Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Page 7

Fálkinn - 10.10.1952, Page 7
FÁLKINN 7 hæltur urðu á vegi hans var hann jafnan reiðubúinn til að niæta þeim, en hann sá aldrei neinar hættur fyr- ir. Það var hugmyndaflugið, sem gerði mér mest mein. Mig dreymdi ekki um annað en hættur á nóttinni, og ég gat aldrei gleymt sögunum sem ég heyrði. Þær e'ltu mig dag og nótt. Stundum fannst mér ég vera þessi hugleysinginn og stundum hinn, og ég þóttist viss um að ég mundi verða nafni föður mín's og forfeðra til van- sæmdar. Eg reyndi að sigrast á þess- um kvíða. Eg fór oft á veiðar, en ég þekkti liverja þúfu í veiðilandinu og var viðbúinn að sigrast á öllum tor- færunum þar. — Og þú sem ert svo ágætur reið- maður, skaut hún inn í. — Það sagði Durrance mér. — Gerði hann það? sagði Fevers- ham. — En Durrance vissi aldrei hvernig mér var innanbrjósts áður en ég fór á veiðar. Þegar sím'skeytið kom greip ég tækifærið, sem það gaf mér til að biðja um iausn úr hernum. Hann lauk frásögn sinni. Oft tal- aði hann afar hægt, þvi að sumu vildi hann halda leyndu fyrir henni og þvi varð hann að hugsa allt vel. En liún fékk grun um þetta líka. — Varstu hræddur um að gera mér vansæmd líka? spurði hún. — Var ég á nokkurn hátt orsök til þess að þú sóttir um lausn? Feversham horfði i augu irennar, Ijúgandi: — Nei! — Hefðir þú sótt um lausn, þó að þú hefðir ekki verið trúlofaður mér? — Já. Ethne var lengi að taka af sér hanskana. Feversham sneri undan. — Eg er víst eins og faðir ])inn, sagði hún. — Eg get ekki skilið 'það. Og í þögninni sem kom á eftir orð- unum heyrði hann eitthvað hringla við borðið. Hann sá að hún hafði tek- ið af sér trúlofunarhringinn. Hann lá á borðinu og það glórði ónotalega i hann. — Og öllu því, sem þú hefir sagt mér núna, ætlaðir þú að halda leyndu fyrir mér, sagði hún þungbúin. — Þú hefðir gifst mér án þess að segja mér frá leyndarmálinu, ef þessar fjaðrir hefðu ekki komið! Orðin höfðu komið fram á varirn- ar á Iienni frá fyrstu stund, en hún hafði ekki sagt þau fyrr, því að hún vonaði að kraftaverk gæti kannske gerst. Hún -hafði gefið lionum tæki- færi til að bjarga sóma sinum, en nú gat Iiún ekki dregið lengur að ákæra hann. — Eg man að ég var að tala um eilífðina, sagði hún óðamá'la. — Við skulum láta það vera gleymt. Eg man líka að þú sagðir að manni gæti skjátlast. Þar hafðir þú rétt að mæla en ég rangt. Viltu gera svo vel að taka við liringnum þinum aftur? Feversham tók hringinn. Aldrei liafði hann elskað hana eins heitt, aidrei metið hann eins mikilis og nú, eftir að hann hafði misst hana. • — Og þú átt þes'sar líka. Viltu gera svo vel að hirða þær? Hún benti með hlævængnum á fjaðrirnar sem lágu á borðinu. Fev- ersham rétti út höndina, en hrökk við og kippti lienni að sér aftur. — Þær eru orðnar fjórar! sagði hann. Ethne svaraði ekki, og Feversliam skildi hvernig i ðllu lá, er liann leit á blævænginn hennar. Hann var úr fílabeini, með hvítum strútsfjöðrum. Hún hafði slitið fjöður úr blævængn- um og lagt hana hjá hinum. Þetta tiltæki hennar var grimmd- arlegt. en hún vildi binda enda á mál- ið, svo að ekki yrði um villst. Rödd hennar hafði verið róleg, en hún var kvalin af niðurlægingu og sársauka. Tilhugsunin um það, sem þau höfðu lifað saman, var óbærileg. Hún vildi aldrei sjá hann aftur eftir þennan dag. Þess vegna hafði hún lagt fjórðu fjöðrina hjá hinum. Harry Feversham tók við fjöðrun- um án þess að mæla orð, og svo karl- mannlega að hún furðaði sig á því. Hann liafði frá því fyrsta horft rólega á hana, hann hafði svarað spurning- um hennar, og liafði í engu sýnt und- anhald. Það lá við að Ethne færi að iðrast eftir hve mikla harðneslcju hún hafði sýnt. En nú var það gert, og Feversham hafði tekið við fjöðr- unum fjórum. Sem snöggvast var svo að sjá sem hann ætlaði að rífa þær í tætlur. En hann gerði það ekki heldur stóð hann og horfði á hana um stund, og síðan lagði hann fjaðrirnar gætilega í innri vasa sinn. Ethne var ekkert að hugsa um hvers vegna liann gerði það. Hún vissi aðeins það eitt, að öll sund voru lokuð milli þeirra. — Við verðum að fara inn aftur, sagði hún loksins. — Við höfum víst verið of lengi í burtu frá geslunum. Viltu leiða mig? Hún leit á klukk- una þegar þau konni inn í ársalinn. — Ellefu, sagði hún þreytulega. — Við erum vön að dansa þangað til i birlingu, á þessum slóðum. Þangað til verðum við að láta sem ekkert sé að. Og svo leiddust þau inn í salinn. V. Áform Harry Feversham. Þetta var að kvöldi þrítugasta ágúst. Mánuður var liðinn frá dans- lciknum í Donegal, en fólk þar um 'slóðir talaði enn um hvarf Harry Fevershams. Sifellt gengu sögurnar. Það var sagt að hann hefði sést morg- uninn eftir dansleikinn, fimm mínút- ur fyrir sex — þó að frú O’Brien staðhæfði að það hefði vcrið tíu mín- úlur yfir sex — og þá hefði hann enn verið í kjólfötunum og staðið náfölur með sjálfsmorðingjasvip við Lennon- árbrúna. Var farið að tala um að ó- hjákvæmilegt væri að slæða ána, ef nokkur ráðning ætti að fást á þess- ari gátu. Dennrs Rafferton tók svo djúpt í árinni að hann sagði að hann tæki ekki i mál að éta lax úr ánni, þvi að hann væri ekki mannæta. Og það var óviðfeldið að þurfa að vera í þessum vafa. Aðeins tvær mann- eskjur vissu hið sanna í málinu, og þær tóku öllu rólega eins og áður, og eins og all't væri eins og það ætti að vera. Þær voru jafnvel enn hnar- reistari en áður. En Harry Feversham var i London — Sutch liðsforingi komst að þvi þann þritugasta, um kvöldið. Allan þann dag hafði fólk ekki talað um annað en stórorrustu, sem sagt var að háð liefði veríð við Kassanin, í eyðimörkinni fyrir austan Ismailia. Þar liöfðu innfæddir menn átt að liafa ráðist á sveit Drury-Lowes i tungls- ljósi. Sagði sagan að enskur hersliöfð- ingi hefði verið drepinn, og að bæði York- og Lancasterherdeildin hafi verið rekin á flótta. Sló felmtri mikl- um á Lundúnabúa, og klukkan ellefu um kvöldið hafði fjöldi fólks safnast saman fyrir utan upplýsta gluggana i hervarnarráðuneytinu. Þar var ó- hugnanleg þögn. Vegna þess að Sutcli var bæklaður á fæti hafði liann ekki hætt sér inn í hópinn, en stóð þarna GAMLIR VINIR — OG FRÆGIR MENN. — Manninn til hægri þekkja flest- ir, það er Maurice Chevalier, sem alltaf nýtur sömu vinsælda sem vísna- söngvari, þó að hann sé farinn að eldast. Maðurinn í smoking er ekki síður frægur í sinni grein. Það er nefnilega Jack Hylton, frægasti jazzsveitar- stjórinn á bernskuárum jazzins. Hylton hefir nú ráðningastofu fyrir leik- ara og söngfólk og var nýlega í Deauville til þess að semja við Chevalier um að syngja í Stokkhólmi, London og París. Chevalier hefir sungið á bað- staðnum Deauville í sumar við afar mikinn fögnum allra baðgestanna. — NEHRU SKOÐAR NÝJUNGAR. — Hin ágæta nýja þrýstiloftsflugvél Comet hefir nýlega verið sýnd í Indlandi. Meðal gestanna, sem komu á Palam- flugvöllinn við New Delhi til þess að skoða vélina, var Pandit Nehru for- sætisráðhcrra, sem situr hér í sæti varaflugmannsins meðan verið er að sýna honum tækjaborðið í vélinni. — Vatnavextir geta orðið víðar en í Kína og við Missouri-Missisippi, en þaðan berast oftast fregnir af vatnsflóðum. Nýlega urðu flóð mikil í Englandi sem kunnugt er, eftir stórrigningar þar. Myndin sýnir hvernig umhorfs er í þorp- um, sem standa á lágum árbökkum, þegar flóðin koma æðandi. —

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.