Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Page 11

Fálkinn - 10.10.1952, Page 11
FÁLKINN 13 Orvoefnið CURARE er sott deyfilyí CURARE, eitrið, sem indíánar Suður- Ameríku hafa notað í margar aldir, er nú orðið lyf, sem læknar víðsvegar um heim hafa gert að vopni sínu. Ur svarta, ramma sírópinu, sem indíánar eitruðu örvar sínar með, hafa vísinda- mennirnir unnið efni, sem notað er á skurðstofum sjúkralnisanna. Þar til nýlega, var svæfing sjúklinga talin ein af hættunum við uppskurð- inn. Svæfingin hafði slæm áhrif ef hún þurfti að vera mikil, sjúklingarn- ir fengu velgju og uppköst og illt fyr- ir hjartað og stundum 'þoldi hjartað ekki svæfinguna. Svæfingin tafði alltaf fyrir batanum. Þess vegna forðast skurðlæknar djúpar svæfingar ef þeir geta. En við ýmsa skurði þurfti svæf- ingin að vera svo mi'kil að allir vöðvar sjúklingsins yrðu máttlausir. En með hjálp curare þarf ekki að svæfa djúpt. Lyfinu er sprautað í sjúk- iinginn, er hann hefir misst meðvit- undina og þá missa allir vöðvar mátt nema öndunarfæranna og hjartans. Sjúklingurinn sefur rólega, en ekki jmngt og 'læknirinn getur fengist við vöðvana án þess að þeir sýni nokkra mótspyrnu. Læknar halda þvi fram að ákjósaniegast sé að nola curare og létta svæfingu, er þeir þurfa að gera alvarlegan uppskurð. Og sumir læknar segja að hægt sé að nota curare við lömunarveiki. Cur- are drepur ekki lömunarvírusinn. En framan af sjúkdómnum, meðan vöðv- arnir veita enn nokkra mótspyrnu er oft hægt að afstýra varanlegu tjóni með nuddi og með því að hreyfa löm- uðu vöðvana. Curare er notað tii að gera vöðvana máttlausa nieðan þeir eru nuddaðir og teygðir, svo að þeir valdi ekki sársauka á meðan. Lika er gott að nota curare til að draga úr stjarfa og sinadrætti. Og einnig við ýmsum taugasjúkdómum. Svo að nú er nolkun curare orðin al- geng. Fyrir fáum árum, þegar þetta eitur varð víðfrægt í iæknavísindunum, var það talið undralyf. Sir Walter Raleigh á heiðurinn af að hafa flutt curare til Evrópn fyrstur manna. Það var árið 1599. En það var ekki fyrr en á 19. öld, sem menn kynntu sér það nánar. Það voru ekki aðeins vísindalegir örðugleikar á að kynnast því, heldur var líka erfit að ná í það eða jurtina, sem það var unnið úr. Árið 1812 varð mönnum Ijóst að curare var banvænt vegna þess að það lamaði öndunarvöðvana, hjartað og alla þvervöðva i likamanum. Skönnnu síðar fóru grasafræðingar að flokka curare-jurtina. Franski lífeðlisfræðingurinn Claude Bernhard rannsakaði áhrif eitursins og fann að það larnaði sambandið milli tauga og vöðva. Vegna þess, hve erfitt var að fá eitr- ið liðu enn 75 ár, uns það var rann- sakað til hlítar. Árið 1935 náði dr. Harold King við lyfjarannsóknarstofn- unina i London í curare, sem verið hafði geynit barna í áratugi. Úr þessu óhreina curare gat hann hreinsað og einangrað ofnið sjálft, sem var kristal- línskt og kallaði hann það d-tubocur- arinklorid. Samtímis þessu hafði Ameríkumaður sem dvaldist í Suður-Ameríku, Richard — og núna, á síðustu mínútu leiks- ins er svo að sjá sem eitthvað ætli að ske .... Óskar hefir knöttinn .... nú hleypur hann fram .......... hinn hættulegt vinstri framherji .... — Á ég líka að sápa hann bak við eyrun, pabbi? C. Gill að nafni, reynt eitrið á sjálfum ér og orðið forviða á áhrifum þess. Hann fór til Bandaríkjanna og hafði nokkur sýnishorn af curaresýrópi og þurrkuðum curarejurtum með sér. Lífefnafræðingurinn H. A. Holaday hjá heimsfirmanu Squibbs & Son á mestan heiðurinn fyrir curare-rann- sóknirnar. Hann fann aðferð til þess að framleiða efnið óblandað og aðferð til þess að prófa' framieiðsluna, en án þess væri ekki þorandi að nota hana til lækninga. -----Tveir amerískir vísindamenn aðrir, dr. Oskar Wintersteiner og dr. James D. Dutcher hafa einangrað curare úr ákveðinni plöntutegund, sem lieitir Chondodcndron toment- osum. Efnið sem þeir fengu reynd- ist vera hið sama sem dr. King fann árið 1935. Og síðan 1943 hafa lækn- ar haft aðgang að þessu efni, d- tuþocurarinklorid. Nú hafa fundist ný afbrigði af þessu efni, sem hajfa enn betur til lækn- inga og deyfinga við uppskurði. LITLA SAGAN U m srort Initt Ævintýri frá Sviss. Einu sinni var kona í sveit, sem sat við rokkinn sinn í eldhúsinu og spann. Allt í einu var dyrunum lokið upp, og inn kom gjörvulegur ungur mað- ur, al-svartklæddur. „Eg er djöfullinn,“ sagði gesturinn býsna oflátungslega. „Og ég er hingað kominn til þess að versla við þig, kona góð. Hlustaðu nú á: Eg skal ráða mig til þín og gera hvað sem þú villt. Það stendur á sama, hvað þér dettur í hug að segja mér að gera, ég geri það orða- laust. En þegar kemur að því að þú getur ekki fundið neitt lianda mér að gera — þá ertu ofurseld. Þá á ég þig með 'húð og hári, og þá fer ég heim í helvíti og hefi þig með mér.“ Konunni þótti gott að fá vinnumann. Og svo settist djöfsi að á heimilinu og fyrsta daginn lét hún hann fara að hyggja við húsið sitt. Hann vann við smíðarnar i margar vikur og húsið varð stærra og stærra og fallegra og fallegra. Og þegar það var orðið eins og konan vildi hafa það, sagði hún honum að nú ætti hann að smíða hús- gögn d það. Og hann sagaði, heflaði og tálgaði dag eftir dag og 'alltaf heimt- aði konan eitthvað nýtt. Loks lauk hann við þetta verkið. Það var bók- staflega ekkert, sem vantaði af hús- munum eða innanstokksmunum. Næst kom röðin að útihúsunum. Konan fékk nýtt fjós og nýtt hesthús og fjárhús og hlöðu, og grísa'húsið hennar varð svo stórt að nágrannarnir göptu af undrun. En það var nóg verkefni til lvanda djöfsa ennþá, hugsaði konan með sér og nú lét hún hann fara að vinna við jarðabætur. Hann plægði, herfaði og sáði og gróf skurði og hlóð garða frá morgni til kvölds, dag eftir dag, því að þetta var stærðar jörð. Og ekki var að spyrja að handaverkunum hans. Það lék allt í höndunum á honum og allt gerði hann eins og útlærður maður. Og hann var cldfljótur að öllu. Nú fór konunni að verða órótt. Það var bráðum ekkert eftir, sem hún gat hugsað sér að láta hann gera. Svo hugsaði hún málið vel og lengi og loks- ins datt henni ráð í lnig. „Heyrðu mig,“ sagði hún einn morg- uninn. „Þessi poki hérna er fullur af svartri vorull. Farðu með liann og þvoðu ullina þangað til luin er orðin hvit“. Djöfsi tók pokann á bakið og lagði af stað niður að ánni. Honum skyldi ekki verða skotaskuld úr þessu, hugs- aði hann með sér. En þetta reyndist ekki eins auðvelt og hann hafði hald- ið. Hann þvoði og þvoði og nuddaði og nuddaði, en alltaf var ullin jafn svört. Og nú varð djöfsi svo fokvondur áð 'hann þeytti ullinni í allar áttir og hvarf í ullarskýi og reykjarmekki. Svona atvikaðist það, að djöfullinn mcð allri sinni vonsku og slægð gat ekki snúið á konuna. Honum hafði allt- af verið hægðarleikur að gera hvítt svart. En að gera svart hvítt, hefir hann aldrei getað lært. Carven tekst að búa til reglulega fal- legan sumarkjól úr venjulegu rönd- óttu efni. Bolurinn er þröngur með stuttum ermum og V-laga hálsmáli. Kraginn stór. Það er þó einkum pilsið sem vekur athygli, hvernig röndunum er komið fyrir og allur er kjóllinn sérlega fallegur. SENOR BLASCO Niðurlag af bl. 9. vart henni. En fjandinn má sofa hér á hverri nóttu í minn stað .... Nú sting ég af og fer á Monicos Bar — hinn glaðværa stað, sem þér sýnduð mér hérna um kvöldið — og svo heldur kon- an mín að ég sofi hér.“ Og að svo mæltu fór heiðraði herra pabbi þinn eins og rakettu væri skotið. Eg vona bara að hann skemmti sér konunglega!“ Monsieur Jean Glacemont tók nú sýndar-eiginkonuna sína í hina kröftugu arrna sína. Og Bianca rétti höndina út og slökkti ljósið á náttlampanum. Úti var tekið að snjóa, en „Mon- sieur og Madame Glacemont“ uppi í íbúð nr. 69 á hinu tigna hóteli fundu ekki til neins kulda. Nú eru þau gift — réttilega gift. Afinn er bæði dauður og grafinn, Donna Elvira vonast eftir að verða amma innan skamms, og fyrir utan höll ungu hjónanna við Callos d’Hispanos í borginni Buenos Aires blómstra bæði stokkrósir og ástarbrönur. Maður, sem átti heima í matsöluhúsi, var að koma heim af góðra vina fundi. Hann kom seint heim, og þegar hann kom inn i anddyrið og sá alla hatt- ana og frakkana i fatakróknum, sagði hann alúðlcga: — Góða nótt, vinir mínir.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.