,4 milljón svertingjar, kringum 1 milljón „litaðir" (kynblendingar, svertingja og Indverja) og um 400 þúsund af malajakyni. Svertingjum og kynblendingum fjölgar tiltölulega miklu meira en þeim hvítu. Og liti maður svo á sjálfstæðishug hinna óhvítu þjóða í Asíu og Afríku og kröfu þeirra um að mega njóta gæða lands síns sjálfir fær mað ráðningu á því, sem Malan hyggst að afstýra með of- beldi sinu. Hann er hræddur um að frumbyggjarnir verði ofjarlar hinna hvítu nema þeim sé haldið niðri. „Apartheid“-stefnan efld. Til þess að afstýra uppgangi svert- ingja liefir Malan liert á þvingunar- ráðstöfunum. Hann vill reisa ókleif- an múr milli hvitra manna og inn- fæddra, þannig að um 80% af lands- búum séu útilokaðir frá öllu sam- bandi við hvíta menn, en lifi sínu eigin lífi á afmörkuðum landssvæð- um. Malan heldur þvi fram að ef nokkuð verði slakað á einangrunar- ákvæðunum þá verði það til þes's að svertingjar verði ofjarlar hinna hvitu og taki af þeim ráðin. En Sameiningarflok’kurinn heldur þvi hins vegar fram, að aukin stjórn- málaleg og efnahagsleg einangrun frumibyggjanna, kynþáttastefna sem gengur í berhögg við liina almennu stefnu i veröldinni, hljóti að leiða til þess að einn góðan veðurdag gjósi Svertingjar og kynblendingar halda uppi óvirkri andstöðu gegn kyn- kvíslalögum Malans. Þeir brjóta þau í stórum stíl þrátt fyrir að það kosti fangelsi, hýðingar og fjárútlát. Hér sjást þeir á mótmælafundi. „Við byggjum upp þjóðina. — Þeir deila og einangra þjóðina“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.