Fálkinn


Fálkinn - 26.09.1952, Síða 13

Fálkinn - 26.09.1952, Síða 13
FÁLKINN 13 — Það er gott að þér eruð komnir svo nærri markinu. Því að þér getið átt á hættu að þegar minnst varir verði flett ofan af að- ferðinni sem þér hafið notað og þá verðið þér að hafa hugann við annað en takmarkið. Raphael Craig brosti. — Nei, vinur minn, sagði hann og brosti. — Ekkert getur spillt því máli úr þessu. Síð- asti slattinn af silfrinu minu er kominn í um- ferð á mjög tryggilegan hátt. Allar sannanir hafa verið afmáðar. I tuttugu ár hefi ég dans- að á línu yfir hyldýpi. Eg hefði getað hrapað í það á hverju augnabliki. En nú hafði ég loksins fastan klett undir fótum aftur. Það er hinn maðurinn sem hrapar bráðum. — Hinn maðurinn? hváði Richard. Hann hrökk við er hann heyrði hve óhugnanlega áherslu Craig lagði á þessi tvö orð. — Hinn maðurinn, já, sagði gamli maður- inn. — Hans örlagastund kemur bráðum. — Og hver er hann? spurði Richard. — Það fáið þér ekki að vita fyrr en starfi minu er lokið, svaraði Craig. — Sprengjunni hefir verið komið fyrir og kveikt hefir verið á tundurþræðinum .... og ég bíð bara. — Þér viljið þá ekki segja mér meira? sagði Richard. — Finnst yður það ekki tíðindi, sem ég hefi sagt yður? — Jú, það er óhætt um það. En forvitni minni hefir ekki verið svalað en. — Forvitni yðar gengur alveg fram af mér, ungi maður. Hvaða rétt hafið þér til að bera upp allar þessar spurningar? Aldrei hefi ég reynt að prófa yður svona, eins og þér prófið mig. — Nei, en eins og sambandi okkar er hátt- að nú, finnst mér að þér eigið fullan rétt á að vita það sem yður langar að vita, sagði Richard. — Og ég hefi ekkert á móti að segja yður það. Þegar ég kom hingað fyrst var ég í erindum fyrir bankastjórann í British & Scottish Bank. — Það er að segja fyrir Simon Lock, sagði Raphael Craig. — Já, það er að segja fyrir Simon Lock, svaraði Richard. — Já, einmitt! — Og þá get ég varla vænst þess að þér sýnið mér meiri trúnað eftirleiðis en þér haf- ið gert hingað til? sagði Richard. — Heyrið þér, Redgrave, sagði Craig og stóð upp. — Áform mín eru min einkamál. Ekkert er mér dýrmætara en þau .... þau halda mér við og gefa mér lífsþrótt, styrk og von. I öll þessi ár hefi ég aldrei sagt nokkr- um manni frá þeim. Á ég að gera það núna? Á ég að segja frá þeim — manni sem er svo ungur að hann gæti verið sonur minn, manni sem hefir laumast inn á heimili mitt og seilst eftir dýrmætustu leyndarmálum mínum? FELUMYND Hvar er munkurinn? Nei, ég geri það ekki. Þetta er málefni sem mér er heilagt. Þér vitið ekki hvers virði mér er það. Þér getið alls ekki ímyndað yður hve stórfenglegt það er. Eg get vel hugsað mér að yður fyndist það hlægilegt .... þó að þér vitið ekki ennþá hvað lífið er og hvað það ber í skauti. Raphael settist í sófann, hátíðlegur. Ric- hard fannst til um hve hrærður hann var. Hann langaði til að viðurkenna fyrir sjálf- um sér að kannske hefði gamli maðurinn rétt fyrir sér .... það var mögulegt að hann vissi ekki hvað lífið var og hvað það bæri í skauti. Kannske var lífið alvarlegri leikur en hann hélt .... kannske hafði það hræðilegri hluti að geyma, en hann hafði nokkurn tíma látið sér detta í hug. Hljótt varð í stofunni. Gamli maðurinn virtist ekki hafa löngun til að rjúfa þögnina. Richard sem var likast og dáleiddur af því sem hann hafði heyrt, vildi ekki segja neitt. Til þess að gera þögnina léttari, tók hann „Westminster Gazette“ og fór að fletta blað- inu. Ljósið á lampanum hafði daprast, svo að hann gat varla lesið. En loks rak hann augun í grein á öftustu síðu, með fyrirsögn- inni „ORÐRÖMUR UM LOCK“. Hann bar blaðið nær augunum og las: „Orðrómurinn um að Lock-samsteypan eigi í miklum örð- ugleikum, fékk byr undir báða vængi í dag. Þegar einn af blaðamönnum okkar bar þenn- an orðróm undir Lock forstjóra, brosti hann aðeins og svaraði eins og véfrétt að tíminn mundi sanna hvað til væri í þessu. Vér ef- umst ekki um að það reynist satt. Umsetn- ing hlutabréfanna í gullnámufélaginu „La Princesse" (Westralia), sem mikið fé hefir verið fest í, var mikil í morgun, en dofnaði þegar leið á daginn. Hlutabréfin, sem eru eitt sterlingspund að nafnverði, stigu eins og kunnugt er mjög í vikunni sem leið, uns þau féllu aftur á fimmtudaginn og voru skráð nokkru hærra en jafngengi. Nú ganga þau kaupum og sölum fyrir aðeins hálfan sjötta shilling, og það er vafalaust of hátt, eins og kaupfýsnin er núna.“ Richard leit upp úr blaðinu. — Eg sé hérna, sagði hann, að jafnvel mektarmaðurinn Simon Lock siglir ekki skerjalausa leið lengur. Hafið þér lesið þessa smágrein um hann? — Nei, muldraði gamli maðurinn. — Les- ið þér hana fyrir mig. Richard las greinina eins vel og hann gat í birtunni sem alltaf var að dvína. — Þetta er mjög eftirtektarvert, sagði Raphael Craig. — Eg hefi stundum leyft mér að efast um að þessi mikilsvirti forstjóri væri það trausta bjarg, sem hann er talinn vera. I þessu slokknaði á lampanum og þeir sátu í svartamyrkri. Það næsta sem gerðist var að þeir heyrðu eitthvað þungt detta niður stigann í forsaln- um og þar næst að kvenfólkið hljóðaði. Richard hljóp til dyranna en vegna þess að dimmt var liðu nokkrar sekúndur þangað til hann fann lásinn. Loks gat hann lokið upp. 1 forsalnum var góð birta. Neðan við stigann stóð Juana og virtist ekki vita sitt rjúkandi ráð. Richard heyrði þunga stunu bak við sig og var fljótur að líta við. Þar stóð Ralph Craig og riðaði eins og eik í stórviðri. — Juana! stundi hann og einblíndi á ungu stúlkuna. — Þú mátt ekki formæla mér aftur, pabbi! hrópaði hún og færði sig nær honum. — Eg hefi kvalist nóg. Eikarkista stóð til vinstri við stofudyrnar. Craig hneig niður á hana, eins og dregið hefði úr honum allan mátt. — Farðu! sagði hann hásum rómi. En stúlkan gekk föstum skrefum til hans. Enginn virtist taka eftir lögreglumann- inum, sem lá eins og dauður fyrir neðan stigann. XI. NÖTTIN Á ENDA. Meðvitundarlausi lögreglumaðurinn lá endi- langur á mottunni fyrir neðan stigann. Juana hafði orðið að stíga yfir hann til að komast áfram. Hún gerði það líka hiklaust og sneri sér að Richard. — Viljið þér gera svo vel að bera mann- inn upp? spurði hún rólega. — Hann er með óráði. Það er herbergið hérna beint fyrir ofan. Richard gerði eins og hún bað um. Það var lítil áreynsla að bera þennan litla og pervisa- lega mann. Efst í stiganum kom Bridget hlaupandi á móti honum. — María mey og allir englar! hrópaði hún. — Eg skrapp bara að baka til og inn í eldhús og skildi Juönu eina eftir hjá manngarminum, og þegar ég kom aftur var herbergið jafn tómt og vasinn minn. Fengaæll veiðimaður. ADAMSON

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.