Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Síða 11

Fálkinn - 26.09.1952, Síða 11
FÁLKINN 11 Sæskrýmslin — Hugarburður eða staðreyndir? "PURÐULEG vatnadýr eða skrýmsli hafa gengið aftur i þjóðtrú íslend- inga á öllum öldum, og í bókmenntum þjóðarinnar gætir þeirra allt frá Mið- garðsorminn til Þverárskötunnar. — En íslendingar eru ekki einir um þessa hitu. Vatnaskrýmsli eiga heima í þjóð- trúnni um allan lieim. — En er þá rétt að kalla þetta þjóðtrú? Er ekki hugsanlegt að þessar skepnur séu til? Ýmsir mætir menn hallast að þeirri skoðun og segja, að dýralíf djúphafsins sé svo lítið kannað, að vel geti verið að þar lifi dýrategundir, sem mennirn- ir þekki ekki, og hugsast geti að þessi furðudýr álpist stundum úr heimkynn- um sínum upp á grunnsævi eða jafnvel inn i ár og stöðuvötn. 'Það er staðreynd að árið 1934 fannst við vesturströnd Afríku álaseyði, sem var 184 cm. langt eða 25 sinnum lengra en venjulegur áll er á sama aldri. Þetta seyði gæti orðið álitlegur „sæ- ormur“ fullvaxið. Og hví skyldu fleiri stórvaxin djúpsævisdýr ekki geta ver- ið til? Frægasta vatnsskrýmsli síðari tíma var það sem menn þóttust sjá i Loch Ness í Skotlandi nokkrum árum fyrir stríð. Þá send'u heimsblöðin frétta- menn til Skotlands og um skeið var meira talað um skrýmslið í Loch Ness í Skotlandi en talað var um Karlsen skipstjóra í vetur. En þó náðist engin áreiðanleg mynd af því. Fólkið, sem sagðist hafa séð það likti þvi við dreka. Afrennsli er úr vatninu, svo að liugs- anlegt er að selur hafi villst þarna inn. Aðrir giskuðu á að þetta hefði verið flak af Zeppelinloftskipi. Á hverju 'sumri kemst einhvers stað- ar á kreik saga um að vatnaskrýmsli hafi sést. JÞað eru ekki eingöngu hug- vitsaipir blaðamenn, sem standa að þessuni sögum. Jafnvel hinn heiðar- legi Grænlandspostuli Hans Egede segist hafa séð sæskrým'sli og lýsir þvi itarlegá. Prestarnir trúðu yfirleitt á þessi furðudýr liér áður. Hinn frægi Uppsalabiskup Olaus Magnus segir frá sæskrýmsli, sem sést hafi fyrir utan Bergen. Það var hvorki meira né minna en hálf míla á lengd og gleypti sjómennina þar sem þeir sátu á þóft- unum í bátunuin sínum. Eric Pontoppidan, sem lika var biskup, segir frá eiðfestri skýrslu skipstjórans de Ferry árið 1746. Á ferð frá Þrándheimi til Molde, sá hann skepnu með hrosshaus, granirnar voru svartar, faxið hvítt og skrokkurinn steingrár. í Mjörsvatni, stærsta vatni Noregs, sáust oft skrýmsli. í „Norges Handels Tidende“ i september 1827 er þessi írásögn: „Síðustu daga fyrri mánaðar hafa ýmsir áreiðanlegir menn i Christiania- firði séð dýr, sem eftir lýsingunni að dæma virðist vera óvenjulega stór sæ- ormur. Þann 1. þ. m. voru fimm sjón- arvottar yfirheyrðir af lögreglunni. Samkv. samhljóða framburði þeirra, rak skepnan svartan hausinn upp úr vatninu, og setti á sig að minnsta kosti tíu hlykki, sem sáust upp úr. Milli hlykkjanna voru að minnsta kosti 20 álnir og má því geta sér til að skepn- an hafi verið 250 álnir á lengd. Gild- leikinn var á borð við heiltunnu. — Skepnan fór álíka hart eins og róandi maður i hægviðri, og heyrðist suða og öldugangur varð á vatninu í kring. — Hugsaðu þér, ef þú gætir séð hve yndislegur hann er aftanfrá! Þegar maður á heima í ibúð, sem liggur móti norðri. Fáeinum dögum síðar sást dýrið við Ljósakur (hjá Osló) og við Dröbak i Oslóarfirði. Hundrað rikisdölum var heitið hverjum þeim, sem gæti liand- samað skepnuna. Blöðin ráðlögðu að kveikja bál í sjávarmálinu til þess að lokka dýnið á land. En hvorugt dugði —dalirnir eða bálið, og sæormurinn lét ekki ginnast. En engin ástæða er að ætla að sögurnar hafi verið lognar eða allar þær sögur, sem fyrr og síðar liafa verið sagðar af vatnadýrum séu uppspuni einn. Sumir hafa haldið því fram, að enn sé til i djúphöfum skepna sem líkist mjög svanaeðlunni svonefndu, sem var viða til i fornöld dýralífsins á jörðinni. iBúkurinn á þeim var stuttur og digur en liálsinn langur og mjór. Það er ekki fortakandi að þessi forn- dýr séu til enn og komi stundum í heimsókn á grunnsævi eða jafnvel upp i ár og leiki þar Lagarfljótsorma og Þverárskötur. En fullyrt verður það ekki fyrr en einhvcrjum tekst að ná í svona skepnu. LITLA SAGAN RUZICKA: Ljósmyndíit ORUNO BEIER stóð í bréfaskiptum við stúlku. Hún hét Lísa Löven- berg. Hann hafði kynnst henni með e'kki óvenjulegu móti. Auglýsingin stóð undir fyrirsögninni Persónuleg kynni. Bruno Beier skrifaði bréf. Lísa Löven- berg skrifaði aftur. Bréfaskiptin gerðu tvær sálir 'himinlifandi. Og i einu bréfinu skrifaði Lísa: „Sendið mér mynd af yður, Bruno Beier!“ Bruno Beier fór undir eins til Han- sens ljósmyndara. „Viljið þér taka af mér nokkrar myndir,“ sagði hann. „Hve margar?“ „Eg hefi hugsað mér tólf.“ „Og hvert á ég að senda þær?“ „Ellefu til mín. Og þá tólftu til Lísu Lövenberg." Bruno Beier skrifaði svo heimilisfangið og ljósmyndarinn tók myndirnar. í næsta bréfi mundi sjálfsagt standa eitthvað á þessa leið: „Kæri Bruno! Eg hefi fengið blessaða myndina af þér. Eg er himinlifandi yfir því að þú skulir líta svona út, alveg eins og ég hefi hugsað mér þig. Greindarlegt enni, karlmannleg augu, brosandi var- ir og grannur likami — þetta fyllir sál mína hrifningu og stolti, svo að nú á ég aðeins eina ósk: að geta faðm- að þig að mér hið allra fyrsta. Eg kvelst af löngun eftir þér. Þin Lísa Lövenberg." Bruno Beier beið viku eftir þessu svari. Eftir tvær vikur fór hann til ljósmyndarans. „Hafið þér sent myndina af mér til Lísu Lövenberg?" ,,Já, hérna er póstkvittunin." „Þetta er Skrítið. Hve margar mynd- ir gerðuð þér eiginlega?“ „Tólf.“ „Ekki nema tólf? Þér senduð mér tólf. Hvaða mynd hafið þér þá sent Lísu Lövenberg?“ Nú kom á daginn að orðið höfðu ónotaleg misgrip. Hansen ljósmyndari hafði sent Lisu vitlausa mynd. „Þér hafið sent þessa mynd!“ sagði Beier fjúkandi vondur. „Þá er sannar- lega ekki furða, þó að hún hafi ekki skrifað mér síðan. Þessi maður er blátt áfram skripi. Eg hefi aldrei séð ljót- ari mannskepnu. Augun eins og i þorski, munnurinn eins og á hálf- bjána, vaxtarlagið eins og á marhnút, i stuttu máli: Þetta er marglytta! Hvað haldið þér að hún Lisa Lövendal hugsi um mig?“ Bruno Beier var langstígur á heim- leiðinni. Hann settist undir eins og fór að skrifa bréf og gefa Lisu Lövenberg skýringu. Og svo lagði hann réttu myndina í umslagið. Hann fékk fljótlega svar. „Heiðraði lierra Beier,“ sikrifaði Lisa Lövenberg. „Eg hefi fengið báðar myndirnar. Yður skjátlast ef þér hald- ið að ég hafi ekki skrifað vegna þess að mér liafi ekki litist vel á fyrri myndina. Þvert á móti: ég varð himin- lifandi yfir þvi að þér skylduð líta svona út — alveg eins og ég hafði TISKUMYNDIR Hér er brugðið út af tískunni, sem mest sýnir bólerójakka, og framvísað dragt frá Jean Desses með aðskornum jakka. Hann er bryddaður með silki- böndum og hefur V-laga hálsmál og einnig V-laga hneppingu. Pilsið er heldur ekki eftir tískunni, það er klukkulagað og vel vítt. — Dragt úr gráu jersey. Pilsið er þröngt og bólerójakkinn aðskorinn. Treyjan er hvít með hnapparöð niður barm- inn og langar ermar. Knipplingalegg- ingar eru lagðar niður boðangana. Lítill hvítur vasaklútur er í vasanum. hugsað mér yður. Karlmannleg augu, gáfulegt enni, brosandi munnur og grannur likami — þetta fyllti sál mína hrifningu og stolti. — En ég skrifaði ekki vegna þess að ég hafði fengið sinaskeiðabólgu i úlnliðinn og gat ekki haldið á penna. En í gær kom bréfið með réttu myndinni af yður. Eg verð að játa að ég varð fyrir von- brigðum. Þér eruð blátt áfram skripi, herra minn! Augun eins og í þorski, munnurinn eins og á hálfbjána, vaxt- arlagið eins og á marhnút, i stuttu máli, þér minnið mig á marglyttu. Og ég neyðist til að biðja yður um að hætta að Skrifa mér. Nú á ég aðeins eina ósk: að fá að faðma manninn, sem fyrri myndin er af, að mér — sem allra fyrst. Eg væri yður mjög þakk- lát ef 'þér gætuð útvegað mér nafn hans og heimilisfang. Með virðingu. Lisa Lövenberg." Sínum augum lítur hver á silfrið.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.