Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.09.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Ný spennandi ástar- og leynilögreglu saga eftir I’hyllis Hambledon. LeyndArdómur (í) s^strannA „Reynið að geta upp á því,“ svar- aði ég. 1. KAFLI. „ÞAÐ er eins og ég hefi alltaf sagt,“ sagði frú Frenier og kinkaði kolli — en þó með varúð til þess að ólaga ekki iiina íburðarmiklu hvítu hárkollu sína — engin vinátta er á við gamla vináttu." „Og heima er best að vera,“ sagði Alice frænka min. „Svei Alice, nú ertu að gera gys að mér!“ sagði frú Frenier. „Ó nei Mollý, það gæti aldrei hvarfl- að að mér að gera gys að þér!“ „Jú, það ertu einmitt að gera, eins og þín er von og vísa!“ Mollý Frenier sneri máli sínu að mér. „Þannig var það alltaf á skólaárum okkar, Rósa- tind. Iiún ték alltaf á mig og ætlaðist jafnframt til að ég téti mér það vel lynda. Og þótt ótrúlegt megi virðast fór oftast á þann veg. Hún var ætíð forsprakkinn i öllum jífakkarastrikum bekkjarins, og oft lá nærri að okkur yrði öllum visað úr skóla. Hún fékk ekki nægilega útrás fyrir orku sína i skólanum, það var meinið. Hún var alltof gáfuð! Eg er ekki vitund gáfuð, eins og þér hafið eflaust tekið eftir?“ „Nú ertu að hræsna, Mollý,“ sagði Alice frænka. Við sátum á svölum gistihúss Alice frænku í Jersey á sólbjörtum sumar- morgni. Allt virtist leika í lyndi. Flest- ir hótelgestanna voru úti við og brátt myndi gesturinn, sem beðið var eftir koma. Maðurinn minn, Martin, liafði farið niður að baðströndinni, og ég sá álengdar hvar liann buslaði í spegil- tæru vatninu. „Eg liefi aldrei farið i launkofa með að ég stíg ekki i vitið,“ sagði Molly Frenier ánægjulega. ,,Og ég get ekki með réttu lialdið því fram að það hafi nokkru sinni háð mér. Ef til vill hefði gegnt öðru máli hefði ég þurft að vinna fyrir mér, en ég hefi til allrar guðsblessunar losnað vað það. Eg er löt — ég hefi aldrei haft neitt fyrir lífinu — það hlýt ég að viðurkenna.“ „Ekki einu sinni jjegar loú varst að krækja í Jules?“ spurði Alice frænka. Þetta var hrópleg ósvífni, en Mollý lét sér hana vel lika. „Ó, jú það var mér talsvert erfitt að ná í Jules,“ viðurkenndi lnin. Hún sneri sér aftur að mér. „Hugsið þér yður, kæra Rósalind, hann var fransk- ur milljónamæringur, og auk þess var lvann alls ekki svo ýkja gamall, og það voru óneitanlega æði margar sem vildu krækja i hann. Hann var nýlega orðinn ekkjumaður og það gerði hann enn ómótstæðilegri. Hann átti auk þess hæði lystisnekkju og hús i Dinard. Um leið og ég hitti hann fyrst, gerði ég mér grein fyrir því, að liann væri vel þess virði, að ég legði á mig fyrirhöfn og ómak til að hreppa hann, og þá gerði ég það. Og ég saknaði hans mjög þegar liann dó, því að mér var farið að þykja reglulega vænt um hann. Það er ef til vill gott að gifta sig af ást, en ]>að er þó miklu öruggara að gifta sig til fjár. Hvort gerðuð þér, kæra Rósalind?“ „Nú, þar sem hann á ekki grænan eyri, geri ég ráð fyrir að það hafi verið af ást,“ sagði Mollý. „Hann er mjög aðlaðandi," bætti hún vingjarn- lega við. BG HORFDI á Martin sem buslaði og synti, svo að vatnið gusaðist i allar áttir, og ég hugsaði um það, að hefði ekki hjónaband okkar verið grund- vallað á ást, hefði ýmislegt orðið okk- ur erfiðara. Allir mánuðirnir, sem hann var á sjúkrahúsinu! Smátt og smátt hafði hann öðlast nýtt og ger- breytt andlit, og allur sá sársauki og það myrkur, sem það hafði haft í för með sér! En nú var þvi öllu lokið, og eftir nokkra mánuði ætlaði hann að hefja nýtt starf við verksmiðju í Mid- lands. Sem betur fór var liann orðinn útlærður verkfræðingur, og heimilið beið okkar. Auk þess höfð.um við í hyggju að bæta við fjölskylduna, og ég gat ekki hugsað mér neitt dásam- legra. Eg var jafnvel svo bjartsýn að halda, að ég myndi hafa unun af að þvo bleyjur. „Já, ég hefi verið mjög einmana síð- an Jules dó, enda þótt ég liafi liaft þær Suzy og Helen, þær hafa fremur verið mér sem dætur en frænkur — en mamma þeirra var mér kærust af systrum mínum. Jules þótti einnig mjög vænt um þær, þær komu til okk- ar hálfu ári áður en liann dó og voru þá eins og þriggja ára gamlar. Eg hélt þá að þær.myndu einhvern tíma verða mér til byrði, en svo var þó ekki, þær voru mér einungis til hugarléttis og ánægju. Mér finnst ekkert jafn ánægju- legt og upplífgandi á heimilum og fóta- tak smábarna. „Já, hvers virði eru raunar barn- laus heimili?" sagði Alicc frænka með uppgerðar sakleysi. Molly leit á hana með grunsemd, en ákvað þó að taka orð hennar bókstaflega. „Það má nú segja,“ sagði hún. „Auð- vitað fylgja börnum áhyggjur. Til dæmis Helen ....“ „Vesalings Helen!“ sagði Alice frænka. EG VISSI mæta vel við hvað var átt. Eg hafði heyrt svo margt um þær Grayson systurnar. Þær voru enskar að ætt en uppaldar i Frakklandi. Suzy hafði dvalist stríðsárin i Frakklandi en Helen var þá i klausturskóla í Eng- landi. Það hafði verið gerð loftárás á skólann og ein nunnanna hafði látið lífið. Taugar Helenar höfðu beðið slíkt tjón að lnin hafði enn ekki náð sér til fulls. „En hún er nú á góðum batavegi,“ sagði Mollý Frenier. „Eg er nýbúin að fá bréf frá taugahælinu. Yfirmenn þess hafa verið einkar alúðlegir og skiln- ingsgóðir. Hún fékk leyfi til að liafa hundinn sinn hjá sér. Henni þykir svo afskaplega vænt um hann. Hún kemur heim daginn á eftir mér. Að sumu leyti þykir mér enn vænna um hana en Suzy. Hún er henni miklu ástrikari. Og ef til vill er það ætið þannig, að sá sem þarfnast lijálpar er manni kærari." „Eg man vel eftir þeim,“ sagði Alicc frænka. „Þær voru 5 og 7 ára gamlar ])egar þú komst fyrst með þær hingað og Jósefínu til að gæta þeirra. Hún var góð við þær, sérstaklega við Suzy. Hún og Pierre misstu einhverri tímann litla stúlku, var ekki svo? Eg áleit að hún hefði þess vegna tekið slíku ást- fóstri við þær. Það gleður mig að Suzy kemur i dag. Eg hlakka til að sjá hana aftur.“ „Þú verður undrandi,“ sagði Mollý ánægð. Eg vissi við hvað hún átti, því að satt að segja vorum við búnar að fá nieira en nóg að heyra um fegurð Suzy. Suzy var of kát og lífsglöð til að búa með frænku sinni á hinu rólega gistihúsi Alice frænku. Hún bjó á einu hinna ríkmannlegu gistihúsa í St. Helier þar sem hún stundaði dans og siglingar. Hún átti sæg aðdáenda, en ennþá hafði hún ekki kynnst þeim rétta. Ef til vill var hún eins og frænka hennar og beið eftir milljónamæringi, sem átti snekkju og skrauthýsi. „Það er eins og þær séu dætur mín- ar,“ endurtók Mollý. „Þær bæta mér upp .... “ Og einnig þetta skildi ég. Hún átti við stjúpson sinn Denis Frenier. Alice frænka hafði aðvarað mig. „Það er aldrei minnst á hann,“ hafði hún sagt. Hann var í andspyrnu- hreyfingunni á stríðsárunum, liins vegar mætti segja mér að Mollý hefði verið úr hófi samvinnuþýð við þýska hernámsliðið. Að minnsta kosti leigði hún nokkrum þýskum liðsforingjum, og hún hefir alltaf haft tilhneygingu til að láta berast með straumnum. Hvernig sem þvi er annars varið, eru --------------------------------- I blaðinu í deg hefst ný framhalds- saga eftir hinn vinsæla kvenrithöf-' 1 und Phyllis Hambledon. Sagan ( „Leyndardómur systranna" gerist , að miklu leyti á baðstaðnum Dinard á Bretagne skaga og er í senn við- burðarík og spennandi. Hin lifandi 1 lýsing höfundar á tilfinningum eins ' • og afbrýði, ást og hatri heldur óskiptum áhuga lesandans frá upp- hafi til enda. — Fylgist með frá ' oyrjun! þau hún og Denis svarnir óvinir og hún hittir harin aldrei. Hann er eldri en stúlkurnar. Ilann kom hingað einn- ig oft með Jósefínu. Mollý segir að liann sé mesti þorpari, en það er ég ekki viss um að sé rétt. Ilann gekk á Radrow skólann eins og hann Martin þinn — sennilega nokkuð á undan honum. Rétt í þessri heyrðist í bifreið, sem ekið var upp veginn. Bifreiðin var gul og við stýrið sat ungur maður i gulri peysu. Suzy sat við hlið hans. Bifreið- in nam staðar og þau stigu bæði út úr henni. Mollý Frenier ljómandi af hrifningu og gleði. „Suzy, elskan mín,“ sagði hún. „Komið þið sæl,“ sagði Suzy. „Mollý frænka, má ég kynna fyrir þér Edgar Finch, liann var svo elskulegur að aka mér hingað. Þetta er frú Kenyon — eða öllu heldur Alice frænka. En hvað það er gaman að hitta ykkur!“ Hún bar nafnið Alice fram á fransk- an máta. Hún talaði enskuna með hálf- frönskum hreim, þrátt fyrir það var málfar hennar hrífandi, og það leyndi sér ekki að það fannst Edgar Finch einnig. Hann var bersýnilega ástfang- inn af Suzy. Hérna eru nokkrar af fegurðardísunum, sem tóku þátt í samkeppninni um titilinn „ungfrú Evrópa“ í ár, en hún var haldin í borginni fögru við Bos- porus, stærstu borg Tyrklands — Istambul. Myndin var tekin, áður en úrskurður hafði verið kveðinn upp, enda ríkir friður og eining meðal stúlknanna. í baksýn er Bosporu-sundið með tyrkneskum herskipum. Stúlkurnar eru, taldar frá vinstri: Ungfrú Svíþjóð, ungfrú Finnland, ung- frú Sviss, ungfrú Frakkland, ungfrú Austurríki, ungfrú Monaco, ungfrú Grikkland, ungfrú Belgía og ungfrú Holland.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.