Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Síða 3

Fálkinn - 10.10.1952, Síða 3
0 FÁLKINN 3 Flugfimleikamenn Gordon og Lester. Sjómannadagskabarettinn Hvernig á að forðast prentvillur? Svissneskt blað kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé vandalaust að forðast prentvilkir. Til þess þarf, segir blaðið: 1) Blaðamaðurinn að vera óskeikull, 2) Setjarinn að kunna að lesa og 3) Þrýsta á rétta stafi, 4) Setjaravélin að skila réttum staf, og 5) iStafurinn að ikoma á réttan stað í línuna, 6) Prófarkalesarinn að vera vel læs og taka eftir öllum villum, 7) Allar þessar villur verður að leið- rétta, án þess að 8) nýjar villur komi í linuna þogar hún er sett upp, 9) Sá sem ber saman próförkina má ekki 'láta sér yfinsjást. í venjulegu dag- blaði eru 300.000 stafir og greinar- merki, svo að áðurgreind skilyrði verða að endurtakast 300.000 sinnum í hverju blaði. Þess vegna er ákaf- lega líklegt að sjaldan komi út prent- villulaust blað. En færi svo að það kæmi fyrir má tvímælalaust telja það með mestu afrekum mannsins. VéisitNðjo Björgvins Frcderiksen II dri Frumsýning að þriðja kabaretti Sjó- mannadagsráðs var fimmtudagskvöld- ið 9. október, en þar sem þetta er ritað áður, er eigi hægt að skýra frá ])ví, sem þar fer fram í einstökum atriðum. Framkvæmdastjóri kabarettsins, Ein ar Jónsson, hefir skýrt blaðinu frá ])ví, sem þar verður til skemmtunar. Skennntikraftar verða bæði innlendir og erlendir. Alls verða erlendir sýn- endur 12 frá 5 löndum, Júgóslavíu, Þýskalandi, Noregi, Danmörku og Sví- þjóð. Tíu atriði verða sýnd. Af inn- lendu skemmtikröftunum má nefna Isarl Guðmundsson ieikara, sem fer einkum með eftirhermur. Tígulkvart- eltinn undir stjórn Jan Moraveks leik- ur léttklassísk lög og dægurlög og Ingþór Guðmundsson leikur á munn- hörpu og flautu. Baldur Georgs verður kynnir og mun liann einnig sýna ýmiss konar töfrabrögð. Milli atriða leikur líljóm- sveit Kristjáns Kristjássonar. Sýningar verða í 15 daga, 2 á dag, auk barnasýniuga á laugardögum og sunnudögum. Ágóðinn af sýningu þessari rennur eins og kunnugt er, í byggingarsjóð Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. — Byggingarframkvæmdir munu hefjast á næstunni og er ætlunin að grunn- urinn verði grafinn í haust, svo að liægt verði að byrja steypuvinnu að vori. Erlenda listafólkið fær kaup sitt greitt í innlendum gjaldeyri. Jafnvægisfimleikar Canters. Sýningarklefi Björgvins Frederiksen h.f. á iðnsýningunni. P. Thomsen. Boleró Björgvin Frederiksen lauk sveins- prófi í vélvirkjun í Reykjavík 1935 með hæstu einkunri. Prófi frá Iðn- skólanum lauk hann 1934 með mjög hárri fyrstu einkunn. Strax að loknu sveinsprófi fór bann utan til Dan- merkur og var þar á vélfræðiskóla. En fjárskortur kom í veg fyrir að hann gæti dvalist þar nema um eins árs skeið. Kom hann þá heim og starf- aði í vélsmiðju um nokkurn tíma, Árið 1937 byrjaði Björgvin vél- smiðjurekstur, þá aðeins 23 ára gam- all. Um haustið sama ár fór liann utan og kynnti sér frystivélar hjá hinu heimsþekkta fyrirtæki Tlvomas Ths. Sabroe & Co. í Aarhus. Gerði hann sér það ljóst, að íslendingar þyrftu að vera sjálfum sér nógir við upp- setningu frystivéla og smiði á lilut- um til þeirra, en til þessara starfa þurfti að mestu að fá nienn frá út- löndum. Björgvin tókst á fjórum mán- uðum að kynnast svo vel framleiðslu á vélum verksmiðjunnar, svo og upp- setningu og meðferð, að forstjórar fyrirtækisins sendu hann sem full- gildan heim aftur með lofsamlegum vitnisburði. 1939 fór Björgvin utan á ný til þess að kynna sér dieselvélar í verksmiðju í Danmörku. Þá skall heimsstyrjöldin á og var 'hann einn af þeim félögum, sem komu heim með „Frekjunni“ seinni hluta sumars 1940. Árið 1943 fór hann svo til Ameríku, til þess að kynna sér nýjungar í kælitækni og hraðfrystingu matvæla. Var sú ferð árangursrík og margir notið góðs af. Vélsmiðju sína byrjaði Björgvin að starfrækja 1937, eins og áður segir, í gamalli smiðju, sem var í kjallara í- búðarhússins Lindargötu 50. Þar vann hann einn fyrst til að byrja með. — Árið 1939 keypti hann húseignina af dánarbúi Kristjáns Kristjánssonar járnsmiðs, sem lést fyrr á árinu, en 1940 byggði liann verkstæðisbyggingu á baklóðinni, þar sem vélsmiðjan er nú. Síðan hefir liann hyggt skrifstofu- byggingu og teiknistofu fyrir verk- fræðing fyrirtækisins. Auk verkstæð- isins við Lindargötu hefir Björgvin Frederiksen plötusmiðju og röriðju við Bústaðaveg. Um þessar mundir er starfsfólk fyrirtækisins 17 manns, en •hefir oftast verið fleira á sumrin, sem er mesti annatíminn í sambandi við uppsetningu frystivéla úti á landi. Björgvin Frederiksen h.f. Iiefir at- hýglisverðan og smekklegan sýningar- klefa á iðnsýningunni. Þar á meðal annars frystivél í gangi, sú fyrsta sem smíðuð er hér á landi. Auk þess eru ýmsar vélar og varahlutar, sem vél- smiðjan hefir gert. Þá eru og myndir og ýmsar tölulegar upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.