Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1952, Qupperneq 13

Fálkinn - 10.10.1952, Qupperneq 13
FÁLKINN 13 — Og það þýðir að við töpum tuttugu og tveimur pundum á hverju hlutabréfi. Tuttugi: og tveir sinnum hundrað og tuttugu þúsund verða tvær milljónir sex hundruð og fjörutíu þúsund pund, sir Charles. Það verður tapið okkar á þessu gróðabragði. — Þetta er barnagaman, Lock. — Nei, afsakið, það er það ekki, svaraði Simon Lock. — Þetta er fullorðinna manna léikur, og það er bláköld alvara. — Eg hefi ekkert vit á kauphallarbraski .... hefi aldrei haft það, sagði sir Charles Custer. Eg lenti í viðskiptalífinu vegna þess að þér og fleiri eggjuðu mig á það. En mér finnst að okkur sé nauðugur einn kostur, að leysa frá skjóðunni. — Leysa frá skjóðunni? — Já, segja öllum þessum mönnum, sem við höfum skyldað okkur til að útvega hluta- bréfin, að við getum blátt áfram ekki látið þau — að við höfum þau ekki til, og lofa þeim svo að gera það sem þeim sýnist. Þeir geta ekki gert neitt illt af sér, sem er svo bölvað að það sé ekki skárra en tveggja og hálfrar milljónar tap. — Kæri sir Charles, sagði Símon Lock. — Það er ekki neitt til í City sem heitir að „leysa frá skjóðunni". Við erum bundnir samning- um um að afhenda þessi hlutabréf, og við verðum að afhenda þau eða borga verðið .... gjaldþrot. Það var auðséð að sir Charles reyndi að harka af sér. — Hvernig ætlið þér að haga yður í mál- inu, Lock? spurði hann. — Vitanlega hafið þér gert yður einhverja áætlun. Hvað geng- ur hún út á? Þér skuluð ekki reyna nein und- anbrögð við mig. — Jæja, við höfum viku frest, sagði Simon Lock. — Það er aðaleignin. Sjö dýrmæta daga til að bjarga okkur. Hundrað og sextiu tíma. Á þeim tíma .... Nú var drepið á dyrnar og strákur kom inn með símskeyti. Simon Lock braut það sundur og las: „Þykir leitt að verða að ógilda tilboð yð- ar frá í gær. Princesse-hlutabréfin kosta nú þrjátíu og fimm pund. Gaunt & Griffiths.“ Napoleon fyrrverandi rétti sir Charles Custer gula blaðið. — Ekkert svar, sagði hann rólega við •.trákinn. XIII. SKRAUTKERIÐ. Helsta umræðuefnið í kauphöllinni daginn eftir voru hinar misheppnuðu tilraunir miðl- ara Simon Locks .... hann hafði fengið marga verðbréfamiðlara í lið með sér .... til að fá keypt La Princesse-hlutabréf. Ekki varð með vissu séð hverjir það voru, sem FELUMY.ND Hv&r er skrœlinginn? sóttust mest eftir hlutabréfunum, en allir þóttust vita að það væri Simon Lock sem væri í klípunni. Kauphallarmennirnir brostu í kampinn. Þeir þorðu ekki að hlæja hátt, því að ennþá var það Simon Lock, sem þeir voru hræddir við. Það reyndist ekki hægt að fá eitt einasta hlutabréf keypt, hvað sem í boði var. Þau hurfu öll af markaðinum. Lock reyndi að komast á snoðir um hver hefði sölsað bréfin undir sig en það varð á^angurs- laust. Það reyndist óræð gáta. Hann leitaði uppi mann, sem fékkst við spákaupmennsku á westralska markaðinum og stundaði kaup- hallarbrask og fjárhættuspil í Monte Carlo á víxl, og bauð honum til hádegisverðar með sér. Simon hinn mikli fór með þennan mann, sem ekki var nema núll í heimi hinna meiri háttar fjármálamanna, á frægan og mjög fínan gildaskála, þar sem Cityhöfðingjar, sem langar í ekta skjaldbökusúpu, geta alltaf feng- ið hana. — Miðlararnir mínir seldu yður tíu þús- und Princesse-hlutabréf hérna á dögunum, sagði Simon Lock kumpánlega við manninn. — Alveg rétt, sagði maðurinn. — Á þrjú pund. — Já, sagði Lock. — Og við eigum að af- henda bréfin eftir viku. — Eftir viku, endurtók maðurinn annars hugar. — Heyrið þér! glopraðist nú út úr Lock. — Við viljum ekki afhenda bréfin. Okkur hentar það ekki. Þér skiljið það? — Viljið ekki afhenda? Hvers vegna ekki? — Þér skuluð ekki hugsa um það. Spurn- ingin er hvað þér viljið fá borgað fyrir að ieysa okkur frá samningnum? — Ekki neitt. — Þér leysið okkur frá honum — fyrir ekki neitt? — Eg á við að ég get ekki leyst yður frá samningnum, herra Lock, sagði maðurinn formlega. — Eg hefi mjög ákveðnar skipan- ir frá þeim sem ég keypti fyrir. — Hverja keyptuð þér fyrir? — Eg hefi ekki ástæður til að segja yður það. — Segið mér hverjir þeir eru, sagði Simon Lock. — Eg skal borga yður fimm þúsund pund fyrir það. Maðurinn hristi höfuðið alvarlegur. Hann hefði gjarna viljað eingnast þessi fimm þús- und pund, en þorði ekki að taka við þeim. — Vinnið þér fyrir Gaunt & Griffiths? spurði Simon Lock. — Nei, svaraði maðurinn og þótti vænt um að geta svarað af eða á. — Þjónn, reikninginn! kallaði Lock. Af gildaskálanum fór hann í skrifstofur Gaunt & Griffiths. Hann bað um að fá að tala við Gaunt, hinn virðulega eldri forstjóra fyrirtækisins, og Gaunt lét hann — Simon Lock! bíða í tíu mínútur. — Jæja þá, herra Gaunt, sagði hann í upp- gerðar kumpánatón er hann slapp loksins inn. — Eg kom út af þessum Princesse-hluta- bréfum. Hve mörg getið þér boðið mér? — Þér getið fengið tíu þúsund, herra Lock. — Á þrjátíu og fimm pund? — Á þrjátíu og fimm, já. — Það er að segja þrjú hundruð og fimm- tíu þúsund pund fyrir þennan slatta? — Alveg rétt. — Og þér gerið yður von um að fá þetta, herra Gaunt .... ha? — Hvað eigið þér við? sagði Gaunt alvar- legur. — Eg á auðvitað við að þetta gengi nær ekki nokkurri átt, sagði Simon Lock. — Þér vitið að framboðið er lítið, og þá þykir sjálf- sagt að heimta öfgaverð. Þér munduð taka lægra boði ef þér vilduð selja á annað borð. — Firma okkar rekur ekki fjárhættuspil, herra Lock. En með síðustu orðunum sem þér sögðuð komuð þér að merg málsins. Þér sögðuð „ef þér vilduð #lja á annað borð“. En við viljum nefnilega ekki selja. Þér munið eflaust að það voruð þér sem komuð til okk- ar og spurðuð hvort við hefðum þessi bréf á boðstólum. Þá leituðum við fyrir okkur og náðum í nokkur. Skiptavinir okkar .... — Er yður verr við að segja mér hverir skiptavinir ykkar eru? tók Simon Lock fram í. — Yður mundi ekki þýða neitt að snúa yður til þeirra sjálfra, sagði Gaunt.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.