Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Page 6

Fálkinn - 10.10.1952, Page 6
6 FÁLKINN EISENHOWER OG NIXON. — Það kostaði bandaríska öldungardeildarþing- manninn Richard Nixon, varaforsetaefni republikana, 75.000 dollara að nota sjónvarpið, þegar hann hélt varnarræðu sína á dögunum, eftir að ásak- anir höfðu verið bornar á hann um mútur. — Hérna sjást Eisenhower og Nixon spjalla saman, áður en þeir lögðu upp í síðasta kosningaferðalagið. ÆFT UNDIR LANDGÖNGUNA. — Hámark flotaæfinga Atlantshafsríkjanna (Main Brace) var landgöngutilraun við Jótlandsstrendur. Á neðri myndinni sjást bandarískir sjóliðar við æfingar fyrir landgöngutilraunina undan Skotlandsströndum. — Að ofan sjást þeir Lynde McCormick (t. v.) aðmíráll, yfirmaður flota Atlantshafsríkjanna, og næstráðandi flotans, sir William G. Andrews, breskur aðmíráll. — FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. Waton: FJÓRAR Ethne sagði ekkert um sinn. Dill- andi músíkin heyrðist út til þeirra, og úti í garðinum livísluðust trén á. Hún tók í handlegginn á honum, h'ló stuttan hlátur og sagði kvíðin: — Þú skilur þetta víst ekki, Harry. Hafa þessar fjaðrir verið sendar þér í gamni? Vitanlega er þetta í gamni gert, en það er heimskulegt og grátt gaman .... — Það mun vera gert í fullri al- vöru. Hann horfði í augun á henni meðan hann sagði þetta. Ethne sleppti handleggnum á honum. — Hver hefir sent þetta? spurði hún. Feversham hafði ekki hugsað svo langt. í rauninni stóð honum á sama um sendandann. En Ethne rétti út höndina og tók öskjuna af honum. í henni lágu þrjú nafnspjöld, sem lu'in tók upp. — Trench höfuðsmaður, Castleton liðsforingi, Willoughby liðsforingi, las hún. — Þekkir þú þá? — Þeir eru allir foringjar í gömlu herdeildinni minni. Nú var stúlkunni meira en nóg boð- ið. Hún heygði sig og tók fjaðrirnar upp af gólfinu, eins og það mundi hjálpa henni til að skilja þetta betur, ef hún snerti við þeim. Þær lágu í lófanum á hanskanum á liendi henn- ar og hún blés á þær svo að þær fuku og duttu á gólfið aftur. Þegar hún tók l)ær upp i annað sinn sagði hún lágt: — Höfðu félagar þínir rétt til að senda þér þessar fjaðrir? — Já, svaraði Harry Feversham. Honum datt ekki í hug að svara neitandi eða færast undan að svara. Skelfingin, sem liann hafði haft beyg af í öll þessi ár, var nú komin fram. Hann var stimplaður ragmenni. Nú stóð hann þarna, eins og hann hafði forðum staðið andspænis myndum forfeðra sinna, og varð að sætta sig þegjandi við að fá sinn dóm. — Eg get ekki trúað að þetta sé satit, 'svaraði Ethne. — Þú gætir ekki staðið og horft svona rólegur í augun á mér, ef það væri satt. — Það er satt. — Þrjár iitlar fjaðrir, sagði liún hægt. — Manstu þegar við stóðum undir álminum niður við Lennoná í dag, Harry? Röddin titraði. — Þú og ég — við tvö ein. Og svo koma þrjár iitlar fjaðrir og leggja veröldina í rústir. — Vertu ekki að tala um þetta, sagði Harry eins og vængbrotin æður. Fram til þessa hafði hann ver- ið alveg rólegur, en myndin sem sið- ustu orð hennar máluðu í hug hans, var svo sterk að hún bugaði hann. Ethne sneri andlitinu að danssalnum. Raddirnar og hláturinn þaðan lveyrð- ust nú betur. Hún heyrði að hljóm- sveitin var hætt að leika. Hún kreppti hnefann utan um fjaðrirnar og opnaði dyrnar að stofunni sinni. — Komdu með inn, sagði hún. Harry fór á eftir lienni og lokaði dyrunum. — Viltu segja mér hvers vegna þeir sendu fjaðrirnar? sagði hún. Hún stóð rólega fyrir framan hann. Andlit hennar var fölt, og hún var auðsjáanlega staðráðin i að komast að því sanna í málinu. Hann svaraði 4. FJAÐRIR jafn rólega og áður, og reyndi ekki að leyna neinu. — Eg fékk símskeyti frá Castleton þegar Trench og Willoughby átu miðdegisverð hjá mér seinast. í sim- skeytinu sagði, að herdeildin mín mundi verða kvödd til þjónustu i Egyptalandi. Castleton át miðdegis- verð þetta sama kvöld hjá manni, sem kunni skil á þessu, svo að mér datt ekki í hug að efast um að frétt- in væri rétt. Hann bað mig um að láta Trench vita af 'þessu. En það gerði ég ekki. Eg hugsaði málið með- an ég sat með símskeytið í hendinni. Castleton átti að fara til Skotlands um kvö'ldið og halda áfram til Egypta- lands beint þaðan. Svo að ég gerði ráð fyrir að Trench mundi ekki hitta hann i þrjár vikur, að minnsta kosti, og þá mundi simskeytið verða gleymt, eða að minnsta kosti dagsetningin á því. Þess vegna sagði ég ekki orð við Trench, en fleygði símskeytinu í eld- inn og skrifaði bréf sama kvöldið og sagði mig úr hernum. En Trench hefir einhvern veginn komist að þessu samt. Durrance var líka viðstaddur — Durrance! hreytti hann út úr sér angistarfullur. — Hann veit vist um þetta eins og hinir. Það fór hrollur um liann er hann hugsaði til þess, að nú mundi Durr- ance framvegis fyrirlíta hann, En hvaða máli skipti það þó Durrance og allir aðrir vissu þetta, úr því að Ethne vissi það? — Er þetta allt og sumt? spurði hún. — Það ætti að vera nægilegt, Nei, svaraði hún lágt. — Okkur kom saman um að aldrei skyldi verða misskilingur milli okkar, var ekki svo? Við ætluðum ávallt að vera hreinskilin hvort við annað. Mér finnst ég geta krafist þess að þú talir um þetta við mig út í æsar núna. Það skiptir mig að minnsta kosti meira máli en nokkuð annað í lífinu. Hún átti við einhvers konar skýr- ingar á þessum verknaði hans, hugs- aði Harry Feversham með 'sér. En þær voru svo Htils virði í samanburði við hinar geigvænlegu afleiðingar. Etline hafði lagt fjaðrirnar þrjár á borðið. Þær voru óhrekjandi vitni. Upp frá þessu bar hann brennimark- ið BLEYÐA. En vitanlega hafði hún rétt á að biðja um skýringu, og hann ætlaði að gefa hana eins vel og hann gæti. — Eg hefi alla mína ævi kviðið fyrir því að ég mundi einhvern tima haga mér eins og bleyða, sagði hann, — og frá barnæsku vissi ég að ég yrði sendur á herskólann. Eg leyndi þess- um tilfinningum minum. Eg átti engan trúnaðarmann. Móðir mín var dáin, og faðir minn .... Hann þagnaði snöggva'st og varp öndinni. Hann sá i huganum föður sinn, þennan ein- mana járnkarl, sitjandi á þessari stundu á uppáhaldsstað móður sinn- ar á svölunum og dreyma um afrek- in, sem sonur hans mundi vinna í Egyptalandi, sem sannur sonur ætt- arinnar. Nú fyrst skildi hann til fulls hvað hann liafði gert. Hann tók báð- um höndum fyrir andlitið og stundi liátt. — Faðir minn vildi ekki og gat ekki skilið mig, hélt hann áfram. — Þegar

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.