Fálkinn - 25.09.1953, Síða 3
FÁLKINN
o
ö
I’il vinstri: Sjúkraflug-
vél Björns Pálssonar.
Hann notaði aðeins 30—
40 metra til að hefja
fluguna á loft.
Til hægri: Ameríska
björgunarflugan í flug-
taki. Sjást reykjarstrók-
arnir úr rakettunum,
sem komið er fyrir sitt
hvoru megin á flug-
unni.
Hátíðahöld á flugdaginn
SíSastliðinn sunnudag var haldinn
sérstakur flugdagur til minningar um
50 ára afmæii vélflugsins. Efnt var
til ýmiss konar hátíðahalda, og hófust
þau suður á flugvelli kl. 2. e. h. Meðal
viðstaddra voru forsetahjónin. Agnar
Kofoed-Hansen setti flughátíðina með
ræðu, þar sem hann rakti nokkuð sögu
flugsins. Ilinn 17. desember 1903 flaug
Orville Wright fyrstur manna. Flaug
liann yfir Kitty Hawk hæðinni fyrir
utan borgina Dayton i Bandaríkjun-
um. Flugvallarstjóri rakti síðan helstu
atriði úr sögu flugsins fram á þennan
dag.
Síðan hófst fiugsýning og skýrði
Björn Jónsson yfirflugumferðarstjóri
ýmis atriði í sambandi við liana fyrir
áhorfendum. Meðal sýningaratriða var
það, að Douglasvél flaug á einum
hreyfli til þess að sýna öryggi þeirr-
ar flugvélartegundar, Sigurður Jóns-
son, handhafi fyrsta flugskírteinisins,
sýndi listflug, Magnús Guðbrandsson
lék ýmsar listir í loftinu á svifflugu,
þrýstiloftsflugvélar komu í heimsókn
og bandarísk björgunarflugvél sýndi
flugtak með aðstoð tveggja rak-
etta, sem styttir flugtakið mjög
mikið. Einnig sýndu bandarísku flug-
mennirnir með mikilli nákvæmni,
hvernig vistum er kastað úr flugvél.
Þá sýndi Bjþrn Pálsson, sem þegar
er kunnur fyrir sjúkraflutninga sina
um land allt, hve títið svæði þarf til
þess að lenda eða taka sig upp. —
Flaug hann litilli, danskri flugvél,
sem hann á sjálfur. Fiugvél þessi
lendir með 50 km. hraða eða minna á
klst., og j>arf ekki nema örfáa tugi
metra til þess að lenda og taka sig
upp.
Að lokum fluttu hinir vinsælu skop-
leikarar Baldur og Konni gamanþátt,
sem var í því fólginn, að þeir fóru upp
í flugvél, og mun Konni hafa tekið að
sér stjórn vélarinnar. — Var samtali
þeirra „feðga“ jafnhraðan útvarpað
úr vélinni og með gjallarhornum yfir
mannfjötdann, og höfðu menn gaman
af.
Flugdagur þessi heppnaðist mjög vel
og varð öllum, sem að honum stóðu
til sóma. — Munu áhorfendur, sem
voru mjög margir, ekki hafa orðið
fyrir vonbrigðum.
Um kvöldið var skemmtun í Tivolí,
þar sem „lukkupökkum" var varpað
úr flugvélum niður til fólksins. Margt
var þar fleira til skemmtunar. •— í
sambandi við þessi hátíðaliöld hefir
verið opin um nokkurt skeið flug-
sýning suður á Reykjavíkurflugvelli.
Þrýstiloftsflugvélarnar fljúga yfir
Reykjavík.
c
Glæsilegur söngvari
TVÝSKI óperusöngvarinn Dietrich
Fischer-Dieskan söng fyrir styi'kt-
arfélaga Tónlistarfélagsins i Austur-
bæjarbíó dagana 16. og 18. j>. m. Á fyrri
tónleikunum söng hann „Vetrarferð-
ina“ eftir Schubert, en á þeim síðari
lög eftir Beethoven, Schubert og Ilugo
Wolf við ljóð eftir Goethe. Sjaldan
eða aldrei mun nokkrum erlendum
listamanni hafa verið jafnvel tekið
hér á landi og hinum unga þýska
söngvara, enda hefir hann frábæra
rödd og einstæða túlkunarhæfileika.
Dietrich l’ischer-Dieskau er aðeins
28 ára gamall, og hefir þegar náð al-
þjóðlegri viðurkenningu, þótt hann
hafi ekki farið að syngja fyrr en
nokkru eftir strið. Ilann var tekinn til
fanga á Ítalíu i styrjöldinni, en hóf
söngnám skömmu eftir að Iiann var
látinn laus. Þegar á námsferli sínum
vakti hann mikla athygli tónlistar-
frömuða, m. a. hljómsveitarstjórans
fræga Furchtwangels. Mesta sigur sinn
á listabrautinni vann bann á tón-
listarhátíðinni i Edinborg í fyrra,
og þar söng liann aftur nú í surnar.
Dietrich Fischer-Dieskau hefir
sungið undir stjórn margra þekktustu
núlifandi hljómsveitarstjóra og sung-
ið i ýmsum óperum í Berlín. Kona
hans hefir einnig gefið sig milcið að
tónlist. *
Dietrich Fischer-Dieskau.
9fm«(isspÁ
fyrir vikuna 29. ágúst—5i sept.
Eftir Edw. Lyndoe.
Laugardagur 29. ágúst. — Þú munt
ná undraverðum árangri á ýmsum
sviðum á næsta ári. Á næstu mánuðum
nnm fjárhagur þinn batna stórum, en
þú ættir að gera það strax upp við
þig, að hvaða marki þú ætlar að stefna
i lífinu, annars gætirðu fljótlega glat-
að þeim fjármunum og þjóðfélagsað-
stöðu, sem þú hlýtur á næsta ári.
Sunnudagur 30. ágúst. — Breyting-
ar á vinnukjörum eru í vændum. Þú
kynnist nýju fólki, sem mun reynast
þér vel. Ef þú verður lipur i samvinnn
við aðra, ætti þér vel að farnast.
Mánudagur 31. ágúst. — Þú hlýtur
mikla reynslu á ýmsum sviðum á
næsta ári, og þá reynsíu ættirðu að
færa þér í nyt. Ástarguðinn heimsækir
þig í vetur, og það heldur fyrr en
seinna.
Þriðjudagur 1. september. — Lifið
Framhald á bls. 14.