Fálkinn


Fálkinn - 26.11.1953, Page 3

Fálkinn - 26.11.1953, Page 3
FÁLKINN 3 Onassis heitir hann — Aristoteles Sokrates Onassis. Af grísku bergi brot- inn. Sonur kaupmanns, sem Tyrkir drápu í Smyrna. Hann kom fótunum undir sig í Ameríku. Byrjaði sem léttadrengur á gistihúsi í Buenos Ayres, en er nú einn ríkasti maður í hcimi og á fleiri skip en nokkur annar maður. Eigandi 91 olíuflutningaskips og 19 hvalfangara, halla, flug- véla, bíla o. s. frv. Nýlega hljóp af stokkunum í Hamborg 45.909 smálesta olíuflutningaskip — hið stærsta í heimi — og það hlaut nafnið „Tina Onassis“. Það er því alnafna konu milljónamæringsins, sem þið sjáið hér á myndinni með manninum, sem kom Evrópu á annan endann í sumar, er hann keypti spilavítið í Monte Carlo, sem rambað hefir á barmi gjald- þrots um nokkurra ára skeið. Er nýtt blómáskeið í sögu .spilabankans í uppsiglingu undir stjórn mannsjns, aem allt leikur í lyndi fyrir — milljónamæringsins Onassis? Hann heypti Nonte (orlo EF ségja ætli ýtarlega frá ævi Aristotelesar Onassis þau iþrjátiu ár- in, sem hann liefir fetað sig greiðlega áfram til auðs og valda — og ham- ingju, þá yrði það stór hók. Og hvern- ig ælli að raða efninu niður? Maður- inn héfir ótal járn i eldinum samtímis og skréppur daglega i einkaflugvél milli landa — jafnvel heimsálfa — lil að líta eftir fyrirtækjum sínum. Árið 1920 hvarf Onassis af æsku- slóðum sínum og sagði: „Aldrei sný ég aftur til Smyrna“. Hann vnr 10 ára gamall j)á og einstæðingur í veröld- inni. Þegar hersveitir Kemals pasja lögðu undir sig Smyrna-hérað í Litlu-Asíu, fékk gríska þjóðarbrotið engin grið. Foreldrar Onassis og syst- ir létu lífið. Síðustu skihlingum sínum varði Onassis til jiess að komast með gömlu vöruflutningaskipi til Argentínu. Far- angurslaus og í steikjandi hita stcig hann þar á land og fór að sviþkst um eftir starfi. Hann lcomst að sem létta- drengur á gistihúsi og var þar síðan simavörður. En Onassis var lil annars starfa í þennan heim borinn. Áður en mörg ár iiðu, skaut upp nýju nafni í tóhaks- versluninni i Buenos Ayres: Aristotel- es Sokrates Onassis. Hann hafðí tekið upp þráðinn, sem faðir hans varð að leggja frá sér. Árið 1929 var banlca-- innstæða hins duglega, unga manns orðin 180 þús. dollarar. Onassis tengdist aftur nánum bönd- um við þjóðerni sitt, er hann aflaði sér aftur grisks rikisborgararéttar og varð ræðismaður Grikkja í Buenos Ayres. Þá var það, að augu hans opn- tiðust fyrir siglingum. Þar sá hann framtíðarmöguleika blasa við, einmitt þegar heimskreppan drap dug úr eig- endum flestra iitgerðarfélaga. Hann keypti 0 vöruflutningsskip fyrir 20. 000' doilara af kanadískum útgerðar- mönnum, sem voru i fjárkröggum. Nokkrum árum áður höfðu sömu skip kostað 12 milljónir dollara. Fimm árum síðar lét Onassis smíða fyrir sig 15 þús. tonna olíuflutninga- skip i Svíþjóð og varð fyrsti Grikkinn, sem lagði út i olíuviðskipli á heims- mælikvarða. Svo kom siðari heimsstyrjöldin. Floti Onassis var orðinn 46 skip. Hann leigði Bandamönnum þau fyrir allgóða þóknun. Þegar leið að striðs- lokum, hugsaði hann mál sitt vandlega og ha.fði 'gert sér ákveðna áætlun, er friður komst á. Þegar ameriska risa- fyrirtækið Betlehem Stecl retlaði að loka skipasmíðastöðvum sínum, hirlist hinn lávaxni Grilcki á skrifstofum þess ag pantaði smiðí á fyrsta oliu- flutningaskipinu, sem hyggt var í Bandarikjunum eftir stríð. Pöntunin hljóðaði upp á 6 20.000 tonna slcip, sem kostuðu 34 milljónir dollara. Onassis kom á fót viðskiptafyrir- tækjum i París, Montevideo, N'ew York og Aþenu. Og svo fékk hann allt i einu áhuga á hvalveiðum. Þjóðverjar máttu þá ekki smíða hvalveiðiskip fyrir sig cða stunda hvalveiðar, en það varð einmitt til þess að Onassis lét smiða marga hvalfangara sína þar og réð næstum því eingöngu Þjóðverja á skip- in. Þó hafði hann keypt hvalveiðiskip vestanhafs fyrir 40 milljónir. Sem aðaleigandi 30 skipafélaga, undir fánum 5 ])jóða, hcfir Onassis skrifstofur í öllum stórhorgum heims. Þar sem oliuflutningar frá nálægari Austurlöndum til landa í Norður-Ev- rópu voru orðnir snar þáttur i starfs- sviði hans, urðu aðalbækistöðvar hans i Genua og Marscille. Og svo fór hann að svipast um eftir góðum samastað til ibúðar við Miðjarðarhafið. Ilann fékk brátt augastað á vetrariþróttn- höllinni i Monaco, sem staðið hefir auð í mörg ár. En ráðendur húseigna þar í landi höfnuðu hón lians. (Eitt féiag —i Bains de Mer — ræður flcst- um byggingum dvergríkisins). En Onassis var ekki af baki dott- inn. Hann brá sér á fund vinar síns, Bainers prins i Monaco, og fékk þær fréttir, a‘^ yfir 3 milljón króna halli væri árlega á rekstri spilahankans, sem eitt sinn var mesti fjársjóður ríkisins. „Sá dagur kemur, að ])ér verðið að selja/1 sagði hann. . Nú er liðinn 'sá tími, þegar slagæð heimsins lá um Monte Carlo og þjóð- höfðingjar og auðkýfingar dvöldust þar langdvölum og gullið flóði um göt- ur dvergrikisins. Allar tilraunir til þess að draga að bandaríska auðjöfra eftir stríð hafa misheppnast. Þangað koma nú engir V'ina gamlar konur með strútsfjaðrir — leifar gamalla tima — og „blankir“ ferðamenn í hópferðabifreiðum. Smám saman kom Onassis sér inn- undir hjá prinsinum, og um alllangt skeið hefir það legið í loftinu, að tíð- inda væri að vænta af þcim vettvangi. Onassis er eklú vaniy að eyða dýr- mætum tima lil einskis. f sumar, sem leið, stofnaði hann lil ýmiss konar skemmtana í Monte Carlo, og lífsvott- ur fór að færast i hina dauðu borg. Stórkarlarnir. sem áður fyur höfðu átt drjúgan skilding.í spilabankanum, en höfðu smátt og smátt dregið það til sín, fóru aftur að sækjast eftir hlutahréfum í fyrirtækinu. En það var orðið um seinan. Onassis hafði tryggt sér og „leppum" sinum öruggan meirihluta hak við tjöldin og fengið hlessun furstans á framtíðarfyrirætl- unum sínum. „Hér skal ég kveikja líf,“ tilkynnir hinn nýi húshóndi í spilabnnkanum og þessi vetur og næsta sumar verða prófsteinninn á það, hvorl honum tekst j)að sem annað, er hann tekur sér fyrir hcndur. En Monte Carlo er ekki allt fyrir Onassis. Hann ætlar að verða „kon- ungur hafsins" enn um skeið. Christ- ina dóltir hans skírði nýlega 45.000 smálesta olíuflulningaskip, sem smíð- að var fyrir hann í Hamborg. „Tina Onassis“ heitir skipið, í höfuðið á konunni hans. Tvö önnur 45.000 tonna skip eru i pöntun, svo að Onassis virðist ekki ætla að draga járnin úr eldinum að sinni. Eftir stórkostlega veislu á lúxus- hótclinu „Vier Jahreszeitcn" i Ilam- horg i tilefni skírnarinnar á skipinu Tina Onassis, Iiélt fjölskyldan, sem nú er talin sú auðugasta í Evrópu, suður á Bláströndina, jiar sem þau eiga íhurðarmikið heimili i ævintýra- höllinni Chateau de la Cröe hjá Cannes. Onassis — einn ríkasti maður heimsins, lilt þekktur fyrir örfáum árum — er ólikur flestum öðrum milljónamæringum heimsins: Hann er hamingjusamur og síkáUir. Ný húsakynni Máls og menningair Nýr bókaflokkur Máls og menning- ar — níu bækur — konm iit fyrir síð- ustu helgi, en þá var cinnig opnuð ný bókabúð félagsins á Skólavörðu- stig 21. Framkvæmdastjóri félagsins, Kristinn Andrésson, skýrði þá frá því, oð stofnað hefði verið hlutafélagið „Vegamót" í þvi skyni að kai|Oa eða reisa hús fyrir framtíðarstarfsemi Máls og menningar. Félagið hefir nú þegar fest kaup á húsunum Laugaveg 18 og Vegamótastíg 5. í hinum nýja bókaflokki Máls og menningar eru eftirtaldar bækur: Vestlendingar, eftir Liiðvik Kristjáns- son, íslenska þjóðveldið, eftir Björn Þorsteinsson, Ef sverð jiitt er stutt, eftir Agnar Þórðarson, Hliðarbræður, eftir Eyjólf Guðmundsson, Ljóðaþýð- ingar, eftir Helga Hálfdánarson, írsk- ar fornsögur, er Hermann Pálsson hefir valið og þýtl, bók um Chaplin, Lífið hiður, eftir Pjotr Pavenko, og Talað við dýrin, cftir Konrad Z. Lorenz. Ilin nýju húsakynni bókaverslunarinnar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.