Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
Heimkynni Mýramanna
I’orsteinn Þorsteinsson hefir ritað
fyrir Ferðafélag íslands lýsingu Mýrasýslu, sem hér verður sagt frá.
„BORGAFJARÐARSÝSLA nær ekki
nema upp að Hvítá, en Borgfirðingar
ná upp að Fornahvannni", sagði mað-
urinn forðum, þegar, hann var að
kenna stráknum sínum landafrœði.
Þeim liættir sem sé við að skeika,
unglingunum úr öðrum landsfjórð-
ungum, þegar þeir eiga að gera grpin
fyrlr hverra sýslna Borgfirðingar séu,
ekki siður en Reykjavíkurpiltinum,
sem uppástóð að Flóinn væri í Rang-
árvatlasýslu, og bar fyrir sig landa-
fræði Mortens Ilansens!
Borg á Mýrum er elsta mannabólið
« þessum slóðum, höfuðstáðurinn i
landnámi Skallagríms, og Borgar-
fjörður varð nafn héraðsins beggja
megin Hvítár. Egils saga telur landið
norðan Hafnarfjalls innan landnáms
Skallagrims og hið sama segir Land-
námabók Sturlu Þórðarsonar:
hann nam land útan frá Selalóni og et
efra lii (Eld-) Borgarhrauns, og suðr
alt til Hafnarfjalls, herað alt svá vítt
sem vatnsföll deila^- til sjóvar; hann
reisti bæ hjá vík þeiri, er kista
Kveldúlfs kom á land, ok kallaði
Borg; og svá kaliaði hann fjörðinn
Borgarfjörð .... Skalla-Grímur gaf
land Grími enum háleyska fyri sunn-
an fjörð, á milli Andakílsár og Gríms
ár; hann bjó á Hvanneyri
Óðal Skallagríms varð hins vegar
vesturhlutinn af Mýrasýstu. Hann
hafði tekið land í Knarrarnesi á Mýr-
um, rakið sig með sjónum austur á
bóginn uns þeir fundu kistu Kveld-
úlfs, og komið við í Alftatungu á
leiðinni. Aðrar eins mýrar og fen
mun Skallagrímur aldrei bafa séð
fyrr og þess vegna festi hann Mýra-
nafnið við Borg og kailaði staðinn
„á Mýrum“ þó að mýrarnar byrji ekki
að marki fyrr en allangan spol suð-
vestur af Borg. Og Mýramenn nefnd-
ust þeir afkomendur Gríms enda nytj-
uðu þeir mest mýrlendasta svæði nú-
verandi Mýrasýslu, sem nú eru
Hraun-, Alftanes- og Borgarhreppur.
Skallagrímur hafði bii á Ökrum
i Álftanesi og Borg, og víðar liafði
hann bú eða selstöðu. Svo að Mýra-
maður var hann, þó að líklega væri
hann kallaður Borgfirðingur et' hann
lifði í dag.
Ferðafélagið var heppið er það
fékk Þorstein sýslumann Þorsteinsson
til að skrifa iýsingu Mýrasýslu. Tvi-
mælalaust var ekki liægt að útvega
lesandanum betri léiðsögumann um
landnám Skallagríms, því að hvort-
tveggja er að Þorsteinn er fæddur og
uppalinn í Mýrasýslu og að hann er
sagnfræðingur og sögufróður og segir
vel fró. Eg hefi 'farið talsvert um
sýsluna á umliðnum árum og kynnt
mér ýmsa staði þar, og einmitt þess
vegna hefi ég haft meiri ánægju af
Árbók þessa árs en flestum — ef ekki
öllum — sem ég liefi áður lesið. Því
að þar sem eitthvað gutlaði á mér
þá vissi Þorsteinn alltaf meira, og
þar sem ég var í vafa um eitthvað
þá skar hann úr og kvað upp úr-
skurðinn, eins og sýslumanni sómir.
Landnám Skallagríms, í þrengri
merkingu, er sá hluti Mýrasýslu sem
fólk þekkir minnst til — að nndan-
teknu sjáifu höfuðbólinu Borg, sem
stendur last við þjóðbrautina vestur
á Snæfeilsnes og skammt frá verslun-
armiðstöð héraðsins, Borgarnesi, sem
einu sinni var kölluð Brákarpollur.
Sá sem siglir inn Borgarfjörð og man
eitthvað úr Eglu er kominn á slóðir,
sem liann kannast við, nöfnin kalla
til hans og minna hann á fóik og við-
burði, sem hann kannast við. Því að
þarna talar Islendingasaga.
Gesturinn gengur breiða brú yfir
Brákarsund og minnist orðanna: „Þá
liljóp hún út af bjarginu á sund.
Skallagrímur kastaði eftir henni
steini miklum, ok setti milli herða
henni, ok kom hvártki upp síðan“.
Svo launaði Skallagrímur Egilsfóstr-
unni, að hann vann á henni níðings-
verk. En Egiil hefndi.
Það er auðgert að finna sér sjónar-
hól í Borgarnesi og horfa yfir byggð-
ina, sunnan og norðan Hvítár, vestur
yfir Mýrar, suður í Andakil, norður
til heiða og austur til dala. Þar eru
landnámsnöfn á hverju strái.
En Mýrasýsla hefir fleira til síns
ágætis en söguna. Þar er náttúrufeg-
urð mikil, einkum er dregur upp til
dala. Og þar eru frægustu veiðiár
landsins. Og fjöldi býla, með góðnm
húsakynnum og miklum myndarbrag.
Hvernig sem á því stendur þá var
það svo, að Borgfirðingar urðu á und-
an öðrum landsbúum með að eignast
sæmileg húsakynni. Sunnlendingar
öfunduðu þá af góðum húsakynnum
og góðum hestum. Má vera að það
hafi verið hvorttveggja þvi að þakka,
að í Borgarfirði starfaði bændaskóli,
en enginn á Suðurlandsundirlendinu.
Allt þetta og svo hitt, að Borgar-
fjörður hefir lengst af öldinni Ijaft
sæmilegar samgöngur við Reykjavík,
varð þess valdandi að Borgarfjörður
varð aðal sumardvala- og skemmti-
ferðasvæði höfuðstaðarbúa, áður en
bílferðir hófust að marki. Borgar-
fjarðarsveitirnar heilluðu ekki aðeins
laxveiðimcnn heldur og aðra þá, sem
vildu hvílast um stund frá dægur-
stritinn á góðum sveitabæ, eða koma
börnunum sínum fyrir þar, sem næga
mjólk var að fá og ekki saltket eða
saltfi.sk alla daga vikunnar. — Nú er
hægara að komast á aðra staði en var
fyrir 40 árum og i fleiri hús að venda
fyrir sumargesti, því að svo til allt
landið stendur opið yfir hásumarið.
r. v.: Veitinga-
húsið Bifröst í
Grábrókar-
hrauni í Norð-
urárdal.
T. h.: Skalla-
grímshaugur í
Borgarnesi.