Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.09.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Ástiibrasfi M% Hbftns IV. G R E I N . ÁSTIR, BRÚÐKAUP OG HVERSDAGSLÍF. Ástæðan til þess að Ali vildi ekki missa af Ritu var sú, að það særði hann að nokkur kona hafnaði honum, segir góður vinur svarta prinsins. Hann hafði alltaf „kom- ið, séð og sigrað“ þegar konur voru annars vegar. Og nú fór fólk að spyrja: Er Rita að leika sér að honum, eða er henni alvara? ÆST gerist það í málinu, að Ali segir blaðamönnum, að liann liafi beðið Ritu. Þetta var í maí 1949. En þá gerðist dálítið einkennilegt. Rita hafði jafnan verið að fjargviðrast yfir iþví að hún vissi ekki hvar annar maðurinn hennar, Orson Welles, væri niður kominn, en einmitt þessa dag- ana vitnaðist að hann væri í Evrópu. Hann var til skiptis í Paris og Róm en þau hittust aldrei. Hins vegar var gengið frá iagaskilnaði þeirra og Rita var orðin frí og frjáls. Og nú var farið að undirbúa 1001- nætur-brúðkaup i Suður-Frakklandi. Það stóð aðeins á einu: Rita varð að taka múhameðstrú. Og ef hún eignað- ist hörn með Ali þá skyldu þau alin upp í anda kóransins. Rita lofaði því. Aii var Ijráðskotinn í Ritu og ein- setti sér að haida veglegasta brúð- kaup sem haldið hefði verið í heim- inum síðan faðir hans liafði gifst fyrstu konu sinni fyrir 50 árum. Þá stóð hrúðkaupið tvær vikur og kost- aði yfir 100.000 gullgildra. AIi leigði 25 íhúðir lianda gestum sínum á bestu gistihúsunum í Cannes. Þau kostuðu þúsund pund á dag auk 250 punda fyr- ir hlóm. Faðir Ritu kom ekki í veisl- una. Það fréttist að hann mundi koma, en vestur í Ameríku kvartaði gamli maðurinn undan því að sér hefði ekki verið boðið! Þegar komið var í eindaga kom það á daginn að Aii hafði gleymt að láta lýsa, svo að hann varð að kaupa sérstakt leyfisbréf til þess að bjarga giftingunni. Gestirnir, þar á meðal vitanlega Elsa Maxwell, komu til Cannes og sáu hjónin gefin saman og var Rita í nærskornum, hvítum silkikjól. Það var kommúnisti sem gaf þau saman, borgarstjórinn í smábænum Vallauris. Aga Klian var svaramaður sonar sins. Ali datt það snjallræði i hug að bjóða Orson Welles, 2. manni Ritu í brúðkaupið. En hann kom ekki. Bæði Ali og Rita Ijómuðu af ánægju eftir athöfnina. Hann kallaði hana „baby“ og hún kallaði hann „sweetheart". En þegar kom fram í júli var lif ])eirra orðið einn sífelldur miðvikudagur. Eisa Maxwell var öil í veisluhöld- unum eins og liún átti vanda til. Hún hélt veislur sjáif og aflaði jafnan nægilegs efnis í blaðagreinarnar sin- ar. Henni var lika boðið til Aga Khans ásamt hertogahjónunum af Windsor. En af einhverjum ástæðum tókst þetta samkvæmi ekki sem best. Kona Aga Khans var sökkhlaðin af demöntum (sem að visu var stoiið skönunu siðar), „kampavín um borð- in flaut“ og styrjuhrognin voru fyrsta flokks — en Aga Iíhan var þegar far- inn að hafa áhyggjur af Ritu og syni sínum. Og svo kom króginn. í júlí 1949 var Ritu boðið heim til lengdaföður síns, ásamt hertogahjón- unum af Windsor. Ali var þá austur í Indlandi i kaupsýsluferð. En Rita kom alls ekki í samkvæmið. Nú fóru blöðin að koma með ágiskan- ir og getsakir en svo fundu þau ráðn- inguna: „Rita á barn í vonum í næsta mánuði!“ Sjálf neitaði hún að segja blaðamönnunum nokkuð af eða á um þetta, en þá fóru þeir til Yakymour og spurðu Aga Khan. Yakymour er húsið sem Aga Khan byggði handa fjórðu konunni sinni. Hún heitir Yvette, en hann kallar hana Yaky. „Mour“ er stytling á ,,amour“ — ást. Sá gamli kunni að orða það! Aga Khan þvertók fyrir að Rita ætti von á barni í næsta mánuði. En um sama leyti sagði Ali frá þvi liverjum sem hafa vildi, að Rita væri komin á steypinn. Og nú varð Rita forsiðugóðgæti á ný. En svo leið ágústmánuður og ekki kom barnið. Og augu allra þeirra, sem gengu með glamurfréttasótt mændu til Sviss, þvi að þar átti við- burðurinn að ske. Rita, veslingurinn, fékk aldrei að vera í friði. Ali leigði stórt einbýlishús skammt frá Laus- anne og lét búa sem best undir. Tvær hjúkrunarkonur voru ráðnar og tvö baðherbergi sett í húsið. Hann leigði lika nokkur herbergi á frægustu fæð- ingarstofnuninni i Sviss. Svo leið sumarið — en „ekki kom storkurinn“. Hvað var það sem tafði? En kjaftavaðallinn hélt áfram og jókst og margfaldaðist. í nóvember lýsti Ali yfir því að það væri ósatt að hann ætlaði að skilja við Ritu. Svo leið og beið fram að jólum og um það leyti sem Rita eignaðist barnið voru allir á kafi í jólaönnum. Það var 27. desember. Og nú lét Aii hafa það eftir sér i Lausanne, að barnið liefði fæðst sjö vikum fyrir tímann. Framhald í næsta blaði. Ýmislegt um hnappa til gagns og skrauts NÝJUSTU tískufréttir herma að notkun hnappa til skrauts fari nú mjög í vöxt, jafnvel á samkvæmis og kvöldkjólum. Og það eru engir smáræðis hnappar, sem um er að ræða, því að þeir stærstu eru næstum á stærð við undirskálar. Þegar talað er um hnappa hugsum við fyrst og fremst um nytsemi þeirra og okkur finnst jafnvel hnappar, sem ekki er not fyrir, tilgangslaust prjál. En sé litið á sögu hnappanna frá fornu fari kemur fijótt í ljós að upp- runaleg notkun hnappa var eingöngu til skrauts. Frásagnir af klæðnaði manna fyrir 500 árum síðan herma, að auðkýfingar þeirra tima létu sauma fjölda hnappa á flíkur sínar án tillits til gagnsemi þeirra. Hnapp- arnir urðu á þeim tima slikt tákn hégómaskaparins, að ýmsir sértrúar- flokkar bannfærðu alla hnappa — jafnvel þar sem þeirra var þörf. Á nítjándu öldinni gengu karhnenn i skrautfrökkum alsettum gylltum hnöppum, og enn í dag ferst karl- mönnum ekki að hæðast að skraut- hnöppum kvenfólksins, því að á daglegum fatnaði þeirra eru enn Rita virðist hafa æfingu í að hluta sundur brúðkaupstertuna, enda er þetta sú fjórða sem hún sker. „Hnífurinn" er indverskt sverð. Þessi kjóll sýnir glöggt hina nýju tísku vatðandi hnappa. Þessir hnapp- ar eru vissulega ekki mjög stórir, en þó er það fyrirkomulag þeirra, ásamt hinum hvítu bryddingum, sem setja mestan svip á kjólinn. nokkrir hnappar, sem fyrir iöngu eru hættir að hafa gildi til gagns. Til dæmis eru hnapparnir framan á jakkaermi karlmannsfatanna leifar þess tima, er þeir voru notaðir til að hneppa upp á þá skrautlegri skyrtulíningu. Ilnapparnir tveir sem prýða bak kjólfatanna eru frá þeim tíma, er menn hnepptu upp kjóllöfunum, þeg- ar þeir fóru á hestbak, og enn þykja þessir hnappar sjálfsagðir á kjólföt- unum, þótt fæstum sé nú orðið Ijós hin upprunalega þýðing þeirra. í gamla daga fyrir um það I)il tveim til þrem öldum voru handsmiðaðir gylltir og silfraðir linappar, með eða án dýrindis steina, eitt mesta tákn auðæva og veldis. En síðan fjölda- framleiðsla hnappa liófst, fyrir um það bil 200 árum varð notkun þeirra almenn. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir líklega eina tískufyrirbærið sem hefir haldið velli og ekki breytt lögun sinni frá þeim tíma. Nú í ár miðast notkun hnappa í tískunni nær eingöngu við gildi þeirra til skrauts, og er ekki alltaf tekið tillit til þægindanna. Til dæmis getur röð kúptra beinhnappa niður pilsið að aftan litið vel út, en hamingjan hjálpi þeirri, sem situr í þvi pilsi til lengdar .... Eins og stendur má segja að hnapp- ar séu notaðir á hinum óiíklegustu sem ljklegustu stöðum, að framan, aftan og niður með hliðarsaumunum, í einni röð eða tveim, og jafnvel óskipulega liér og þar. Þeir eru ýmist notaðir margir saman, eða 1-—3 hinna risastóru hnappa sem ná allt að því undirskálar stærð. Hnappar tískunnar í ár eru búnir til úr ýmsum efnum — beini, plasti, postulini, fílabeini og gleri. Falleg- ustu skrauthnapparnir eru úr perlu- skel, hvítir eða gráir að lit, en þeir eru afrar dýrir og mætti næstum flokka þá með skartgripum, þvi að þeir hafa iiækkað í verði um 4—500% síðan um strið. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.