Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Qupperneq 12

Fálkinn - 26.09.1952, Qupperneq 12
12 FÁLKINN ARNOLD BENNETT: Silfurpeningarnir £peman4i leijhilcgregluAagœ íi. — Þakka þér fyrir, sagði hann með sínum undarlega rólega hætti. — Þetta var yndis- legt. Og farðu nú að sofa. Eg verð að fá ítar- lega skýringu hjá föður þínum núna undir eins. Eg er staðráðinn í þvi. Við verðum að vita hvar við erum stödd, þú og ég. Og svo fór hann inn í stofuna aftur án þess að bíða eftir svari. Raphael Craig sat enn í sama stólnum, auðsýnilega mjög hugsandi. — Herra Craig, byrjaði Richard. — Eg er nú í rauninni orðinn fjölskyldumeðlimur. Yð- ar hagsmunir eru hagsmunir dóttur yðar, geri ég ráð fyrir, og hagsmunir dóttur yðar eru mínir hagsmunir .... Þess vegna .... hann þagnaði um stund. — Þess vegna? endurtók Craig án þess að láta sér bregða. — Þess vegna .... sagði Richard. — Ja, haldið þér að það væri ekki best að þér tryð- uð mér fyrir leyndarmálunum yðar? — Eins og til dæmis? — Eins og til dæmis því, sem ykkur Micky hefir farið á milli. Þér hafið vafalaust fengið að vita hið rétta nafn hans síðan ég skildi við yður á laugardagsnóttina. Eg komst að því hver maðurinn var, rétt eftir að ég fór frá yður. — Og ég komst að því tuttugu og fjórum tímum seinna, sagði Craig. — Það var þegar Bridget heyrði skotið. Það skot skaðaði eng- en — nema píanóið. Og Craig lyfti útsaumuð- um damaskdúknum af hljóðfærinu og benti á gat í maghogníinu. Gatið á dúknum sást varla. Hann hélt áfram: — Eg reiddist mann- inum fyrir hina rólegu óskammfeilni hans þeg- ar ég bar það á hann að hann væri frá lög- reglunni. 1 rauninni hafði ég ætlað mér að drepa hann, en ég miðaði illa. Þegar skotið mistókst sá ég fram á að það væri flqnska að drepa hann þama og skipaði honum að fara. Og hann fór. Svo sá ég hann ekki fyrr en ég fann hann meðvitundarlausan í kalk- námunni í nótt. En mér datt í hug að hann væri að snuðra hérna á næstu grösum. — Þökk fyrir, sagði Richard. — Þökk fyrir hvað? spurði gamli maður- inn. — Fyrir hreinskilnina. Eg vona að þér treystið mér og viljið sýna mér trúnað. Ric- hard reyndi að vera sem gætnastur. — Þó þetta sé allkynlegt þá held ég enn að þér sé- uð heiðaríegur maður .... en að þér hafið eitthvað með höndum, sem gæti komið yður í bölvun. — Herra Craig, má ég biðja yður um að halda áfram að sýna mér einlægni. Þér skuluð ekki tapa á því. Eg þarf varla að benda yður á að þér hafið verið mjög heppinn í nótt. — Hvernig þá það? — Þannig að svo vildi til að ég var ást- fanginn í Teresu og að þess vegna var hin furðulega skipun yðar freistandi fyrir mig. Ást mín til Teresu hefir ekki rýrt dómgreind mína, vona ég, og dómgreind mín segir mér að þér hafið haft aðra miklu gildari ástæðu en velsæmið til að krefjast þess að við Teresa giftumst. Eg gerist svo djarfur að geta upp á því, herra Craig, að rétta ástæðan sé sú að ég viti of mikið um brall yðar. Þér lásuð hugsanir minar í garð dóttur yðar, og afréð- uð að láta slag standa. Þér eruð frábær leik- ari. Raphael Craig brosti lítið eitt. En það voru raunarúnir í brosinu. — Þér hafið heiður af skarpskyggninni, Redgrave, sagði hann. — Eg viðurkenni að ég hefi óskað að tryggja mér þagmælsku yðar, ef til vill samvinnu við yður. En aðalástæða mín til þess að krefjast trúlofunarinnar var umhyggjan fyrir framtíð Teresu. 1 ævisögu minni eru kaflar, sem .... Hann þagnaði. — Jæja, við skulum ekki fara út í þá sálma, sagði hann stutt. — Eins og yður þóknast, sagði Richard. — Og svo að maður víki að öðru þá gætuð þér kannske sagt mér hvers vegna þér kusuð að hverfa svona skyndilega í morgun .... konu- efni mínu til mikillar áhyggju? Það brá fyrir glampa bak við gleraugu unga mannsins. — ,Eg varð að fara burt í ákveðnum erind- um, sagði Craig. — Því í herrans nafni getið þér ekki eins vel sagt mér að þér fóruð til London? — 'Hvernig vitið þér að ég fór til London? — Eg sé það á blaðinu þama. Richard benti á „Westminster Gazette", sem hann hafði lagt á gólfið aftur. — Þetta er síðasta útgáfan af morgunblaðinu. Og hana fáið þér ekki keypta hérna í Hockliffe. — Jú, sagði gamli maðurinn eins og í draumi. — Eg fór til London. — Til þess að ganga endanlega frá dánar- búi frænda yðar, sem arfleiddi yður af öllu silfrinu? Gamli maðurinn gat ekki annað en tekið eftir því að það var ekki laust við hæðni, sem Richard sagði. — Hvað eigið þér við, ungi maður? — Eg sagði rétt áðan að þér væruð frá- bær leikari, herra Craig. Það ályktaði ég af fyrra samtalinu okkar hérna í stofunni. Eg verð að játa að þér sneruð alveg á mig. Eg trúði því sem þér sögðuð eins og nýju neti. Og síðan þá .... — Nú? — Síðan þá hefi ég komist að raun um, að þér hafið aldrei átt neinn frænda og hafið þess vegna ekki getað erft hundrað þúsund pund í silfri eftir neinn frænda. Raphael stundi þungan. — Já, sagði hann. — Eg laug að yður. En það var hvít lygi, lygi, sem ég hefi brugðið svo oft fyrir mig síðustu árin að það liggur við að ég sé farinn að trúa henni sjálfur. Þér emð duglegur, Redgrave. Hvernig komust þér að þessu? — Svo að ég sé nákvæmur þá verð ég að segja, að það var ekki ég sem uppgötvaði það. — Það var gimsteinninn hann Micky yðar. — Þá eruð þér ekki eins sniðugur og ég hélt. — En nógu sniðugur til að ráðast króka- laust að málinu. Og málefnið .... aðalatrið- ið sem ég hefi færst nær og nær síðan við fórum að tala saman .... það er þetta: hvern- ig hafið þér eignast allt þetta silfur? Eg ber fram þessa spuringu, og sem tilvonandi tengdasonur yðar krefst ég svars við henni. — Redgrave, hvað sem öðru líður get ég fullvissað yður um, að það er ekki þjófsdóttir sem þér kvænist. — Nei, herra Craig, það geri ég sennilega ekki. En ég kvænist að líkindum dóttur manns, sem á einhvern hátt hefir gerst brot- legur við lögin. — Hlustið þér nú á mig, sagði Craig. — Og yður er óhætt að trúa mér til þess að ég er ekki að leika núna. Fyrir tuttugu árum gerði ég áætlun — áætlun fyrir lífið. Til þess að hún gæti komist í framkvæmd þurfti ég peninga — mikla peninga. Hvernig átti ég að afla þeirra? Eg var starfsmaður í banka, og það gat orðið mér góð stoð í framkvæmd á- ætlunarinnar. Þess vegna hefi ég ekki viljað segja upp stöðunni í bankanum. En banka- stjóri græðir ekki mikla peninga. Og ég þurfti mikla peninga. Eg hugsaði og hugsaði, og loksins fann ég ráðið. Eg fór að búa til pen- inga. — En hvernig þá? spurði Richard. — Eg bara bjó þá til .... ég hefi búið til peninga í nærri því tuttugu ár samfleytt. — Þér settuð upp myntsláttu? — Já, ég setti upp myntsláttu. — Og allan þennan tíma hafið þér gefið út falska peninga, og það hefir ekki komist upp? — Eg gaf ekki út falska peninga, Red- grave. Eg bjó til ósvikna peninga. Eg hefi engan prettað. Eg hefi aðeins brotið lög. Eins og þér vitið hefir silfurverðið farið sílækk- andi í mörg ár. Silfrið í tveggja og hálfs shillings peningi er litlu meira virði en einn shilling. Ef þér lítið í einhverja bók um pen- inga þá sjáið þér að þetta er satt. Hvað lá beinna við en að ég, með þeirri tæknilegu kunnáttu sem ég hafði, færi að búa til ekta peninga .... og græða stórfé á því? Eg græddi fimmtíu af hundraði á því að móta silfurpeninga, og engin manneskja á jörðinni getur þekkt mina peninga frá peningum kon- unglegu myntsláttunnar. Richard dró ekki dul á að honum fannst til um hve einföld og snjöll þessi aðferð var. —En ég var fljótari að framleiða pening- ana en að losna við þá, sagði gamli maður- inn. — Þeir söfnuðust fyrir hjá mér, í dyngj- ur. Þá var það sem ég bjó til þessa sögu með frændann í Mexico .... til að gera skýringu á öllu silfrinu mínu. — Og svo? sagði Richard. — Þetta er öll sagan, sagði Raphael Craig. — En tilgangurinn með þessu? spurði Ric- hard. — Þér sögðust hafa þurft á peningun- um að halda í ákveðnum tilgangi. — Já, og nú er markinu bráðum náð, sagði Craig hátíðlega. — Eftir stuttan tíma hefi ég komið fram því sem ég ætlaði mér.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.