Fálkinn


Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.06.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 Óglegmmtleg kontt Með fórnfýsi og alúð tókst henni að gjörbreyta hinu illræmda fangelsi Sing Sing, og mörgum forhertum glæpamanninum sneri hún til betra lífernis. UNG kona, með jarpt -hár og rjóða Vanga stóð í gangi sjúkrahúss Sing Sing fangelsisins í Ossining New Yorkríki. Fangavörðurinn, sem var að sýna henni og manni liennar stað- inn, sagði henni að biða. „Konum er bannað að fara inn,“ sagði liann. En Kathryn Lawes sá frá ganginum inn í lítið herbergi, har sem gamall maður lá í rúminu. Hún gekk til hans og spurði hvernig honum liði. Hann stundi því upp að sér liði illa. Hún hallaði sér yfir rúmið, tók um hönd hans og sagði: „Þú liefir alltof góð- an svip til að vera hér.“ Hann sneri sér undan og grét. Þegar hún var farin spurði hann hjúkrun- arkonu eina hverjir þessir gestir hefðu verið. „Þetta voru þau Liewis Lawes og kona hans,“ svaraði hjúkr- unarkonan. „Það er liklegt að hann verði næsti fangelsisstjórinn hér.“ Maðurinn í rúminu var Charles Chapin, sem hafði um eitt skeið verið þekktur ritstjóri blaðsins New York World. Hann hafði myrt konu sína og hlotið fyrir það dóm upp á lifstíð- ar fangelsi. Hann var fyrsti fanginn í Sing Sing, sem Kathryn kynntist, en upp frá þeim degi að luin flutti i hús fangelsisstjórans — sem þá stóð innan fangelsismúranna — voru allir fangarnir vinir hennar. Hún fór allra sinna ferða meðal þeirra án þess að hafa nokkurn vörð um sig, og hún var eins þaulkunnug öllu fangelsinu — jafnvel klefum hinna dauðadæmdu — og herhergjunum á sinu eigin heimili. Kathryn Lawes ól upp þrjár litlar dætur sínar innan múra Sing Sing. Tvær þeirra, Katlilyn og Chrystal voru orðnar nógu stórar til að hlaupa um, þegar hún kom þangað, en sú yngsta Joan Marie fæddist þar. Fangarnir gengu þeim i barnfóstru stað og Kathryn sýndi þeim öllum móðurlega umhyggju. Flestir fang- anna kölluðu hana „Mömmu“ þegar ]reir töluðu við hana. Umhyggja liennar fyrir íbúum Sing Sing átti sér engin takmörk. Hún bjargaði þlindum fanga úr myrkri liinnar dýpstu örvæntingar með því að gera honum kleyft að læra að skilja blindraletur. í eitt skipti hafði hún daufdumban ifanga til aðstoðar á heim- ili sinu, og þá taldi liún ekki eftir sér að læra fingramál til að spara honum ómakið að skrifa á miða, þeg- ar hann þurfti að tala við hana. Kathryn hafði ánægju af að gleðja aðra, jafnt utan sem innan fangelsis- múranna, og helst leynilega, þannig, að oft vissu ekki einu sinni hennar nánustu um góðverk hennar. Dreng- urinn, sem bar dagblöðin i hús fang- elsisstjórans hafði komið með þau á hjóli árum saman, þegar það kvisaðist að Kathryn hafði keypt reiðhjólið handa honum. Hún var oft að heim- an klukkustundum saman, og kom þá oft í ljós, að hún hafði ekið langa vegalengd t. d. til Long Island til að hitta fyrrverandi fanga frá Sing Sing, sem höfðu unnið á heimili hennar. Henni var fyllilega ljóst hvtlik raun það er hverri fjölskyldu að eiga ástvin í fangelsi, og hún var sí og æ að bjóða eiginkonum eða mæðruin fanganna heim til sín, þeim til upp- örvunar og liughreystingar. Hún gerði sér einnig grein fyrir tilfinningum fanga þegar einhver ástvina lians lá veikur eða fyrir dauðanum, og hann var þess ekki megnugur að vera neins staðar nálægur til hjálpar. Eftir komu þeirra Lewis og Kathryn til Sing Sing, var mörgum fanganum leyft að heim- sækja hættulega veika eða dauðvona ættingja. Oft lánaði hún eigin bifreið til fararinnar, og stundum fór hún með og liafði meðferðis gjöf lianda hinum sjúka ættingja. Lawes varð fangelsisstjóri árið 1920 skömmu eftir að ég tók við stjórn fangelsisdeildar Hjálpræðishersins á þessum slóðum. Eg hafði með höndum það starf að halda guðþjónustur í fangelsum innan þessa svæðis, og jafnframt átti ég að sjá um h'jálp til fjölskyldna fanganna, ef um veikindi eða örbirgð var að ræða, og útvega föngum, sem tekið höfðu út refsingu, atvinnu. Eg sat stundum fundi í fang- elsisráðinu og að þeim loknum snædd- um við venjulega hádegisverð á heim- ili Lawes hjónanna. Kathryn var um það bil hálffertug, þegar ég kynntist 'henni. Hún var lag- leg kona glaðvær og bjartsýn að eðl- isfari. Maður nokkur komst þannig að orði að liver sá, sem nokkur kynni lvefði af lienni, hlyti jafnan að elska hana sem sína eigin móður. Hún hafði ótrútega mikil áhrif á fólk. Til dæmis var það eitt sinn, að maður nokkur, sem var leiðsögumaður þeirra Kat- hryns og Lewis á ferðalagi í Englandi, gaf henni biblíu sem verið hafði í ætt hans í heila öld, á þeim forsemdum, að lnin gæti elcki komist í betri hcnd- ur. Þessi biblía er nú í eigu barna hennar. Starfsfólkið á heimili Kathryn var allt úr hópi fanganna, það voru fang- ar, sem höfðu verið dæmdir fyrir öll liugsanleg afrot, jafnvel morð, þó að kynferðisglæpum undanskildum. Þeir unnu á daginn á heimili hjónanna en sváfu um nætur í klefum sínum meðal hinna fanganna. Kathryn hafði þann sið að ganga um í fangelsisgarðinum næstum dag- lega. Hún sat einnig meðal fanganna og horfði á þegar keppt var í „Base- ball“ og körfuknattteik, og dætur hennar hlupu um og léku sér meðal þeirra. Það hvarflaði aldrei að lienni að þetta gæti verið hættufegt — og það varþað lieldur ekki. „Okkur þykir vænt um piltana“ var viðkvæði lienn- ar „og þeim þykir vænt um okkur. Bæði ég og börnin erum hvergi óhult- ari en í fangelsinu." Lenti einhver fanganna i vandræð- um var Kathryn jafnan reiðubúin til að reyna að hjálpa honum. Algeng- asta refsingin fyrir slæma hegðun, meðan fangelsið laut stjórn I.awes, var að sökudólgnum var lialdið inni í klefa sínum, og liann fékk ekki að taka þátt í máltíðum, störfum og skemmtunum með hinum föngunum. Finndist Kathryn refsingin óréttmæt gekk hún ötullega fram i þvi að við- komandi væri leystur úr prisundinni. Sing Sing var liræðilegur staður um það leyti er Lawes tók við stjórn þar. Það var algengt að fangarnir fremdu sjálfsmorð heldur en að sætta sig við 'hinn harðneskjulega aga og þrönga daunilla klefana með veggj- um rennvotum af raka. Meðan Lewis skipulagði liúsakynnin á ný og opn- aði klefana fyrir liirtu og hreinu lofti, tókst Kathryn, með hlýlegri fram- konm sinni, að breyta hatri og tor- tryggni þeirri, sem rikt liafði inn’an fangelsisins, í einskonar endurspegl- un af eigin hjartagæsku og vináttu. Charles Ohapin hafði látið þau orð falla við fangelsisprestinn, að liann skyldi, um leið og hann væri útskrif- aður úr sjúkradeildinni, klifra upp á þak fangelsisbyggingarinnar og kasta sér fram af, eins og svo margir örvinglaðir fangar höfðu áður gert. En lífsviðhorf hans breyttist eftir að Kathryn talaði við hann á sjúkra- beðnum. Fangelsispresturinn kom honum til að gróðursetja blóm. Kathryn hvatti hann og uppörvaði, og innan skamms var hluti hiris hrjóstuga fangelsis- garðs orðinn að fegursta skrúðgarði. Hin fögru blóm Chapins höfðu göfg- andi áhrif innan fangelsisins, áhrif þeirra gætti jafnvel utan múranna, því að gjafir og framlög bárust hvað- anæva að til að stuðla að aukinni fegrun fangelsisins. Kathryn var einnig oft viðstödd æf- ingar fangelsishljómsveitarinnar og gerði sér far um að auka áhuga fang- anna fyrir hljómlist, og þyrftu þeir á nýjum hljóðfærum að halda, var það venjulega hún sem útvegaði þau. Yrngsta dóttir hennar Jóan Marie var einskonar skjólstæðingur fanganna. Ifún eignaðist sérstakan einkennis- búning og gekk jafnan í broddi fylk- ingar á skrúðgöngum þeirra, og var trumbuslagari í hljómsveitinni. Kathryn var svo ástsæl innan fang- elsisins að mynd hennar prýddi veggi margra klefanna, og i einum þeirra var jafnvel stórt málverk af henni. Sumar þessara mynda hafði hún sjálf gefið þeim, en margar þeirra höfðu þeir sjálfir franrkallað i ljósmynda- stofu fangelsisins, ýmist eftir mynd- um, teikningum eða málverkum liinna listhncigðari meða! fanganna. Samfara auknum friði og eindrægni inn á við í fangelsinu, vegna áhrifa Káthrynar, voru framkvæmdar mikl- ar umbætur á líkamlegri aðbúð fang- anna. Lawes fangelsisstjóri var mesti umbótamaður fangelsismála á þeim tíma, og þau Kathryn og hann breyttu gamla fangelsinu úr stað eymdar og skelfingar i það sem það er nú. Marg- ir kunnugir halda því fram að Kat- hryn hafi einnig verið upphafsmaður margra þeirra umbóta er maður henn- ar kom í framkvæmd. Sögurnar um góðverk Kathrynar flugu eins og eldur í sinu um öll Bandaríkin, og hún varð eins konar átrúnaðargoð fanga, sem liöfðu þó aldrei séð hana. Þau Lewis og kona hans heimsóttu til dæmis fangelsi i Atlanta og þegar Kathryn var kynnt fyrir föngunum, hylltu þeir liana ákaflega. Katliryn Lawes sá ætíð það besta i skapgerð allra. Hefði máður 99 slæma eiginleika og einn góðan, sá hún aðeins þann eina, — og innan skamms var sá eiginleiki urðinn ríkj- andi. Henni var það Ijóst þegar i ujip- hafi, sem ég þurfti þrjátíu og tveggja ára starf við fangahús til að skilja til hlítar: að það er hægt að stuðla að hugarfarsbreytingu forhertra glæpamanna með því að sýna þeim samúð, traust og skilning, en aldrei nieð þeim refsingum, sem þjóðfélagið dæmir á þá, Haustkvöld eitt, árið 1937 ók Kat- liryn út i bifrcið sinni. Það fór eng- inn að undrast um hana, fyrr en liðið var frairi á nótt án þess að hún kæmi heim. Hún fannst meðvitundarlaus fyrir neðan hamrana meðfram Hud- son fljótinu, og yerk'summerki sýndu að hún liafði hrapað er hún var að tina blóm. Sömu nóttina dó hún. Húsið innan múranna, sem fang- elsisstjórinn hafði búið i um margra ára skeið hafði nýlega vcrið tekið i notkun og hjónin liöfðu siðan búið í nýju húsi í Ossining, borginni á hæð- inni utan fangelsismúranna. Morgun- inn eftir slysið, þegar búið var að kistuleggja Kathryri, stóðu meriri hundruðum saman við suðurlilið fangelsisgarðsins, þegar aðalfanga- vörðurinn John Sheéhy mætti til starfs síns. Hann leit einu sinni á þá og sagði: „Eg veit hvað þið viljið. Biðið hérna meðan ég bið fangelsis- stjórann um leyfi.“ Þegar Sheehy sagði Lewis frá mönnunum sem biðu þess að fá leyfi til að votta „móður“ sinni hinstu lotn- ingu, sagði fangelsisstjórinn: „Þú ert húsbóndi hér næstu þrjá daga, Jolin. Gerðu það sem þér sýnist.“ „Þá ætla ég að opna hliðið," sagði Sheeliy. Þegar liann kom aftur að hliðinu hafði fjöldi manna bætzt i hópinn. „Eg ætla að sýna ykkur traust, piltar,“ sagði liann við þá. „Þið megið fara.“ Það voru allar tegundir afbrola- manna i liópi þessum — fjárglæfra- menn og minniháttar afbrotamenn og einnig ræningjar og morðingjar. Sum- ir þeirra áltu eftir að taka út svo langvarandi dóm að þeir myndu al- drei lifandi úr fangelsinu komast, og þeir áttu bágt með að trúa því, að nokkur myndi framar treysta þeim, nú, þegar hún var liorfin. Aðalfangavörðurinn gekk liægt upp hæðina að húsi fangelsisstjórans, sem var um það bil mílufjórðung frá fang- elsinu og á eftir honum gengu fang- arnir í tvöfaldri röð. Engir verðir voru nærri, Það var ekki einu sinni rimlagirðing milli fanganna og frels- isins, þrátt fyrir það yfirgaf enginn röðina. Allan morguninn voru menn á gangi milli hússins og fangelsisins i átakanlegri skrúðgöngu. Sumir mann- anna gengu þögulir frain hjá blóm- skrýddri kistunni, aðrir krupu við hana um stund og gerðu bæn sina. Einn fanganna spurði fangelsisstjór- ann: „Má ég kyssa hana?“ Hann beygði höfuðið til samþykkis og fang- inn laut niður og kyssti Kathryn á ennið. Það voru engar s'krár yfir það hverjir höfðu farið út úr fangelsinu dag þenna, en þegar talið var að kvöldi, þegar fangelsinu var lokað, kom i Ijós að þeir liöfðu allir komið aftur. COLA VPyKKUR Jspur

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.