Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1953, Qupperneq 10

Fálkinn - 18.09.1953, Qupperneq 10
10 FÁLKINN För Andrées til norðurpólsins 13. Klukkan 8 að kvöldi 13. júlí er komið í óefni. Andrée, Strindberg og Frenkel rannsaka allan farangur sinn til að reyna að finna eitthvað til að fieygja út. Sex litlar flotbaujur, 15 vindspegill, 75 kíló af sandi, ein tunna og 200 kíló af dýrmætum mat fer fyrir borð. Þetta bætir úr slcák. Þeir lyftast aftur og líða áfram, og 30 metrum undir þeim sést ísbjörn skokkandi. Andrée skrifar í dagbók- ina: „Þetta er sannarlega stórfeng- legt!“ En gamanið verður endasleppt. Klukkan 0.30 morguninn eftir lýkur flugferðinni. Loftbelgurinn kemst ekki lengra, hann lendir á ísnum. Hvergi sér til lands. 14. Mennirnir þrír eru nú staddir á ísjaka langt norður í bafi. Alls stað- ar kringum þá er hafís á reki, og næsta land er 300 km. burtu. Loftferðin hef- ir staðið 05 klukkustundir. Mennirnir eru soltnir og þreyttir, en þeir hafa annað að liugsa um en hvíla sig. Þeir leiðangr'inum. — Þeir undirbúa ferða- lagið, búa um farangurinn á sleðan- um. Þeir eru þrír, einn handa hverj- um þeirra. Líka hafa þeir segldúks- bát, tjald, stóran svefnpoka, vopn og skotfæri — og mat til þriggja mánaða. Þeir eru þarna á jakanun: i heila viku til að undirbúa ferðalagið. En jakinn heldur ekki kyrru fyrir. Hann rekur til suðvesturs. 10. Loks eru þeir ferðbúnir 22. júlí. Klukkan 0 síðdegis hefst ferðin til lands. Þeir komast brátt að raun um, að það er mjög erl'itt að ganga þessa íshrönn. Undir eins í ferðarbyrjun verða þeir fyrir óhappi. Fyrsti sleð- inn lendir í pytti. Strindberg stendur í vatni í hné til að hann skuli ekki sökkva. Alltaf eru að verða fyrir þeim vak ir og jakar á reki. Þeir nota litla jaka sem ferjur yfir vakirnar. Ýta þeim saman svo þeir myndi brýr. En þetta er bæði tafsamt og erfitt. VERÐLAUNAÞRAUT: »Klnv(rslio*il(ejirodirijlin« Verðlaun kr. 500.00 og kr. 200.00 43. 44. MOUNTBATTEN. Framhald af bls. 9. skyndiheimsóknir til Bretlands. Þó að hinum látna konungi hafi þótt mikið til Mountbattens koma, þá geðj- ast drottningarmóðurinni ekki að Edwinu. Það er staðreynd, að nokkurs kala hefir gætt milli Mountbattens- hjónanna annars vegar og konungs- fjölskyldunnar bins vegar upp á síð- kastið. Telja má víst, að hugur Mouritbattens standi ekki til annars en þess að verða yfirmaður alls 'breska flotans, eins og faðir lians var, þó að hann væri hrakinn úr þeirri stöðu. „Dickie" hefir aldrei gleymt því og þættist hafa reisf við heiður ættarinnar, ef liann sjálfur kæmist til þeirrar sömu tignar og faðir hans. Philip á Mountbattenhjónunum frama sinn að miklu leyti að þakka. Samt verður hann þess nú var, að frændsemin við Louis Mountbatten er honum nú orðið fremur fjötur um fót en lyftistöng. En ættarböndin verða ei afmáð. Hann er af Batten- bergættinni og næsti konungur Breta- veldis, Charles, er líka af þeirri ætt. Það hefir ekki tekið nema eina öld fyrir lítt þekkta lágaðalsætt frá Hessen að komast að þýðingarmesta hásæti veraldarinnar. * Vilið þér...? að mörg dýr geta svelt miklu lengur en nokkur maður hefir gert? Til dæmis getur veggjalúsin lifað sex ár matarlaus, og dæmi eru til að körtur (pöddur) hafi svell i tiu ár, og tórt þó. að Niagara nagar einn mctra á ári framan af bergstallinum, sem fossinn fellur af? Síðan hvítir menn sáu fossinn fyrst, árið 1678, eða fyrir tæpum 300 árum, hefir bergið slitnað um 300 metra. Þess vegna hefir nú verið afráðið að láta vatnið ekki streyma með fullum kraftí nema frá kl. 8 til 22 þann tima ársins, sem flestir koma til að skoða fossinn, svo að „slitið“ verði minna á honum. verða að búa um sig á ísnum og afráða hvað nú skuli taka til bragðs. — Það brakar og brestur í ísnum kringum þá. Stundum koma langar rifur en svo lokast þær aftur. Ofan á ísnum eru pollar — heilar tjarnir, — því að sólin hefir brætt yfirborðið á isn- um. — Síðdegis leggjast þeir til hvíld- ar og sofa til klukkan 10 morguninn eftir. 15. Þá fara þeir að afráða hvað gera skuli. Þeir verða sammála um að stefna til Franz Jósefs-lands. Þar hefir verið sett upp vistabúr handa Nú fer að fækka þrautunum, sem þið eigið eftir að ráða. Aðeins nokkrar þrautir eiga eftir að koma í blaðinu. Ekki hefir ennþá endanlega verið ákveðið, fyrir hvaða tíma síðustu ráðn- ingar þurfa að hafa borist blaðinu, en ykkur sem hafið sent okkur ráðningar utan af landi, viljum við segja það, að við munum hafa tímann það rúman, að auðvelt verði fyrir ykkur að koma siðustu ráðningunum til Fálkans í tæka tíð, áður en dregið verður um verð- launin. Hinum sem ekki hafa sent okkur ráðningar ennþá, en kynnu að hafa hug á því, viljum við benda á, að ennþá er nægur tími til að byrja. Aðeins ef þið hafið öll blöðin sem dægradvölin hefir komið í, getið þið þegar hafist handa og sent okkur allar ráðningarnar í einu lagi. Afgreiðsla Fálkans mun þegar senda ykkur þau blöð, sem ykkur kýnni að vanta. Við viljum þakka öllum sem sent hafa ráðningar, og látið i ljós ánægju sína yfir þessari skemmtilegu dægra- dvöl, sem Fálkinn héfir tekið að sér að kynna ofurlítið fyrir lesendum sínum. Kaupmönnum úti á landi viljum við banda á að Kínversku dægradvölina er hægt að panta hjá Leikfangagerðinni Langholtsvegi 104 og hjá heildverslun Vilhelms Jónssonar Miðtúni 50. Reykja- vík. — Má ég kynna ykkur — unnustinn minn, Hansen — og húsbóndinn. Svo að nú geturðu séð það sjálfur, Viggo, að það er ástæðulaust af þér að vera afbrýðisamur. — Það eru aurnu garðyrkjutækin, sem þú hefir viðað að þér! — Eg vissi það nú alltaf — hér er ekki nokkur branda! — Þarna, lestu svo síðuna með teiknimy ndunum!

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.