Fálkinn


Fálkinn - 25.09.1953, Side 12

Fálkinn - 25.09.1953, Side 12
12 FÁLKINN FRAMIIALDSSAGA: Þeir elskuðu Skáldsaga eftir Anne Duffield. inn. Ágætur matur: súpa, humar, kjúklingur, salat, ávextir og kökur. Gestirnir settust kringum dúkinn og voru kátari en venjulega gerist yfir borðum, því að þetta þótti svo ó- venjulegt. John sat milli tveggja liðsforingja. John virtist vera með allan hugann hjá döm- unum sínum, sérstaklega Suzette. Prinsinn sat við endann á dúknum og Iris hjá honum. Auðvitað, hugsaði Rósalinda með sér. Hvar annars staðar? Það heyrðist á tali karlmannanna að prinsinn hefði verið að spila kvöldið áður og tapað stórfé. — Getið þér ekki komið mér í þennan klúbb? spurði ungur maður. Prinsinn brosti og hristi 'höfuðið. — Nei, ég vil ekki eiga sök á að ungir menn lendi í ógæfu. Agatha heyrði síðustu orðin. — Eg er yður alveg sammála, Ali prins, hrópaði hún gjall andi til hans. — Og ógæfan er vitanlega óhjá- kvæmileg afleiðing fjárhættuspilamennsk- unnar! Mér finnst þér ættuð ekki að spila held- ur, Ali prins, þó að þér hafið efni á að tapa. Allir stóðu á öndinni. Samtalið þagnaði og allir störðu með skelfingu á frú Green. Fyrr mátti nú vera frekjan! Vinalega brosið hvarf af Ali og um stund var svo að sjá, sem hann ætlaði að svara í sömu mynt, en öllum létti þegar hann tók þessu með gamni. — Eg er hræddur um að ég sé of gamall hundur til þess að hægt sé að kenna mér að sitja. En ég skal hugga yður með því, — nú brosti hann — að ég ætla ekki að sóa eignum mínum í spilum. Og án þess að bíða svars frá frú Green kallaði hann á einn þjóninn og bað hann um að koma með kaffi og vindlinga. Augu Rósalindu og hans rnættust í þessu og hann gat lesið innilegt þakklæti úr augum hennar. Það voru honum næg laun, fannst honum, og annars var frú Green ekki þess virði að vera tekin alvarlega. En þegar Rósalinda leit á hann skömmu siðar var hann alvarlegur og annars* hugar. Hann starði á vindlingareykinn. Hvað gekk að honum? Hann virtist svo eirðarlaus upp á síðkastið og það kom oftar og oftar fyrir að hún sá raunasvipinn í augunum á honum, — það var líkast og hann væri einstæðingur þarna í vinhópnum. Það var ekki vafi á að eitthvað hvíldi þungt á honum. Rósalinda reyndi að vísa á bug því, sem henni hafði svo oft dottið í hug síðan þau hittust í garðinum hjá prinsinum forðum. Var hugsanlegt að það væri henni að kenna hver breyting var orðin á prinsinum. Allt í einu bar dimmt ský fyrir sólina. Um- hverfið gerbreyttist og út við sjóndeildarhring- inn sást grásvartur veggur, sem nálgaðist óð- fluga. — Flýtið ykkur, hrópaði prinsinn og spratt upp. öll út og fleygið ykkur flötum! Allir gegndu og í sömu svifum kom vind- kast og feykti burt öllu á dúknum og honum með. Sóltjaldið fauk upp í loft og dró litlu 11. hmui tvelr. tjöldin með sér og tjaldhælarnir fuku í allar áttir. — Fleygið ykkur flötum. Byrgið á ykkur andlitið! hrópaði prinsinn gegnum sandrokið. Konurnar æptu og reyndu að halda að sér pilsunum, sem fuku upp um þær, en urðu að hætta við og héldu höndunum fyrir andlitið til að verjast sandinum. Karlmennirnir veltu þeim út af og reyndu að skýla þeim með jökk- unum sínum. Allt var á tjá og tundri. Rósalinda hélt höndunum fyrir augun en sandurinn lamdi hana í andlitið. Áður en hún vissi af var þrifið í hana og hún var borin í hlé upndir einn sandhólinn. Henni fannst hún vera að kafna, og hún spyrnti á móti þegar hún fann að andlitið á henni nam við öxl á karlmanni. — Liggið þér kyrr, sagði Ali prins og breiddi vasaklút fyrir andlitið á henni. Rósalinda gafst upp við að spyrna á móti en reyndi að ná andanum. — Þetta verður ekki lengi, heyrði hún röddina segja fast við eyrað á sér. Hann varð sannspár. Veðurofsann lægði jafn snögglega og hann hafði komið. öllu sló í dúnalogn og nú kom sólskinið aftur. Eyði- mörkin var brosandi og sakleysisleg. — Það er búið, sagði prinsinn og sleppti Rósalindu. — Þökk fyrir hjálpina! Hana svimaði þegar hún stóð upp og þurrkaði sandinn úr augun- um og af höndunum með vasaklútnum hans. — En hvernig fór um yður? Þér vörðuð mig en hlífðuð ekki sjálfum yður. — Það var meinlaust. Eg er talsvert vanur þessu. — Eg varð svo forviða að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera af mér, sagði hún vand- ræðalega og rétti honum vasaklútinn. — Eg sá það. Þess vegna greip .ég svona harkalega i yður. — Hvernig fór fyrir öllum hinum? — Ekki sem verst, held ég. Prinsinn sneri frá henni og fór að hjálpa hinu fólkinu. EINHVER greip í handlegginn á Rósalindu. Hún leit við — og beint í augun á áhyggju- fullum John Midwinter. — Hvernig fór fyrir þér? spurði hann. — Það gekk vel, svaraði hún. — En John, hvað er að sjá þig? Það er líkast og hálf eyði- mörkin hafi lent á þér. Fleygðir þú þér ekki niður eins og hinir? Hann var með sand alls staðar — i hárinu, andlitinu og öll fötin. — Eg var að leita að þér, Rósalinda. — Þú hvarfst mér .... Storm- urinn kom svo snögglega, og það var ekki hægt að sjá metra frá sér. Rósalinda roðnaði. John hafði verið að leita að henni. — Varstu hræddur um mig, spurði hún hikandi. — Já. Hvað varð af þér? — Ali prins bjargaði mér. — Vel af sér vikið. John brosti og brosið á sandandlitinu var ferlegt. Rósalindu langaði til að skella upp úr. Hann hafði verið hrædd- ur um hana! Skemmtiferðin sem hafði byrjað svo vel, endaði svona. Stormurinn hafði slitið upp tjöldin, eyðilagt matinn og gert fólkið hálf- vitlaust af hræðslu. Engan langaði til að vera lengur. Allir áttu sömu óskina: og komast í bað og hrein föt. Fólkið lét þjóna prinsins um að hirða um leifarnar og hélt af stað. Prinsinn afsakaði sig. — Mér þykir þetta svo leitt, sagði hann afsakandi. — Eg hefði átt að vita betur. — Það er ekki frekar yðar sök en okkar, sagði Bill Maitland. — Við hefðum öll átt að sjá að veðurhorfurnar voru tvísýnar. En mað- ur býst ekki við sandbyl á þessum tíma árs. Agatha lét þetta ekkert á sig fá en tók í sama streng: — Mér fyrir mitt leyti finnst þetta fróðlegt — gaman að reyna það. Og ýsmar ungu dömurnar voru sammála. En Iris muldraði: — Það eru sumir heppnir og sumir ekki. — Hvað áttu við? spurði Rósalinda. — Að prinsinn bar þig á örmum sér. Það hefði átt að vera ég! — Þú ert óbetranleg, Iris! — Nei, en það er illa farið að eyða slíku á þig- Ýmsir fleiri höfðu tekið eftir athöfnum prinsins. — Þú fékkst göfugan björgunar- mann, sagði Kitty súr er þær sátu í bílnum. Rósalinda roðnaði, fremur yfir raddhreim Kitty en orðunum sjálfum, en gat svarað ró- lega: — Eg gat ekki betur séð en allir karl- mennirnir væru hjálplegir. — Þú hefir varla séð langt í faðminum á prinsinum, svaraði Kitty. — I hvers örmum varst þú þá? Rósalinda gat ekki stillt sig. — Mannsins míns! svaraði hún mjúkt. JOIIN KEMUR UPP UM SIG. Agatha hafði boðið öllum hópnum heim til sín um kvöldið. — Mér finnst svo snubbótt að láta þessu ljúka svona, sagði hún. — Sér- staklega vegna prinsins. Og þegar ég hugsa til þess að þetta ferðalag var fyrst og fremst gert mín vegna .... Rósalinda var fljótust að búa sig. 1 hvítan blúndukjól með hárið nýþvegið og greitt aftur. Klukkan átta stóð hún tilbúin að taka á móti gestunum. John kom fyrstur, hann var alltaf stundvís. En hann virtist svo annars hugar. — Ertu ein? spurði hann og virtist hissa. — Já, Rósalinda brosti. — Þú ert stundvís eins og konungur, John. Þær koma bráðum, hinar. Má ég bjóða þér kokkteil? — Þökk fyrir. Hann lyfti glasinu. — Þína skál, Rósalinda! — Þökk fyrir. — Það er ekki að sjá að þér hafi orðið meint af sandbylnum. — Nei, ég þurfti bara bað á eftir — og hár- þvott. John brosti. — Hárið á þér glóir eins og gull. — Gerir það það? Það var ekki líkt John að slá gullhamra, svo að þetta kom flatt upp á hana. — Það var leiðinlegt að ferðin skyldi enda svona slysalega, sagði hún. — Já, en við vorum nú heppin samt. Fólk getur lent í lifshættu í svona sandbyljum. — Eg ’hefi heyrt það. Annars hélt ég að ég væri að kafna. Ali prins .... — Hann varð fljótari til en ég, sagði John og brosti. — Eg fékk ekki tækifærið til áð bjarga þér ....

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.