Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 9

Fálkinn - 10.10.1952, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Senor d’Almeida tók vasaklút- inn sinn og þurrkaði sér um enn- ið, þar sem stórir svitadropar höfðu brotist fram. Upp úr vas- anum hrökk um leið nafnspjald, sem féll niður á gólfábreiðuna. Senora d’Almeida beygði sig nið- ur og tók það upp. „Jean Glace- mont“, las hún, „allsherjarleið- sögumaður, 5. Rue Diard, París. Sími: Pigaelle 55890. Tekur að sér álls konar viðfangsefni, jafnvel hin allra vandasömustu. Konung- leg meðmæli“. „En hvað þetta er undarlegt,“ sagði Donna Elvira, „leiðsögu- maðurinn þinn ber sama nafn og hinn ungi Glacemont. Eg mátti svo sem vita hverra erinda þú gekkst í nótt, kæri Jean minn.“ Hún horfði einbeitnislega á eigin- mann sinn, eh varð ekki lítið hvumsa, þegar hann spratt eins og píla upp af hægindastólnum, sem hann hafði hreiðrað um sig í, og byrjaði að stíga villtan stríðsdans um svefnherbergið. „Við erum hólpin!“ hrópaði hann og benti á nafnspjaldið. „Glacemont, ungi maðurinn, sem var með mér í gærkvöldi. Mjög heillandi og viðkunnanlegur mað- ur! Hann tekur að sér alls konar viðfangsefni. Bravó! Við giftum hann pro forma Bianca — þú skilur, sá gamli hefir aldrei séð Charles Glacemont. Auðvitað lát- um við þau ekki búa hér á hótel- inu, með tilliti til starfsfólksins, en það eru til önnur hótel — Hótel Ritz til dæmis.“ „Ertu gjörsamlega frá þér, Blasco!" „Alls ekki! Glacemont — leið- sögumaðurinn — er maður, sem hægt er að reiða sig á. Fái hann nokkra þúsund-franka-bleðla, þá er ekki til sá hlutur — að morði máske undanskildu — sem hann ekki tekur að sér. Við gefum hon- um fyrirmæli okkar þegar í dag. Hann kynnist dóttur okkar — þau flytja inn á Ritz — þar setja þau upp bækistöðvar sínar, mót- tökusal, tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi — tengdapabbi hrífst af hamingju þeirra — hann legg- ur blessun sina yfir þau — og fer svo harð-ánægður heim til Arg- entínu aftur. Ekki neinn galdur, vina min, bara sniðugheit . .. . “ „En,“ og Donna Elvira stóð á öndinni, „hvað heldurðu að Bianca segi um þetta furðulega uppátæki?" „Bianca hefir alltaf verið föð- ur sínum hlýðin og góð dóttir.“ „Já, en hugsaðu þér bara, ef nú,“ hélt Donna Elvira áfram óttaslegin í málrómnum, „ef þessi náungi verður ástfanginn af Bianca, eða hún af honum.“ „Slúður! Eg er, eins og þú veist, elsku Elvira min, mikill mann- þekkjari .og sálfræðingur, og ég get fullvissað þig um það, að Monsieur Jean Glacemont er í alla staði hinn mesti fyrirmyndar- maður. Hann mun ekki á nokkurn hátt reyna að daðra við dóttur okkar eða yfirleitt hafa hin minnstu áhrif á hana.“ „En — á nóttunni, Blasco — hefurðu hugsað út í það, að þessi tvö ungmenni eiga að sofa í — reyndar ekki í sama herbergi, heldur í sömu íbúðinni .... Og Bianca er blóðrík — það veit ég.“ „Bianca lokar auðvitað að sér á nóttunni," sagði Senor d’Al- meida í róandi tón. „Og auk þess verður pabbi þinn víst ekki svo lengi í París. I hvert skipti sem hann hefir verið utan landamæra Argentínu, hefir hann fengið heimþrá og farið samstundis heim til Buenos Aires. Þetta gengur allt fyrir sig, taktu eftir. En nú skulum við fara inn til Bianca og ræða áætlunina við hana.“ Náma- eigandinn fór með eiginkonu sína í kjölfarinu í gegnum samkvæm- issalinn og barði að dyrum hjá dóttur sinni. Það var fjórum dögum síðar. Klukkan var eitt um nóttina. 1 hinum glæsibúna samkvæmissal þeirra á Hótel Ritz í París sat „Madame Bianca Glacemont”, nefnilega Bianca d’Almeida, sam- anhnipruð á lágum legubekk, á meðan gervi-eiginmaðurinn henn- ar, þ. e. a. s. allsherjarleiðsögu- maðurinn Monsieur Jean Glace- mont, stikaði fram og aftur um gólfið með hendurnar í buxna- vösunum og sígarettu í munnin- um. Monsieur Glacemont var lag- legur, ungur maður, hann hafði svart, aftur-greitt hár, stálgrá og mjög einbeitnisleg augu. Hann var grannur og íturvaxinn. Bi- ance hafði bleikt hár, svört augu, purpururauðan munn, snjóhvítar tennur og ertnislegt bros. Hún var aðeins klædd afar þunnum, sægrænum silkikjól. Á fótunum var hún í inniskóm úr slöngu- skinni. Monsieur Glacemont var kjólklæddur. „Já,“ sagði Bianca hlæjandi, „okkur tókst sannarlega að gabba afa minn! Ekki eina sekúndu, þegar hann kom í fyrradag, ef- aðist hann um að við værum gift, þú og ég.“ „Nei,“ svaraði leiðsögumaður- inn brosandi, „þegar ég tek eitt- hvað að mér, þá er ég vanur að afgreiða það á viðunandi hátt. En hún frú móðir yðar, Made- moiselle, bar það með sér, að hún áliti, að ég myndi — já, bókstaf- lega talað »— tæla yður.“ „Mamma hefir alltaf verið svo hlægilega kvíðin mín vegna. Hvers vegna kallar þú mig ann- ars Mademoiselle — það hljómar svo aulalega." Bianca teygði annan fótinn upp í loftið. Grönn gullkeðja kom í ljós á leggnum við sokaböndin. Á nöktum hand- leggjunum leiftraði heil syrpa af gimsteinum. „Eins og þú vilt,“ svaraði M. Glacemont þurrlega. „Eigum við ekki bráðum að fara að ganga til hvílu?“ Hann geispaði og bar lóf- ann fyrir munninn. Bianca horfði lengi á hann. „Þú ert sannarlega sá undar- legasti fugl, sem ég nokkurn tíma hefi kynnst,“ sagði hún hlæjandi. „I þrjár nætur höfum við nú bú- ið alein á hóteli í léttúðugustu borg heimsins — og þú hefir ekki einu sinni gert hina allra minnstu tilraun til þess svo mikið sem að kyssa mig .... enn síður að þú ... . “ Hún þagnaði og fitlaði við eitt armbandanna sinna. „Eg hefi kysst þig þrisvar sinnum í nærveru afa þíns,“ sagði Jean. „Oh, hvað ég er syfjaður. En það átti vel við þennan gam- anleik, svo að ég varð að láta mér það lynda.“ „Láta þér það lynda . .. . “ Augu hennar skutu gneistum, svo móðguð varð hún. „Er það virkilega svo óþægilegt að kyssa mig ....?“ „Eg er samningsbundinn föður þínum, og það er áform mitt að halda samninginn. Ekkert daður, fyrirskipaði Senor d’Almeida.“ „Segðu mér eitt,“ mælti Bianca. „Finnst þér ég vera ólagleg?" „Alls ekki.“ „Er ef til vill eitthvað athuga- vert við vaxtarlagið ....?“ „Alls ekki, Mademoiselle.“ „Kemurðu aftur með þetta „Mademoiselle“ þitt! Að þú skul- ii ekki skammast þín! Sem sagt — það er bara sökum þess að þú ert svo orðheldinn, að þú ekki ----“ Bianca átti bágt með að stilla sig. Allra helst hefði hún viljáð hafa stokkið á fætur og hent einhverju þungu í höfuð hans — rifið hann — klórað hann — sparkað í hann .... Aldrei á ævi sinni, hugsaði hún með sér, hafði henni verið misboðið svona hrapalega. „Eg hefi sagt þér skoðun mína á hinni svokölluðu giftingu okk- ar.“ „Þú sást mig nakta í baðher- berginu í gær, Jean. Eg bað þig um að þurrka mér um bakið. Og á meðan þú varst að því, þá varstu á svipinn eins og þú værir við þína eigin jarðarför." „Já, einmitt!" M. Glacemont kveikti sér í sígarettu. Skömmu síðar tók hann hana út úr sér og fór að blístra. „Eg hugsa að ég fari bráðum að hata þig,“ tautaði Senorita d’Almeida og fölnaði undir and- litsfarðanum. ------J'" ........... ......... „En hvað það er átakanlegt! En ef þú hefir ekkert sérstakt á móti því,“ sagði leiðsögumaðurinn og geispaði aftur,í„þá held ég að ég fari inn í herbergið mitt og leggi mig. Vinnudagur minn er á enda — einnig ég þarfnast svefns.“ Bianca stóð á fætur. Óróleg gekk hún fram og aftur um stof- una og beit sig í vörina. „Jæja-þá, góða nótt, Bianca,“ sagði Jean kæruleysislegum rómi og hneigði sig niður í gólf. „Sofðu vel!“ Því næst opnaði hann dyrn- ar á svefnherberginu sínu og lok-í aði þeim svo á eftir sér. Hann var farinn. Lengi vel stóð Bianca graf- kyrr í sömu sporum og gat ekki komið upp einu orði. Því næst tók hún kristalvasa og henti honum í þilið svo að hann brotnaði í þúsundir mola. Að svo búnu fór hún inn í svefnherbergi sitt, æst- ari í skapi heldur en nokkru sinni fyrr, og hóf að afklæða sig. Á meðan velti hún því fáránlega við hið „hamingjusama hjóna- band“ sitt fyrir sér. Allt í einu opnuðust dyrnar, og Jean — að- eins klæddur þunnum náttfötum — kom stormandi inn. „Ástin min,“ hvíslaði hann og tók hana í fang sér, „loksins.“ Ástþrungnum kossum smellti hann á hinar rauðu varir henn- ar — háls hennar — axlirnar á henni — o. s. frv. „Ertu orðinn hringlandi vit- laus?“ stamaði Bianca, sem ó- mögulega gat skilið hina nýju og óvæntu stefnu hans. „Nei, en nú er hann loksins farinn,“ svaraði Jean og kyssti hana heitt og óhemjulega. „Hver — hver er farinn?“ „Pabbi þinn, aúðvitað." „Pabbi ....?“ „Já. Or svefnherberginu mínu.“ „Svefnherberginu — svefnher- berginu þínu — þínu, Jean?“ „Já, ég hefi ekki haft tækifæri til þess að segja þér frá því öllu fyrr en núna, elskulega Bianca,“ sagði leiðsögumaðurinn hlæjandi og strauk mjúka lokka hennar. „Hverja einustu nótt, sem við höfum búið hér, hefir faðir þinn haldið sig í svefnherberginu mínu. Sjálfur hefi ég sofið í einstakl- ingsherbergi á þriðju hæð. Og á meðan við, þú og ég, vorum sam- an í samkvæmissalnum, þá stóð hann á hleri við skráargatið — hann heyrði allt það, sem við töl- uðum saman, og sá allt, sem við höfðumst að. En áðan, þegar ég kom inn í svefnherbergið mitt, já, þá sagði faðir þinn: „Monsieur Glacemont — ég hefi nú sann- færst um að framkoma yðar gagnvart dóttur minni er í alla staði óaðfinnanleg — og að þér hafið ekkert óhreint í huga gagn- Niðurlag á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.