Fálkinn


Fálkinn - 18.09.1953, Síða 12

Fálkinn - 18.09.1953, Síða 12
12 FÁLKINN FRAM HALDSSAGA: 10. Þeir elskuðu hunu tveir. Skáldsaga eftir Anne Duffield. Já, ég helði átt að vera kominn fyrr, en ég átti annrííkt í Cairo. — Þú hafðir þó tima til að fara með gesti á óðalið þitt um fyrri helgi, sagði Mohamed Osman. — Já .... Prinsinn yppti öxlum. — Eg varð að sýna vinum mínum þakkarvott fyrir allt það, sem þeir hafa gert fyrir mig. — Auðvitað. Fjölskyldan getur ekki alltaf setið á hakanum fyrir öðru. — Fjölskyldan ætti auðvitað að gera það, sagði Ali. — Þannig var það í mínu ungdæmi. En það tjáir ekki að tala um það. Það sem mestu skiptir er að þú ert kominn. Mér þykir mjög vænt um að geta boðið þig velkominn. — Það gleður mig líka að vera kominn hingað, og fá tækifæri til að heilsa frænkum mínum, svaraði Ali. — Við höfum öll beðið þessarar heimsókn- ar með óþreyju. Prinsinn sat þögull og horfði í gaupnir sér. Gamli maðurinn leit með ánægjulegri lymsku til hans og sagði rólega: Tamara verður bráð- um seytján ára. Það er mál til komið að hún giftist. Eg skil það svo, Ali, sem þú sért hing- að kominn til að heimta brúði þina? Ali prins horfði í spyrjandi augu frænda sins og svaraði rólega: — Eg er kominn til að heimsækja ykkur öll — líka Tamöru. Meira get ég ekki sagt sem stendur. — Er það allt og sumt? Gamli maðurinn átti erfitt með að hafa stjórn á röddinni. — En það hefir alltaf verið ráð fyrir því gert að hún yrði konan þín undir eins og hún væri orðin seytján ára! — Nei! Prinsinn var jafn rólegur og áður. — Okkur kom saman um að tala um þetta aftur, þegar Tamara væri orðin seytján ára. Tvenn dökk augu mættust, jafn sterk. Sheikinn vissi að hann hafði eitt fram yfir frænda sinn: aldurinn. Jafnvel þó að Ali væri viljasterkur varð hann að beygja sig fyrir því. Þegar sá eldri heimtaði að Ali heimsækti sig í þessum erindum þá beygði hann sig, og mundi lika verða að láta undan í rökræðunum. En Mohamed breytti hernaðaráætluninni. Hann stóð upp og sagði brosandi: — Þú hefir rétt að mæla. Við getum talað um þetta síðar. En nú skulum við fara inn til kvenn- anna. Þær bíða. Mahomed gekk á undan og Ali fór á eftir honum um löng göng. Gamli maðurinn nam staðar, dró forhengi til hliðar og drap á dyr. — Kom inn! svaraði skær stúlkurödd. — Það er Tamara, sagði gamli maðurinn ánægju- lega. — Hún bíður eftir þér. Ali hikaði en gamli maðurinn brosti. — Farðu inn, þið hafið sést fyrr. Hann hélt uppi hurðinni og lét Ali fara inn og lokaði svo hurðinni eftir honum. Stofan var í meðallagi stór og vissi út að rósagarði. Veggirnir voru fóðraðir með silki og þykkar ábreiður á gólfinu. Lágir, silki- klæddir dívanar, lítil útskorin borð og márisk skrautker á víð og dreif, þetta var al-tyrknesk stofa, og unga stúlkan, sem stóð feiminn við gluggann var i stíl við umhverfið. Hún var í síðum og víðum buxum úr gulu silki, með breitt mittisbelti og í útsaumuðu vesti. Hún var berfætt með hælalausa inniskó á fót- unum. Hún stóð grafkyrr er Ali kom inn, hún hafði ekki af honum augun og roði kom í kinnarnar. Dökkt hárið var skilið í miðju og vafið í hnút í hnakkanum. Hún var förðuð og neglurnar á mjóum fingrunum rósrauðar. Andlitið var sviphreint, líkaminn ungur og íturvaxinn. Á litlu borði hjá henni stóð skál með brennandi reykelsi, og lagði sætan ilm af því um stofuna. Prins Ali, sem ekki hafði séð frænku sína lengi, var gagntekinn af fegurð hennar. — Komdu sæl, Tamara, sagði hann vingjarnlega og rétti fram höndina. Hann tók eftir að henni var órótt. Tamara rétti honum höndina og bauð henni sæti. Hún talaði mjög formlega, eins og henni hafði verið kennt, en röddin var heit og hljóm- þýð. Þau sátu andspænis hvort öðru. Sætan blá- an reyk lagði upp milli þeirra. Prinsinn mændi út í garðinn. Dyrnar stóðu opnar en ekki barst nokkur blær inn. Hann óskaði að hún hefði ekki kveikt á reykelsinu, en sagði ekkert, því að sjálfsagt hafði hún gert þetta honum til heiðurs. Gamall siður, í stíl við háttvísi henn- ar. Hún hafði fengið strangt uppeldi, tyrk- nesk kona hafði verið látin kenna henni, und- ir eftirliti Mohameds. Tamara kunni alls kon- ar listsaum, hafði lært að lesa og tala frönsku og ensku, gat sungið vísur og lék þá sjálf undir á zítar. En hún kunni engin skil á þeirra veröld sem var fyrir utan dyngjur kvenn- anna. ÞJÖNN kom inn með hið sjálfsagða kaffi. Ali prins drakk nú annan bollann, en afþakk- aði sætu kökurnar, sem Tamara bauð honum. Hún horfði feimnislega á hann en fékk sér köku sjálf. — Það er langt siðan við höfum sést núna, Tamar.a, byrjaði Ali glaðlega. — Já, Ali, svaraði Tamara. — Þú ert orðin fögur ung dama síðan. — Já, Ali, svaraði hún. — Hvað hefir þú fyrir stafni á daginn. Hef- irðu lært að sitja á hestbaki? spurði prins- inn. — Nei, Ali, svaraði Tamara. — Hvers vegna ekki? — Faðir minn hefir ekki kennt mér það. Hún tók sér aðra köku. — Kemurðu aldrei út fyrir landareignina? T. d. til Cairo? — Nei, Ali. Pabbi fer aldrei með mig þangað. Prinsinn var í vandræðum. Það var vandi að halda uppi samtali við Tamöru. Var þetta aðeins feimni — eða var hún svona innantóm? Hann hélt áfram að spyrja hana hvað hún hefði fyrir stafni á daginn. — Pabbi fer með mig hérna um óðalið. Að öðru leyti er ég með mömmu og frænkum mínum, ömmu og Fötmu gömlu. Við sitjum í garðinum. Eg sauma. Og leik á zítar. — Já, og hvað svo meira? Ali brosti. — Við borðum kökur og ávexti og sætindi, hélt Tamara áfram. Hún vildi reyna að svara öllu sem ítarlegast. Ali brosti. — Lestu aldrei neitt? — Nei, Ali. — En þú kannt bæði ensku og frönsku, er ekki svo? — Jú, Ali. — Eg skal senda þér góðar bækur, ef þú vilt. Hún virtist vera í vandræðum. — Nei, þökk fyrir, Ali. Eg kæri mig ekki um bækur. Eg lærði að lesa af því að pabbi vildi það. En ég hefi ekki lesið neitt siðan kennslukonan fór. Prinsinn andvarpaði. Frítt andlit, fagur líkami — en heilinn eins og moð. Þetta var þá ekki feimni. Gæti hann mannað hana? Ef til vill. En til þess þyrfti bæði tíma og þolin- mæði og mundi kannske ekki duga samt. Án þess að Ali vissi þvi mátti lesa það sem hann var að hugsa úr andlitinu á honum. Hann stóð upp. — Það var gaman að hitta þig, Tamara. En ég má ekki standa lengi við. Ætl- arðu að fylgja mér til hennar móður þinnar og frænkananna? — Já, Ali, sagði Tamara. Hún fór með honum í kvennabúrið, þar sem konur fjölskyldunnar sátu. Hann 'heilsaði móður hennar — einu sinni hafði hún verið eins falleg og dóttir hennar var núna, en nú var hún vansköpuð af fitu. Eins voru frænk- urnar. Allar voru þær í hólkvíðum sloppum. Amman ein var lítil og mögur og andlitið eins og skorpnað epli. Hún var alræmd fyrir hve tannhvöss hún var. Nú var enn komið með kaffi. Prinsinn drakk þriðja bollann en afþakkaði kökur og sæt- indi. Allar konurnar, og Tamara lika, voru síétandi. Þær samkjöftuðu aldrei og Ali hafði sig allan við að svara. Hann hafði verið svo lengi í burtu að hann hafði gleymt hvernig líífið var í kvennadyngjunum. Allar þessar kökuétandi konur voru kjaftakindur letingj- ar og heimskingjar. Þær voru allar farðaðar og loftið var þungt af smyrslalyktinni. Ali sárlangaði til að flýja — og gaut augunum til Tamöru. Hún var alveg eins og þær hinar, að því fráskildu að hún var ung. Loks kom Möhamed Osman inn, og Ali gat staðið upp án þess að það þætti ókurteisi. Gamli maðurinn bauð frænda sínum að sýna honum hesthúsin. En þegar þeir komu út afsakaði Ali sig og sagðist verða að fara heim til sín undir eins. Hann þóttist vita að gamli maðurinn gerði ráð fyrir að hann yrði ekki minna en tvær nætur. — Móðir mín á von á mér í kvöld, sagði hann. — Emineh lánar okkur þig áreiðanlega eina nótt, sagði frændi maldandi í móinn. — Það mundi hún gera en ég get ekki beð- ið bana um það, svaraði Ali afsakandi. — Hún er ekki hress og hefir séð mig svo iitið síðan ég kom heim. — Þá verðurðu að koma og borða með mér hádegisverð á morgun, sagði Mohamed Os- man. — Við þurfum um margt að tala og ég hafði ekki búist við að þú færir svona fljótt aftur. — Hér er ómögulegt að koma á morgun. — Ömögulegt? Hvað á þetta að þýða?

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.