Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Side 10

Fálkinn - 26.09.1952, Side 10
10 FÁLKINN Sir Walter Scott: Varney og Foster fóru inn og reyndu að finna ráð til þess að koma sér úr klipunni, en sáu fljótlega, að stund reikningsskilanna var komin, er Tressilian og nienn hans ruddust inn á iþá. Varney tók í snatri inn skannnt af fljótvirku eitri og forðaði sér þannig frá réttvísi heimsins. Foster lagði á flótta, og þar sem hann var allra manna kunnugastur í kast- alanum, reyndiist ógerningur að liafa hendur í hári hans. V 125. Tressilian var óliuggandi yfir að hafa komið of seint, og hvar sem hann síðar fór, fannst honum hann ávallt hafa fyrir sér limlest lik kon- unnar, sem hann elskaði svo heitt, — og ekkert megnaði að sefa harm hans. Hann íluttist siðar til Ameríku og dó þar ungur að árum saddur lífs- daga. 126—127. Fregnin um hin sorglegu afdrif jarlsfrúarinnar, gerði skjótan endi á hátíðahöldin í Kenilworth. Jarlinn af Leicester dró sig í hryggð út úr hirðlífinu, en þar sem Varney hafði dyggilega ásakað herra sinn fyrir að vera samsekur, sá fólk frem- ur aumur á honum en að það sam- hryggðist honum. Er sorgartiminn var liðinn, sneri hann sér að nýju að hirðlífinu, eftir hvatningu drottn- ingarinnar, þar sem hann á ný náði sinni fyrri stöðu sem eftirlæti og á- trúnaðargoð. Ferill hans í stjórn- málasögu Englands er vel þekktur. En eigi maður að trúa því, sem sagt er, sló hefndargyðjan hann, er hann dó af ei'tri, sem hann hafði öðrum ætlað. ENDIR. Er það satt? í norsku ‘blaði stendur þessi klausa nýlega: „Á sílgrænu túni skammt fyrir utan Kaupmannaliöfn er gam- all íslenskur hestur á beit. Hann er Hklega elsti hestur í heimi — 54 vetra. Eigandi hans keypti hann frá íslandi um aldamótin fyrir 325 krónur. Ilann heitir „Túlli“ og á að verða fulltrúi ellfnnar í dýraríkinu á búnaðarsýn- ingunni á Bellahöj i sumar. Hættuleg tilvera. í enska bænum Sheerness i Kent lifa um 16.000 ibúar i 'sífelldum ótta við að springa i loft upp þá og þegar, og þetta hafa þeir haft vofandi yfir sér í síðustu átta ár. Þetta er þannig til komið að á höfninni í 'bænum sökk ameríkanska skipið „Richard Mont- gomery“ árið 1944 með þrjú þúsund smálestir af sprengjum innanborðs. Það er álitið að hættan af þeim fari vaxandi með þvi sem lengur líður, því að málmurinn í sprengjunum tærist. Segja sérfræðingar að farmurinn geti sprungið þá og þegar, og að ekki muni standa steinn yfir 'steini í bænum eft- ir eftir sprenginguna. En eigi hafa réttir hlutaðeigendur fengist til að gera neitt i rriálinu. Flotamálastjórn- in í London segir að hafnarstjórinn í Sheerness 'beri á'byrgð á skipinu, en hafnarstjórnin segir að flotamála- stjórnin liafi veg og vanda að því. Stuttir éVu langlífir. Láttu þér ekki mislíka þó að þú sért lágur i lofti, því að nú hefir dr. William H. Shouldon prófessor kom- ist að þeirri niðurstöðu að kubbarnir verði mikiu langlífari en ofúrlengj- urnar eða hengihnænurnar. Eg þori að visu ekki að ábyrgjast hve áreið- anlegur Sh'ouldon er, en liann er for- stöðumaður likamsræktardeildar Col- umbíaháskóía og því ætti að vera mark takandi á honum. Hann flokkar líkamlegt atgervi manna samkvæmt nýju kerfi, 'sem nefnist „somatotype“ og hefir þegar mælt og vegið og at- hugað yfir 46.000 ameríska karl- menn. — Það er ekki vafi á því að stuttu mennirnir verða langlífastir, segir hann. En við höfum ekki upp- götvað ennþá hvernig á þessu stend- ur. — Það mundi ekki vera af því að þeim hættir síður við að reka sig uppundir? Elsta frímerki heimsins hefir nýlega fundist suð- ur 1 Kárnten, 'í smábæ þar,' sem Spittel lieitir. Verslunarmaður einn, Imgo Waste, fann það þar i skjala- 'safninu, en Waste er sjálfur frímerkja- fróður vel og formaður frímerkja- safnarafélagsins i Karnten. Hann segir að frímerki þetta liafi verið á bréfi, sem lagt var í póst 20. febrúar 1839 i Spittel. Var bréfið til jómfrú Lonstansíu Egarter í Klagenfurt. Frímerkið er rauðbrúnt á litinn og stærðin 25x20 millimetrar. VITIÐ ÞÉR . . .? að veiðifálkar hafa komist í tísku aftur vegna flugsins? — Það stafar allmikil hætta af fuglum, sem 'sveima yfir flugvöllum. Enski flugherinn hefir tilkynnt að á einu ári hafi 13 flugslys orsakast af því að fuglar fljúgi fyrir vélarnar. Oftast voru það lóur. En nú er farið að temja fálka og þeir látnir fljúga yfir vellina og reka fuglana á burt. Það hefir reynst nægilegt að láta fálkana fljúga tvisvar á dag til þess að reka frá. Fuglaveiðar með fálkum voru mik- ið tíðkaðar þangað til fyrir hálfri ann- arri öld, einkum af þjóðhöfðingjum. Þá þóttu islenskir fálkar allra veiði- fálka bestir og voru seldir dýru verði. Nú á dögum eru einstaka áhugamenn farnir að stunda þessa veiðiaðferð aftur. að Bandaríkin nota meiri kol en nokkur önnur þjóð? Flest lönd nota ekki nema 'sem svar- ar tonni á ílnia til orkuframleiðslu og hitunar, en Bandaríkin 7% tonn, eða samtals 1200 milljón tonn á ári. Kola- framleiðslan hefir aukist um 50% á 23 árum, en samt er skortur á kolum. Gömlu stóriðnaðarverin hafa ekki auk- ið kolanotkun sína verulega, en ný liafa bæst við. Ef miðað er við árið 1929 hefir kolanotkun aukist um 54% i Afríku, 78% í Suður-Ameríku, 23%> í Asiu og 56% i Ástralínu og Nýja Sjá- landi. En í Bandaríkjunum um 15%) og í Evrópu um 5%. Það er hin stór- aukna vatnsvirkjun, sem hefir bætt upp kolaleysið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.