Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.09.1952, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN SÍÐASTA GERÐ AF RÚMUM. Þetta kringlótta rúm er til sýnis á suðurþýsku gistihúsasýningunni, sem um þessar mundir er haldin í Mainz. Ætlast er til að rúmið sé notað sem sófi á daginn. Sitt hvoru megin við höfðalagið er lítill skápur. — Það eru sumir á þeirri skoðun að þeir geti ekki sofið verulega vel nema þeir snúi frá norðri til suðurs. Fyrir slíkt fólk er þetta rúm mjög hentugt. Skóari einn í Vínarborg hefir smíðað þennan tröllaukna skó og fullyrðir að það sé stærsti skórinn sem nokkurn tíma hefir verið til í heiminum, og er víst engin ástæða til þess að efast um að það sé rétt. Það er ekki meira en svo að unga stúlkan geti lyft risa- skónum. Til samanburðar hafa venju- legir skór verið hengdir á hann. — ÍTÖLSK „ATÓMSPRENGJA". Silvia Pampanini heitir tuttugu og fimm ára gömul kvikmyndaleikkona, sem hefir leikið í 27 myndum síðast- liðin þrjú ár. Hún fór nýlega til París- ar til þess að skoða borgina og sést hér á gistihússvölunum þar og er að anda að sér Parísarloftinu. Af cin- hverjum ástæðum hafa frönsku blaða- mennirnir kallað hana „ítölsku atóm- sprengjuna“. BÍLSTJÓRI EISENHOWERS. Á stríðsárunum hafði Eisenhower stúlku fyrir bílstjóra og fór hún oft með hann í erfið ferðalög. Stúlkan, sem er ensk og heitir Kay Summers- by, hefir skrifað bók um hershöfðingj- ann. Hún er fyrir skömmu komin til London til þess að heimsækja móður sína og sést hér á myndinni með kettinum hennar. >£Á >&)á >£& >í)& >£& Fyrir nokkru réðst ljón á þjálfara sinn, Oscar Koynots, á sirkussýningu í New York — Madison Garden, en honum tókst eigi að síður að ljúka sýningaratriðinu. Hér sést hann með skammbyssu í hendinni en Ijónið er á stökki. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. _áw.£. nu>n. FJÓRAR Og þetta var það sem hann sá: Á miðju gólfi stóð Harry Feversham með logandi kerti og var að skoða forfeðramyndirnar, sem hengu á veggjunum. Innan úr borðstofunni heyrðist kliðurinn af samtali, en í ársalnum var hljótt. Harry stóð þarna og hreyfði hvcrrki legg né lið og gul- ur loginn blakti, eins og örlítill súg- ur væri þarna. Bjarmann af ljósinu lagði á myndirnar, lýsti upp rauðan einkennisjakka og fékk stálbrynju til að glitra. Þarna var ekki einn ein- asti maður, sem ekki hafði verið mál- aður i fullum herskrúða. Feversham hafði verið hermannaætt, kynslóð eftir kynslóð. Allir gömlu virðulegu forfeðurnir horfðu niður til hins yngsta Feversham og buðu hann velkominn í hópinn. Þeir voru allir sviplíkir. Margir menn harðir sem járn, útitekin andlit, þunnar varir, einbeittar hökur, mjó enni, en þeir höfðu ekki taugar eða neitt sem líkt- ist hugarflugi, og greindir voru þeir alls ekki. Sennilega allir mestu bar- dagagarpar, en fyrsta flokks hermenn voru þeir ekki. Harry Feversham sá auðsjáanlega enga af brestum þeirra. í hans aug- um voru þeir allir jafn voldugir og voveiflegir. Hann stóð andspænis þeim sem sakamaður gagnvart dómendum sínum og las fordæminguna úr ís- köldum augum þeirra. Nú skildi Sutch liðsforingi hvers vegna ijósið blakti svona. Enginn súgur var i ár- salnum, en drengurinn var skjálf- hentur. Loks hneigði liann sig djúpt fyrir myndunum, eins og hann viður- kenndi yfirburði þeirra. Þegar hann leit upp aftur kom hann auga á Sutch inni við dyrnar. Hann hrökk ekki við og sagði ekki orð, en beið rólegur. Það var full- orðni maðurinn, sem var í meiri vandræðum en drengurinn. — Harry, við höfum aldrei sést fyrr en í kvöld, sagði hann eins og hann væri að tala við jafnaldra sinn. — En ég þekkti móður þína vel einu sinni. Mér þykir vænt um að hafa rétt til að mega kalla mig vin hennar. Vilt þú segja eitthvað við mig, Harry? — Ekki neitt. — Það er margt sem verður létt- ara þegar maður getur talað út um það. — Þökk, þér segið vel um það, en ég hefi ekkert um að tala. Sutch liðsforingi vissi ekki hvern- ig hann átti að snúa sér i þessu. Hann komst við af því hve einmana dreng- urinn var. Það hlaut að vera*ömur- legt að alast upp þarna, með ströng- um föður og öllum forfeðramálverk- unum. En hvað gat hann gert fyrir hann? Hugulsemi hans benti honum aftur á leið, og hamn tók upp nafn- spjaldið sitt. — Hérna er lieimilisfangið mitt. Kannske þú viljir gera mér þá ánægju að heimsækja mig einhvern daginn. Eg get boðið þér á skemmtilegar veiðar. Þjáningarsvipur kom sem snöggv- ast á andlit drengsins en hvarf sam- stundis. — Þökk fyrir, sagði hann hreim- laust. — Þetta er vel boðið. — Og langi þig einhvern tíma til að rökræða vandamál við gamlan 2. FJAÐRIR mann, þá er mér ánægja að tala við þig. Harry tók nafnspjaldið og þakkaði aftur. Og svo fór liann upp á loft að liátta. Hann sá í anda liðsforingja, sem læddist um leynigötur borgarinnar. Hann lyfti upp tjaldskör og beygði sig niður að manni, sem lá steindauð- ur í blóðpolli, með beittan hnif í hendinni. Og hann sá að andlitið á beygða liðsforingjanum og dauða manninum var eitt og það sama — það var andlit Harrys Fevershams! II. Trench höfuðsmaður og símskeyti. Þrettán árum siðar, hinn sama júnídag, var skál Harrys Feverhams drukkin á ný, en samkvæmið var smærra og barst ekki eins mikið á. Harry hafði fengið eins árs leyfi frá herdeild sinni í Indlandi og leigt sér smáíbúð í -London, skammt frá West- miirster. Það var í borðstofunni þar, sem skálin var drukkin, notalegri stofu með smekklegum, látlausum húsgögnum. Úti var fremur kalt, eftir því sem gerist á þeim tíma árs, svo iað, eldur brann á skíðurn á arninum. Tjöldin höfðu ekki ennþá verið dreg- in fyrir breiðan gluggann, en þaðan var góð útsýn yfir London. Fjórir ungir menn sátu og reyktu við borðstofuborðið. Harry Fevers- ham var mjög lítið breyttur, nema hvað hann hafði stækkað. Hann var nú orðinn meira en í meðallagi liár, sterklegur og lipur eins og góðum iþróttamanni sæmir, en andlitsdrætt- irnir höfðu ekki breytst verulega síð- an kvöldið forðum, er Sutch liðsfor- ingi athugaði þá mest. Tveir af gest- unum vcfru herfélagar Harrj's frá Indlandi, sem voru í leyfi i Einglandi eins og hann sjálfur. Hann hafði hitt þá i klúbbnum síðdegis um daginn. Trench höfuðsmaður var lítill vexti og talsvert sköllóttur, skarpt andlit og dökk, fjörleg augu. Willoughby liðsforingi var honum gerólikur. Hann var einstaklega sauðslegur, með kringlótt enni, breitt hnubbsnef og útstæð augu. Hann talaði ekki mikið og hitti aldrei naglann á hausinn, en minntist lielst á eitthvað, sem hinir voru búnir að gleyma, en hann hafði verið að velta fyrir sér, síðan þeir höfðu verið að tala um þáð. Hann var maður, sem flestir mundu telja marklausan við fyrstu kynni, en sem menn breyttu skoðun á þegar frá leið. Hann var nefnilega jafn þrár og hann var heimskur, og ef heimska hans varð til tjóns þá var hann þrárri en svo að hann gæti nokkurn tíma við- urkennt það. Hann var einn af þeim mönnum, sem láta aldrei sannfær- ast, og það var alveg árangurslaust að reyna að deila við hann, þvi að liann vildi aldrei hlusta á rök ann- arra. Fjórði maðurinn við borðið var Durrance liðsforingi í East Surrey- herdeildinni, einn af bestu vinum Fevershams. Hann hafði fengið sim- skeyti um að koma i afmælið. Þetta var í júní 1882. Almenningur hugsaði með kvíða til Egyptalands, en hermennirnir með eftirvæntingu. Arabi pasja hafði þrátt fyrir endur- teknar hótanir haldið áfram að endur- bæta virkin við Alexandríu, og útlitið var sist glæsilegt. Árinu áður hafði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.