Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1953, Side 8

Fálkinn - 25.09.1953, Side 8
8 FÁLKINN Virginia THayo Það er sagt, að karlmenn þreytist aldrei á að skoða myndir af Virginiu Mayo. Hér birtist ný mynd af þess- ari fegurðardís. LAUSN Á NÆSTSÍBUSSU krossgAtu Lárétt ráðning: 1. hrufl, 6. langt, 11. subba, 16. lappi, 17. ofnar, 18. akarn, 19. ösp, 20. tafl, 22. bera, 24. rýn, 25. skáhalt, 27. urðar- máni, 29. sakast, 30. frisk, 31. ýtir, 32. oft, 33. Hannet, 34. óst, 35. álma, 37. þögui, 38. lánast, 41. Lea, 42. mikil, 43. þéranir, 44. et, 45. náðuð, 46. voð- ar, 47. nú, 48. grautur, 50. setin, 51. ans, 52. grammar, 53. siðir, 54. þras, 55. eir, 56. skurn, 57. bað, 58. þorn, 60. blína, 61. krusar, 64. Elínbjörg, 66. leitaði, 67. S.Í.S., 68. rann, 69. óern, 70. mið, 71. sukku, 73. Gimli, 75. gaula, 77. artin, 78. unnir, 79. aðrir. Lóðrétt ráðning: 1. hlöss, 2. raslca, 3. uppákoma, 4. F(ör) P(ílagrímsins), 5. litast, 6. loft, 7. afl, 8. NN, 9. Gabríel, 10. treðst, 11. Saar, 13. baráttan, 14. brýni, 15. annir, 21. alt, 23. rak, 26. hafa, 27. urmul, 28. mýsnar, 30. fagið, 33. hökur, 34. óáran, 35. álegg, 36. letra, 37. þiður, 38. léðir, 39. sinna, 40. trúss, 42. mát- ar, 43. þotin, 45. numinn, 46. veðra, 49. amerískt, 50. síung, 51. arðsamur, 53. skírnin, 54. þaut, 56. slöngu, 57. bringa, 58. þessa, 59. olíur, 60. bja, 61. ker, 62. aðili, 63. riðar, 65. brun, 66. leir, 69. ÓIi, 72. K(ristinn) I (ngvarsson), 74. mn, 76. að. Hann: — Hvernig list þér á húsið? Eiguin við að kaupa það? Hún: — Eg er alveg mállaus yfir útsýninu úr gluggunum hérna. Hann: — Þá kaupi ég það undir eins. NELLA á 40. breiddarstigi UNGFRÚ Nella Lindström frá Skáni var engan veginn alveg sérstæð mannvera í Rómaborg. Þvert á móti. Hún taldist til þeirrar tegundar norðurbyggja sem í krafti sinna Ijósbjörtu skapsmuna láta ennþá lokkast af rústum og sögnum fornaldar. Miður ljósbjart skap en Nellu hefði getað komið tíu þúsund króna föðurarfi í lóg í einni vetr- arherferð um Montmartre. En Nella var djúpskreiðari og um leið rómantískari og hagsýnni en sem svo. Hún ferðaðist ekki til þess að upplifa ástarævintýr heldur til þess að lifa sig gegnum leiðarlýsingu Baedekers. Hún var hugsjónamanneskja að eðl- isfari og vildi fá andlega valútu fyrir peningana. Og svo þóknaðist örlögunum að haga því svo, að einmitt Nella kæmist í kynni við karldýrseðl- ið, sem alltaf vill hafa sitt, jafri- vel á helgustu áfangastöðum veraldarsögunnar. Nella lagði það í vana sinn að reika ein sér um söfn og sögu- staði hinnar fornu borgar. Hún var svo einkennilega gerð að henni leið vel í félagsskap við sjálfa sig þegar ekki var völ á öðru betra. Hún bjó ekki einu sinni í matsölu heldur hafði hún leigt sér herbergisskonsu í listamannagötunni Via della Croce. Venjulega át hún þó í Trattoria Fiorelli til þess að hafa nasasjón af hinum ljóshærðu ættbræðrum sínum. Þar hafði hún umráð yfir sama borðinu hjá Pasquale þjóni, sem gekk um beina í skandinaviska horn- inu í stóra salnum. Og nú vill svo til eitt kvöld- ið í hléinu milli makkaróní- kássunnar og hænsnafrikaseins, að hún situr og athugar umhverfið með opnum og árvökrum norður- búaaugum. Italskur maður við borð sem var innan sjónmáls hennar tileinkar sér þegar þessi einlægu, ljósbláu augngot og held- ur að þau séu hollustutjáning til sinnar eigin litlu svartgulu per- sónu. — Hún horfir á mig, segir hann með ánægjukennd við sjálfan sig og dregur af þessu óhjjákvæmi- lega ályktun: — Úr því að ’hún horfir á mig þá elskar hún mig! Va bence! Meira gerist ekki þann daginn. En daginn eftir endurtekur sama sagan sjálfa sig, og Nella hefir ekki hugmynd um að hún er að bruna fram á barm eldgígs sem farið er að rjúka úr. Hins vegar er Italinn, sem Pasquale þjónn kallar signor Borgia-Piselli, að velta því fyrir sér hvort hann eigi að taka kven- djásnið eignarnámi þegar í stað, eða hvort hann eigi að bíða næsta morguns og koma þá á fund henn- ar í aftureldingu með rauðan rósa- vönd, til þess að henni verði enn ljósara hve tigið göfugmenni hann sé . . . . Með mikilli sjálfsafneitun tekur hann þá ákvörðun að fresta atlögunni. En án þess að nokkur taki eftir veitir hann hinni nýju ambátt hjarta sins eftirför er hún gengur á burt úr veitingahúsinu. Hann setur á sig húsið hennar í Via della Croce og kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu að í því húsi geti hún tæplega átt heima hjá öðrum en signoru Lehmann, hinni þýsku matselju, sem á sínum tíma var kvödd hingað suður frá ætt- jörðinni til þess að sjóða mat handa sendiherranum. Og nú fer að skýrast i heilabúi signors Borgia-Piselli hugboð um að þetta nýjasta herfang muni geta orðið dásamleg eign til lífsins viðurhalds. SNEMMA næsta morgun gengur hann út Via della Croce til þess að ljúka síðustu formsatriðunum viðvíkjandi herfanginu. I því til- efni er hann íklæddur lakkskóm með breiðum silkislaufum á tán- um, ceriserrauðum sokkum, sítrónugulum hönskum og þveng- mjóum bambusstaf í annarri hendi, einglirni, heiðbláum sum- arfötum og skræpuslifsi og í því glitrar á hálfmána úr þrettán skrautlegum selst-sem-demöntum. Þrátt fyrir allt er hann ekki ó- svipaður dálitlum klifurapa, sem hefir strokið af lírukassanum sín- um og gerir sig nú til upp á eigin spýtur. Hann gengur miðja göt- una og sigurvissan ljómar af hon- um. Æst hæna á golfvellinum Allt í einu verður hann að taka viðbragð upp á gangstéttina til þess að komast hjá að lenda undir vagni. Aflóga leiguvagnstrunta strekkir fram hjá með hinu sér- kennilega, rómverska hlaupalagi — og í vagninum situr dama Borgia-Pisellis og er að dufla við aðra karlmannspersónu! Signor Borgia-Piselli sér þegar í anda hinn viðurstyggilega leik, sem leikinn hefir verið í blóra við hann. Konan er honum ótrú! I heiftarbragði þeytir hann rósa- vendi sínum í rennuna og stappar lakkskóuðum fótunum í jarðbikið á götunni, um leið og kröftugt sacramento og stór hrákagusa sprettur af laukilmandi vörum hans. Þrátt fyrir þetta hverfur vagn- inn að vörmu spori í áttina upp til Piazza di Spagna. En signor Borgia-Piselli telur sig ekki hafa misst af þessum vagni fremur en öðrum vögnum. Nú er allt það besta í honum kom- ið að suðu. Hann er reiðubúinn til að heyja einvígi við örlögin með hvaða vopnum sem þeim þóknast, og nú hóar hann í tóman leigu- vagn, sem kemur rólandi fram götuna. Og með einglirnið þraut- skorðað við neftóftina gefur hann skipun um að elta vagninn sem hafði lagt á flótta, jafnvel þó að hann verði að greiða hálft kon- ungsríki fyrir eina bykkju. Jæja. Hin bláeyga Nella háfði verið svo heppin að sænskur mál- ari, sem hafði hreppt stóra styrk- inn frá Kungliga Akademien, hafði boðið henni upp í sveit. Og með því að henni getur alls ekki til hugar komið, að hún sé þegar skipráðin og bundin manni sem hún hefir aldrei talað við, lætur hún með bestu samvisku aka sér á St. Lorenzostöðina, en þaðan ætl- ar hún með eimlestinni út í Tivoli. Það er deginum ljósara að trunta Borgia-Pisellis hefir verið rýrari kostagripur en sú sem svensku hjúin höfðu í brúkun. Sá sem elti flóttann dróst að minnsta kosti herfilega aftur úr, missti bráðlega sjónar af bráð sinni og óð þess vegna reyk um það sem þau tóku sér fyrir hendur, þessi tvö. Það sem eftir er dagsins heldur hann sig þess vegna á Monte Pincio, þambar kynstur af verm- óði með kíníni saman við og sver með sljóvum augum og hangandi 'herðum að ná blóðugum hefndum á morgun. MORGUNN hefndarinnar rennur upp. En hann er ennþá fyrr á fót- um, að vísu er hann ekki í sigur- vegaraskrúðanum frá í gær, en hins vegar vopnaður miklu gild- ara stafpriki, sem hæfir veh til þess að styrkja hina siðfræði-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.